Vísir - 05.11.1931, Blaðsíða 2
V T S ? P
I))» mm NI1ÖLSEIN! ((1
| Leiftur elöspýtumai? eru iaugfo@staF« 1
Volg
mjólk
fæst dagiega í mjóikur-
búöinni á Laugaveg 58.
Símskeyti
—o---
Budapest, 4. nóv.
United Press. FB.
Fjármál Ungverja.
Teleszky, fjármálasérfræð-
igur stjórnarinnar hefir tilkynl
fjárhagsnefnd þingsins, að fvr-
irsjáanlega verði ekki liægt að
standa straum af greiðslum af
lánum, sem tekin hafa verið til
skamms tihia, og leggur það til,
að málið verði tekið fyrir á ráð-
stefnu með lánveitöndum.
Riga, 4. nóvember.
United Press. FB.
Stjórnarskifti í Lettlandi.
Þegar þingið kom saman í
gær, að afstöðnum þingkosn-
ingum, sagði rikisstjórnin af
sér.
London, 4. nóvember.
United Press. FB.
Nýr foringi
frjálslynda flokksins.
Sir Herbert Samuel hefir ver-
ið kosinn förmaður þingflokks
frjálslynda floklcsins, i stað Da-
vid Lloyd George.
Kliöfn, 4. nóvember.
United Press. FB.
Skipbrot.
Finska seglskipið Ansio strand-
aði í dag á Bredskær í Vester-
botten, á leið frá Kaupmanna-
höfn til Finnlauds. Ætlað er, að
átta menn hafi farist. Sjógang-
ur var mikill og liðaðist skipið
í sundur. Björgunartilraunum
varð eigi við komið. Skipið var
349 smálestir að stærð.
Helsingfors, 4. nóvember.
United Press. FB.
Frá Finnlandi.
Finnlandsbanld liefir látið
koma til framkvæmda ákvörö-
un stjórnarinnar um að frani-
lengja afnám gullinnlausnar
þangað til í maí 1932.
London, 4. nóv. Mótt. 5.
United Press. FB.
Gengi sterlingspunds.
Gengi sterlingspunds miðað
við dollar 3.76.
New York: Gengi sterlings-
punds $ 3.75%.
Dublin, 5. nóvember.
United Press. FB.
Frá írlandi.
Bly the f jármálaráðherra lagði
fyrir þingið lagafrumvarp til
þess að koma í veg fyrir, að
fluttar séu inn í landið vörur
i stórum stíl, lil sölu undir
framleiðsluverði samskonar
vörutegunda í írlandi. Samkv.
frv. getur stjórnin og' iil bráða-
hirgða lagt á nýja tolla eða
breytt lagaákvæðum viðvikj-
andi tollaupphæðum, þegar
brýn nauðsyn krefur, til vernd-
ar írskum iðngreinum og at-
vinnugreinum. Afgreiðslu
frumvarpsins i neðri deild
þingsins var hraðað sem mest
mátti verða og er til umræðu í
efri deild þingsins i dag (fimtu-
dag).
New Haven i oklóber.
United Press. FB.
Heimskreppan.
Irving Fisher, kunnur iiag-
fræðingur og kenuari við há-
slcólann i Yale, hefir rætt um
heimslcreppuna í viðtali við
United Fress, og voru ummæli
! hans á þessa leið:
„Heimskreppan á rót sína að
rekja til heimsstyrjaldarinnar.
Ófriðarskuldunum má að miklu
leyti kenna um kreppuna og
þær á að strika út. Það mundi
verða öllum þjóðum, sem eru
lánveitendur, lil mikils góðs, að
koma ófriðarskuldunum úr sög-
unni.“
Hann kvað ótta þann og ó-
vissu, sem rikjandi er i Evrópu-
löndum, leiða það af sér, að
fjöldi mailna geymi fé sitt sjálf-
ir, og að viðskifti mínki og verði
óvissari. „Það hefir mikla þýð-
ingu, að þjóðirnar beri traust
hver til annarar. Það var stórt
spor í rétta átt, er frakknesku
ráðlierrarnir fóru í opinbera
beimsókn til Berlín. En það er
að eins spor í áttina. Það mundi
Innsvegar hafa ómetanlega þýð-
ingu, ef Bandarikin léti þegar
til skarar skríða um algert af-
nám ófriðarskuldanna. Þá
mundi traust og velvild milli
þjóðanna innbyrðis endur-
vakna. Og Bandaríkin myndi
skaðasl lítið sem ekki á afnámi
ófriðarskuldanna. Um skulda-
greiðslufrest þann, sem Hoover
forseti kom á, er eigi nema gott
eitt að segja, — það, sem hann
nær.“
Fisher prófessor er þeirrar
skoðunar, að Bandarikin muni
ná sér fyrst allra þjóða eftir
kreppuna, að velgengni allra
þjóða mundi mjög aukast, ef
fríverslun yrði ahnenn, og að
nauðsyn kref ji, að byrðum vig-
búnaðarins verði létt af þjóðun-
um. Núverandi ástand í Eng-
landi telur hann orsakast af því,
að Bretar tóku upp gullinnlausn,
þegar sterlingspund var í háu
verði. Ef sterlingspund liefði
verið í lágu verði, eins og ástatt
var um frankann, þegar Frakk-
ar hurfu að gullinnlausn, væri
öðruvísi ástatt í Englandi. —
Skuldirnar og verðfall á afurð-
um, en af því hefir leitt afurða-
sölu út úr neyð, og óhugur og
vantraust meðal þjóðanna,
liggja til grundvallar fyrir
kreppunni.
