Vísir - 20.09.1931, Blaðsíða 5
VÍSIR
Sunnudaginn 20. sept. 1931.
Holmblaðs spilin eru viðurkend af öllum
spilamönnum ög þess vegna notuð mest. Biðjið
ávalt um
Holmb! ads-
spil.
Wilkins.
—O—
Mönnum liefir orðið tíðrætt
um norðurför kafbátsins Nau-
tilus um heim allan, sem von
er til. Þær umræður hófust þeg-
ar er farið var að undirbúa
framkvæmd þeirrar liugmynd-
ar, að fara í kafbát til norður-
heimskautsins. Þetta þótti æfin-
týralegt og fífldirfskulegt í
meira lagi og flestir, sem um
þetta skrifuðu í'blöð og tíma-
rit, voru ærið vantrúaðir, þótt
einstöku menn — og sumir
þeirra mætir menn og fróðir —
teldi hugmyndina vel fram-
kvæmanlega. Þegar loks var svo
komið, að kafbátur hafði feng-
ist til fararinnar, varð enn
meira umtal um förina. Og ekki
dró úr umræðunum, þegar kaf-
báturinn var loks kominn af
stað, því ferðin frá Ameriku til
Bretlands var einn lirakfalla-
bálkur. Báturinn bilaði á leið-
inni og var dreginn af amer-
ísku lierskipi til Irlands. Að við-
gerð í Bretlandi lokinni var
haldið til Noregs, en enn komu
fyrir bilanir, en eftir itrekaðar
viðgerðir komst Nautilus til
Svalbarða. Þaðan hefir hann
farið nokkrar ferðir og'komist
alla leið norður á 82.—83.° og
voru, að sögn, gerðar fróðlegar
dýralífsathuganir í þeim ferð-
um, en nánari skýrsla um ár-
angurinn enn ekki verið birtur.
Áður en Nautilus fór frá Noregi
var ákveðið að freista eigi að
þessu sinni að komast til póls-
ins, heldur fara í rannsóknar-
ferðir um höfin kringum Sval-
barða. En hvað sem um hug-
myndina, ferðalagið og árang-
urinn verður sagt, nú og síðar,
þá verða allir menn að viður-
kenna, að Sir George Hubert
Wilkins, aðalhvatamaður þess,
að í förina var farið, og leið-
angursstjórinn, hafi sýnt mikla
ósérplægni, áhuga og dugnað
við að gera þessa tilraun. Mundi
margur löngu hafa gefist upp i
hans sporum. Eru nú þegar
farnar að lieyrast fleiri raddir
um ágæti hugmyndarinnar, en
menn ætla, að vandaðri og bet-
ur útbúinn kafbát en Nautilus
er, þurfi til slíkra ferða, er hér
liefir verið á drepið.
Yerður hér nú lítilsháttar vik-
ið að æfiferli Sir George, þvi
að maðurinn er mikilhæfur á
marga lund og á merkan feril
að baki sér.
Hann var fæddur í Ástraliu
þann 31. okt. 1888.. Hann var
Skoti i aðra ætt, en Wales-búi
í hina. Foreldrar hans stund-
uðu sauðfjárrækt. Efni þeirra
voru heldur þröng, enda börn-
in mörg. George var 13. barnið,
sem þau eignuðust.
Hann fékk snemma áhuga
fyrir vísindum. Lagði hann
stund á rafmagnsverkfræði í
námuskólanum í Adclaide og
háskólanum þar í borg. En á
þeim tímum var það erfiðleik-
um bundið að fá atvinnu í þeirri
grein í Ástralíu, svo liann varð
að hal'a ofan af fyrir sér með
öðru um skeið, nefnilega ljós-
myndagerð, en reynsla lians við
það starf kom honum að góðu
haldi síðar. Siðar ferðaðist hann
um Ástraliu, Ceylon, Egipta-
land, ítaliu og Algier, til þess
að taka kvikmyndir. Árið 1911
kom hann til London og gerð-
ist starfsmaður Gaumont Com-
pany. Ferðáðist hann fyrir fé-
lag þetta um Bretlandseyjar,
Holland, Frakkland , Spán,
Þýskaland, Svissland og Ástr-
aliu, til þess að taka landslags-
kvikmyndir. — Þegar Balkan-
styrjöldin braust út, gerðist
liann fréttaritari og ljósmyndari
á vígvöllunum og ferðaðist með
tyrkneska hernum. Því næst var
honum falið að taka myndir i
Vestur-Indíu, en er hann var
þar, stóð honum til boða að
verða aðal-ljósmyndari i norð-
urleiðangri (Ganadian Arctic
Expedition) Vilhjálms Stefáns-
sonar og tók hann þvi boði.
