Vísir - 05.07.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R
Saltkjöt!
Ódýrustu matarkaupin eru spaðsaltað kjöt frá
okkur. —
Nokkrar tunnur óseldar.
Símskeyti
—O—
London, 5. júlí.
United Press. - FB.
Deilumál tra og Breta.
Thomas nýlendumálaráðherra
lýsti því j-fir í neðri málstof-
unni í gær, að með þvi að neita
að lialda áfram ársgreiðslun-
um, hefði fríríkisstjórnin í
rauninni gert tilraun tii þess að
ónýta fjárhagssamkomulagið,
sem staðfest var af ríkisstjórn-
um beggja landanna. Breta-
stjórn eigi ekki annars kost en
að gripa til þess úrræðis, að
leggja liáa innflutningstolla á
vörur frá frírikinu.
Láusanne, 5. júlí.
United Press. - FB.
Lausanne-ráðstefnan.
Menn híða með mikilli eftir-
væntingu eflir að*fá vitneskju
um árangurinn af viðtali, sem
fram á að fara í dag milli Ifer-
riots og MaeDonalds, en þá
fæst væntanlega vitneskja um,
hvort Frakkland vill fallast á
að breyta fimmvelda-sam-
komulaginu eða fallast á til-
lögur þær lil málamiðlunar, er
fram hafa komið. Frakkneska
stjórnin hefir gefið i skjrn, að
tilboð Þjóðverja um greiðslu
á. 100 milj. sterlingspunda
sé ekki fullnægjandi. — Mac-
Donald er staðráðinn í því að
hraða inálum svo, að lausn fá-
ist á deilúmálunúm á fimtu-
Mag og slíta ráðstefnunni sam-
dægurs. Takist þetta ekki,
verða veldin að kannnast við,
að ráðstefnan hafi ekki getað
levst vandamálin.
Sem hæst kaop.
—o—
„Alþýðublaðið“ segir í gær,
að þar undir sé komin vel-
gengni hér um bil allra stétta
og einstaklinga, nema öríarra
útgerðarmanna, að verkalýður-
inn hafi sem mest kaup og sem
mesta atvinnu. Þetta er alveg
laukrétt, og þarf ekki einu sinni
að undanskilja þessa „örfáu út-
gerðarmenn“. — En Alþbl.
undanskilur útgerðarmennina,
af því að það vill ekki sjá það,
að þvi eru takmörk sett, hve
hátt kaupgjaldið getur verið, að
það er undir afkomu atvinnu
veganna ogsölu afurðanna kom-
ið. „Forsprakkar" verkalýðs-
ins tala eins og það skifti engu
máli, livort atvinnureksturinn
beri sig. Ef tap verður á hon-
um, þá á það að skella á at-
vinnurekendunum. Ef þeir
vilja ekki beygja sig undir það,
þá á verkalýðurinn að fá um-
ráðin yfir atvinnutækjunum í
sinar hendur, og þá virðist
Alþbl. álíta, að hann geti sjálfur
ákveðið kaupgjaldið og það svo
hátt sem vera skal. — En nið-
urstaðan verður alt önnur,
þegar til framkvæmdanna
kemur.
A ísafirði er rekin samvinnu-
útgerð. Framkvæmdastjóri þess
fyrirtækis er einn af broddum
jafnaðarmanna og öll stjórn
fyrirtækisins er í þeirra liönd-
um. Það vita allir, að þeir, sem
að þessu fyrirtæki vinna, geta
þó ekki sjálfir ákveðið sér kauji-
ið. Þeir verða mn það að hlíta
alveg sömu reglum og aðrir.
Og ef þeir gera það ekki, þá
kemur það þeim sjálfum í koll,
atvinnureksturinn mundi stöðv-
ast og jieir fengi þá enga at-
vinnu og ekkert kauj).
Hinsvegar getur verkalýður-
inn altaf ráðið miklu um það,
hve mikla atvinnu hann hefir.
