Vísir - 02.03.1932, Blaðsíða 2
V I S I R
Mikil verölækkun:
Nokkrar tunnur og strokka af hryggjum frá Vopnafirði
— ágætis súpukjöt — seljum við fjTÍr ca. helming verðs.
Kínverjar á nndanhaldi.
Japanar liertaka Tazang. Kínverjar
hvepfa skipulega frá Woosung,
Kiangwan og Cliapei.
Shanghai, 1. mars.
Umted Press. FB.
Erlendir blaðamenn og aðrir,
sem farið hafa um vígstöðvarn-
ar hafa látið í ljós þá skoðun,
að engar líkur séu til, að Japan-
ar geti hrakið Kínverja á brotl
af Shanghaisvæðinu, nema með
því að leggja mjög mikið í söl-
urnar. Sumir blaðamannanna
liafa látið uppi þá skoðun, að
það kosti Japan að minsta kosti
10 þúsund mannslif að lirekja
Kinverja á brott frá Shangliai.
Shanghai, 2. mars.
United Press. - FB.
Japanar tilkynna, að þeir hafí
tekið Tazang lierskildi. — Tsai-
tinghai licfir slcipað svo fyrir,
að kínverski lierinn skuli hörfa
undan á öllum vígstöðvum,
vegna þess að ellefta herfylld
Japana liefir liernumið Liuho-
svæðið, en af því leiðir að varn-
arstöðvar Kínverja sunnarlega
á herlínunni eru i hættu stadd-
ar. — Kínverjar liafa farið frá
Woosung og Kiangwan svæð-
unum og mestur hluti liersins,
sem var í Chapei, er farinn það-
an, en þaðan fara Kínverjar
seinast, vegna þess, að megin-
her þeirra hverfur á brotl eft-
ir Nanking-járnbraulinni. Er
gert ráð fyrir, að Kínverjar búi
sér nýjar varnarlínur nálægl
Quinsan, sem er rétt fyrir utan
tuttugu kílómetra línuna, en
eins og kunnugt er af fyrri
skeylum, hafa Japanar borið
fram kröfur um, að Kínverjar
liyrfi á brott með herdeildir sín-
ar tuttugu kílómetra frá Shang-
liai.
Tsaitinghai segir, að Kinverj-
ar muni lialda áfram að verj-
ast Japönum, ef þeir hefjí nýj-
ar árásir. — Brottför Kínverja
frá varnarstöðvum þeirra för
skipulega fram og engár til-
raunir voru gerðar til ])ess af
hermönnum, að leita inn á for-
réttindasvæði útlendinga.
Símskeyti
London, 1. mars.
Unitcd Prcss. - FB.
Gengi sterlingspunds.
Gengi sterlingspunds miðað
við dollar er viðskifti hófust
3,48%, en 3,48% er viðskiftum
dagsins lauk.
New York. Gengi sterlings-
punds $3,48%—$3,48%.
Helsingfors, 1. mars.
United Press. - FB.
Frá Finnlandi.
Rikisstjórnin hefir gefið út
hoðskap þess efnis, að fylgi upp-
reislarmanna sé þverrandi og
ríkisstjórnin sé fastákveðin i að
bæla niður allar uppreistartil-
raunir skjótlega og að fullu.
Utan af landi.
Guiinólfsvik, 1. mars. FB.
Hafís.
Hafísinn sést riú á löngu
svæði meðfram Langanesi að
norðanverðu, þó ekki vel nema i
sjónauka. Stórir ísjakar á
sveimi landmegin við ísbreið-
una.
Flateyri, 1. mars. — FB.
Miloli afli.
Fádæma afli hér. Síðustu þrjá
daga hefir komið hér á land af
10 bátum 170 þús. kg. af fiski,
með lirygg. Hæstur afli á bát
12 þús. kg., með hrygg, i róðri.
------ i ------
í umræðum þeim, sem orðið
itafa um tillögur fulltrúa sjálf-
stæðisflokksins i kjördæma-
nefndinni, hefir þess orðið vart,
að menn óttist, að tala þing-
manna geti orðið óhæfilega liá,
ef tala uppbótar-þingsæta sé
óákveðin. í nefndaráliti jæirra
Jóns Þorlákssonar og Péturs
Magnússonar eru leidd skýr rök
að því, að engar líkur sé til þess,
að tala þingmanna verði nokk-
uru sinni liærri en 45—18. Auk
þess er sýnt fram á, að auðvelt
sé að slá varnagla við því i kosn-
ingalögum, að tala þingmanna
verði óhæfilega liá, jafnvei þó
að óeðhlegra bragða sé leitað til
þess, að koma því til leiðar. —
Þykir rétt að birta þann kafla
nefndarálitsins, sem um þetta
fjallar, og fer liann hér á eftir:
„Skal nú atliugað nokkru nán-
ar, hverjar líkur eru fyrir því,
að tala þingmanna liækki veru-
Jega frá þessu, eða frá þvj, sem
nú er, eftir tillögum okkar.
