Vísir - 15.02.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 15.02.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Húsmæð u x* I Gefið börnunum yðar liafragraut úr „Viking“ liaframjöli, því að það er það besta, sem fáanlegt er. Fæst í 3/2 kg. og \\ kg. pökkum. Símskeyti —o— Tokio, 15. febr. United Press. FB. Frá Japan. Sendiherrar Frakklands, Banda- ríkjanna og Bretlands hafa veriö kvaddir á fund Yoshisawa utan- ríkismálará'ðherra kl. 4 e. h. Taliö cr aö Yoshisawa muni ætla aö ræða við þá Shanghaideiluna, eins og hún nú horfir viö. — Fundur hefir veriö haldinn a'ö viöstödd- um ölluni meölinuim keisararáös- ins og var Japanskeisari í forsæti. Samþykt var aö vcita 34 milj. yen til hernaöarþarfa. — Ishii greifi aðvaraði stjórnina og hvatti hana til aö fara varlega, aðallega í sam- bandi við ráöagerðir um stofnun nýs ríkis á meginlandi Asíu. Inukai varö fyrir svörum og kvað stjórnina ekki hafa í huga aö vinna aö framgangi neinna ósann- gjarnra krafna eða ráðagerða. I London í febr. FB. Frá Bretlandi. Morrisfirmaö, kent við stofn- andann, Sir William Morris, hefir lagt rnikla áherslu á framleiöslu bifreiða fyrir lágt verð, og hefir sala á Morrisbifreiðum verið mjög mikil, enda hafa þær reynst vel. Sir William ■Morris hefir nú. ákveðið að fara einnig að smiða flugvélar fyrir lágt verð. Er nú unnið að smiði flugvélamótors, 150 hestafla, sem ráðgert er að kosti 150 sterlingspund. Gangi þetta að óskum verður þess eigi langt að bíða að Morrisflugvélar fvrir 300 sterliugspund verði I komnar á markaðinn. Tilraumr ! með framleiðslu flugvélamótora í j slíkar flugvélar eru svo vel á veg ] komnar, að aðeins er um smávægi- \ legar endurbætur að ræða héðan j af. Morrisfirmað ætlar einnig a'ö ] smíða nokkrar stærri flugvélar, j með 240 og 380 hestafla mótorum. j Vegna þess, að venjuleg sjó- j ferðalög hafa mikið minkað vegna kreppunnár, hafa bresk eimskipa- j félög hafið mikinn undirbúning \ til sumarferðalaga í ár. Er hugs- j unin að fá sem flesta til að ferð- ] ast sér til skemtunar og hressing- j ar í sumar, til þess að hægt verði \ að nota sem flest skip til slíks alt ! sumariö. Er ráðgert að reyna I að stilla kostnaðinum við ferða- ] lögin sem mest í hóf. M. a. er ráð- j gert aö Cunardlíuuskipið Maure- j tania fari í firnrn daga ferð um Hvítasunnuleytið til G'ibraltar. 1000 manns fleiri vildu fá far en gátu fengið það og ]) vi afréði Cunardlinan að senda þrjú stór- skip önnur í sumarferðalög, nfl. i Aquitania (45.647 smál,- Carinthia (20.277) og Berangeria 52.226 smál.) Carinthia fer þ. 21. maí frá Liverpool til vikuferðar til Vigo j og Lissabon. Aquitania fer 2r. maí j til Gibraltar. Berengaria fer 30. j júlí frá Southapton til Madeira. i — Farið á skipum þessum kostar ! 8—10 sterlingspund í «j)essum ferð- j uni. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar. FB.) ] ---- Utan af landi. -—o— ísafirði, 15. f'ebr. FB. Bændur i Nauteyrarhreppi hafa stofnað mjólkursamlag og ætla að flvtja mjólk tvisvar í viku til ísafjarðar og selja á 38 aura litrann, en flutnings- og sölukostnaður er aætlaður 13—15 aurar. Ivvenfélagið Ósk átli nýlega 25 ára afmæli. Félagið stofnaði húsmæðraskóla liér í bænum og er hann enn starfandi. Hefir félagið beitl sér fyrir ýmsum nytjamálum. Samvinnufélagsbátarnir eru aftur famir á veiðar. Tala fiski- báta liéðan svipuð og i fyrra og hefir verið saltað upp á síðkast- ið. (Þrír botnvörpungar hafa far- ið með um 300 smálestir af ís- fiski héðan síðan um mánaða- mót. Uppgripaafli síðustu