Vísir - 26.11.1931, Blaðsíða 2
V I S 1 R
)) BtoHm i Qlsem (Gi
Nýtí Pressugep
er nú afíur fyrirllggjandi.
n
-o —
I’arís, 25. nóv. Mótt. 26.
Unitecl Press. FB.
Mansjúríudeilan.
Framkvæmdaráö ÞjótSabanda-
lagsins liélt fund um Mansjúríu-
ófriöinn, og stóð hann fram eftir
kveldi. ÁkveiSiS var aiS senda þeg-
I.Y stjórnunum i Japan og Kína
uppkast aö samþykt, er fer fram
á, aö Japan og Kína hverfi á brott
meö heri sína, en nefnd skipuð
af bandalaginu taki deilumálin til
rannsóknar.
I.ondon, 25. nóv. Mótt. 26.
United Press. FB.
Gengi sterlingspunds, miöaö viö
dollar, 3.68%-
New York: Gengi sterlings-
ptinds 3.6ÓJ4.
Washington, 25. nóv.
United Press. FB.
Aukakosningar í U. S. A.
Demokratar hafa unnið sigur í
aukakosningum í tveimur kjör-
dæmum í Texas. Þingmenn demó-
krata i fulltrúadeild Þjó'ðþingsins
<-ru nú 218 talsins, republikana 216,
en verkamenn og bændur (Far-
mer-Labour) hafa einn þingmann.
Kaupmannahöfn, 25. nóv.
United Press. FB.
Kreppuráðstafanir Dana.
A sameiginlegum fundi beggja
deilda ríkisþingsins, tilkynti Stau-
ning íorsætisráöherra, aö ríkis-
stjórnin heföi til íhugunar ýmis-
konar víötækar ráöstafanir til þess
aö aðstoða bændur landsins. Einn-
ig kvað forsætisráðherrann i ráði
að takmarka innflutning á óþarfa
varningi.
Frá Grænlandi
Frásögn Jóns Jónssonar
frá Laug.
VI.
Leitin að Wegener.
Um miðjan apríl var leitin
hafin að Wegener.
Tveir Þjóðverjar og fimm
Grænlendingar tóku þátt í
henni og fóru á fimm hunda-
sleðuin. Þeir komu að hástöð-
inni 7. maí, og fréttu þá, hvern-
ig komið var. Sama dag komu
einnig til hástöðvarinnar báðir
mótorsíeðarnir, sem lagt höfðu
af stað 30. apríl frá vetrarhús-
inu. I ]>eim voru tveir Þjóðverj-
ar og tveir Grænlendingar.
Eftir stutta viðdvöl lögðu all-
ir þessir menn af stað ofan jök-
ulinn. Dr. Sorge fór með þeim,
sem voru á hundasleðunum, en
I)r. Löve fór i öðrum mótor-
sleðanum.
Dr. Georgi varð einn eftir á
hájökulsstöðinni á meðan.
Þeir, sem fóru með hunda-
sleðana, hófu leit að Wegener
og Rasmus á heimleiðinni, og
þegar þeir höfðu farið rúma
200 km. fundu þeir lík Wegen-
ers, 180 km. frá jökulröndinni.
Var það vandlega saumað
innan í svefnpoka lians, og hafði
Rasmus veitt þvi svo virðuleg-
an umbúnað sem föng voru á.
Hann hafði stungið skíðum
Wegeners niður í snjóinn hjá
líkinu, og komu leitarmenn
fyrst auga á þau. Annars má
búast við, að líkið hefði seint
fundist eða aldrei. Ekki sáust á
því nein kalsár, og var það ó-
skaddað með öllu.
Engin bréf eða skilríki fund-
ust lijá líkinu. Hafði Rasmus
tekið alt slíkt með sér, og verð-
ur ekki vitað, hvenær Wegener
andaðist, eða mcð hverjum
hætti. En þá hafa þeir félagar
enn verið á réttri leið, og haft
nægar vistir. Rasmus hefir ekki
fundist, en leitarmenn komu á
slóð hans um 150 km. frá jökul-
röndinni, og liafði hann þá enn
verið á réttri leið.
