Vísir - 01.10.1931, Blaðsíða 2
V I S I R
Með e.s. „Goðafoss“ fengum við aftur:
L A U K í 25 kg. kössum,
APPELSÍNUR og EPLI.
CX>
Ný hlutaskrá
fyrir TEOFANI CIGARETTUR
er komin út.
Helmingi færri
arðmiða þarf nú til þess að eignast hina ýmsu muni.
Skráin fæst í öllum verslunum.
Gildir til 31. desember.
Byrjið að safna strax,
æ
æ
Símskeyti
London, 30. sept. Mótt. 1. okt.
United Press. FB.
Gengi í New York.
New York: Gengi sterlings-
punds $ 3.88, er kauphöllinni
var lokað. Verðlag var þá breyti-
legt.
Canadiski dollarinn iiefir fall-
ið i 80 cents. Sá orðrómur leik-
ur á i Wallstreel, að í ráði sé
að fresta öllum greiðslum í gulli
til Canada.
Listamaður látinn.
Sir William Orpen, listamað-
urinn frægi, er látinn í London,
52 ára gamall. Hann hafði ver-
ið veikur síðan f maimánuði.
London, 30. okt.
United Press. FB.
Þingfundum frestað í Bretlahdi.
MacDonald tilkynti í dag
í neðri málstofunni, að Itingi
verði frestað en ekki slitið
sennilega þ. 7. okt. .Etla menn
])ví, að áformum um allsherj-
arkosningar sé frestað fyrst um
sinn. — Síðar: MacDonald til-
kynti, að áður en þingfundum
væri frestað, yrði að gera frek-
ari ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir okur á matvöru og
öðrum nauðsynjum almenn-
ings. Loks kvaðst MacDonald
vona, að hann gæti tilkynt þ. 7.
okt. livenær þingið yrði kvatt
saman til funda að nýju.
Gengi sterlingspunds miðað
við dollar 3.86—3.90. Gengi
danskra, norskra og sænskra
króna 17.18.
Norskar
loftskoytafregnir.
—o—
NRP, 30. sept. FB.
Fregnir hvaðanæfa úr Noregi
bera það með sér, að yfirstand- ^
andi fjármálakreppa hefir eng- i
um æsingum valdið. Menn eru j
])ó við því búnir, að nokkrar j
tegundir nauðsynjavöru liækki
i verði.
Útgerðarmenn og farmenn
liafa fallist á nýjan launataxta
samkvæmt tillögum sáttasemj-
ara ríkisins. Launataxtinn gild-
ir til 1. febrúar 1933. — Laun
þeirra, sem um er að ræða, um
10.000 manna, lækka um 4%.
A kauphöllinni i Osló í gær
var gengi skrásett: Sterlings-
pund 18.10, Frankar 18.75,
mörk 1.12, dollar 4.72.
Skólastfgvél
Sterk og ódýr.
Hvannbergsbræðor.
Gengisskráning
hefst hér aftur seinni hluta
dags í dag eða á morgun.
Á fundi gengisnefndar í gær
var tekin ákvörðun um það,
að skrá gengi sterlingspunds
áfram á kr. 22.15. Annar gjald-
'eyrir verður skrásettur í sam-
ræmi við sterlingspund.
Ilér fer því á sömu leið og
í Danmörku, Noregi og Svi-
þjóð, að eigi þvkir annað væn-
legra, en að láta gengi krón-
unriar verða háð þeim ljrevt-
ingum, sem verða á gengi
sterlingspunds.
uppbotið
í breska flotannm.
—o----
Eins og kunnugt er bárust hing-
ah skeyti um verkfall það, sem
varð í breska flotanum laust fyrir
miðbik síðastl. mánaðar. Skeytin
voru varlega orðuð, talað um
„ókyrö“ og „æsingu“, og varS eigi
af skeytunum séð, að uppþotiö
hafi verið eins alvarlegt og reynd-
in var. Þetta er í rauninni eölilegt,
j»ví fréttastofur verða að síma var-
lega um svona fregnir og sty'Sjast
aðallega við opinberar tilkynning-
ar, en þær gefa eðlilega eigi ávalt
fullar upplýsingar, }>egar um jafn
alvarleg mál er að ræða og þetta.
