Vísir - 24.10.1931, Blaðsíða 3
V I S I R
ar frá Jan Mayen, Hjaltlandi og
Kaupmannahöfn. — Mestur
hiti liér i gaír 3 st., niinstur -y- 2
st. Sólskin 7,2 stundir. — Lægð
fyrir norðveslan land á liægri
hreyfingu austur eftir. Hæð fyr-
ir sunnan land. Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói: Suðvestan
kaldi og þykknar upp þegar lið-
ur á daginn. Dálítil slvdda eða
rigning i nótt. Breiðafjörður,
Vestfirðir: Vaxandi suðvestan
kaldi. Rigning öðru hverju.
Norðurland, norðausturland:
‘Suðvestan kaldi. Þykt loft og
síðar dálitil snjókoma eða
slýdda. Austfirðir, suðaustur-
land: Stilt og bjart veður i dag,
en vestan átt og þyknar upp i
nótt.
'Fyrsti vetrardagur
er í dag.
'Trálofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina ungfrú Beatriee Stokke og
Gu'ðmundur Kristjánsson útskurS-
arma'ður,
Hjúskapur.
• Fyrra laugardag voru gefin
•saman i hjónahaud Auðbjörg
Jónsdóttir og Jón Pétursson.
Heiniili hjónanná er á Hverfisgötu
92. Síra Ólafur Ólafsson gaf jrau
íánran.
Ennfremur voru nýlega • gefin
saman í hjónaband af lögmanni
úngfrú Nanna Gunnarsdóttir (Ól-
afssonar konsúls í Vestm.eyjum)
ng Gissur Þorsteinsson kaupmað-
ur í R'eykjavík. Heimili br.úShjón-
anna er á Sjafnargötu 10.
Heimilisiðnaðarfélag íslands
hefir undanfarna vetur lagt
mesta stund á að kenna fólki vefn-
að og að nota þar til innlend efni,
eftir því, sem frekast var unt. Hef-
ir það haldið uppi námskeiöum í
þessum tilgangi,- sem borið hafa
ágætan árangur. —Nú í vetur aetl-
;ar félagið einkum að beina starf-
semi sinni ;ið því að kenna stúlkr
11 m og húsmæSrúm það sem þéirn
•er nauðsynlegast a'ð kunna, en
það er að saúma fatnað handa
'konum og börúum. Hefir því fé-
Jagið stofnað tveggja mánaða
námskeið með fimm stunda kenslu
.4 dag handa stúlkum, sem þég'ar
4?r tekið til starfa, og annað náms-
skeið mé'ð sama fyrirkomulagi
•verður haldið eftir nýár i vetur.
Loks hefir nú féiagið efnt til
námsskeiðs fyrir húsmæður, og
stendur það mánaðartíma með
fveggia stundu kétislu á dag. Er
þetta gert til reynslú, og verður
iSlíkum námsskeiðmn haldið áfram,
ef árangur verður góður, sem
-vænía má.
Víða á Norðurlöndum hafa iiæj-
.arstjórnir gengist fyrir þesskonar
•námsskeiðum á siðustu árurn.
Hafa þau gefist vel og komiö að
-miklum notum. Hér héfir Heimil-
isiðnaðarfélagið tekist á hendur
forustu og framkvæmd þessa
þarfa máls, en bæjarstjórn veitt
stuðning sinn með þvi að lána
ókeypis skólastofur með ljósi, hita
og áhöldum og þár með vi'ðurkent
nytsemi jtessa fyrirtækis.
Þess er að vænta, að húsmæður
gefi gaum að námsskeiði þesstt og
hagnýti sér það, þær seni þess
þurfa og hafa tækífæri til. Mun
fáu'm dyljast, að nu er |>ess brýn
þörf, að hver geti búið sem mest
.aö sínu á jreim vandræða-tímum,
sem eru að ganga í garö. Og eng-
um er J>að ljósara en húsmæðrum,
hver nauðsyn er a’ð hjálpa sér sem
mest sjálfur.
Guðrún Pétursdóttir.
Gestir í bænum.
Árni Jónsson frá Múla og
Georg Georgsson læknír eru
íStaddir liér í hænum.
Gullfoss
kom að vestan um hádegi i gær.
Fer út kl. 1.1 í kveld.
Suðurland
kom úr Borgarnesi í gær.
Skúli fógeti
kom af veiðum í morgun.