Leitarmcnn létu lík Wegen-
ers óhreyft og liéldu áfram til
vetrarhússins til ]>ess að til-
kynna lát hans.
Dr. Sorge fór skömmu síðar
á hundasleða til hástöðvarinn-
ar til móts við Dr. Georgi, og
liéldu þeir rannsóknum sínum
þar áfram fram i ágústmánuð.
VII.
Flutningar og rannsóknarferðir.
Eg hélt altaf áfram flutning-
um frá ströndinni upp að vetr-
arhúsinu fram í ágústmánuð,
og jafnframt flutti eg alt ofan
til sjávar, sem leiðangursmenn
gátu án vcrið, en á meðan því
fór fram, voru sleðaferðir farn-
ar inn á jökulinn til vísinda-
rannsókna, samkvæmt fyrir-
mælum Dr. Kurt Wegener, sem
hélt kyrru fyrir í vetrarhúsinu
fram um miðian ágúst.
En þá lagði hann inn á jök-
ulinn til ]>ess að vitja um lík
bróður sins, og hitti á þeirri
leið alla ]>á, sem unnu að vís-
indarannsóknum á jöklinum,
en ]>eir komu allir til aðalstöðv-
arinnar á tímabilinu frá 1. til
15. september.
Mótorsleðarnir voru sendir
eftir Dr. Georgi og Dr. Sorge i
ágústmánuði, og bjóst Dr. Kurt
Wegener við að inada þeim, en
þeir fórusl á mis á jöklinum og
sáust aldrei í Grænlandi, þvi
að Georgi og Sorge höfðu slutta
viðdvöl í Kamarjuk og liéldu
heimleiðis á Grænlandsfarinu
Hans Egede.
Guðmundur Gíslason og
j Lissey vóru siðastir á jöklin-
j um. Þeir lögðu af stað um 10.
ágúst, ásamt tveimur Græn-
lendingum, og ætluðu á hunda-
sleðum alla leið til liástöðvar-
innar, ef svo illa tækist til, að
Georgi og Sorge gæti ekki kom-
ist til bygða á mótorsleðunum,
en á heimleiðinni var þeim ætl-
að að mæla jökulhæðina á svæð-
inu frá 200 km. að 100 km. frá
jökulbrúninni.
Þeir komust alla leið að há-
stöðinni, og voru mótorsleðarn-
ir þá aðeins ófarnir, og urðu
langt á undan þeim til bygða.
En ]>á voru mótorslcðamir svo
úr sér gengnir, að ]>eir komu
að engum notum úr því.
En Guðmundur og Lissey
komu á hundasleðunum 25.
september til stöðvarinnar, og
vóru þeir síðustu, sem komu
af jöklinum.
Daginn eftir lagði Guðmuud-
ur af stað, ásamt Lissey og
þremur öðrum Þjóðverjum, og
fegu þeir far á „Gertrud Rask“
til Kaupmannahafnar, en það-
an fór Guðmundur með Lissey
til Þýskalands, og er þar enn,
og veit eg ekki, hvort hann
kemur lieim fyrir áramót.
(Niðurl.)
Meira nra Grnnd.
Teofani
©f orðið
i92E á boi’ðið.
Peysnfatafpakkarnip
eru komnir aflur, einnig herra-regnfrakkar, góðir og ódýrir,
verð frá 49,75.
Mér þótti þaö nýlunda og hún
góö, aö sjá í dag grein í Vísi um
Elliheimiliö ,,Grund“, sem eg haföi
ekki sjálfur skrifað. Mér hefir
lengi fundist þeir offáir, sem skrif-
uðu um slíkar stöfnanir og veriö
stundum hálfhræddur viö aö
blaöalesendum mundi leiðast aö
sjá varla greinar eftir aöra en mig
um Elliheimilið.
En nú skrifa eg óhræddur, því
að öllum mun finnast eölilegt aö
eg taki til máls, þegar aðrir hefja
umræðurnar.
Fyrst og frcmst er skylt að
jiakka öll hlýlcgu ummælin í fyrr-
nefndri grein, og engu siður aÖ
aöfinningarnar eru sýnilega ritað-
ar í vinahug til hælisins, og gamla
íólksins.