Haftastef nan<
Það verður sennilega eigi um
það deilt, að framsóknarflokk-
urinn einn ber ábyrgðina á því,
að farið hefir verið út á þá ó-
heillahraut, að banna innflutn-
inga til landsins á nauðsynleg-
um varningi jafnt sem ónauð-
synlegum. Sjálfstæðisf lokkur-
inn stendur heill og óskiftur
gegn ríkisstjórninni og flokki
hennar í þessu óheillamáli. Og
af aðalmálgagni Alþýðuflokks-
ins verður eigi annað séð, en
innflutningsbannið liafi verið
sett í óþökk og gegn vilja hans.
Aðalmálgagn þess flokks virðist
annars oftast vera í hálfvolgri
andstöðu við ríkisstjórnina. Og
útkoman verður stundum ein-
kennileg, þegar menn hera sam-
an það, sem stendur i Alþýðu-
blaðinu, við orð og athafnir
þingmanna flokksins. (Sbr.
framkomu Jóns Baldvinssonar
á síðasta þingi). En ef það er nú
svo, að Alþýðuflokknrinn sé,
eins og Sjálfstæðisflokkurinn,
heill og óskiftur i andstöðu við
ríkisstjórnina og flokk hennar
í þessu innflutningsbannamáli,
þá er það augljóst, að bönnin
eru sett í óþökk og gegn vilja
tveggja stjórnmálaflokka, sem
til samans eru í miklum meiri
liluta meðal kjósendanna í
landinu. Athafnir stjórnarinn-
ar í þessu máli eru því í trássi
við þjóðarviljann. Ráðstafanir
stjórnarinnar eru minni hluta
ráðstafanir. Og lögum um þetta
efni gæti hún ekki komið gegn-
um þingið, gegn sameinaðri
mótstöðu Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins. Enda munu
hinar einkennilegu aðfarir
stjórnarinnar i þessu máli
grundvallaðar á því, að þingið
mundi aldrei fallast á slíkar
gerðir. Nú eru þeir tímar, að
hvaða þjóðholl stjórn sem væri
mundi telja það skyldu sína,
að grípa eigi til slíkra ráðstaf-
ana sem víðtækra innflutnings-
banna, án þess að ræða það mál
við leiðtoga andstöðuflokkanna.
Vitur og þjóðholl stjórn mundi
hafa ráðgast við andstöðufloklc-
ana og borið fram rökstuddar
ástæður fyrir nauðsyninni á að
banna innflutning á nauðsyn-
legum og ónauðsynlegum varn-
ingi. Andstöðuflokkarnir hefði
vitanlega eigi fallist á þessa leið.
En ef fyrir þá hefði verið lagð-
ar rölcstuddar ástæður fyrir
því, að grípa þyrfti til einhverra
óvanalegra og víðtækra ráðstaf-
ana vegna ástandsins, mælti
ætla, að þessir flokkar hefði
bent á aðrar leiðir, sem ríkis-
stjórninni hefði verið skj'lt að
atlmga. En ríkisstjórnin dembir
á þjóðina innflutningsbanni, að
kalla öllum að óvöru og að öllu
leyti á óforsvaranlegan hátt,
enda verður eigi annað séð, en
að ráðstafanirnar séu fálm
manna, sem vita ekki livað
þeir eru að gera, manna, sem
gera sér einhverjar óljósar von-
ir um, að af innflutningsbann-
inu leiði eitthvað gott. Reynsla
þjóðarinnar af slikri tilraun áð-
ur er þó öllum kunn. Hún náði
ekki tilgangi sínum, olli mis-
rétti og óþægindum og miklu
tjóni. Og horfurnar eru þá einn-
ig þær nú, að árangurinn verði
engu betri. Og sennilega er lil-
raunin stórum liættulegri nú.
Að eins tiltölulega fáir kaup-
menn, sem birgir eru af ónauð-
synlegum varningi, kunna að
hagnast á innflutningsbönnun-
um, ef þau standa.ekki mjög
lengi. En það verður alls éigi
Peysur uy kjóiar.