Hann getur það með því, að
stilla kaupkröfum sínum svo í
hóf, að þær samsvari gjaldþoli
atvinnurekstursins. Og mcð
þeim hætti gæti liann jafnvel
trygt sér betri afkomu, lieldur
en þó að takast mætti að lialda
kaujítaxtanum liærri, ef at-
vinnan yrði þá af j>eim sökum
minni. Því að því fer mjög
fjarri, að sem hæstur kauptaxti
trvggi besta afkomu verkalýðs-
ins. Afkoman verður best trvgð
með sem stöðugastri atvinnu.
Hér er nú mikið atvinnuleysi
og horfurnar þó ennþá verri.
Alt kaupgjald er í hámarki, en
afurðaverð í lágmarki. For-
sprakkar verkalýðsins virðast
þó i engu vilja slalca til. Og j)að
er ekki annað sýnna, en að þeir
ætli sér að láta lokast alla al-
vinnumöguleika verkalýðsins í
sumar. Og j)etta er gert til j)ess
að halda kaupinu sem hæstu í
orði kveðnu. En að hvaða gagni
kemur það j)á atvinnulausum
verkalýðnum, þó að þeim tak-
ist að halda kauptaxtanum
óbreyttum, ef ekkert kauj)
verður greitt ? — Og svo er ver-
ið að undirbúa kröfur um at-
vinnubætur liér i bænum, sam-
tímis því, að aðalatvinnuvegur
bæjarbúa er stöðvaður. Með
þeim hætti er fyrirsjáanlegt, að
ekki verður unt, ln orkifyrirrik-
issjóð né bæjarsjóð, að halda
uppi nokkurum atvinnubótum.
Allar framkvæmdir hins opin-
bera hljóta að stöðvast af j)ví að
gjaldj>egnarnir geta ekki greitt
gjöld sín.
Hjal jieirra manna, sem eru
að stofna til jæss að atvinnu-
vegirnir stöðvist og samtímis
eru að tala um atvinnubætur,
er ábyrgðarlaust hjal. Og þeir,
sem fela sig forsjá og forustu
slikra manna, eru illa á vegi
staddir.
Bindigarn Saumgarn
Fy ripliggj andi.
Þðrður Sveiasson & Co.
Iðnsýoingín.
—o--
Frh.
í herbergi nr. 10 sýnir Hús-
gagnaverslun og vinnustofa
Erlings Jónssonar fóðruð og
bólstruð húsgögn.
Húsgagnaverslun J)essi og
vinnuslofan var stofnsett 1927
og liafði fyrst aðsetur í húsi
Garðars Gíslasonar, Hverfis-
götu 4. Fyrirtækinu óx brátt
fiskur um hrygg, J)ví það fékk
þegar í byrjun ágætt orð fyrir
smekklega og vandaða fram-
leiðslu. Nú eru vinnustofurnar
á Baldursgötu 30, en versunin
er í Bankastræti 14. Jón Odd-
geir, bróðir Erlings, er nú með-
eigandi fyrirtækisins.
Fyrirtæki þetta býr til og
selur allskonar bólstruð hús-
gögn og stendur framleiðsla
J)ess fyllilega á sporði frani-
leiðslu bestu samskonar fyrir-
tækja erlendi^. Það er eigi langt
siðan, að nienn kevptu aðal-
lega bólstruð húsgögn frá öðr-
um löndum. Nú má lieita, að
sá innflutningur sé úr sögunni.
Enn ein atvinnugrein liefir
bæst við i landinu og íslensk-
ar hendur vinna að jieirri
framleiðslu, sem menn áður
sendu peninga fyrir út úr land-
inu.
Um húsgagnavinnustofu Er-
lings Jónssonar má hiklaust
segja það, að lnin liefir upp-
fylt allar kröfur, sem hægt er
að gera til sliks fyrirtækis.
Framleiðslan er vönduð og
frágangur allur altaf sérlega
smekklegur. Húsgögn þau, sem
verslunin sýnir á iðnsýning-
unni, hafa vakið sérstaka eftir-
tekt manna, enda eru J)au svo
fögur, að þau mundu án efa
livar sem væri erlendis vekja
eftirtekt manna. Sýnir liún l)ar
dagstofuhúsgögn úr hnotviði
sem er mjög mikið notaður nú
á dögum við smíði vandaðra
húsgagna.