Ein þeirra er þó sérstaklega
reist á, fullum misskilningi eða
ókunnugleika. Athugull talar um
aö fæöi sé 60 kr. og „húsaleigan“
80 kr. fyrir vistmenn á mánuöi, en
því fer meir en lítið fjarri aö þaö
sé reglan aö fólk greiöi 140 kr.
á mánuði fyrir sig á Grund. Sann-
leikurinn er þessi eftir skýrslu
forstjórans í dag:
Einir þrír einstaklingar greiöa
meira en 115 kr. á mánuði, hefir
einn þeirra 2 herbergi og hinir
tveir óvenjumikla aöhjúkrun. Ell-
efu greiða 115 kr., eru „einbúar“,
25 greiða 100 kr„ eru flestir rúm-
íástir. Hinir allir, eða um 70,
greiða minna, 80 til 90 kr. á mán-
uði.
í ]>essu meðlagi felst mikið
meira en fæöi og húsnæði, sem
sé hiti, Ijós þjónusta, hjúkrun,
læknishjálp, aðgangur að baðhcr-
bergjum, kafíistofum og öðrum
þægindum, sem heimilið veitir. —
F.n mismunurinn á meðgjöfinni, 80
til 115 kr„ stafar af ]>vi hvar her-
bergin eru i húsinu og hvort um
einbýli eða sambýli er að ræða
Átylla greinarhöfundar fyrir
]>essari „80 kr. húsalcigu", sem
hann talar um, er sú, að vilji ein-
hver fá aö vera eiusamall í stofu,
sem ætluð er 2 eöa 3 vistmönnum,
]>á væri þeim manni ætlað að
greiða 140 kr. á mánuöi fyrir alt
saman, en um þaö hafa • sárfáir
beðið eins og skýrslan sýnir, enda
stjórnamefnd óljúft að láta, því
að þá mundu offáir komast í
húsið.
Um hitt má segja í fáum orð-
um: Hringingarlögn verður sett i
oll herbergi, þegar fært verður að
borga þaö verk, — hún er í flest-
um sjúkrastofum nú. Heimsókn-
artimi og ýmsar fleiri heimilisregl-
ur verða settar um áramótin, Vild-
um læra af reynslu áður en þær
væru ákveðnar, svo að síður þyrfti
að breyta þeim fljótt aftur. —
Enginn hefir verið eöa er tekinn á
heimilið nema hann hafi læknis-
vottorð fyrir að vera ekki með
uæm veikindi. — Heimiliö tekur
engan framvegis með „æði eða
brjálsemi“, en mörg gainalmenni
. ganga i barndóm" og teljum vér
ekki rétt að úthýsa þeim, ef ]>au
eru ekki hávaðasöm.
Annars er greinarhöfundi og
I
Skátastúlkur!
Félagsíundur verður haldinn
annað kveld (föstudag) kl. 8 í
K. F. U. M. Áríðandi að allar
mæti og stundvíslega.
Q000£xxxx>000000000i5000000t
bverjum öðrum velkomið að koina
eitthvert föstudagskveld að Grund
til fundar viö stjórnarnefndina.
Leiðbeiningar og sanngjarnar að-
finslur eru oss kærkomnar á þeim
fundum. Betur sjá augu en auga,
og oss er vel Ijóst, að það er
meiri vandi cn vegsemd, að hafa
stjórnarnefndarstörfin alveg í hjá-
verkum, eins og vér höfum orðið
aö gera öll þau ár, og gerum enn,
alveg kauplaust, aðrir en forstjór-
inn þetta síðasta ár.
Athugull vill láta ríkið taka
heimiliö að sér. Ekki væri ég þvi
andstæður, ef gömlu fólki yrði
vistin ódýrari og hagfeldari við
]>að; en ég veit ekki annað en að
vist í sjúkrahúsum rikisins, öðrum
en berklahælum og holdsveikra, sé
miklð dýrari en á Grund, — og
mér er kunnugt um, að ríkisstjórn
hefir til þessa verið ófáanleg til
að veita ellihælinu sjúkrahúsrétt-
indi, og Alþingi styrkt það til-
tölulega litið, svo að ég liefi litlar
\-onir um, aö ríkið hlaupi verulega
undir bagga með gamla fólkinu í
jiessu tilliti.
