Vísir - 01.12.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 01.12.1931, Blaðsíða 2
V 1 S I H Símskeyt —0— London, 30, nóv. United Press. FB. Skipum hlekkist á, vegna þoku. Svartaþoka er yfir öllum suöur- hluta Englands og hafa flutning- ar tepst á þjóðvegum, járnbraut- urn og fljótum. Frakkneska póst- og flutningaskipiö Flamand rakst á breska eimskipiö Foreland, sem lá fyrir akkeri viö Gravesend. Kom gat á Foreland, en svo ofar- lega, aö skipinu er ekki hætt. Amerískt línuskip, „American trader“ kendi grunns á sandrifi undan Dungeness, en komst á flot aftur meö háflæöi. Ætla tkenn, aö skipiö hafi ekki laskast. London, 1. des. United Press. FB. Sterlingspundið hrapar enn. Gengi sterlingspuns miöaö við dollar 3.4i')4- New York: Gengi sterlings- punds, er viðskiftum lauk, $3-39-)d- London, 1. des. United Press. FB. Nýir innflutningstollar í Bretlandi. VerslunarmálaráðuneytiS hefir suglýst annan lista yfir vörur, sem 50% innflutnings tollur er á, írá og tneð föstudegi aö telja, vcgna óvenjulegra innflutninga. Þessar vörur eru á listanum m. a. glervarningur, ullargarn, hampur, ábreiSur, teppi, kerti, ýmsar málm- vörur, nema úr gulli og silfri. Á fyrsta listanum var: Ferskir ávextir, grænmeti o. s. frv. ístanðið I Evrðpa. Eins og kunnugt er ríkir hið rnesta neyöarástand i Evrópu- löndum og einkanlega í Þýska- landi. Hinar gífurlega þungu byrðar, sem sigurvegararnir i beimsstyrjöldinni hafa lagt á herð- ar þýsku þjó'ðinni, kunna að sliga hana. Enn hafa Þjóðverjar þó ekki sligast. Þeir bera þessar byröar eins og hetjur og senni- lega hefði engin önnur þjóð sýnt annað eins þrek, ef hún hefði ver- ið jafn sárt leikin. Ber það mikinn vott um þrek og rólyndi, að þrátt fyrir hið alvarlega ástand í land- inu, hefir enn engín tilraun verið gerð til byltingar, en því er ekki að leyna, að sú hætta virðist óðum íærast nær, að þjóðin rísi upp til að reyna að hrista af sér þær viðj- ar, sem sigurvegararnír hafa lagt á hana. En það mundi sennilega hafa víðtæk áhrif langt utan Þýskalands. Hér skal eigi tun þá skoðun rætt sem oft er í ljós lát- in meðal sigurvegaranna, aö þeir, sem vilja berjast, verði að taka afleiðingunum. Rétt er þó að taka fra-m, að yfirleitt hallast menn nú að jieirri skoðun, að engin ein þjóð eigi sök á heimsstyrjöldinni. Og sist mun Jiað stuðla aö framgangi íriðarhreyfingarinnar, jafnvel jiótt Þjóðverjar eða þeir, sem ráðandi voru í landinu 1914 hafi átt nresta sök á ófriðnum, ef aðr- ar Jjjóðir láta anda hefnigirninn- ar ráða, til að halda þessari þjóð í skuldaviðjum áratugum sainan, Það verður nú eigi annað séð, en að Bretar og Bandaríkjamenn hafi áhuga fyrir því, að Þýska- land verði ekki lamað svo, að öllu sé teflt í voða. Bandaríkjamönn- urn géngur það mest til, að þeir ciga stórfé i Þýskalandi í lánum og fyrirtækjum. Breturn er ]jað einnighagsmunamál, að Þjóðverjar nái sér á strik aftur. Og raunar mætti ætla, aö Frökkum væri það líka, jiar sem ófriðarskaðabæturn- ar lenda langsamlega mest á Þjóð- verjum og ef of langt væri farið, eins og gert hefir verið, mundi það Frökkum i óhag, því ] >á kynni að taka fyrir allar skaða- bótagreiðslur af Þjóðverja hálfu. Nú er vonandi, að til þess komi ckki, aö Þýskaland verði gjald- Jirota eða bylting verði þar i landi, sem leiði af sér algert hrun. En vafalaust er ]>að óttinn við þetta, sem hefir skapað nokkura stefnu- breytingu meðal frakkneskra s'.jórnmálantanna, sem eru tnestu ráðandi í álfunni um þessar mundir. Þeir, sem meö völdin fara, hafa þó ekki viljað slaka til í grundvallaratriðum, þegar urn' skaðabótagreiðslur er að ræða, Jieir vilja að Youngsamþyktin gildi áfrarn, að eins verði slakað til eftir því, sem þurfa þykir með- an kreppan stendur. En nú er þess að geta, að margir fjármálamenn eru þeirrar skoðunar, að engin von sé til að kreppunni linni, nema skulda- og skaðabótamálin séu endurskoðuð frá rótum, og rnargir halda því fram, að það cina skynsamlega sé að strika yfir ófriðarskuldirnar og skaðabæt- urnar, og halda því jafnvel fram, að ölium þjóðutn mundi hagur í því. Ráðist ekki fram úr þessuin málurn, haldist Frökkum up]>i nú- verandi stjórnmálastefna út á við, er hætt við áframhaldandi erfið- leikunr, jafnvel gæti svo farið, að bylting eða ný styrjöld leiddi af. Frakkar standa nú allra þjóða best að vígi í álfunni. Þeir hafa öflugastan og best búinn landher allra Evrópuríkja og þeir hafa lagt mikla stund á að efla h'er- skipaflota sinn á síðari árum. Og þeir eru fjársterkasta ])jóð álf- unnar. Frakkland er mesta stór- veldi Evrópu nú. Og þeir eru meira að segja það stórveldi heims nú, sem mestu er ráðandi. Laval kom heim sigri hrósandi cftir vesturförina. Árangurinn af förinni varð enginn annar en sá, að staðesta ]>að, að Frakkar ætli sér að halda áfrain á sötnu braut og áður. Það var i rauninni aðal- mnihald hinnar orðmörgu tilkynn- ingar um „samkomulagið milli Hoover og Lavals“. Menn mæna ])ví til Frakklands, bíða milli von- ar og ótta að eitthvað gerist, setn gefi til kynna, að Frakkar ætli að breyta til og verða liðlegri i samn- ingum. En ]>að er í rauninni ekki nema eitt, sem víst er að gctur haft þær afleiðingar að Frakkar breyti utn stefnu: Að breyttar aðstæður í öðrum löndum knýi þá til stefnu- breytinga. Verði þeir fyrir tapi af stefnu sinni, kemur vafalaust ann- að hljóð í strokkinn. Og þess verð- ur einmitt vart, einkanlega síðan Bretar hurfu frá gullinnlausn", en af því hafa Frakkar beðið gíur- legt tjón, að þeir eru farnir að hafa meiri áhyggjur af ýmsum málum en áður. Síðan Bretar hurfu frá gullinnlausu hafa Frakk- ar ekki eingöngu tapað stórfé, heldur verða þeir að horfa upp á það, setn og Þjóðverjar og fleiri þjóðir, að Bretar eru að vinna aft- ur sína gömlu markaði með risa- skrefum, en atvinnuleysingjum fjölgar örara í Þýskalandi en þeim fækkar í Bretlandi. Og at- vinnuleysi er líka að aukast í Frakldandi. Neyðarástandið í Ev- tópu hefir leitt af sér, að allar þjóðir eru að gera ráðstafanir til ]>ess að búa sem mest að ’sínu. hrakkar liafa selt gífurlega mikið af óhófsvörum til allra landa heims, ekki síst Bretlands. Nú er sem óðast verið að takmarka slíka innflutninga, seinast í Danmörku. Það er því