Þegar Karluk, skip leiðangurs-
manna, sökk nálægt Wrangel-
eyju, leituðu þeir til Melville-
eyju. Varð Wilkins að vinna að
ýmsu í leiðangri þessum, ö'Sru
en ljósmyndatökum, m. a. tók
hann þátt í að flytja forða þeirra
leiðangursmanna norður þar
350 milur vegar. Vandist liann
nú svaðilförum leiðangurs-
manna á norðurslóðum og' m.
a. vandist hann dýraveiðum. —
Ivom reynsla sú, sem hann félck
í þessu ferðalagi, honum að
góðu haldi síðar.
Á svaðilförum sínum um
Melvilleeyju fór Wilkins að
hugleiða hvort elcki mundi
hægt að fara rannsóknarferðir
um norðurhvel jarðar með
auðveldara móti en áður. Og
hann komst að þeirri niður-
stöðu, að vert væri að gera ítar-
legar tilraunir hvort eigi mundi
heppilegast að nota flugvélar i
slíkum ferðalögum. Er ekki ó-
sennilegt að hann muni hafa
orðið fyrir áhrifum frá Vil-
hjálmi Stefánssyni í þessu
efni, því Vilhjálmur hefir ein-
mitt lengi haft mikinn áhuga
fyrir flugferðum á norðurhveli
jarðar og skrifað um þau efni
margar greinir í blöð og tima-
rit í Vesturheimi. Einnig mun
hann hafa lialdið fyrirlestra
um það í landfræðifélaginu
breska. En Wilkins auðnaðist
eigi að framkvæma þessar hug-
myndir sinar að sinni, vegna
heimsstyrjaldarinnar. Tók hann
þátt i styrjöldinni í her Ástral-
íumanna og hafði starf á liendi
sem ljósmyndari á veslurvíg-
stöðvunum. Tók hann þátt í
fleiri orustum en nokkur annar
ástralskur yfirforingi og var
vasklegrar framgöngu hans tvi-
vegis getið í opinberum til-
kynningum. Hlaut hann heið-
ursmerki fyrir framgöngu sína
(the Military Cross). Seinasta
heimsstyrjaldarárið var hann
fyrirliði flugmannafloklcs, sem
hafði ljósmyndunarstörf á
liendi á vesturvígstöðvunum.
Þegar lieimsstyrjöldinni lauk
var liann orðinn þaulæfður
flugmaður. — Árið 1919 tók
hann þátt i flugi frá London til
Astralíu og stjórnaði flugvél á
þvi flugi. Árið eftir var liann
gerður annar yfirmaður breska
suðurskautslanda leiðangurs-
ins. En honum hafði staðið til
boða að verða yfirstjórnandi
flugferða í Ástralíu en hafnaði
því boði til þess að geta sint
rannsóknarstörfum í heim-
skautaleiðöngrum.
Árið 1925 hafði Wilkins kom-
ið því til leiðar, að ameríska
landfræðifélagið og Detroit-
flugfélagið hétu honum stuðn-
ingi til flugs á iiorðurskautið.
Wilkins lagði af stað frá Al-
aska að vetrarlagi 1926 og ásetti
sér að nema ný lönd og helga
þau Bandaríkjunum og opna
nýja leið milh beimsálfnanna —
flugleið yfir norðurskautið.
Wilkins hafði þrjár flugvélar
og var flugferði hans að öllu
leyti vel undirbúin, en liann
varð fyrir stakri ólieppni. Ein
flugvélin eyddist í eldsvoða,
áður en af stað væri farið. Önn-
ur binna brotnaði í lendingu
nálægt Fairbanks, Alaslca, og
þi'iðja flugvélin brotnaði á
reynsluflugi í Alaska — daginn
cftir. Ofan á þetta bættist, að ’
forði lxans kom ekki í tæka tið.
Þrátt fyrir þetta mótlæti gafst
Wilkins ekki upp. Hann gerði
við þá flugvélina, sem var
minna brotin, og flutti forða
frá Fairbanks loftleiðis til Point
Barrow. Þaðan flaug hann
lengra norður á bóginn en liann
hafði komist með Vilhjálmi
Stefánssyni 1913.