Ifið sama má segja um hús-
gögn J)au, sem Jón Halldórs-
son & Co sýnir i sama sýning-
arlierbergi. Þarf enginn, sem
kann að halda að hér sé of-
mælt, annað en fara nú i sýn-
ingarherbergi nr. 10 og staldra
J)ar við skamma stund. Munu
menn J)egar lieyra gestina láta
aðdáun sína í ljós á því, sem i
J)essu herbergi er að sjá.
Jón Halldórsson & Co. er svo
J)ekt fyrirtæki hér i bæ og um
Íand alt, að óþarft er að fjöl-
yrða um J)að. Það var stofnað
1905 af þeim Jóni Hall-
dórssyni, Bjarna Jónssyni lrá
Galtafelli, Jóni Ólafssyni og
Kolbeini heitnum Þorsteins-
syni'. Félagið gaf sig frá upp-
hafi að húsgagnasmíði og varð
l)rátt að færa út kvíarnar, enda
naut það frá byrjun almenn-
ings livlli. Þegar félagið hóf
starfsemi sína, mátti heita að
Jiessi iðnaður væri á bernsku-
skeiði, því J)á voru að eins
smíðuð hér algeng, óbrotin
liúsgögn, en félagið hefir frá
uj)])hafi lagt stund á smíði
vandaðra húsgagna. Ilefir
mörg listasmíðin komið út úr
vinnustofu þess við Skóla-
vörðustíginn og prýðir nú hí-
býli manna bæði liér i Revkja-
vik og út um land.
Eigendur fyrirtækisins eru
nú þeir Jón Ólafsson og Jón
Halldórsson. Kolbeinn er lát-
inn, sem fyrr segir, en Bjarni
Jónsson gekk úr félaginu 1923,
vegna starfs síns sem forstjóri
h.f. Nýja Bíó,
Ástæða þykir til að geta þess,
að h.f. Jón Haldórsson & Co.
var á sínum tíma falið að
ganga frá lestrarsal Lands-
bókasafnsins og smíða hús-
gögn i liann. Alla liina vanda-
sömu trésmíði í afgreiðslusal
Eimskipafélagsins og Lands-
bankahússins nýja annaðist
einnig J)etta félag. Eru öll J)essi
verk félaginu til sóma.
Loks mætti minna á, að J)eir
eru nú orðnir margir, sem.
numið liafa til fullnustu hús-
gagnasmíði hjá J)essu félagi, og
hafa margir Jieirra unnið sér
mikið álit i þessari iðngrein, og
eiga lærimeisturunum mikið
að })akka.
Framli.
Ferðafélag íslands.
—o—
Vestur á Snæfellsnes!
Ef veður leyfir og þátttaka
fæst nægileg verður farið liéð-
an vestur að Búðum eða Arn-
arstapa á laugardagskveldið
kemur. Ferðafélag Islands hef-
ir samið við Eimskipafélagið
um að fá „Selfoss“ leigðan
J)angað, en skiljanlega verður
J)átttaka að verða mikil, ef
liægt er að taka svo stórt skip.
Því að farmiðinn fram og aft-
ur kostar
uð eins líu krómir,
liærra verð er ekki hægt að
taka núna í kreppunni, ef að
þáttlakan á að verða sæmileg.
Og 200 farjægar fyrir tíu krón-
ur gera miklu skemtilegri ferð
en 100 fyrir tuttugu krónur .
Gert er ráð fyrir, að skipið
liggi fyrir vestaii J)angað til
síðdegis á sunnudag. Geta J)á
J)ei r, sem vilja, gengið á Snæ-
fellsjökul, enda er ferðin fyrsl
og fremst til J)ess gerð, en aðr-
ir, sem eigi vilja ganga á jök-
ulinn, hafa nægilegan tíma lil
J)ess, að skoða hið undurfagra
og einkennilega landslag þess-
ara slóða, sein flestir þekkja
ekki nema af myndum.