víst, að Frakkar sjá fram á, að útflutningur jiaðan minki svo hundruðum miljóna franka skiftir og þar af leiðandi eykst atvinnuleysið í landinu, en af ]>vi hafa Frakkar lítið haft að segja, fyrr en að atvinnuleysisöld virðist hafin í Frakklandi á þessu hausti. Hvort Frakkar verða fyr- ið það miklu tjóni af stefnu sinni, að þeir breyta utn stefnu, ver'ður eigi sagt um að svo komnu. Að- staða þeirra er mjög öflug eins og stendur og verður vafalaust á- fram vegna þess hve mikið fjár- mágn þeir hafa, en hvað þeir kunna að gera með tilliti til fratn- tiðarinnar hlýtur að velta á gengi viðskifta þeirra að miklu leyti. Vafalaust geta Frakkar beitt að- stöðu sinni sér í hag í þeim lönd- nm, sem þeir hafa lánað stórfé,eins og í Póllandi o. fl. löndum. En ]>ar fyrir yrði tjóni'ð ómetanlegt af að missa viðskiftin við Breta og ýmsar aðrar þjóðir utn lengri tíma. Þess var getið t dönskum blöðum fyrir nokkuru, að krafan um þjóðaratkvæði um bannmálið í Finnlandi væri ekki eingöngu frá finskum andbanningum komin, heldur einnig frá Frökkum, sem Itefði neitað að veita Finnum lán, en fjárhagur Finnlands er mjög slæmur, nema þeir leyfðu inn- flutning á frakkneskum vínföng- utn. Frakkland er eina landið, þar sem þýðir að leita fyrir sér um lán, eins og nú er ástatt. Og sé þessi íregn sönn, að Frakkar setji Finnum það að skilyrði fyrir láni, að þeir afnemi banniö, þá sýnir það, að þeir vilja ekkert fé lána, nema því að eins að þeir geti jafn- framt komið því svo fyrir aðmark- aður fáist fyrir frakkneskar af- urðir, en vínföng eru flutt út í stórum stil frá Frakklandi, eins og kunnugt er. í þessu atriði málsins kemur ])að engu við, hver reytisla hinna er af banninu, um hana kváðu vera mjög skiftar skoðanir þar í landi, en þetta sýnir, að þjóð, sem heíir bannlög en lendir í fjárhagsvandræðum og verður upp á vínframleiðsluþjóð komin um lán, á ntjög örðuga aðstöðu. En hvað setn þessu líður og fleiru, sem neyöina í Evrópu snertir, þá bendir alt til, að þessi vetur líði )) HmHm I OlseimTG Húsmæður! Munið, að LIBBY’S mjólkin er besta og þó ódýrasta dósamjólkin, sem þér getið fengið. Biðjið kaupmann yðar um LIBBY’S mjóík. Fæst alstaðar. Nýkomið: Vetrarsjöl, góð og ódýr. Tricotinc-nærfatnaður, inikið úrval, Drengja-pokabuxur, Vetrarfrakkar. Swastika Cigarettup Vipginia. 20 stykki — 1 króna. Arðmiði í hvepjum pakka. Fást hvapvetna. æ æ æ æ æ æ æ æ æ ekki svo, að eitthvað gerist — gott eða ilt — sem hraði þvi, að cinhver lausn fáist á vandræðum þjóðanna. Aths. Síðan framanskráð var skirfað, hefir borist eftirtektarvert skeyti frá United Press, sem sýn- ir, hve Frakkar eru orðnir á- hyggjufullir um þessi mál. (Sbr. skeyti um Englandsför Flandin). Atvinnnbætnr. --O-- Nefnd sú, sem bæjarstjórn kaus á dögunum til þess, að „gjöra endanlegar ákvarðanir um hvaða verk skuli unnin setn atvinnubóta- vinna“, hefir komið sér saman um að „þessi verk verði unnin sent at- vinnubótavinna fyrst um sinn“. 