Vorið 1927 fór Wilkins enn í
norðurleiðangur og hafði Ben
Eielson með sér. Eielson hafði
verið með honum í næstu land-
könnunarferð hans þar á und-
an og voru þeir orðnir góðir
vinir. Flugu þeir klakklaust til
Point Barrow. Loks lögðu þeir
af stað í 600 mílna flugferða-
lag norður á bóginn. Bensín
höfðu þeir nægilegt til þess að
geta flogið 1400 milur. En er
þeir voru konrnir 550 mílur
norður á bóginn, urðu þeir að
lenda, vegna mótorbilunar. —
Fréttist nú ekki lil þeirra all-
lengi og voru þeir taldir af, er
þeir komust til Beaclxley Point.
Höfðu þeir búið sér til sleða úr
viðarhlutum flugvélarinnar til
þess að komast þangað.
I febrúar 1928 lagði Wilkins
af stað í fjórða norðúrleiðang-
ur sinn og var Eielson enn með
honum. Áform þei rra var að
fljúga til norðurskautsins. Þann
21. apríl lentu þeir Wilkins á
Svalbarða, eftir 20% klsl. flug
frá Alaska yfir norðurheim-
skautið. Var það í fyrsta skifti,
sem flogið hafði verið yfir
norðurheimskautið. Þólti flug
þetta afrek mikið.
Seinni hluta árs 1928 fór
Wilkius í leiðangur til suður-
skautssvæðanna. Fór hann sjó-
leiðis fi’á New York til Monte-
video og þaðan til Deception-
eyju, sem lxann gerði að bæki-
stöð sinni. Þaðan fór hann
nokkrar flugferðir í rannsókn-
arskyni og gerði uppdrætti að
áður ókunnum svæðum. Þegar
hann lcom aftur til Montevideo,
seldi Wilkins stjórninni í Ar-
gentinu flugvélar sínar.
Nú fór liann að hugleiða að
fara til norðui-heimskautsins i
kafbát. Ræddi liann málið við
Sloan Dannenhauer, fyrv. kaf-
bátsforingja, og komust þeir
að þeirri niðurstöðu, að hug-
myndin rnundi framkvæmanleg.
Wilkins fór því til Wasliington
og fór fram á aðstoð flotamála-
ráðuneytisins, sem félst á að
lána honum kafbátinn 0—12,
sem hætt var að nota, fyrir 1
dollar. Kafbáturinn var útbúinn
sérstökum tækjum til norður-
fararinnar, og loks var af stað
farið í kafbátsförina marg-um-
ræddu, sem gerð var að um-
talsefni í upphafi greinar þess-
arar.
Mfndarleg verðlækknn.
—o—
Brauðin hafa nú verið^ lækk-
uð í verði svo að um munar.
Eg vei l að lieimili okkar alþýðu-
manna og allra, sem ekkijiafa
þvi meiri peningaráð, munar
æðimikið Um þessa verðlækkun
— 20%.
„Vísir“ er eina blaðið hér i
bæ, sem minst befir á, að brauð-
in þyrfti og yrði aðlækkaíverði,
og er það ekki í fyrsta skifti, er
bann talar máli alls almennings,
þegar önnur blöð þegja. Eg tólc
eftir því í siðustu grein „Vísis“
um brauðverðið, að skýrt var
frá því, sem piskrað hefir ver-
ið milli manna, að Jónas Jóns-
son og annað fólk af því sauða-
liúsi, mundi eiga hluti í Alþýðu ■
brauðgerðinni, og þess vegna
væri svo hljótt um brauðverðið
í „Tímanum“. Og satt er þa'ð,
hvernig sem á því stendur, að
aldrei hefir J. J. krafist þess,
að brauðverðið lækkaði, og hlýt-
ur hann þó að vita, að verð-
lækkunin á kornvörum erlendis
er stórkoslleg. Hann lilýtur t. d.
að liafa frétt það í „Samband-
inu“, að rúgmjölssekkurinn hef-
ir fallið úr 34 kr. (árið sem
leið) niður í 18 kr. nú. Þetta er
nú verðlækkun, sem um mun-
ar, og undarlegt, að brauðin
skyldi ekki lækka fyrr en
„Grýla“ var nefnd og sagt að
liún vildi enga lækkun.
Það er nú einhvern veginn
svona með hann Jónas, að þó
hann sé altaf að skrifa um dýr-
tíð og kauplækkun, þá dettur
honum aldrei í hug neitt af viti.
Stundum er liann uppi i skýj-
unum, stundum að stangast við
imyndaða auðmenn og stundum
hringar liann sig í saumastof-
unni. Hann er aldrci þar, sem
einlægur umbótamaður mundi
standa, enda á hann í engu skylt
við slíka menn. — Og nú hefir
liann sýnt liug sinn til Reykvilc-
inga með þvi, að halda opinni
fyrir þeim áfengislindinni fram
undir miðnætti hvert kveld. Er
^að eitt versta verkið, sem unn-
íð liefir verið i þessum bæ í liáa
herrans tíð.