En ])ó mátti í rauninni sjá af
skeytunum, að verkfall þetta, upp-
])ót eða u])i)reist, eða hva'ð rnenn
nú vilja kallað ])að, var býsna al-
varlegs eðlis. Sum erlend l)löð
kalla það hiklaust uppreist og
segja, að það villi engan, þótt í
o])inberum tilkynningum sé að
eins talað um ókyrð og óánægju
o. s. frv.
Eins og kunnugt er var miklunl
hluta Atlantshafsflotans stefnt
saman í Invergordon í Skotlandi,
því halda átti flotaæfingar mikl-
r. En vegna ínótmæla flota-
hermanna, að yfirforingjum und-
anskildum. varð að hætta við
ílotaæfingarnar að sinni. Varð
tlotamálaráðuneytið að lofa því
að tekið yrði til sérstakrar rann-
sóknar hvernig komið yrði i veg
fyrir. að erfiðleikar af völdum
launalækkunar l)itnuðu á flotaher-
mönnunum. Það, sem flotaher-
mennirnir gerðu sig seka um, var
að neita að hlýðnast fyrirskipun-
um yfirmanna sinna að draga upp
akkeri, er fara átti ti! æfinga, og
ennfremur neituðu þe,ir að hlýðn-
ast boði um að ganga til rekkju á
tilskildum tíma. Hinsvegar létu
þeir ótvírætt í ljósi, að þeir væri
enn þjóð og konunghoílir, því áð-
ur en þeir hófu þessar mótmæla
aðgerðir hrópuðu þeir allir sern
cinn þrefalt húrra fyrir konungin-
um.
Þótt mótmæli sem þessi séu
býsna alvarlegs eðlis og slíkt hafi
eigi áður kornið fyrir í breska flot-
anum, ber þess að gæta. að þegar
jjetta kom fyrir voru hugir manna
yíirleitt ókyrrir, breytingin, sem
varð, er MacDonald-stjórnin sagði
af sér, og þjóðstjór.nin var mynd-
uð, kom snögglega, og rnenn voru
r.lls ekki búnir að átta sig á því,
sem var að gerast. Þjóðstjórnin
hefir og fráleitt liaft nægan tima
til þess að ganga svo frá ýmsum
tillögum sínum sem skykli, endá
sagði flotamálaráöherrann á þingi,
j að menn mætti ekki gleyma því, að
j þjóðstjórnin hefði verið tilneydd
j að hafa hraðan á með að bera
fram tillögur sínar, og það hefði
ílotahermönnunum skilist fljót-
lega, ella hefði þeir eigi hlýtt fyr-
irskipunum, er skipunum var
stefnt til Itækistöðva sinna.
Þrátt fyrir það, sem gerðist í
Invergordon, verður ])ví eigi
annað séð, en að flotinn sé enn
konunghollur, og að hann beri það
traust til þjóðstjórnarinnar, að
hún ráði svo fram úr þessum mál-
um, að flotahermennirnir beri
eigi 'skarðari hlut frá borði en
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
--------- iWIIII CTíHI.Tm— ---
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 6 st., Isafirði 7,
Akureyri 3, Seyðisfirði 5, Vest-
mannaeyjum 7, Stykkishólmi 7,
Blönduósi 8, Hólum í Hornafirði
7, (skeyti vantar frá Raufarhöfn,
Grindavik, Tynemounth, Kaup-
mannahöfn) Færeyjum 8, Juliane-
haab 1, Angmagsalik -f- 1, Jan
Mayen 3. Hjaltlandi 12 st. Mestur
hiti her í gær 10 st., minnstur 6 st.