Njörður
er að búast á yeiðar.
Botnia
fór kl. 8 i gærkveldi frá Fær-
eyjum, áleiðis bingað.
Island
fór kl. í morgun frá. Fær-
evjum, áleiðis ltingað.
Vestri
sigldi í gær frá Port ’J'albot
áieiðis til Vcstmannaeyja með
saltfarm.
Gengisskráning' hér í dag:
Sierlingspund....... kr. 22.15
Dollar .................. 5.69
Sænskar krónur .... 132.59
Norskar krónur .... - 124.79
Danska’r krónur .... 124.79
Þýsk rikismörk .... -— 433.21
Frakkneskir frankar -— 22.59
Belgur ............. — 79.05
Syissileiskir frahkar . —- 111.69
Pesetar . .............. 50.98
Lírur ................— 29.76
Gyllini................ 230.55
Tékkneskar krónur . 1740
Heimilasambandið
heldur fund á mánudaginu kl.
4. George Williams, kapt. talar.
Útvarpiö í dag.
10,15 Veðurfregnir.
16,10 Veðurfregnir.
18,45 Barnatimi (Bagnheiður
Jónsdóttir).
19,05 Fyrirlestur Búnaðarfé-
lags íslands.
19.30 Veðurfregnir.
19,35 Fyrirléstur Búnaðarfé-
lags íslands, franili.
20,00 Klukkusláltur.
Upplestur (Haraldur
BjörnSson: Sagá. Kvæða-
flokkur).
20.30 Fréttir.
21,00 Hljómleikar: Einleikur á
orgel (Páll ísólfsson).
Útvarpstríóið.
Danslög til kl. 24.
Skrásetning atvinnulausra sendi-
sveina. Verslunarmanuaf élagið
Merkúr íætur fara fram skráningu
atvinnulausra sendisveina mánu-
dag n. k. kl. x—7 í skrifstofum
félagsius, Lækjargötu 2 (uppi).
Skrásetningin fer fram i sambandi
við ráðningarskrifstofu J)á, sem
íélagið byrjaði að starfrækja í
Iiaust og borið hefir svo prýöileg-
an árangur að vegna hennar hefir
tekist að útvega yfir 30 sendi-
svéinum atvinnu á tiltölulega
skömnmm timaj Allir sendisvein-
ar, sem nú eru atvinnulausir, eru
, áminntir um að mæta til skráning-
ar, hvort sem ]>eir eru meölimir
sendisveinadeijdar Merkúrs eða
ekkk Stjórnin.
Iijálpræðiðsherinn.
Samkomur á mörgun: Helgun-
arsamkoma kl. 10árd. Sunnu-
dagaskóli kl. 2 síðd. Hermanna-
samkoma kl. 4 síðd. Kapt Williams
talar. Hjálpræðissamkoma kl. 8
biðd. Lautinant Iiilmar Andrésen
stjóniar. Lúðraflokkurinn og
strengjasveitin aðstoðar. — Allir
velkomnir.
Öldungar í. R.
Munið fundinn á morguu kl.
i)-2 i fimleikahúsi félagsins.
Gjafir
tíl máttlausa drengsins, afh.
Vísi: 50 (fimtíu) kr. frá ónefnd-
uin, 2 kr. frá Kidda og Gunnari,
10 kr. frá T., 2 kr. frá S., 3 kr.
Með morgDDkafflnn
lieit horn og smá franskbrauð,
(rundstykki) fást í kökubúðinni
i Skjaldbreið. Sími 2310. —■
Sent heim.
frá I'. Eyjólfssyni, 1 kr. frá S. S.,
2 kr. frá J., 1 kr. frá S., 10 kr.
frá t. F. N., 3 kr. frá ónefndri.
éþróttafélag Reykjavíkur
heldur dansskemtun fyrir yngri
deildir félagsins i húsi félagsins i
kveld kl. 9. Félagar, fjölmennið.
FJdri félagar einnig. Góð músik.
Stjómin.
Til Hallgrímskirkju
í Saurbæ: Áheit, afh. Vísi: 10
kr. frá S. Sigurössyni.
Áheit á Strandarkirkju,
afh. Vísi : 5 kr. frá Jiakklátum
Dýrfirðingi.
Basar verkakvenna.