í fyrsta lagi er það þá Ijóst, að
við hlutfallskosningar í samb.
við einmemiingskj ördæmi fer
þörfin á tölu uppbótarsæta eft-
ir þvi, hvað einmenningskjör-
dæmin eru mörg. Hér verða ein-
menningskjördæmin 26, og
]>essi útreikningur á kosning-
unni 1931 sýndi, að uppbótar-
sætin þurftu að vera 13, eða
rétt 50% af tölu einmennings-
kjördæmanna. Danska milli-
þinganefndin frá 1921, sem um
hefir verið getið, lét rannsaka
og reikna út fyrir 18 fólks])ings-
kosningar í Danmörku, sem
fram höfðu farið frá 1895—
1920, live mörg uppbótarsæti
hefði þurft til fullrar jöfnunar
á kosningunni á móts við tölu
einmenningskjördæmanna. Nið-
urstaðan varð sú, að þurft hefði
fæst 22% og mest 64% uppbót-
arsæti móts við tölu einmenn-
ingskjördæmanna. Ef liér væru
26 einmenningskjördæmi ein-
ungis, þá yrðu uppbótarsætin
eftir þessari reynslu frá 6 til 17.
Nú bætist liér við Reykjavík
með 4 lilutfallskosna þingmenn,
sem kann að auka þörfina fyr-
ir uppbótarsæti eiltlivað, en þó
aldrei jafnmikið eins og 4 ein-
menningskjördæmi mundu gera.
Við teljum, að nærri láti, að
uppbótarþörfin liér samsvari 27
einmenningskjördæinum, og
ætti þá tala uppbótarsætanna
eftir reynslunni frá Danmörku
að fara í mesta lagi upp í 18,
en það er sama sem að þing-
menn yrðu flest 48.
Það eru þannig ailar líkur til,
að tala þingmanna mundi eftir
unpástungu okkar leika á 42 til
48, og venjulega verða 43 til 45,
ef kosið er eftir flokkum á al-
veg eðlilegan hátt, og sjálf kosn-
ingatilhögunin býður mönnum
ekki upp á nein undanbrögð,
sem liafa í för með sér óeðlilega
fjölgun þingmanna. En nú er
unt að liugsa sér, að eittlivað
slikt komi fyrir, og þykir rétt
að athuga sérstaklega nokkrar
ásfæður, sem við liöfuín lieyrt,
að menn væru hræddir um, að
mundu valda fjölgun þing-
manna.
a. Framboð og kosning utan-
flokksiHsnna,
Það þarf ekki neina lauslega
athugun til þess að sjá það, að
framboð og kosning utanflokks-
manna getur aldrei leitt til
neinnar verulegrar fjölgnnar á
þingmönnum eftir tiltögum
okkar. Ef utanflokkamaður er
kosinn í kjördæmi, þá er það í
raun og veru sama sem fáekk-
un á þeim einmenningskjör-
dæmum, seln gela valdið mís-
ræmi á milli flokkanna.. Ef
nokkur brögð verða að þviT að
utanflokkamehn nái kosningu,
þá lækkar tala liinna kjördæma-
k'osnu flokksþingmanna, og þar
með hækkar hlutfallstala kosn-
ingarinnar, a. m. k. ef nienn
hugsa sér, að uianflokkafram-
boð dragi frá þeim flokknum,
sem annars hefir mest fylgi og
fær flesta kosna i fámennum
kjördæmum. Það þarf þess
vegna ekki að gera ráð fyrir
þingmannafjölgun af þessari á-
stæðu. Aftur á móti gætu menn
hugsað sér, að kosning ulan-
flokkamanna gæti leitt til rösk-
unar á réttu hlutfalli á milli
þingflokkanna á þann hátt, að
maður, sem kosinn er utan-
flokka, styddi í raun og veru
eiuhvern tiltekinn þingflokk.
Um þetta yrði þó fyrst og fremst
aö treysta yfirlýsingu frambjóð-
andans um flokksafstöðu lians.