Hitt má vel vera, að Reykja-
vikurbær taki hælið bráðlega að j
sér frekar en orðið er. Vér höf-
um alveg nýlega farið fram á við
bæjarstjórn, að ellihælið fái 10
þús. kr. styrk og 20 þús. kr. lán
úr bæjarsjóði í janúar n.k„ til aö
standast aðkallandi skuldir frá
byggingunni, og óskað eftir að
bæjarstjórn bætti 2 eða 3 mönn-
um í stjórnarnefndina sem vildu
vinna ]>ar kauplaust, eins og vér.
' Komi heimilinu ekki slíkur fjár-
styrkur frá bæ eöa borgurum, sjá-
um vér enga leið til að reka heim-
ilið áfram, og eigum þá, samkv.
skipulagsskránni, að bjóða bænum
að taka við heimilinu alveg. —
Reynslan ein getur skorið úr því,
hvort reksturinn verður ódýrari og
vistin hagfeldari við þá breytingu.
En vonandi láir oss enginn kunn-
ugur, þótt kreppan valdi oss nokk-
urri ]>reytu, og vér séum fúsir
til að veita öðrum óþreyttum tæki-
íæri til að ráða fram úr ýmsum
vandamálum heimilisins. En ekki
skorumst vér undan að vera meö
í ráöum, meðan heilsa leyfir og
bæjarbúar sýna í verki, aö þeir
óska.
24. nóvember 1931-
S. Á. Gíslason.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 5 st„ ísafirði 1,
Akureyri o, Seyöisfirði 1, Vest-
mannaeyjum 6, Stykkishólmi 3,
Blönduósi -4- 1, Raufarhöfn 1,
Hóhim í Hornaíirði 2, Grindavík
5, Færeyjum 6, Julianehaab 11,
Angmagsalik —• 7, Jan Mayen 3
(skeyti vantar frá Hjaltlandi og
Kaupmannahöfn) Tynemouth 8 st.
— Mestur hiti hér í gær 7 st.,
minnstur 3 st. Úrkoma 0,6 mm. —
Alldjúp lægö vestan viö Bretlands-
eyjar, á hreyfingu norðaustur eða
norður eftir. Horfur: suðvestur-
land, F'axaflói: Vaxandi austan
kaldi. Allhvass viö suðurströndina.
Sumstaðar dálítil rigning. Breiða-
fjörður, Vestfirðir, Norðurland,
uorðausturland: Austan átt, vax-
andi í nótt. Úrkomulaust og víða
léttskýjað. Austfirðir: Stilt og
bjart veður í dag, en vaxandi aust-
an átt i nótt og nokkur rigning.
Suðausturland: Vaxandi austan
kaldi þegar líður á daginn, og
nokkur rigning.
Bæjarbruni.
Á sunnudagskveld brann bær-
inn Skjögrastaðir í Vallahreppi í
Suður-Múlasýslu. Er þetta af-
skektur fjallabær og var veður
vont. Heima var að eins kona með
2 börn. Tókst henni aö bjarga
nokkru af innanstokksmunum úr
baðstofu, en sumir brunnu. Er
hjálp barst, tókst aö verja önn-
ur hús, en baðstofan brann.
(Samkv. viðtali við Ak. FB.).
Landsmálafélagið Vörður
heldur fund i Varðarhúsinu
annað kveld kl. 8J4. — Prófessor
Magnús Jónsson alþm. hefur um-
ræður um fjármagn og vinnu.
Ver
kom af veiðum í gærmorgun.
Es. Esja
á a'ð fara í síðustu strand-
ferð á þessu ári 4. des.
næstlc.
Allir þeir, sem ætla að
biðja okkur að senda vör-
ur til
Jólagjafa
eða gegn póstkröfu út á
land
eru vinsamlega beðnir að
tilkynna ]>að sem fyrst og
helst fyrir 1. des.
J&m&ttíKfáaaScn