—o—-
Eins og að undanförnu hefir
verkalcvennafélágið ,,Framsókn“
ákveðið að hálda basar nú i haust
og leggja þauu ágóða, sem af hon-
mn kyúni að verða, í styrktarsjóö
sinn, sem varið er íil að styrkja
fátækar og veikar félagskonur.
A síðasta fundi félagsins var
kosin nefnd eins og venja er, til
]?ess að sjá um framkvæmdir í
J'éssu máli,. og- vill neíijdin ■v-in-
samlega beina þeiin. tilmælum til
íélagskvenna og annara borgar-
1 úa, scm styðja vilja gott mál-
efni, að þeir styrki basarinn með
gjöfuin og geri þar írteð styrktar-
sjóðimm fært að verða bágstödd-
uin verkakonum sem best stoð og
stytta. En af slíkmn konum eru
Jivi miður alt of mafgar til, ekki
síst á öðrum eins atvinnuleysis- og
kreppu-timum eins og nú. standa
yíiv.
Þær gjafir, sem kærkomnastar
e.ru í Jiessu skyni, er alls konar-
kyénná- og barna-fötnaður. svo
sem barnasvuntur og kjólar, kot
og klukkur, bblir og buxur, ís-
lenskir sokkar og vetlingar, einn-
ig rúmfatnaður, léreftsfatnaður
kvenna og fleira og fleira. Nefn.d-
in lítur svo á, að auk þess, sem
basarinn á að efla styrktarsjóð fé-
lagsins, eigi hann einnig að geta
oiðiö hið ákjósánlegasta tækifæri
fyrir fátækar húsmæður til Jiess
að kaupa laglegan og hentugan
klæönað á börn sín og ýmislegt
annað ti! heitnilisþarfa, ódýrara
en kostur er á annars staðar.
Þeir, sem gefa vildu eitthvað ó-
saumað til basarsins, eru beðnir
a% koma Jivi sem fyrst til ein-
hverrar úr nefndinni, sem mun
sjá um að saumáð verði úr þvi,
cftir því, sem heppilegast er.
Aö endingu vill nefndin sérstak-
lega biðja þær félagskonur, sem
heilbrigðar hafa veriö og hafa
getað unnið í sumar, að sýna
systraþel sitt til þeirra veiku og
bágstöddu, með þvi að telja ekki
a sig lítilsháttár fyrirhöfn eöa
íjárútlát, sem ekki ættu að verða
tilfinnanleg fyrir neinn, heldur
minnast systra sinna, sem • við
alls konar erfiðleika eig’a að stríða,
— koma hver með sína gjöf til
basarsins.
Engin gjöf er of siná í þessu
skyni, „])ví margt smátt gerir eitt
stórt.“
Gjöfum í Jiessu skyni veita
móttöku:
Jóhanna Egilsd., Bergþórug, 18,
Gíslína Magnúsdóttir, Njálsg. 36,
Hólmfr. Björnsd., Njarðarg. 61,
Undína Sigurðard., Hverfisg. 88C,
Petrína Sigtryggsd., Þórsgötu 21.
META-töflur hrúkast í stað suðu-spritts til að kveikja á
prímusum, hita hárliðuuarjárn (krullujárn), kveikja upp í
ofuum og eldavélum í stað olíu o. m. fl., en er mikið ódýrarí
í notkun. — Reynið strax eina töflu.
Aðalumboð og heildsölubirgðir hefir
H.f. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR.
V asablýantar
og vasabsskur, mikið úrval í
Bókaverslun Sigfúsar Eynmnðssonar.
Útvarpssýningin breska.
—0—
Breskir framleiðendur út-
yarpstækja hafa árlega sýn-
ingu á framleiðslu sinni. Sýn-
ing þeirra, „Tlie Radio Exhibi-
tion“ cr haldiri um miðbik sept-
embermánaðar, og eiiís í ár.
Hófst sýningin í Oíympia, Lon-
don, ]). 18. sept, og eftir hlaða-
fregnum að dæma og ummæl-
um sérfræðinga, var þetta hin
viðtækasta og fróðlegasla sýn-
ing sinnar legúndar, serii enn
hefir haldin verið i Bretlandi,
Sýningin er lialdin ekki ein-
göngu i því augnamiði, að
fræða menn mn framfarir á
þessu sviði frá upphafi, heldur
einnig aðallega til þcss, að
menn fái sem glegsta hugmynd
um, livaða nýungar verði á hoð-
stölum í þessari grein á næstu
mánuðum. Tæki þau, sem sýnd
voru, háru yfir liöfuð vitni um
meiri framleiðslufullkomnun
en áður eru dæmi til. Þannig
eru viðtæki tii sambandsnotk-
unar við nálægar stöðvar orð.in
svo fullkoiriin, að vart virðist
geta verið um öllu meiri full-
komnun að ræða. En framfarir
i gerð dýrari tækja og „radíó-
grammófóna“ er einnig mikil.
