Vísir - 24.06.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R
Girðingareínil
GIRÐINGARNET, GIRÐINGARSTÓLPAR,
mjög vel galv. úr járni.
Sléttur vír, Bindivír, Vírkengir.
íferðalðg
er best að hafa með sér
æ
súpuefni í pökkum.
Selt í flestum matvöruverslunum, í pökkum fyrir 2
og 6 persónur.
Ódýrt og handliægt.
Símskeyti
London, 23. júní.
United Press. FB.
Verslunarviðskifti Dana
og Breta.
Colville majór,sem er full-
trúi á ráðuneytisskrifstofu
þeirri, er liefir með höndum
verslun Breta við meginlands-
ríkin, hefir lýst því yfir i neðri-
málstofunni, að hann teldi
óráðlegt að leggja sérstakan
innflutningstoll á danskar vör-
ur. Kvað hann engar sannanir
fyrir hendi um það, að danska
stjómin hafi gert neitt til þess
að Danir keypti minna frá Bret-
landi en verið hefði. — Cole-
ville majór lýsti þessu yfir, er
fyrirspurnir voru fram boniar
i málstofunni í sambandi við
verslunarviðskifti Dana og
Breta.
Lausanne, 23. júní.
Lausanne-ráðstefnan.
Herriot og MacDonald hafa
náð samkomulagi um livað
leggja skuli til grundvallar í
viðræðum Frakka við Þjóð-
verja á morgun, þ. e. að lausn
deilumálanna verði til fram-
búðar, að lausn deilumálanna
liver sem hún verður, lciði til
viðskiftabala og aukins við-
slciftatrausts, að ekki verði far-
ið fram á það að Þýskaland
haldi áfram skaðabóta-greiðsl-
um nú eða á meðan lieims-
krepjían stendur yfir, og loks,
að ef skaðabótagreiðslur hefj-
ist á ný að kreppunni lokinni,
verði að ganga þannig frá þeim,
að engin hætta sé á, að alþjóða-
samkomulagið spillist.
Iðosýningin.
Framh.
I stofu nr. 2 sýnir kaffiverk-
smiðja Gunnlaugs Stefánsson-
ar, Rvík, kaffi og kaffibæti
sinn. Verksmiðja þessi hefir
verið rckin af fyrirhyggju og
dugnaði og mikil áhersla lögð
á vöruvöndun. Verksmiðjan
hefir margt starfsfólk og vönd-
uð tæki. Er kaffibætirinn að
öllu leyti framleiddur hér,
nema að hráefni til framleiðsl-
unnar er innflutt. Verksmiðjan
hefir einnig stóya kaffibrenslu,
búna nýtísku tækjum, og liefir
því ávalt nýbrent og malað
kaffi á boðstólum. Hvort-
tveggja, kaffibætirinn og kaff-
ið, er vönduð verslunarvara,
sem hefir náð mikilli út-
breiðslu meðaf landsmanna. —
Gunnlaugur Stefánsson stofnaði
kaffibætisverksmiðju sína árið
1930. Sala á afurðum verk-
smiðjunnar sexfaldaðist árið
sein leið, enda er nú kaffibætir
verksmiðjunnar alment notað-
ur um alt land og fer eftir-
spumin stöðugt vaxandi.
í sömu stofu sýnir Magnús
Th. S. Blöndahl h.f. sína fjöl-
breyttu og landskunnu fram-
leiðslu. Sætindaverksmiðja fé-
lagsins er stærsta og elsta sæt-
indaverksmiðja í landinu. Var
hún sett á stofn 1912. Nemur
f r amleiðsla verksmið j unn ar
mörgum smálestum á ári
(1929: 25 smál.). Þarna í stofu
nr. 2 getur nú að lita sýnis-
horn af þessari fjölbreyttu sæt-
indaframleiðslu. Verksmiðjan
býr einnig til allskonar krydd-
vörur og margskonar efni til
bökunar. Þarna sjá menn m. a.
sýnishorn af þessum vöruteg-
undum verksmiðjunnar: Á-
vaxtalit, möndludropum, cí-
tróndropum, vanilledropum,
eggjadufti, gerdufti, sódadufti,
kökuskrauti, kaneli, neguli,
„allrahanda“, engifer o. m. fl.
Ennfremur framleiðir verlc-
smiðjan fægilög, soyu og saftir.