Barnafötin eru komln.
BLEYLE'prjónavara er vlðarkend pað besta fáanlega.
EOFANI
ei? oröiö
1,25 á fooFÖið.
msmm1
séð, að þau geti staðið mjög
lengi, nema bannákvæðin verði
eigi framkvæmd nema að litlu
leyti, þetta sé alt sainan kák og
fálm manna, sem sjá ekki fyrir
afleíðingar sinna eigin verka.
Hér er um enn eina gerræðis-
legu minnihlula ráðstöfunina
að ræða. Framferði sljórnarinn-
ar i þessu máli sem mörgum
öðrum er að öllu leyti óafsak-
anlegt. Núverandi ástand má að
miklu leyti kenna fyrirhyggju- '
leysi og fávisku núverandi
stjórnarflokks og leiðtoga hans
í fjármálum og atvinnumálum.
Og nú hætir stjórn þessa flokks
gráu ofan á svart með því að
auka erfiðleikana, sem hún
sjálf liefir átt mestan þátt í að
skapa með ólióflegri fjárbruðl-
un og dýrum lántökum. Fyrst
er fjárhag rikisins komið í
kalda kol. Því næst er gripið til ,
ráðstafana, sem auka þá erfið- j
leika, sem þjóðin á við að striða, :
vegna skaðsamlegrar fjármála- .
stefnu stjórnarflokksins á und-
anförnum árum. Horfurnar j
fara enn versnandi bæði fyrir
rikið og einstaklingana. Og því
á stjórnin og flokkur hennar
sök á. En þau höft, sem stjórn-
in reyrir að þjóðinni, vei’ða
henni sjálfri að fótakefli um
það er lýkur.
Síra Magnfis BI. Jónsson
sjötugur.
—o—
í dag er 70 ára einn af þjóð-
kunnustu athafnamönnum
þessa lands, síra Magnús Bl.
Jónsson frá Vallanesi. Mun
margan furða, sem á við hann
dagleg viðskifti, að liann skuli
svo gamall orðinn, þvi útlit
mannsins og atliafnir ber harð-
lega á móti svo háum aldri.
Með því að ýmsar fram-
kvæmdir síra Magnúsar, bæði
fyr og síðar, hafa vakið á sér
alþjóðarathýgli, þykir hlýða að
géta þeirra að nokkuru við þetta
tækifæri.
Mestan hluta manndómsára
sinna hefir síra Magnús lifað og
starfað á Fljótsdalshéraðí.
Flutti hann austur þangað fyrir
rúmum 40 árum, þá nývigður
og settist að í Vallanesi. Bjó
hann þar um 30 ára skeið og
þjónaði prestakallinu allan
þann tíma, þótti síra Magnús
skörulegur kennimaður og var
jafnan vel látinn af sóknarbörn-
um sínum.
En það var þó ekki présts-
starfið, sem einkum hefir vakið
athygli á síra Magnúsi, heldur
forusta hans austur þar í bún-
aðarmálum og margskonar
framkvæmdum Héraðsmanna.
Höfðu Héraðsmenn um skeið
þokast nokkuð aftur úr um
búnaðarhætti og verklegar
framkvæmdir, enda skapaði
hafnleysi og erfiðar samgöng-
ur þeim nær ókleifa örðugleika.
Allir aðflutningar frá sjó fóru
fram á klökkum, og var víðast
yfir torvelda f jallvegi að sækja.
Ekki hafði sira Magnús verið
búsettur eystra nema nokkura
mánuði, er honum var það ljóst
að óhjákvæmilegt var að leggja
akveg milli liéraðs og fjarða.
Gerði liann sér ferð niður
Fagi'adal til að athuga vegar-
stæði, og átti síðan frumkvæði
að því, að Fagradalsbrautin var
lögð. Komst hún á fáum árum
síðar, mest fyrir örugga for-
göngu síra Magnúsar, og varð
grundvöllurinn að hinum geysi-
miklu búnaðarframkvæmdum
héraðsmanna liin siðari ár.
Kom hér í ljós, eins og svo oft
síðar, hve sýnt síra Magnúsi
hefir jafnan verið um að koma
auga á grundvallaratriði þeirra
mála, sem hann liefir starfað
að, eða verið kvaddur til ráða
um.
Þessu næst beitti síra Magn-
ús, ásamt síra Einar Þórðarsyni
sér fyrir stofnun Búnaðarsam-
bands Austurlands, og var hann
formaður þess um nærfelt 20
ára skeið. Er ekki rúm til þess
VETRARFRAKRAR
fyrir karlmenn, unglinga og
drengi. — Mest og fallegast
úrval. — Lægst verð.