Úrkoma 6,4 mm. Sólskin 3,1
stundir. — Djúp lægð skamt suð-
ur af Reykjanesi á hægri hreyf-
ingu norðaustur eftir. Köld norð-
an átt á Grænlandi og Grænlands-
hafi. — Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói. Breiðafjörður: Suðaust-
an kaldi og rigning í dag, en
sennilega norðan átt í 'riótt eða á
morgun. Vestfirðir: Vaxandi
norðaustan átt. Regnskúrir. Norð-
urland, norðausturland, Austfirðir,
suðausturland: Sunnan og suð-
austan kaldi. Þykkt loft og rign-
ing.
Hjúskapur.
Síðastliðinn laugardag voru gef-
in sárnan í hjónaband ungfrú
Stefania Lárusdóttir og Ólafur
Agnar Schram. Lléimili þeirra
verður á Grettisgötu 46. Síra Frið-
bik Hallgrimsson gaf þau saman.
Professor Jolivet
heldur síðasta fyrirlestur sinn í
Alliance Frangaise á morgun
íöstudag kl. 6 í fyrstu kenslustofu
Háskólans um „de Parlement et
les partis politiques en France."
Ungmennafélagahófið.
Enn geta nokkrir komist að í
samsætið annað kveld, og að sjálf-
sögðu verður þar hvert sæti skip-
að, þvi allir þeir, sem tekið hafa
])átt i störfum félaganna á liðnum
25 árum munu koma þar til að
minnast liðinna atburða sem í end-
urminningunni ljóma frá starfsár-
unum. Aðgöngumiðar eru seldir til
hádegis á morgun hjá Ársæli, i
prentsm. Acta og á Hótel Borg.
St.
Skúli fógeti
kom í gær með 1300 kassa ís-
fiskjar. Tók afla úr Ólafi og fór
áieiðis til Englands.
Suðurland
kom úr Borgarnesi í gær.
Botnía
fór til útlanda í gær.
Surprise
kom úr Hafnarfirði. Tók hér is
og fór á veiðar.
Landbúnaðarvörur.
Árið 1929 nániu útfluttar land-
búnaðarafur'Öir tæplega 8jý miljón
króná, og er sú upphæð ekki nema
rúmlega 11% af útflutningsmagn-
mu alls ])aft ár. Helstu útflutnings-
vörur landbúnaðarins eru: salt-
kiöt, ull, saltaðar gærur og hross.
Síðustu árin hefir lítilsháttar verið
tlutt út af kældu og frystu kjöti.
Var byrjað á því 1925 og nam út-
flutningurinn ])að ár 112 þúsund
kg. — Árið' 1929 nam hann 694
þúsund kg.
Frá I. S. I.
Þessi afrek hefir stjórn í. S. í.
staðfest sem islensk met á fundi
sínum 18. þ. m.:
2000 stiku kappróður (fjórir
ræðarar) á 8 mín. 9,6 sek., sett
af glímúfélaginu Ármann, Rvk.
110 stiku grindahlaup á 18,4
sek., sett 16 sept. af Ingvari
Ólafssyni, 19 ára (K.R.).
Kúluvarp, betri hendi, á 12,40
stikur, sett 16. sept. af Þorsteini
Einarssyni, 19 ára (A.), og
kúluvarp samanlagt, á 21,62
stikur, 16. sept. af sama.
Síðasta ársskýrsla í. S. í. og
sambandsreikningarnir hafa
verið sendir félögunum, einnig
umburðarbréf og ársskýrslu-
eyðublöð, sem útfylla ber og
endursendasambandsstjórninni.
(í. S. í. — FB).
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
heldur fyrsta fund sinn á þessu
hausti annað kveld kl. 8jd í Kaup-
þingssalnum. Stjórn félagsins gef-
ur skýrslu.
Þrjár bækur
eftir Hannibal Valdimarsson
kennara bafa Visi verið sendar.
1.) Starfsbókí landafræði handa
börnum og unglingum, 2.)
Móðurmálsbókin nýja, for-
skrifta og stílabók lianda börn-
um, 1. hefti og 3.) sama, 2.
hefti. Bækurnar fásl að eins
hjá Sveini S. Einarssyni, Njarð-
argötu 33.
