Vísir - 19.04.1932, Síða 2

Vísir - 19.04.1932, Síða 2
V I S I R FYRIRLIGGJANDI FRÁ A/S „OETKER“: Búðingsduft „Vanille með mröndlum“ — „Rom“ „Sitron“ — „Möndlu“ — „Súkkulaði“ „Vanille“ Gerduft „Backin“ — „Dr. Crato’s“ Kökuefni „Gustin“ Vanille-sykur. Biðjið kaupmann yðar um þessar vörur, því að Dr. „Oetker’s vörur eru viðurkendar fyrir gæði. Símskeyti —o--- London, 18. apríl. United Press. - FB. Deilur Breta og Ira. De Valera hefir skorað á bresku stjórnina að ieggja fram sannanir fyrir því, að fríríkið hafi með samningi skuldhundið sig til þess að inna af hendi árs- greiðslur þær, sem hafa orðið Bretastjórn og liinni nýmynd- uðu fríríkisstjórn að deiluefni. Breska stjórnin hefir orðið við áskorun De Valera með þvi að birta opinbera skýrslu uin fjár- hagssamkomulag milli Breta- stjórnar og frírikisstjórnarinn- ar frá árinu 1923, en í sam- komulagi þessu er vikið að árs- greiðslunum. París, 18. apríl. Unitcd Press. - FB. Frakkar og Kreuger-hneykslið. Samkvæmt upplýsingnm frá kauphöllinni hafa fraklcneskir borgarar lagt alls 500 miljónir franka i kaup á hlutabréfum Iíreuger-félaganna. Stendur rík- ið í ábyrgð fyrir um það bil helmingnum. Pamplona, 18. apríl. United Press. - FB. Frá Spáni. Tilraun var gerð til þess í dag að brenna hús Joaquin Ba- lestena, leiðtoga flokks, sem vill encturreisa hið forna Navarre- konungdæmi. — Balestena og fleiri lconungssinnar liafa verið handteknir og sakaðir um svik- ráð gegn lýðveldinu. (Pamplona eða Pampeluna stendur við fljótið Arga á Norður-Spáni. Borg þessi var höfuðborg liins forna Navarrc-konungdæmis). Amsterdam, 18. apríl. United Press. - FB. Vaxtalækkun. Forvextir hafa lækkað um i/2% í 2y2%. Waterford, 18. april United Press. FB. Redmond látinn. Látinn er W. A. Redmond, 46 ára að aldri, sonur Jolm lieit. Redmonds, sem var kunnur írskur stjórnmálamaður, áður en fríríkið lcom til sögunnar. W. A. Rechnond var við jarðarför vinar síns, er liann hneig niður skyndilega. Lést liann skömmu siðar. Redmond átti sæti á þingi sem óháður þinginaður. Áhrif- um sínum, en þau voru mikil, beitti íiann til stuðnings fyrir Mr. Cosgrave. Stokkliólmi, 18. apríl. United Press. - FB. Kreuger-málin. Blaðið Social-Demokraten birtir þá fregn, að sannast liafi af skjölum Kreugers, aö liann hafi veitt Facistum í Þýskalandi og á Spáni fjárliagslegan stuðn- ing. M. a. liafa fundist kvittan- ir undirskrifaðar af Hitler og Alfons fyrverandi Spánarkon- ungi, frá Hitler fyrir fé að upp- liæð 100,000 ríkismörk og frá Alfons fyrir 5 milj. peseta. — Formaður rannsóknarnefndar- innar hefir svarað fyrirspurn frá United Press um þetta efni á þá leið, að sér væri ókunnugt um þetta. London 19. apríl. United Press. - FB. Gengi. Gengi sterlingspunds í gær miðað við dollar 3.77ýá er við- skifti hófust, en 3.78% er við- skiftum lauk. New York: Gengi sterlings- punds $ 3.79 er viðskifti hóf- ust, en f? 3.78% er viðskiftuin lauk. London 19. apríl. United Press. - FB. Fjárlagaræða Chamberlains. 1 Fjármálamenn og viðskifta- menn sérstaklega, en raunar eigi síður allur almenningur bíður með óþreyju eftir þvi, að Ghamberlain leggi fram fjár- lagafrumvarp stjórnarinnar í dag, ekki síst vegna þcss að talið er víst, að frumvarpið muni leiða i ljós liver verði stefna stjórnarinnar um álagn- ingu fastra tolla i nánustu framtíð og hvað komi í stað þeirra, sem g'anga úr gildi í maí næstkomandi. — Búist er við, að Chamberlain hefji ræðu sína 1fí' 3.30 e. h. og tali í 90 minútur. — Vegna Lausanne- og Ottawa-ráðslefnanna er tæplega búist við, að önnur fjárlög verði lögð fram i haust. Stórbpuni . á SiglnliFðið —o— Siglufirði, 18. april. FB. Eldur kom upp í tunnuverk- smiðjunni kl. rúmlega 2 í nótt. Brann- hún til kaldra kola á- samt efnisbirgðunum. Vinna byrjaði þar í gærkveldi, eins og vant er, og bar ekkert út af, þar til um tvöleytið, að sprenging varð i mótornum. Kviknaði strax út frá honum og breiddist eldurinn út með svo skjótri svipan, að