Þannig vöktu á sýningunni
mikla eftirtekt 'tæki útbúin lil
þess að hlusta á margar stöðv-
ar, hverja á fætur annari, á
mismuriandi tima. Tæki þetta,
sem er í sambandi við klukku,
er hægt að setja í samband við
14 stöðvar. Þegar visirar klukk-
unnar vísa á einhverja stöðina
og tíma þann, sem hún byrjar
að útvarpa á, næst þegar sjálf-
virkt samband við útvarpsstöð-
ina. — Sýningin var lielmingi
stærri en í fyrra. Verðmæti
sýndra tækja var 5 miljónir
sterlingspunda, en verð var yf-
irleitt 25% lægra en i fyrra.
(Úr hlaðatilk. Bretastjórnar.
FB.).
Hitt og þetta.
—o---
Edward Underwood,
herdeildarforingi i ameríska
Hjálpræðishemum, er einn
hinna þjóðkunnu manna vestra,
sem Hoover forseti skipaði í
bjargráðanefndina, sem hefir
með liöndum víðtæka lijálpar-
starfsemi, vegna atvinnuleysis-
ins. Underwood er skipaður í
nefndina sem fulltrúi Hjálpræð-
ishersins, og er talið, að nefnd-
inni muni mikill fengur að
revnslu, hæfileikum og dugnaði
S
Smnri brantt,
■esti ete.
sent heÍM.
Ö5 Veitingmr
Í4T8T0FAN, Aðalstræt! 9.
Eggert Ciaessen
'tfösíaréttar málaflutningsmaCur
Slmfstofa: Hafnarsíræti 5.
Sírni 871. Viðtalsíími kl. 10—12.
Á siiasta snmardag 1931
Sumar, þu bliða, sólskinsríka tíð,
sælustund þeirra, sein á jörðu búa;
fagnar þér alt, þá endar vetrarhríð,
ylgeislar þinir jafnt að öllu hlúa.
Hvort sem í jörðu huiið liggur fræ,
helkalið undan þungum jökul-
fönnum,
eða sú jurt, sem féll nieð fölan blæ,
fyllir þú, sumar, lífsins krafti
sönnuni.
Liðið er sumar, lífsins kraftur dvín,
litverpu blómin þögul höfuð beygja.
Fella þau niður fögru blöðin sin,
fer i hönd tíminn, seni þau verða4
að deyja.
Veturinn k’aldi vitjar aftur lieim,
vorgróðinn hverfur, sem oss gleði
veittl.
Hriðir og stormar aftur ógna þeim
indæla reit, sem landið kæra
skreytti.
Alfaðir lífsins, ljúft við þökkum nú
Ijósgeisla þá, er sumartíð oss færði.
Þú hefir veitt oss miklá björg í bú,
blessun þín mcnn og skepnur
endurnærði.
Alfaðir ljóssins, lof og dýrð sé þér,
láttu’ okkur jafnan heyra, sjá og
skilja,
að alt sem mannlegl augaj á jörðu
sér,
er undir stjórn þins náðarríka vilja.
Verndaðu oss þegar vetur fer i
hönd,
vertu oss, faðir, líknarherrann góði.
Iífl þú og styrk hin veiku bræðra-
bönd,
blessaðu þá, sem geyma sorg
í hljóði.
Lof sé þér guð fyr’ liðna sumartíð,
lýstu oss gegnum kaldar vetrar-
hriðir.
Bjargræði gefðu öllum landsins lýð,
Ijómað svo geti aftur vor um síðir.
Ágúst Jónsson,
Njálsgötu 52B.
lians. Hjálpræðisherinn vestra
liefir, eins og annarstaðar, ávalt
int mikið starf af liendi til hjálp-
ar bágstöddum og hefir mikla
reynslu í þeim efnum. — M. a.
þess vegna var hernum boð'in
þátttaka í hjargráðanefnd rík-
isins.