viku. Alt að 15,000 kg. í sjóferð. Kjðrdæiasklponln. —s— Tillögur sjálfstæðismanna í milliþinganefndinni í kjör- dæmaskipunarmálin 11 liafa nú verið birtar og munu orðnar kunnar um land ait. Hins vegar hafa framsóknarmennirnir i nefndinni og fulltrúi jafnaðar- manna ekki gert tillögur sínar heyrinkunnar. Tillögur þeirra sjálfsíæðis- mannanna virðast mjög að- gengilegar í öllum greinum. Þær tryggja það, svo vel sem verða má, að allir kjósendur hafi jafnan koSningarrétt og að allir flokkar fái rétta þing- mannatölu i hlutfalli við at- kvæðamagn. Verður ekki betur séð, cn að allir þeir, sem í raun og veru óska ]iess, að hér kom- ist á réttlát kjördæmaskipun, ætti að geta fallist á tillögur sjálfslæðismanna óbrcyttar eða þá með snlávægilegum breyt- ingum, sem engu raska og eklci skifta máli í sjálfu sér. Jafnaðarmenn -— eða for- kólfar þeirra — hafa lálið í veðri vaka, að þeir vildi stuðla að því, að réttlætið sigraði i þessu máli, enda er það flokki þeirra lífsnauðsyn til vaxtar og þroska framvegis, að kosningar- rétturinn verði jáfn fyrir alla þegna þjóðfélagsins, þá er kosn- ingarrétt hafa. Má því ætla, ef alt fer með feldu, að þeir fallist á grundvöll þess skipulags, scm lagt er með tillögum nefndar- manna sjálfstæðisflolcksins. Þeir mundu að vísu lieldur kjósa, að landið yrði gert að einu kjördæmi, en telja má von- Iaust, að slikt skipulag næði fram að ganga að sinni. Framsóknarmenn munu ófá- anlegir til þess, að fallast á réltláta kjördæmaskipun. Til- lögur þeirra, ef þeir koma þeim þá nokkurntíma saman, verða vafalaust helbert kák, og rang- lælið verður grundvöllur þeirra. Þeir mega ekki til þess hugsa, að allir lcjósendur hal'i jafnan rétt. Þeir vilja nota hinn ójafna kosningarrétt í þarfir ranglæt- isins, þvi að þeir vita, að rétt- látur og jafn kosningarréttur miindi steypa þeim úr völdum. Það er nú liaft fyrir satt, að framsókn muni bjóða jafnaðar- mönnum mörg „góð boð“, svo sem að stofna nokkur ný kjör- dæmi, þar sem líklegt mætti þykja, að þeir gæti náð meiri hluta við næstu kosningar. Munu stjórnarliðar vona, að jafnaðarmenn gíni við jæssu og komi ekki auga á það liöfuð- atriði, að með þannig löguðu fyrirkomulagi væri ]>eir í raun réttri að girða fyrir vaxtqr- möguleika flokks sins á þingi framvegis. Þegar framsólcn væri búin að skamta jafnaðar- mönnum þingsætin á þenna liátt, mundi að miklu leyti fyrir það girt, að flokkur þeirra gæti eflst á þingi svo að neinu næmi. Það væri þvi liin mesta skamm- sýni af jafnaðarmönnum, að fallast á slík boð af hálfu fram- sóknar. Þá hefir það og heyrst, að framsókn eða stjórnin nnini fá- anleg til þess, að f jölga eitthvað þingsætum hér í Reykjavík. Hafa sumir stjórnarliða haft orð á þvi, að „skríllinn í lienni Reykjavik“ væri svo vitlaus og lítilþægur, að hann mundi gleypa við því, að þingmönnum bæjarins væri fjölgað um tvo eða þrjá og þar með faila frá öllum lcröfum um réttláta kjör- dæmaskipun og jafnan kosn- ingarrétt. — En bæjarbúar munu ekki gleypa við neinum slíkum boðum af hálfu stjórn- arinnar. Landkjörinu er ætlað að falla niður og þar missa sjálfstæðismehn þrjá cða fjóra þingmenn. Sjá þá væntanlega allir, að þeir yrði engu nær eða jafnvel ver settir, þó að þing- mönnum Reykjavíkur væri fjölgað um helming, ef rang- læti kjördæmaskipunarinnar að öðru leyti yrði látið haldast. Reykvíkingar munu ekki sætta sig við neitt annað skipu- lag kjördæmamálsins en það, sem reist er á fullkomnu rétt- læti og jöfnum kosningarrétti allra kjósanda. — Grundvöllur slíks sldpulags