verkamenn- irnir sluppu nauðulega út, án þess að ná nokkuru mcð sér. Mistu þeir þar öll verkfæri sín, sumir einnig föt, sem þeir höfðu lagt þar af sér. Skúrar áfastir við verksmiðjuna brunnu og alt efni, sem eftir var að vinna tunnur úr, sennilega bix-gðir i 15—20,000 tunnur. Nálægum húsum tókst að bjarga. Húsið, sem var gamalt timburhús, „Sildarbræðsla Bakkevigs“, hrann á örskainri stund, en í tunnuefninu felst talsverður eldur, sem nú er verið að slökkva. — Hús og vélar átli Halldór Guðmundsson kaup- maður, og voru húsin vátrygð hjá Brunabótafélagi íslands. Tunnur og tunnuefni var eign bæjarins og var váírygt hjá Sjó- vá tryggin ga rf élaginu fyrir 110,000 kr. og vélar einnig hjá sama félagi fyrir kr. 10,000. Métmæli gegn finitardómsfrumvarpinu. —o— A fjölmennum fundi í lands- málafélaginu Verði, voru sam- þykt eftirfarandi mótmæli gegn fimtardómsfrumvarpi dóms- málaráðhérrans: „Landsmálafélagið Vörður mótmælir tilraunum ríkis- stjórnarinnar lil þess að fá um- boðsvaldinu meiri áhrif yfir æðsta dómstól ríkisins, en það nú hefir, og skorar á alþingi, að fella frumvarp það til laga um fimtardóm, sem nú liggur fyrir þinginu. Hins vegar skor- ar fundurinn á þingið, að fjölga dómurum í hæstarétti, svo fljótt sem kostur er“. Tillagan samþ. í einu hljóði. Frá Alþingi í gær. —0— . Efri deild. Frv. til 1. um veiíing’ ríkis- borgararéttar var tekið út af dagskrá og umr. frestað. Tvö frv. voru samþ. og þeim vísað til 3. umr.: Frv. til 1. um viðauka við 1. nr. 58, 14. júní 1929, um eftirlit með, skipum og bátum og ör- j'ggi þeirra. og frv. til 1. um ráð- stafanir til öryggis við siglingar. Annað var ekki á dagskrá. Neðri deild. Frv. til 1. um lax- og silungs- veiði var samþ. með nokkurum breytingum og sent Ed. l’mr. um fjárlögin (3. umr.) héldu svo áfram og mæltu þingmenn fyrir breytingartil- lögum sínúm. Sparnaðartillagi —o— Svohljóðandi tillögu tii þings- ályktunar um fækkun opin- berra starfsmanna, launa- greiðslur þeirra o. fl. bera þeir fram í neðri deild Alþingis Magnús Guðmundsson og Pét- ur Ottesen: Alþingi ályktar að skora á stjórnina: 1. Að fæklca svo sem frekast er unt starfsmönnum ríkis og ríkisstofnana. 2. Að fella niður svo sem frekast verður við komið greiðslu fyrir aukavinnu úr ríkissjóði eða frá ríkis- stofnunum. 3. Að færa laun opinberra starfsmanna, sem launalög ná ekki til, i samræmi við liliðstæða flokka launalag- anna, eftir því, sem við verður komið, og eins fljótt og samningar leyfa. 4. Að leita samninga við Eimskipafélag Islands um að taka að sér útgerðar- stjórn skipa ríkisins og íeggja niður Skipaútgerð rikisins, ef viðunanlegir sainningar nást. Greinargerð: Það er með öllu óþarft að benda á hinar erfiðu ástæður ríkissjóðs. Það er svo kunnugt mál, að ekki mun um það verða deilt. En af þessu leiðir, að gjöld ríkissjóðs verður að minka svo sem frekast eru föng á. Nú er það og kunnugra en frá þurfi að segja, að á síð- ustu áriun hefir aukist mikið slarfsmannahópur liins opin- hera. Vist er og það, að í sum- um tilfellum er ekki fylgt fyr- irmælum um launaujiphæðir. Einnig er það kunnugt, að ýms- ir hinna opinberu starfsmanna, sem ekki taka laun eftir launa- lögum, eru hlutfallslega miklu hærra launaðir en þeir, sem laun taka eftir Iaunalögum. Alt þetta verður að lagfæra. Hér er um beint misrétti að ræða, og væri þvi sjálfsagt að lagfæra þetta, þótt ekki stæði svo á, að náuðsyn ríkissjóðs krefðist þess. Að því, sem liér helir laus- lega verið bent á, Iúta 3 fyrstu liðir tillögunnar. Um 4. lið till. er rétt að minna á, að vitanlega verður útgerð hinná íslensku skipa því ódýrari hlutfallslega, sem fleiri eru undir sömu stjórn, ef um svipað starfssvið skipanna er að ræða. Það sýnist þvi auð- sætt, að verulegur sparnaður verði að þeirri sameiningu, sem hér er ráðgerð, og sýnist það ekki þurfa frekari rök- stuðnings. ------. ■■'iir.r8CBg0e»Mc»». -- Innflatningshöftin. Skottulækning stjórnarinnar. —o— Heimskreppan hefir nú kom- ið