í þeirri yfirlýsingu verður að
vera berum orðum fram tekið,
annaðhvort að frambjóðandinn
telji sig til einhvers sérstaks
flokks, eða að hann sé utan
flokka, en slyðji tiltekinn flolck,
og þá verða alkvæði lians og
þingsæti hans sjálfs talið þeim
flokki við útreikning kosning-
arinnar, eða þá í þriðja lagi, að
liann verður að gefa yfirlýsingu
um, að hann sé utan flokka og
styðji engan tiltekinn flokk.
Frambjöðandi, sem í raun og
veru væri ákveðinri flokksmað-
ur, myndi naumast gefa slíka
yfirlýsingu; en ef vitanlegt yrði
um, að þingmaður tæki aðra af-
stöðu heldur en þá, sem fram-
boðsyfirlýsing lians segir, gæti
löggjöfin, ef þurfa þætti, sett
viðurlög og komið fram refs-
ingum, þar á meðal fyrst og
fremst missi þingmensku, að
undangengnum dómi. Eru í
mörgum löndum sérstakir dóm-
stólar, sem úrskurða öll vafa-
atriði viðvíkjandi kosningum til
löggjafarsamkomunnar, og
gætu menn liugsað sér, að slík
brot heyrðu undir þess konar
dómstól, ef þörf þætti að gera
ráð fyrir þeim.
b. Myndun yfirskinsflokka.
Sumum hefir komið til liug-
ar, að það gæti valdið óeðlilegri
þingmannafjölgun, ef meiri-
lilutafi-ambjóðandi i einu fá-
mennu kjördæmi tæki sér og
kjósendum sínum sérstakt
ílokksheiti. Mundi þá kjósenda-
tala þessa Jiingmanns verða
lilutfallstala kosningarinnar, og
gæti liún orðið svo lúg, að tala
þingmanna færi fram úr öllu
valdi. "
Það cr alveg sjálfsagt, að þcg-
ar liugtakið þingflokkur er
komið inn í stjórnarskrána sem
grundvallandi liugtak um skip-
un Alþingis og alþingiskosning-
ar, þá verður löggjöfin að gera
skil á því, livað í liugtakinu fel-
ist, eða hvaða skilyrðuin þeir
flokkar þurfi að fullnægja, sem
geti notið þess réttar, sem
stjórnarskráin veitir þingflokk-
um. Aðaleinkenni livers þing-
flokks í venjulegum skilningi
er það, að á bak við hann standi
sérstakur Iandsmálaflokkur eða
skoðanaflokkur meðal kjósend-
anna. I kosningalögum ])arf því
að setja skilyrði um það, Iivað
þurfi til þess að flokkur geti
komið þar fram sem sérstakur
landsmálaflókkur. Til fyrir-
mýndar um ákvæði þessu við-
víkjandi má að nokkru leyti
íiafa ákvæðí úr kosningalögum
Dana. Þar er að vísu ekki lilut-
fallskosning í sambandi við ein-
menningskjördæmi, lieldur
hlutfallskosníng í fleinnenn-
xngskjördæmum, en þar eru
einnig uppbótarsæti, sem eiga
að koma til útlilutunar á milli
þingflokkanna eftir svipuðuin
regluin og hér er faríð fram á,
og þess vegna hefir ekki orðið
komist Iijá þvi að ákveða í kosn-
ingalögum þeirra, livaða skil-
yrði þeir flokkar eigi að upp-
fylla, sem geta komið til greina
við útlilutun uppbótarsæta. —
Þessi skilyrði eru tvenskonar.
Annars vegar eru skilyrði, sem
þarf að fulliiægjá áður en fram-
boð eru fullgerð og kjörseðlar
búnir til. Engir flokkar eru
teknir undir flokksmerki á kjör-
seðla, nema þeir fullnægi þess-
um skilyrðum. — Hins vegar
eru skilyrði um atkvæðamagn
við kosninguna, sem koma ekld
til greina fyrr en eftir á, þ. e.
við útreikning á hlutfallstölu
og útlilutun uppbótarsæta.