Vörur verksmiðjunnar eru
vandaðar og seldar í snotrum
umbúðum. Eru vörurnar kunn-
ar um land alt fyrir gæði.
Framh.
Allsherjarmót í. S. I.
—o—
Allsherjarmótinu lauk á þriðju-
dagskveld. A mánudag var veður
svo hvasst, a'ð fresta varð þeim
íþróttagreinum, sem áttu að fara
fram þá. Varð svo að hafa þessar
greinar með fimtarþrautinni, sem
annars átti að vera einsömul síðasta
kveldið; dróst því allmjög í tímann,
að koma dagskránni af, svo að lið-
ið var nær miðnætti, er öllu var
lokið.
4 X ioo m. boðhlaup: i. verðl.
K. R. (A-sveit) 49.2 sek., 2. verðl.
Glímufél. Ármann 49.7 sek., 3.
verðl. Knattspyrnufél. Vestmanna-
eyja 50.4 sek. — B-sveit K. R. var
52.2 sek. — Sumir mennirnir hlupu
vel, en skiftingarnar voru afleitar
hjá flestum flokkunum. — Þegar
skift er, eiga báðir að vera á fullri
ferð, færandi og viðtakandi, og á
færandinn aldrei að komast jafn-
hliða viðtakanda. En þarna var það
svo, að færandinn varð stundum
beinlínis að biða eftir hinum.
Spjótkast (beggja handa): 1.
verðl. Aðalsteinn Gunnlaugsson (K.
V-) 71.51 m.; 2. verðl. Marínó
Kristinsson (Á.) 67.92; 3. verðl.
Ingvar Ólafsson (K. R.) 67.61 m.
— Kastað var í nokkrum mótvindi,
og hefir það dregið úr kastlengd-
um. allra keppenda.
10.000 m. hlaup: 1. verðl. Karl
Sigurhansson (K. V.) 34 mín. 6.1
sek. (nýtt ísl. met) ; 2. verðl. Magn-
ús Guðbjörnsson (K. R.) 36.16.8;
3. verðl. Sverrir Jóhannesson (K.
R.) 36.55.4. — Met það, er Karl
ruddi nú, var orðið 11 ára gamalt,
34.13.8, sett af Jóni Kaldal 1921,
,og var því mál til komið, að stytta
því aldur, eins og fleirum metun-
um okkar; yfirleitt eru þau of lang-
líf. — Með þessu afreki og því, er
hann vann 5000 m. hlaupið um dag-
inn, er hann langsamlega besti mað-
ur mótsins hvað afrek snertir. Það
er þó synd að segja, að hinar ytri
kringumstæður á mótinu hafi lagt
honum lið til að vinna þessi afrek;
þvert á móti hafa þær verið honum
andstæðar og áreiðanlga dregið úr
getu hans í þessu efni. En þrátt fyr-
ir það hefir hann sigrast á þessum
örðugleikum og unnið afrek, sem
teljast má meðal hinna frækilegustu
íþrótta-afreka okkar nútíma íslend-
inga. Það væri gaman, að sjá Karl
etja kapps við útlenda meistara í
þolhlaupum. Trúlegast er, að þeir
fengju sig sumir fullreynda áður
lyki, ])ví að þótt met Karls sé
trauðla sambærilegt við sum er-
lendu metin, ef aðeins er notaður
hinn venjulegi mælikvarði, tíminn,
])á eru þær aðstæður, er þau sköp-
uðust undir, heldur ekki sambæri-
legar, svo miklu óhagstæðari er að-
staða hans en þeirra til að njóta
sín fullkomlega. — Karl er nú 34 ■
ára, og má því búast við, að hon-
um íari ekki mikið frarn úr þessu,
— besta skeið íþróttamannsins er
venjulega milli 25 og 30 ára, — er
því vel farið, að honum tókst að
skapa sér slíkan minnisvarða um
fræknleik sinn, sem met þetta er.
Munu allir íþróttamenn, og ekki síst
keppinautar hans, telja hann mak-
legan þess heiðurs og vel að honum
kominn.
Reipdrátturinn milli K. R. og Ár-
manns fór þannig, að Ármann sigr-
aði i tveim lotunum fyrstu, og var
því ekki togað oftar.