víða við og fengið þjóðunum margvísleg og mismunandi viðfangsefni til úrlausnar. Ýmsar þjóðir hafa orðið að grípa til þess, að takmarka innflutninga i bili, svo að við- skiftin við aðrar þjóðir verði ekki orsök sívaxandi skulda- hagga erlendis. Alls staðar þar sem slíkar ráðstafanir hafa verið gerðar, liefir einliverjum skynsamlegum reglum verið fylgt og ákveðin stefna tekin — álls staðar nema liér á voru landi. Eins og kunnugt er, var inn- flutningshöftum demht á liér um miðjan nóvember s.l. — Þeim var dembt á þjóðina án alls undirbúnings og mjög að vanhugsuðu ráði, svo sem lílc- legt má þykja. En stjórnar- hyskið sagði, að nú mundi kreppan láta undan á skömm- 11111 tíma og kaupmennirnir verða gjaldþrota. Fanst þvi mikið til um hvorttveggja, og þó einkum hin yfirvofandi gjaldþrot og vandræði verslun- arstéttarinnar. Þegar innflutningshöftin höfðu verið í gildi vikutíma eða hálfan mánuð, þótti sýnt, að ekki næði nokkurri átt, hyernig valið liefði verið á bannvörulistann. — Og þarna var auðvitað ekki við góðu að búast, því að bannvöruskráin var að minsta kosti 10 ára gömul afturganga. Hafði hún í öndverðu verið illa saman tek- in, en átti þó skár við í fyrstu. Nú mátti hún teljast ónothæf. Þessa gömlu „Skottu“ magn- aði nú stjórnin gegn krepp- unni og kaupmönnunum, og hjóst við skjótum umskiftum. — En ekki datt henni i hug, að fá nokkurn mann með versl- unarviti, til þess að semjanýja og skynsamlegri hannvöru- skrá. — Var og elcki við því að búast, því að það er eitt liöfuð- einkenni þessarar stjórnar, að forðast sem lieitan eld alla (sér)þekkingu. Það kom fljótlega í ljós, er innflutningsnefnd hóf starf sitt, að reglugerðin, sem hún átti að fara eftir, var svo mein- gölluð, að engri átt náði. Segist ýmsum kaupsýslumönnum svo frá, að innflutningsnefnd liafi þá þegar gefið í skyn, að reglu- gerðinni mundi skjótlega verða breytt til bóta. En síðar frétt- ist, að stjórnin hefði ekki get- að komið saman neinum breyt- ingum og látið undir liöfuð leggjast að leita út fyrir lífvörð sinn um aðstoð. — Gamla „Skotta“ var því látin duga sem „kreppulæknir", og vænt- anlega snýst hún gegn stjórn- inni um það er lýkur. Gera niá ráð fyrir, að öllum almenningi sé ókunnugt, liví- líkt dæmalaust ráðleysis-fálm þessi liafta-reglugerð er í raun og veru. Þykir því hlýða, að segja litilsháttar frá þessum vandræða-óskapnaði. Vörutegundir þær, sem bann- að er að flytja til landsins, eru án allra undantekninga nefnd- ar „ónauðsynlegur varningur". — Þar á meðal er allur fatn- aður, vefnaðarvörur og skó- fatnaður, hverrar tegundar sem er. — Rúsinur og sveskjur er harðbannað að flytja til landsins, cn dýrindis ljósa- krónur úr kristalli og málmi má hver og einn flytja inn að vild. Þó er bannað að flytja inn sérstaka „skerma" á slíka lampa eða ljósakrónur, ef þeir eru úr silki. Nýja ávexti, sem margir verða að nota að læknisráði, er óheimilt að flytja til lands- ins, en allskonar „sósur“, „soy- ur“, „andlitsfarði“, „púður“ og „krem“ er frjálst. -Borð- hnífar eru stranglega bannað- ir, en gafflar leyfðir. — Leir- vörur ýmiskonar, svo sem diska, bolla, könnur, skálar o. s. frv. má flytja til landsins að vild, en sé þessir lilutir úr postulíni, eru þeir harðhannað- ir. Postulín er þó betri vara, ódýrari og alment notuð. Algengustu og' nauðsynleg- ustu vefnaðarvörur, svo sem léreft, flónel og tvisttau, er bannað að flytja inn, en gadda- vír má kaupa til landsins fyrir miljónir. Sérstaka tegund vinnufata (Overalls) má flytja til’ landsins, en efni í þessi föt er harðbannað. Mun stjórn- inni hafa þótt óhæfilegt, að saumalaunin rynni til lands- manna, enda mundi viðbúið, að þau leiiti að miklu leyti hjá Reykvíkingum. —- „Mótora“ og bifreiðir er bannað að flytja inn, en lieimilt að kaupa til landsins og flytja inn livers- konar vélar aðrar, þarfar og óþarfar, og liversu dýrar sem þær eru. Svona mætti lengi lialda

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.