Vísir - 28.06.1932, Qupperneq 2
V í S I R
)) BtoTHm g Olseni CBB
Crirdingapeini I
GIRÐINGARNET, GIRÐINGARSTÓLPAR,
mjög vel galv. úr járni.
Sléttur vír, Bindivír, Vírkengir.
Vernons
Hafpamjel
í 7 punda léreftspokum er að margra áliti lang’besta
liaframjöl sem hér er selt. Gæðin eru samskonar og
í hinu besta haframjöli sem selt er i pappaumbúðum
en verðið er miklu lægra.
Fæst hvarvetna.
Mimið eftir að
versl. Ben. S. Þórarinssonap
selur best Matrósaföt, bæði með síðum og stuttum buxum, og
önnur drengjaföt. Ungmeyja kápur, Kvengúmmísvuntur og
alls konar Kvensvuntur og Morgunkjóla. Mikið úrs'al i Borð-
dúkum, Handklæðum, Vinnuföt og Ullarband o. fl. o. fl.
Símskeyti
Glúcago, 27. júní.
United Press. FB.
Flokksþing demokrata í Banda-
ríkjum sett.
Flokksþing demokrata til
þess að veljaf ríkisforselaefni
flokksins var sett hér á hádegi
í dag.
Oslo, 28. júní.
United Press. FB.
Inngmannamótið í Oslo.
Forsætisráðherrar íslands,
Svíþjóðar og Danmerkur voru
viðstaddir setningu 20. nor-
ræna þingmannamótsins, sem
haldið er árlega, og að þessu
sinni hófst hér í gær. í ræðu,
sem Mowinckel fyrrv. ,ráðherra
hélt, ræddi hann um þau áhrif,
setn seinasti þingmannafundur-
inn i Oslo liefði liaft. Lagði
hann til, að mótið lýsti yfir fidl-
mn stuðningi við tillögur um
nauðsynina á lækkun tolla, sem
fram komu > á Lausannenáð-
stefnunni þ. 18. júní, en i öðru
lagi lagði Mowinckel til, áð
þingmannamótið lýsti yfir
ánægju sinni \fir tollasain-
komulagi Belgíu, Hollands og
Luxemburg, og í þriðja, lagi
lagði hann til, að mótið sam-
þykti, að norrænu löndin gerði
alt, sein í jieirra valdi stendur
til þess að veita stuðning til-
lögum, sem fram koina til þess
að bæta viðskiftaástandið i
heiminum og viðskiftalega
samvinnu.
Iönsýningin.
Framli.
1 stofu nr. 4 sýnir einnig gos-
drykkja- og aldinsafagerðin
Sanitas framleiðslu sína. Fram-
leiðsluvörur verksmiðjúnnar
eru þessar:
Gosdrykkir: Sítron, Póló,
Kampavín, Hindberja, Appel-
sínu og Sódavatnsdrylckir.
Líkörar: Dom, Guracao, Ca-
cao,Chartreuse, Caloric Punch,
Parfait D’amour.
Saftir: Kirsubei-jasaft, Hind-
berjasaft, Bl. ávextasaft. Enn
fremur hefir verksmiðjan
á boðstólmn vínberjaedik, edik-
sýru, sinnep, gerduft, eggjaduft
og allskonar krydd í bréfum og
lausri vigt. Sanitas-verksmiðj-
an var stofnuð árið 1905 og er
elsta gosdrykkjaverksmiðja
landsins, enda eru framleiðslu-
vörur verksmiðjunnar kunnar
um land alt.
1 sömu stofu sýnir Friðrik
Magnússon & Co. Vörutegund-
ir þær, sem sýndar eru, eru
saftir, soyur, bökunarvörur,
fægilögur o. fl. Efnagerð Frið-
riks Magnússonar var sett á
stofn í fyrra. Efnagerð þessi
liefir aðsetur sitt á Grundarstíg
11 og hefir á boðstólum efna-
vörur, sein nefndar eru Evu-
efnavörur, svo sem: Gerduft,
eggjaduft, sódaduft, kanel, h. og
st., pipar, hv. og sv., allrahanda,
múskat, negul, engifer, karry-
duft, kúrennur, hjartarsalt,
sitrónu, vanilla, kardemommu-
og möndludropa, ávaxtalit,
eggjalit, vínberjaedik, ediks-
isýru, kjöt- og fisksoyur, kirsu-
berjasaft, salatolíu, salmialí-
spíritus, fægilög o. fl. í ritgerð
Sigurðar Skúlasonar um iðnað
og iðju íslendinga, sem birtist í
Visi í vetur, er komist svo að
orði um efnagerð F. M.: „t ná-
inni framtið er i ráði að auka
framleiðsluna að miklum mun
og fara inn á ný svið, enda hef-
ir salan gengið prýðilega það
sem af er og farið hraðvax-
andi.“.