Fimtarþraut. 1. verðl. Karl Vil-
mundsson (K. V.) 2328.18 stig (af-
rek í einstökum greinum: langstökk
5.76 m., spjótkast 35.40 m., 200 m.
hlaup 25.6 sek., kringlukast 30.92
m., 1500 m. hlaup 5 mín. 25.8 sek.).
2. verðl. Ingvar Ólafsson (K. R.)
2284.86 stig. 3. verðl. Þorgeir
Jónsson (K. R.) 2256.00 stig. —
Aðrir keppendur fóru ekki yfir
2000 stig.
Var mótinu lokið með þessari
grein, því að sundið, sem annars
hefir verið einn liðurinn í Allsherj-
armótinu, var ekki með að þessu
sinni, — vegna ónógrar þátttöku( ?)
— Ástæða þykir til að vekja sér-
staka athygli á þeim ágæta árangri
sem Vestmannaeyingar hafa náð á
mótinu, þar sem þeir hlutu 119
stig, en höfðu þó fáa keppendur.
I fyrrakveld var dansleikur í
íþróttahúsi K. R. og voru þar af-
hent verðlaunin frá mótinu. Fram-
kvæmdi forseti í. S. í. þá athöfn,
og fór hún ágætlega fram. Allsherj-
armótið er háð um bikar, er það
félag fær, er flest stig vinnur á
mótinu, og fá félögin stig af 6
fyrstu kepiiendum i hverri íþrótta-
grein, — ef svo margir keppa. —
Vann K. R. bikarinn með 243 stig-
um. Næst varð K. V. með 119 stig,
og svo Árrnann með 93 stig. Um
bikarinn er kept að eins annaðhvert
ár, og heldur K. R. honum því til
1934. En síðast var kept um bik-
arinn 1928; vann K. R. hann þá
með réttum 200 stigum. — Hæstur
að stigatölu varð Ingvar Ólafsson
(K. R.) með 32 stig; næstur Karl
Vilmundsson (K. V.) 26 stig; 3.
Þorgeir Jónsson (K. R.) 25 stig,
og nokkrir aðrir' fengu yfir 20 stig.
— Eftir að forseti hafði útbýtt
verðlaunum Allsherjarmótsins, af-
henti hann Jóni Jóhannessyni, fim-
leikameistara, bikar þann, er um er
kept í einmenningsleikfimi, ásamt
meistaraverðlaununum. — Einnig
fengu reiptogsmenn Ármanns bikar
að verðlaunum fyrir sigurinn í
reiptoginu. — Var þessari athöfn
fylgt með mjög mikilli athygli
af öllum viðstöddum, og sigurveg-
urunum klappað lof í lófa, er þeir
heimtu verðlaun sín. — Að síðustu
var hrópað húrra fyrir öllum og
sérhverjum þátttakanda mótsins.
— Að lokum var dans stiginn af
rniklu fjöri til kl. 2.
Síðustu fregnir:
Samkvæmt seinustu fregnum að
norðan, eru allar horfur á, að
Verkamannafélag Siglufjarðar muni
klofna, þar sem félagið vill banna
verkamönnum að gera nokkrar til-
slakanir. Verkamenn í verksmiðj-
unni hafa þegar boðið talsverða til-
slökun, og er talið líklegt, að þeir
muni nú ganga að tilboði stjórnar
síldarverksmiðj unnar og segja sig
úr verkamannafélaginu. Guðm.
Skarphéðinsson er farinn í skemti-
ferð að Hólum, og hefir þvi
hlaupið af vettvangi, þegar hann sá
lþrdttakveld.
—o—
I kveld kl. 8M2 fer frain
íþróttakepni milli Iv. R. og
íþróttafólksins frá K. A. á Ak-
ureyri. Fyrst sýna K. A.-stúlk-
urnar leikfimi undir stjórn
kennara síns, Hermanns Stef-
ánssonar. Er þetta sami flokk-
urinn og sýndi á Þingvöllum
á Alþingishátíðinni og vakti þá
óskifta aðdáun áhorfanda. Auk
þess keppa þær við K. R.stúlk-
ur i liandknattleik og 4 X 80
m. boðlilaupi. Handknattleik-
ur er mjög falleg og skemtileg
íþrótt, og eflaust verður gam-
an að liorfa á leik þeirra
stúlknanna í kveld. Tvisvar áð-
ur hafa K. A. og K. R. kept í
liandknattleik og' unnið sitt
skiftið hvort. Nú liefir verið
gefinn farandbikar til að keppa
um i þessari grein.