Til þess að átta sig á því,
livaða skilyrði er 'eðlilegt að
setja um þetta, má t. d. líta á
Kommúnistaflokkinn hér við
kosningarnar 1931. Það er eng-
um efa buudið, að liann er
landsmálaflokkur í þeim skiln-
ingi, að liann hefir sérstakar
landsmálaskoðanir. Hann hafði
frambjóðendur í kjöri i 5 kjör-
dæmum, og þessi 5 kjördæmi
dreifðust á 3 af 6 af þeim hlut-
faU«kjöi'«l..semlandið alt skiftist
í. í þessu lýsir sér einmitt mis-
munurinn á skoðanaflokki og
t. d. hagsmunasamtökum ein-
hvers landsliluta, sem inehn
líka gætu hugsað sér að stofnað
yrði til í þeim tilgangi að ná
viðurkenningu sem þingflokk-
ur. Það er auðsjáanlega eðlilegt
að krefjast þess af landsmála-
flokki, að hann hafi frambjóð-
endur í tilteknum lágmarks-
fjölda kjördæma, og að þau
kjördæmi dreifist á hæfilega
marga landshluta. Ef við t. d.
gerðum þá kröfu, að frambjóð-
endur yrðu í 6 kjördæmum hið
fæsta, og að þau dreifðust á 3
hlutfallskjördæmi a. m. k., þá
er þar með algerlega útilokað,
að fámennur kjósendahópur í
einu eða tveimur kjördæmum
geti með samtökum myndað svo
lága hlutfallstölu, að af því leiði
óeðlilega þingmannafjölgun.
í Danmörku eru ennfremur
ákvæði um það, að fyrir kosn-
inguna verður liver landsmála-
flokkur, sem ekki hefir áður
verið viðurkendur, að leggja
fram meðmæli frá 10 þús. kjós-
endum, en það samsvarar ná-
lega venjulegum atkvæðafjölda
fvrir 1% þingmann. Eittlivað
slíkt mætti auðvítað orða hér,
en liitt væri þó brotaminna og
tryggilegra, að áskilja auk
framboðanna, að flokkur, sem
hefði ekki fengið fleiri en einn
eða tvo þingmenn kosna, gæti
ekki komið til greina við út-
reikning á hlutfallstölu eða út-
lilutun uppbótarsæta, ef hann
hefir færrí en allra greiddra
alkvæða á kosinn þingmann
sinn, eða hvom þeirra, ef tveir
eru kosnir. Slikt ákvæði mundi
i framkvæindinní þýða það, að
einn eða fleiri þingmenn kosnir
af flokki með svo litln atkvæða-
fylgi ýrðu skoðaðir sem utan-
flokkamenn við útreíkning
kosningarinnar.
c. Samtök fámennra kjör-
dæma.
Þá hafa menn ennfrennir gert
sér í hugarlund, að nokkur fá-
menn kjördæmi víðsvegar um
land gætu liaft samtök sín á
milli um það, að meiri hlutí
kjósenda í þeim myndiisérstak-
an landsmálaflokk, og ef þau
fengju frambjóðendur sína
kosna i flestum eða ölltnn þess-
ara kjördæma, án þess að hafa
frambjóðendur í kjöri jafn-
framt í öðrum kjördæmum, þá
gæti þama komið fram flokkur
með fáa þingmenn og svo lága
lilutfallstölu, að leiddi til óhóf-
legrar þingmannaf j ölgunar.
Þegar litið er á fólksf jölda
núverandi kjördæma, er það alr
veg ljóst, að i slíkum samlök-
um yrðu fámenn sveitakjör-
dæmi að vera eingöngu eða a.
m. k. öll uppistaðan. Sú afleið-
ingin, sem næst lægi, yrði auð-
vitað, að þessi fámennu kjör-
dæmi yrðu svift sjálfstæðl sínu
og lögð saman við ömrur kjor-
dæmi. En nú er það vitanlega
einkum vegna hagsmuna hinna
fámennu kjördæma, sem stung-
ið er upp á að haldú skifting-
unni i einmenningskjördæmi,
og það er þess vegna afar ó-
sennilegt,, að eiiimitt þau kjör-
dæmi, sem talið er, að eigi hags-
muni sína tmdir þessu, færu að
gcra samtök, sem hlytu að leiða
af sér annaðlivort niðurlagn-
ingu þeirra sjálfra sem sjálf-
slæðra kjördæma, eða þá sterlca
óánægju með tilhögunina í
I lieild, sem leiddi til þess, að
horfið yrði að lilutfallskosning-
um í fleirmenningskjördæmum,
En þó þannig megi telja afar-
óliklegt, að slíkt komi fyrir, þá
þykir rétt að benda á, að til er
leið til þess að hindra þetta,
sem mundi beinlinis leggja
nokkurskonar refsingu á þá
kjósendur -sjálfa, sem vildu ráð-