Loks sýnir Burstagerðin
framleiðslu sína í stofu nr.
4. Eru framleiðsluvörur
Burstagerðarinnar vandaðar
og snotrar og ætti menn að
kaupa vörur Burstagerðarinnar
lieldur en samskonar erlenda
framleiðslu.
Frh.
Prestastefoan 1932
Á fimtudag 23. júni hófst
prestastefnan hér í bænum með
guðsþjónustu í dómkirkjunni,
að viðstöddum fjölda presta og
miklu fjölmenni sóknarfólks;
því að í guðsþjónustu þessari
fór fram vígsla þriggja prests-
efna, kandídatanná Garðars
Þorsteinssonar (skipaðs sóknar-
prests í Garðaprestakalli), Jóns
Jakobssonar (setts sóknarpriísts
á Bildudal) og Jóns Þorvarðar-
sonar (aðstoðarprests til Mýr-
dalsþinga). Síra Eiríkur Alberts
son á Hesti flutli sýnódus-pré-
dikun og lýsti um leið vígslu,
en við vígslmia aðstoðuðu síra
Eiríkur Albertsson, síra Þor-
varður próf. Þorvarðarson og
háðir dómkirkjuprestarnir. Síra
Jón Jakobsson prédikaði eftir
vigslu, en siðan vorU ungu
prestamir, ásamt biskupi og
synodusprestmium til altaris,
en dómkirkjuprestar báðir
þjónuðu fyrir altari.
Kl. 5 síðd. var prestastefnan
sett af biskupi í samkomusal
K. F. U. M. og liófst með bænar-
flutningi og sálmasöng. Voru
þar þá mættir 38 andlegrar
stéttar menn (meðal Jieirra 6
uppgjafaprestar) og 4 kandí-
datar í guðfræði. f
Bislcup gaf síðan ítarlegt yfir-
lit yfir viðburði næstliðins far-
dagaárs. Mintist liann fyrst
Jiriggja látinna presta þjónandi,
þeirra prófastanna sira Áma
Bjömssonar i Hafnarfirði og
sira Jóns Pálssonar á Höskulds-
stöðum og prestsins síra Sigurð-
ar Jónssonar i Lundi og upp-
gjafaprestanna og prófastanna
sira Einars Jónssonar á Hofi og
Stefáns Jónssonar frá Staðar-
hrauni, enn fremur prestsins
Þórðar Tómassonar í Vemme-
tofte á Sjálandi, og loks fyrram
prests á Kvíabekk, sira Magnús-
ar Ó. Jósefssonar, sem látist
hafði vestur í Winnipeg. Einnig
mintist biskup látinnar prests-
ekkju, Ragnliildar Gísladóttur
frá Eyvindarhólmn. Lausn frá
prestskap hafði að eins einn
prestur fengið, síra Einar próf.
Tliorlacíus í Saurbæ. Nýir próf-
astar liöfðu verið skipaðir, síra
Bjöm Stefánsson á Auðkúlu
fyrir Húnavatnsprófastsdæmi,
og síra Þorsteinn Briem fyrir
Borgarfjarðarprófastsdæmi. —
Settir liöfðu verið prófastar síra
Bjami Jónsson fyrir Kjalamess-
og síra |Þ|orv. Þorvarðarson fyr-
ir V. Skaftafellsprófastsdæmi.
Prestaköll höfðu verið veitt 5 að
tölu (Eyraprestakall síra Einari
Sturlaugssyni, Grenjaðarstaðir
síra Þorgr. V. Sigurðssyni, Hösk
uldsstaðir síra Helga Konráðs-
syni, Breiðabólstaður á Skógar-
strönd síra Bergi Björnssyni og
Garðar á ÁJftanesi kand. Garð-
ari Þorsteinssyni). En í þessi
prestaköll höfðu verið settir
prestar: I Kirkjubæjarldaust-
ursprestakall kand. Óskar Þor-
láksson, í Bíldudalsprestakall
kand. Jón Jalcobsson og í Saur-
bæjarprestakall á Hvalfjarðar-
strönd síra Sigurjón Guðjóns-
son. — Vígslu liöfðu tekið á ár-
inu: Próféssor S. P. Sívertsen,
sem vígslubiskup, en 5 lcandí-
datar hlotið prestsvígslu (að
Jjremur síðastvígðum meðtöld-
uin).