Að lokum keppa piltarnir að
norðan við Iv. R.-menn í ýms-
um lilaupum, bæði langlilaup-
um og sprettlilaupum. Má
vænta góðs af þeim Norðling-
um, eftir þeim liðleik og lipurð,
samfara góðu þoli, sem þeir
sýndu i knattspyrnukappleik
við Val í gærkveldi.
Reykvíkingar liafa oftlega
farið til Akureyrar til að keppa
í íþróttum, og ætíð fengið ágæt-
ar móttökur lijá íþróttamönn-
um og öðrum bæjarbúum.
Ættu Reykvíkingar að launa
þeim gestrisni og góðar mót-
tökur á fyrri tímum með því
að fjölmenna á völlinn í kveld.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 11 st., ísafirði
10, Akureyri 12, SeyÖisfir'Öi 12,
Vestmannaeyjum 10, Stykkishólmi
13, Blönduósi 10, Hólum í Horna-
firði 13, Grindavík 11, Færeyjum
12, Julianehaab 9, Angmagsalik 9
fyrir þessi úrslit málsins. Samkvæmt
fregn frá ísafirði, hefir Finnur
Jónsson gert tilraun til að fá sjó-
menn til þess að leggja síld inn í
Goos-verksmiðjuna, hjá Steindóri
Hjaltalín, upp á þau kjör, að þeir
fengi „það verð fyrir innlagða síld,
sem eftir kann að verða að frá-
dregnum öllum kostnaði“. Sjómenn
kváðu heimta, að ekki verði greitt
lægra verð fyrir málið en 3 kr., og
hafa sagt, að þeir færi ekki til
Siglufjarðar í sumar, nema gengið
væri að tillögu verksmiðjustjórnar-
innar að öllu leyti.
stig. (Skeyti vantar frá Raufarhöfn,
Jan Mayen, Hjaltlandi, Tynemouth
og Kaupmannahöfn). Mestur hiti
hér í gær 12 st., minstur 8. Úrkoma
0,9 mm. Yfirlit: Grunn lægð fyrir
norðvestan land. — Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð-
ur: Norðvestan kaldi. Bjartviðri.
Vestfirðir, Norðurland, norðaustur-
land: Norðan gola. Víðast skýjað,
en úrkomulaust að mestu. Austfirð-
ir, suðaustur land: Norðvestan og
norðan gola. Úrkomulaust og víða
bjartviðri.
Biskupinn
herra Jón Helgason flytur Syno-
dus-erindi í dómkirkjunni i kveld
kl. 9: Hvað er heilög ritning fyrir
vora tíma? — Allir velkomnir.
Menn geri svo vel að haía með sér
sálmabækur. -—■ Erindinu verður út-
varpað.
Sjötugsafmæli
á í dag Ólöf Guðmundsdóttir,
Skólavörðustíg 43.
Jónsmessa
er í dag.
Athugasemd.
1 gærkveldi hlustaði eg i útvarp-
inu á hið snjalla og eldmóði
þrungna erindi, það er síra Sig. P.
Sivertsen flutti í dómkirkju lands-
ins, en mér til mikillar gremju
lieyrði eg jafnframt hversu söngur-
inn við þá athöfn var óvenjulega
lélegur: Mér virtist að enginn
söngmaður hafi sungið uppi hjá
orgelinu og alls ekki neinn söng-
flokkur, að eins einróma raddir hér
og þar út um alla kirkju. Þótti mér
með þessu lítill sómi sýndur hinuirt
merka og mikilsvirta fyrirlestrar-
manni, sem er einn af æðstu mönn-
um kirkjunnar hér á landi, er hann
ílutti erindi i sjálfri dómkirkju
landsins að viðstöddum fjölda
presta víðsvegar að af landinu og í
áheyrn ótölulegs fjölda útvarpsnot-
anda um land alt. — Ilefir ekki
dómkirkjusöfnuðurinn fastan söng-
flokk? Sé svo, hví mætir hann ekki
við slík tækifæri?
Útvarpsnotandi.
Kappleikurinn
í gærkveldi fór svo, að Valur sigr-
aði K. A. með 1:0. Leikur norðan-
ntanna var lipur og góður.