er lagður með tillögum sjálfstæðismanna í kjördæmanefndinni og frá þeim grundvelli má ekki' hvika í neinu því, sem verulegu máli skiftir. Þingið er nú sest á rökstóla og reykvískir kjósendur munu liafa sérstaka gát á því, hverju fram vindur í kjördæmaskipun- armálinu. ISdsel Fopd. —0— Þegar minst er á Ford, er enginn i vafa um, við hvern er átí, nefniiega bifreiðakónginn Henry Ford, manninn, sem varð auðugur af að búa til ó- dýrar bifreiðir, Fordbifreiðirn- ar svo kölluðu, og seinna fór að gefa sig að smíði dráttarvéla og fiugvéla í stórum stil. ÖIl- um er ljóst, að Ford er einn af kunnustu iðjuhöldum nútíðar- innar, einn af auðugustu mönn- um heims, að hann er vandað- ur maður og reglumaður, og hefir yfirleitt látið gott af sér Ieiða. IJann mun að vísu vera sérvitur nokkuð i stjórnmála- skoðunum og eigi víðsýnn í trú- arefnum, enda er það ckki á þeiin sviðum, sem að honum hefir kveðið. Menn virðast yf- irleitt ætla, að Hcnry Ford sé enn í fullu fjöri og liafi enn á hendi alla yfirstjóm sinna mörgu og miklu fyrirtækja, en því fer fjarri. J'ord liefir fvrir löngu lagl það alt í liendur syni sínum, Edsel Bryant Ford, sem tekist hafði að ala svo vel upp, að honum var trúandi til að lialda áfram æfistarfi Henry gamla á viðunandi liátl. Og það var um þennan minna kunna Ford, sem grein þessi átti að vera. Því um margau ómerkari mann er lengra mál skrifað en hér verður gcrt um Edsel Ford. Edsel var fæddur í Bagley Street, Detroit, Michigan, þar scm nú er miðbik miljónahorg- arinnar Detroit, sem Henry Ford átti svo mikinn þátt í að skapa. Faðir lians var ])á ekki orðinn frægur inaður. Hann var óþektur sveitamaður, sem var fluttur til Detroit, og hafði feng- ið þá flugu í kollinn að finna upp „hestlausa vagninn“. Og verksmiðja föður hans var hlöðuskrifli fyrir aftan íbúðar- lnxsið. Henry Iiafði fengið vinnu hjá Edisonfélaginu í Detroit og alt, sem hann gat komist af með umfram það, sem fór til lieimilisþarfa, fór til kaupa á cfni í vagninu, sem átti að gera hann frægan. Og vegna þess að Ford neitaði að hætta að trúa á það, að liann gæti fuhdið upp bensínmótor, varð ekki af því, að hann fengi forstjórastöðu hjá Edisonfélaginu. Og Edsel fæddist einmitt um það leyti, sem Henry tókst að koma mót- ornum sínum af stað, svo að í góðu lagi væri. Edsel man ekk- ert eflir fyrstu Fordbifreiðinni. En hann man vel eftir hrað- akstursbifreiðunum „999“ og „The Arro\v“, sem Ford varð frægur fyrir. Og þegar Edsel var tíu ára stofnaði faðir hans Ford Motor Company. Þar hófst framleiðsla Fofdbifreiða. Fyrsta verksmiðja félagsins var gam- alt trésmíðaverkstæði á Mack Avenue i Detroit. Og þar var Edsel sýknt og heilagt og hjálp- aði til. Þegar Edsel varð 19 ára var hann fullgildur starfsmaður i verksmiðju föður.síns, sem þá var orðin rísavaxið fyrirtæki. Um það leyti hófst framleiðsla hinna svo kölluðu T-bifreiða. Og félaginu óx fiskur um hrvgg að kalla með degi Iiverj- um. Edsel óx upp með félaginu og varð manna best kunnugur öllu, sem rekstur þess snerti. 