Þá mintist biskup nýrra
kirkjulegra lagaboða frá sumar-
þinginu 1931 og frá síðasta
þingi, skýrði frá kosningu i
kirkjuráð af hálfu prestastéttar
(kosnir liöfðu verið Þorsteinn
próf. Briem og vigslubiskup S.
P. Sívertsen). — Nýjar kirkjur
höfðu verið reistar í Vallanesi
og Skarði á Landi, endurreistar
i Gröf i Skaftártungu og á Lága-
felli, og væri ]>ær að skoða sein
nýjar. Lágafellskirkju hafði
biskup vígt, svo og kirkjuna í
Vallanesi og á Skarði. Einnig
hafði liann lagt hyrningarstein
hinnar nýju kirkju Siglufjarðar,
sem enn yæri í smíðum. Einnig
væri i smiðum ný kirkja i Tjörn
á Vatnsnesi. Loks hcfði Skútu-
staðakirkja fengið þá einlcenni-
legu viðgerð, að steypt hefði
verið utan um liana alla se-
mentssteypu,. svo að hún væri
nú orðin sem úr steini. — Ný
prestseturshús höfðu verið rcist
á Mosfclli í Mosfellssveit, á
Skinnastað og á Vatnsenda í
L j ósavatnsskarði.
Loks mintist biskup bóka-
gjörðar kristilegs og kirkjulegs
efnis, tímarita, sem hætt væru
að koma út (Straumar og Lind-
in) og þeirra, sem enn kæmu út
(Prestafélagsrits og Bjarma o.
fl.). Þá drap hann að endingu
á endurskoðun Helgisiðabókar-
innar, sem nú mætti fullger
heita af liendi Jieirra vígslubisk-
ujis Sig. Sivertsen og dócents
Ásmundar Guðmundssonar, er
falið hafði verið Jiað verk á sið-
ustu prestastefnu. Og mundi
J)að verk J)eirra verða lagt fyrir
prestastefnu Jiessa og nefndir
lcosnar til að yfirfara J>að.
Þá fór fram úlhlutun styrkt-
arfjár lil 52 prestsekkna og 4
uppgjafapresta. Var alls úthlut-
að kr. 9590.00. Enn fremur var
lagður fram reikningur Prests-
ekknasjóðs, sem við nýár var
orðinn 62480.43.
Voru að endingu kosnar 4
nefndir til að yfirfara tillögur
helgisiðabókamefndar, og að
því loknu fundi slitð.
Kl. 9 um kveldið flutti vígslu-
biskup Sig. P. Sivertsen erindi
i dómkirkjunni um starfshætti
kirkjunnar.
Miðvikudag 24. júní kl. 9 árd.
var aftur settur fundur. Flutti
Guðm. próf. Einarsson stutta
bænargjörð i byrjun fundar. Þá
gerði docent Ásm. Guðmunds-
son grein fyrir störfmn Bama-
heimilisnefndai- á liðnu ári og
lagði fram endurskoðaða reikn-
inga fjxir þeirri starfsemi. Gat
hann Jiess m. a. að nú væri ung-
frú Friðjxira Stefánsdóttir við
nám i Lundúnum til undirhún-
ings barnaheimilisstarfssemi á
Siglufirði (daglieimili). Aðal-
starfið hefði verið að Ilverakoti
i Grímsnesi, sem nefndiu hefði
keypt í því skyni. Hefði J>að
heimjli verið vel sótt undir á-
gætri forstöðu ungfrú Sesselju
Sigmundsdóttur. Ritlaun sín
fyrir „Kveldræður“ — 1000 kr.
— hefir síra Magnús Helgason
gefið til Jiessarar mannúðar-
starfsemi. Loks var nefndin
endurkosin i einu liljóði.
Eftir stutt fundarhlé flutti
dómkirkjuprestur Bjarni Jóns-
son erindi um afstöðu kirkjunn-
ar til nýjungastefnu, sem tekið
væri að bóla á, meðal vor. —
Óskaði fundurinn mjög ein-
dregið, að J)etta erindi mætti
koma.sem fvrst fyrir almenn-
/ ^ * s
ingssj(3nir.
Þá var endurkosinn í lit-
varpsráð síra Friðrik Hall-
grímsson, í einu hljóði. Og í
bókanefnd j)restakalla J)eir
vígslubiskup Sig. P. Sívertsen
og Ásm. Guðmundsson docenl.