Karlakór Reykjavíkur
óskar eftir 1—2 góðum fyrstu
tenórum. Menn tali við söngstjór-
a'nn, Sig. Þórðarson. Sími 2177 og
1299.
Barnalesstofa Alþýðubókasafnsins
er opin kl. 3—7 á virkum dög-
um og 4—6 á sunnudögum, frá og
rncð 1. októlier.
Veðurstofan
er að flytja sig í dag frá Skóla-
vörðustíg 3 í nýju Landssímastöð-
ína.
Æðardúnn.
Útflutningur á æðardún hefir
i’arið minkandi síðustu árin. Árið
1925 voru flutt út 3976 kg., en
1929 ekki nema 2691 kg\ — Af-
urðir af hlunnindum eru vfirleitt
mjög lítill hluti útflutningsiifs og
hafa síðustu árin numið sem svar-
ar af verðmæti allra útfluttra
vörutegunda, og stundum minna,
svo sem árin 1928 og 1929.
Bómarafélag knattspyrnumanna
hélt aðalfund sinn í K. R. hús-
inu s. 1. þriðjudagskveld. Stjórn-
in var endurkosin, en hana skipa,
Axel Andrésson formaður, Tómas
Um péttip.
—0—
Blundi Iétta, er búsins gá
(brátt fram settur greiði),
fram til rétta fara þá
fákar spretta á skeiði.
Veðrin gala og rymja rám,
regn um dali skríður,
fénað smala af fjöllum hám
fyrða valinn lýður.
Fjalla svali, frískar sál
flöskur ala kæti,
])á er talað þjóðar mál,
þá er gal og læti.
J. M. M.
Pétursson ritari, Guðmundur Hall-
dórsson gjaldkeri, Hans Kragh
bréfritari og Pétur Kristinsson
varaformaður. Félagið hefir geng-
ist fyrir endurskoðun á almennum
reglum 1. S. í. um kriattspyrnu-
mót, og ennfremur mun stjórn fél.
koma með tillögur viðvíkjandi
skýringum á knattspyrnulögun-
um sem lagt verður undir K. R.
R. og í. S. í. Einnig hefir félagið
gengist fyrir því að formaöur þess
Axel Andrésson komi upp kriatt-
spyrnunámskeiði hér í Reykjávík
í vetur. Má búast við góðum á-
íangri af ])essu námskeiði, verði
þessu vel tekið af velunnurum
knattspymumanna bæði hér í
Rvík og einnig út á landi. K.
Glugga-sýningar
á íslenslcum landslags-ljós-
myndum, hefir Vignir ljós-
myndari liaft á þremur stöÓum
í bænum undanfarna daga, —
hjá Ásg. Gunnlaugssyni, Halld.
Sigurðssyni og Skóbúð Reykja-
víkur. Myndirnar eru liinar
prýðilegustu. Verða þær bráð-
lega teknar úr gluggunum, en
verða þá til sýnis og sölu heima
hjá Vigni. Y.
Kristileg samkoma
á Njálsgötu 1 kl. 8 í kveld. All-
ir velkomnir.
Útvarpið í dag.
IO. 19,30: Veðurfregnir. —
20,30: Grammófón-hljómleikar.
— 21: Veðurspá og fréttir. —
21,25: Grammófón-hljómleikar.
íþróttaæfingar K. R.
bæði fimleika, glímu o. fl. byrja
mjög bráðlega. Æfingataflan verð-
ur auglýst alveg næstu daga. Allar
íþróttakonur og karlar, sem þurfa
cf til vill að fá. að vita ákveðinn
æfirigatíma nú vegna náms e. þ.
h. eru beðin að tala við stjórn
K. R.
tíjöf
til sjúku konunnar (S.) afh.
Vísi: 2 kr. frá A.
Áheit á Strandarkirkju,
afh. Vísi: 2 kr. frá K. S., 2 kr,
frá D. Kr. 9,50 frá Fríðu.