-----En skyldi honum ekki
bregða í brún, þegar liann lieyr-
ir að brauðin liafi lækkað í
verði?. Spyr sá, sem ekki veit.
Alþýðumaður.
Norskar
loftskejtafregnir.
—o—
NRP, 19. sept. FB.
Björgvinjareimskipið Meteor
og þýskt eimskip, rákust á í
gær við innsiglinguna í skipa-
skurð þann, sem kendur er við
Vilhjálm fyrryerandi keisara.
Þýska eimskipið sökk, en Me-
teor skemdist ekki að öðru leyti
en þvi, að nokkrar plötur beygl-
uðust. Hélt skipið áfram ferð
sinni til Newcastle.
NRP. 19. sepk FB.
Fjórir menn biðu bana af
flugslysi í Smaaland í Svíþjóð. j
Askvig ríkislögfræSingur hef- j
ir verið skipaður höfuðsmaður
ríkislögreglunnar. Er þetta nýtt
embætti. Hann hefur starfsemi
sína 1. jan. n.k.
Á ríkisráðsfundi í dag neit-
aðði ríkisstjörnin að fallast á
f j árliagsáætlun Oslo-borgar.
Krefst ríkisstjórnin þess, að út-
gjöldin verði minkuð um 3
miljónir króna.
Þjóðabandalagið liefir fallist
á tillögu um alþjóðasamning
um fyrirkomulag og takmörk-
un hvalveiða. Braadsland ut-
anrikismálaráðherra var fram-
sögumaður við umræðurnar.
Ráðgert er, að banna veiði
sjaldgæfra hvalateg., ungra
livala og kvendýra. Hvalaveiða
skrifstofan í Osló er ráðgert að
verði heimsmiðstöð fyrir vís-
in’dalega og hagfræðilega starf-
semi í sambandi við livala-
veiðar.
Utan af landi.
—o—
ÁkurejTÍ, 19. sept. FB.
Afspyrnuveður var hér síðari
hluta fimtudagsins og föstu-
dagsnóttina og hlutust víða
skemdir af. Hér í bænum fauk
þakið af hinu svo nefnda Sæ-
mundsensliúsi í fjörunni og
barst langar leiðir. Bifreiðaskúr
fauk frá Kristneshæli langa
vegu og gereyðilagðist. — Hey
fuku víða, þar sem þau voru
enn úti.
Björn Líndal fer utan á
„Dronning Alexandrine“, sem
fór héðan í nótt. Fer liann til
Svíþjóðar í erindum Einkasöl-
unnar.
Norski söngvarinn Erling
Krogli hefir haldið liér tvo
hljómleika við einróma aðdáun.
Hitt og þetta.
Lengi getur vont versnað.
214 morS voru framin í Banda-
ríkjunum í júlí eöa 8,3 á dag. ASr-
ir glæpir jukust aS sama skapi, í
1,112 borgum landsins voru dag-
lega framdir 1,520 glæpir. í
Chicago voru framin 31 morð i
júlí, en 12 í Detroit og n í St
Louis.
Innflytjendur og glæpir.
Bandarikin eru, sem kunnugt
er, eitthvert mesta lögbrotaland
í heimi, og befir það til skamms
tíma verið alm.enningsálit þar í
landi, að meginþorri glæpalýðs-
ins væri innflytjendur, aðallega
frá suðurríkjum Evrópu. Wic-
kershám-nefndin, sem * hefir
liaft glæpamál og lögbrota til
sérstakrar athugunar, hefir í
skýrslu sinni til ríkisstjórnar-
innar kveðið upp þann dóm, að
þetta sé fjarri öllum sanni. Inn-
flytjendur frá Evrópu séu vfir-
leitt Tflokki löghlýðnustu borg-
ara landsins. Hinsvegar segir
nefndin, að börn innflyljenda,
fædd og upp alin vestra, hneig-
ist ámóta til lögbrota og börn
þeirra borgara, sem sjálfir eru
fæddir og upp aldir i landinu.
Ný stjórn í Ungverjalandi.
Julius Karolyi greifi myndaði
stjórn í stað Bethlens, sem
liröklaðist frá vegna fjármála-
ástandsins.
Frá Englandi.
Á öðrum ársfjórSungi þessa árs
fæddust 163.874 börn í Englandi
eða 6.338 færri en á sama tíma
1930. DauSsföll voru 11.5 á 1000.