En varamaður var kosinn sira
Bjarni Jónsson.
Kl. 4y2 siðdegis gaf biskuj)
skýrslu um messugjörðir á
liðnu ári. Ilöfðu messur orðið
alls 3647 innan þjóðkirkjunnar
og kæmu þá að meðaltali 37,3
messur á hvern prest (en 9
jirestaköll liöfðu prestslaus ver-
ið og orðið að lilita J)jónustu
nágrannapresta). Tala altaris-
gesta liefði orðið 5023. Fermdir
höfðu' verið ca. 1800. Fæðst
höfðu á öllu landinu næstliðið
ár 2768 (en J)ar af 62 andvana).
Látist höfðu alls 1252 (603 karl-
ar, 649 konur) og 675 hjón ver-
ið saman gcfin, J)ar af 60 með
borgáralegri hjónavígslu.
Þá var tekið að ræða tillögur
lielgisiða-nefndar og lengst af
rætt liið fyrirhugaða nýja guðs-
J)jónustuform, eins og nefndin
liafði gengið frá J)ví. Ósk kom
fram J>ess efnis, að tillögumar
yrði fjölritaðar, svo að prestar
gæti sem best áttað sig á Jæim
nýmælum, sem J)ar væru á ferð-
inni og var tillaga i þá átt sam-
þykt. — Einnig var nokkuð rætt
um J)á breyttu tilhögun á skirn-
ar-, fermirigar- og altarisgöngu-
formi, sem nefndin hafði liugs-
að sér. Iin umræðum var ekki
lokið um það á þeim fundi, svo
framorðið sem var orðið. Var
þvi fundi slitið kl. ll/2.
Kl. 9 um kveldið flutti bisk-
up erindi i dómkirkjunni: H\rað
er heilög ritning fjxir vora
tíma?
Niðurl.
Veðrið í raorgun.
Hiti í Reykjavík 6 st., IsaíirÖi 5,
Akuréyri 4, Seyðisfirði 7, Vestm.-
eyjum 7, Stykkishólmi 5, Blönduósi
5, Hólum í Hornafirði 8, Grinda-
vík 7, Færeyjum 8, Jan Mayen 3,
Angmagsalik 9, Hjaltlandi 10,
.Tvnemouth 15. (Skeyti vantar frá
Raufarhöfn, Julianehaab og Kaup-
mannahöfn). Mestur hiti hér í gær
14 st.. minstur 4 st. Sólskin í gær
7,4 stundir. Úrkoma 1,6 mm. —
Yfirlit: Alldjúp lægð fyrir austan
ísland. — Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói, Breiðafjörður: Stinn-
ingskaldi á norðan. Víðast úrkomu-
laust og léttskýjað. Vestfirðir,
Norðurland, norðausturland, Aust-
firðir: Norðaustan átt, sumstaðar
allhvasst. Kalsaveður og dálítil rign-
ing í útsveitum. Suðausturland:
Norðan kaldi. Bjartviðri.
Siglufjarðardeilan.
Verksmiðjustjórnin hefir svarað
tilboði verkamanna um ákvæðis-
vinnu i verksmiðjunni með J)vi að
óska eftir nánari skilgreiningu á
því, hvað fólgið væri í ákvæðis-
vinnutilboði verkamanna.
Gullverð
ísl. krónu er nú 60.72.
__/
Áttræðisafmæli.
Áttræð verður á morgun
Kristín Jónsdóttir, sem lengi
var á Kaldárhöfða, en riú er á
Ellihéimilinu.
0
Íslandsglíman
var háð á íþróttavelhnum í
gærkveldi. Átti hún að byrja kl.
8% en svo fór að klukkan varð
9 áður en hún byrjaði. Er slík
óstundvisi með öllu óþolandi
og á síst heima J)ar sem íjirótta-
menn eiga í hlut. Veður var
óhagstætt, kalt og livasst, en
J)fátt fyrir það fór ghman all-
vel fram. Keppendur voru átta,
en tveir J)eirra, J>eir Kjartan
Bergmann og Georg Þorsteins-
son, gengu úr í miðjum klið-
um vegna lítilsháttar meiðsla.
Úrslit urðu þau að Lárus Sal-
ómonsson (Á) lagði alla að
velh og lilaut því sæmdarheitið
„Glimukongur íslands“ —
Næstur varð Sigurður Thorar-
ensen (A) feldi alla nema Lór-
us og l)riðji Þorsteinn Einars-
son (Á), lagði alla netna Lárus