1. Uppfylling hafnárinnar vest- ur við Grandagarð (bátahöfn) eða i Króknum fyrir norðaustan verka- mannaskýlið, eftir nánari ákvörð- nn hafnarnefndar. — 2. Hleðsla og uppfvlling frá Grandagarðin- um meðfram Selsbakka að Vest- úrgötu, til þess að koma í veg fyr- ir frekara landbrot. — 3. Fram- ræsla á Breiðholtsmýri (aðal- skurðir) til undirbúnings ræktun og til ]>ess að auðið verði að rann- saka jarðhita í mýrinni. Gert er ráð fyrir, að skurðirnir verði 2600 metrar að lengd. — 4. Framræsla i Fossvogi (aðalskurðir). Áætluð skurðalengd 2800 metrar. — 5. Holræsi við Laugarnesveg fyrir ofan Kirkjusand. Kostnaður er áætlaður 14000 kr. — 6. Gröftur fyrir væntanlegum gaspípum í Hringhrautarstæðið frá Laufás- vegi urn Vatnsmýri að Ljósvalla- götu, til þess að auðið verði að veita gasi i Verkamannabústaðina við Hringbraut, Bræðraborgar- stíg og Ásvallagötu. — Vinnu- kostnaður er áætlaður um 20 þús. krónur. — 7. Skurðgröftur í Ás- vallagötu og Hringbraut, vegna skólps-, vatns- og gasleiðslna að lóðum þeim, setn ætlaðar eru und- ir verkamannabústaði. — Vinnu- kostnaður áætlaður um 25 ])ús- und krónur. — 8. Undirbúningur undir gatnagerð um Preststún við Sellandsstig, Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu, til ])ess að hægt verði að úthluta byggingarlóðum þar. Áætlaður kostnaður 25 þúsund lcrónur. — 9. Vitastígur, frá Berg- þórugötu suður yfir Skólavörðu- stíg, vegna fyrirhugaðrar gagn- fræðraskólabyggingar. Undirbún- ingsvinna þessi er áætluð 20 ])ús- und krónur. — 10. Barónsstígur, frá Berg])órugötu að Freyjugötu, vegna sambands við Landspital- ann. Gert er ráð fyrir, að undirbún- ingsvinna ])essi kosti 35 þúsund krónur. — Nefndin telur ekki ástæðu til, að taka frekari ákvarð- anir að svo stöddu. — Borgar- stjóri er formaður nefndarinnar, en tneð honum eru í nefndinni bæjar- frlltrúarnir Guðmundur Ásbjörns- son, Guðmundur Eiríksson og Ág- úst Jósefsson. — Ágúst er skrifari nefndarinnar. — Fjárhagsnefnd hefir lagt til, að bæjarstjórn álykti nú þegar, að á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár verði gerð ráðstöfun til að tryggja fé til atvinnubóta, er nemi að minsta kosti tvöföldn væntanlegu fjárframlagi ríkissjóðs til atvinnubóta í bænum, og að borgarstjóra verði falið að fara þess á leit, að fjárframlag ríkis- sjóðs til atvinnubóta verði lagt fram nú þegar. Sro má illa venjast að ptt [iyki. Það virðist helsta von símanot- enda“, er skrifar í Vísi í dag, að óánægja sú, sem nú er yfir áform- aðri hækkun bæjarsímagjalda, muni brátt réna, eða með öðrum orðum, að svo megi illu venjast, að gott þyki, eins og máltækið hermir. Réttilega er það fram tekið í Visi, að málsvörn þessi er rituð af símamanni, og er því ekkert und- arlegt, þótt hann reyni að mæla bót væntanlegri hækkun símagjalda. Að vísu er norska dæmið ekki að öllu honum í vil, því að ]>ar virð- ist gjaldið vera 96 kr. fyrir 900 T8?|%í5I <f- Nýjar og fallegar vörnr í skemmunni: Leðurvörur: Leðurtöskur, Samkvæmistöskur, skrifmöppur og blokkir. Vindlingaveski og kassar og margt fleira fallegt. Enfremur allskonar fallegur Nærfatnaður, sokkar á konur og börn, —1 h mest og fallegast úr- » val í borginni. ffimMutj&inaScn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.