1915 varð hann fulltrúi íélags- ins. Árið 1919 eignaðist Ford- fjölskyldan alla liluti félagsins. Henry Ford átíi þá 58j/2% hlut- anna, en Edsel keypti nú með tilstyrk föður sins það sem á vantaði fyrir 75 miljónir doll- ara. Um þetta leyti dró faðir hans sig í liié frá stjórnarstörf- um i félaginu. En hann hefir æ síðan verið ráðgjafi Edsels, sem þá tólc aðalforstjórnina i sinar hendur. Félagið færði stöðugt út kvíarnar og verk- smiðjur voru bygðar víðsvegar um Bandaríkin og í fjölda mörgum löndum öðrum. Ford- bifreiðir, Ford-dráttarvélar, Ford-flugvélar hlutu heims- frægð. Og aldrei fékk eða bað félagið um neinn slyrlc utan að frá. Edsel gelck aklrei i háskóla, en segir sjálfur, að það þyki sér leití. Efnahagnum var ekki um að kenna, því þegar liann náði þeim aldri, er ungir menn vanalega stunda háskólanám, var faðir hans orðinn auðugur maður. En þá vildi Edsel vinna, I læra af vinnunni, þótt faðir Iians segði honum að velja. —• „Mér fanst þá, að það mundi vera tímaeyðsla," sagði Edsel. — Edsel gelclv að eiga Eleanor Clay frá Detroit og eiga þau 4 börn. Edsel Ford berst lítið á og er vinsæll maður. Er það mál kunnugra manna, að lífsverk hans verði engu þýðingarminna en föður hans. -----— —-— í heimsðkn hjá pðfa —o— Niðurl. Nú fór páfi aö spyrja mig fram og aftur um starf mitt i skjala- safniiiu í Vatíkaninu, um skjala- söfn og söfn alment á Islandi. Sagöi hann mér aiS hann heföi urn ■ langan tíma veriö’ starfsmaður í skjalasafni páfa, og gerðist við það tal hinn fjörlegasti og reis úr sæti sinu og fór að ganga tun gólf. Eg reis og upp, því að ekki er siður að maður sitji i viðurvist svo tiginna manna, ef þeir standa, og eg fór að týgja mig, því að mér hafði verið sagt, að ef páfi risi úr sæti sínu væri það merki þess, að samtalinu væri lokið. En þegar páfi sá það, benti hann tnér að sitja kyrrum: „Yður er óhætt a8 vera dálitla stund, fólkið er ekki farið að bíða eftir ntér enn.“ Hann var nú orðinn hinn fjör- ugasti. Hann fór að tala urn um- bætur þær á safninu, sem hann væri að láta gera, ,um eldri hluta safnsins, hver vandræði væru að skapa gott yfirlit yfir hann, og hann fór að tala um þær skjala- bækur, sem eg væri sérstaklega að nota og rithendurnar á þeim. Eg skaut þar inn í einhverju um þætr skemdir, sent blekið, er þær ertt ritaðar með, hefðu gert á papptrn- unt, en ])að varö til þess að hann fór að segja mér af hinni ágætw viðgerðarverkstofu fyrir skjölín, sem hann hafði kornið á fót, með- an hann var í safninu, og lýsa henni fyrir mér, enda frétti eg síð- ar, að einmitt sú hlið skjalavarð- arstarfsins hefði látið honum besb Hann mintist á ýmsa vökva, sem notaðir eru til að styrkja feyrnað- •án papptr með, og meðal annars sagöi ltann mér, að bókakeita sú, sent zaponlaklc er nefnd, væri mesta skaðræði, því að pappírínn yrði að hjótni, þegar frá liði. Eg sagði honum að hún væri notuð hér, en hann kvað vera sjálfsagt að hætta því tafarlaust. Sagðist hann.hafa notað „gelatine‘‘ í stað- inn. Og er eg spurði, hvort htm væri þá nokkuð hetri sagði hann, að hún væri að minsta-kosti skað- laus, en þaö væri höfuðkostur, 0g svo hló hanu við. Þegar hér var komið sagöi hann, að eg mætti óska blessun sína yfir alt sem eg vilcli, land mltt og þjóð, sjálfan mig, ættingja mína, alt sem eg væri nieð á mér eða yfír höfuð ætti. Hann sagði mér svo, að það hefði átt að koma til síö kona daginn áður, sem hefði verið búin að biðja sig aö blessa fyrír sig stokk fullan af talnaböndum og minnispeningum um bina bless- uðu Theresíu frá Lisieux, en hún hefði ekki komið, og sagði liann, að nú væri best að eg' fengi stokk- inn. Hann tók hann síðan af borðinu og rétti mér hann, en hætti við: „Af því að þér fáist viö kirkjufornfræði ætla eg að gefa yður annan pening.“ Hanntók nú lykii úr vasa sínum, opnaði annan furuskáþinn grámálaða og tók úr honum skinnveski rautt, og var markað skjaldarmerki lians á með gulli. Hann opnaði veskiö, og var í því heljarmikill broucepen-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.