' Snæfellsnes liefir verið öll-
um þorra Reykvíkinga lokað
land. En hinsvegar er það ein-
mitt sá staður, sem J)eir J)iá að
sjá fremur flestum öðrum
stöðum. Á jökullinn, J)etta
djásn sólarlagsins i Reykjavík,
ekki minstan J)átt í J)ví. Við
höfum hann dags daglega fvr- •
ir augunum, þegar heiðskírt er
veður og dáumst að J)essu for-
kunnar fagra fjalli — i fjar-
lægð. — Nú er tækilæri til að
kynnast lionum betur og eigi
munu vinsældir hans réna fyr-
ir J)að. Og i sæmilegu veðri er
hið stórfenglegasta útsýni J)að-
an vl’ir alt Snæféllsnes, inn yfir
Breiðafjörð og norður til
Barðastrandar. Alt er J)etta
nýtt flestum Reykvíkingum og
verður hverjum manni ógleym
anleg endurminning, ef hag-
stætt vcður verður.
Upp á Snæfellsjökul er um
fjögra stunda gangur og fjall-
gangan ekki erfið. En vitan-
lega verður að liugsa fyrir góð-
um fótabúnaði, þykkum sokk-
um og góðum vatnsleðursstíg-
vélum.
Eins og menn vita, er ekki
farj)egarúm i „Selfossi“. En
þeir, sem vilja sofa á ieiðinni,
vestur, geta veitt sér J)að, ef
J)eir liafa með sér góð teppi
eða svefnpoka, J)ví að i lest-
unum er nóg rúm. Annars má
gera ráð fyrir, að ef gott verð-
ur veður, verði lítið um svefn
á sunnudagsHÓttina, J)vi að
livorttveggjá er, að siglingin er
ekki löng og svo hitt, að þeim
sem ganga á Snæfellsjökul, er
lientast að halda af stað J)egar
að liðnu miðnætti og er J)á
komið upp á hájökul, áður en
fer að liitna til muna.
Ferð Jiessi gefur tækifæri til
að sjá á einum sólarhring
landsvæði, sem öllum þorra
manna hér svðra er ókunnugt.
Að komast vestur á Snæfells-
nes og til baka aftur á einum
sólarhring og fyrir að eins tíu
krónur er svo sjaldgæfl, að
ekki er vert að láta J)etta tæki-
færi ganga sér úr greipum. En
J)átttöku verður að tilkynna
ekki seinna en kl. 12 á hádegi
á fimtudag. Eru farseðlarnir
seldir á skrifstofu ferðafélags-
ins „Hekla“, sem er í Póstliús-
stræti 9, sími 901.
Fjölmennið á Snæfellsjökul!
x.
Norskar
loftskejtafregnir.
—o—
Osló, 4. júli. NRP. — FB.
Trelandsfoss verksmiðj urnar
í Kvinesdalnum hafa sagt
verkamönnum sinum upp
störfum með hálfs mánaðar
fyrirvara.
1 pappírsverksmiðjunum í
Skien verður framlejðslan tak-
mörkuð, vegna söluerfiðleika af
völdum kreppunnar.
Dóniur er fallinn í skaðabóta-
máli J)vi, sem dr. Blich, fyrv.
starfsmaður Norsk Hydro liöfð-
aði gegn félaginu vegna J)ess, að
hpnum var vikið frá starfi sínu.
Rétturinn komst að Jæirri nið-
urstöðu, að Jiað hefði verið rétt-
mætt að segja dr. Blich upp
starfi sinu fyrirvaralaust, J)úr
sem hann hefði gcrst sekur um
samningsbrot með meðferð
sinni á teikningum og útreikn-
ingsáætlunum. Blich var dæmd-
ur til Jiess að greiða 4000 kr. í
málskostnað.
Eldur kviknaði í gær i Viul
trésmíðaverksmiðjunum í
Hringariki. Tjónið af eldsvoð-
anum verður sennilega míkið.
E.s. Stavangerfjord kom i
gær til Bergen með 912 farþega.
Gengi í Oslo í dag: London
20.25, Ilamborg 135.50, Paris
22.40, New York 5.68. Stokk-
hólmur 104.00, Kaupmanna-
liöfn 110.50.
!