Vísir - 09.07.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 09.07.1932, Blaðsíða 3
V 1 S I R ,'flöi:: NorÖan gola. Ef til vill síÖ- ■■degisskúrir. Breiðaf jöröur, Vest- firðir: Norðaustan gola. Urkomu- laust. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Norðaustan gola. Þoku- loft, en úrkomulaust að mestu. Suðausturland: Hægviðri. Smá- skúrir. H.f. Kveldúlfur hefir skrifað Sjómannafélagi Reykjavíkur og boðið sjómönnum. að lána þeim botnvörpunga sina endurgjaldslaust til síldveiða og að kau{m af þeim alla síldina fyrir 3 kr. málið. Það er tilskilið, að yfir- menn skipanna séu þeir sörnu og' verið hefir, eða aðrir, sem h.f. Kveldúlfur samþykkir, og félaginu sett trygging fyrir, að ekki falli sjó- veð á skipin. í bréfinu segir enn fremur svo: „Skipunum sé skilað hreinsuðum eftir sildveiðarnar, fyr- ir miðjan septembernfánuð, í sama ástandi og þau voru, að undantek- inni eðlilegri fyrningu. Við skulum sjá um vátrj-ggingu skipanna fyrir reikning sjómanna og er sá kostn- aður um 50 kr. á dag fyrir hvert skip. Æski sjómenn þess, erurn við reiðubúnir að lána þeim þær sildar- nætur og nótabáta, sem við eigum til, enda greiði þeir eðlilega leigu fyrir slit á þeim. — Afla skipanna kaupum við á 3 kr. málið meðan hægt er að taka á móti á Hesteyr- arstöðinni. — Þriggja krónu verð- lagið er þó bundið því skilyrði, að kaupgjald við bræðslustöðina lækki um 20% frá þvi sem var i fyrra, og teljum við, að það muni fáan- legt, með því oss er tjáð, að verka- lýðsfélagið á Hesteyri hafi falið verkamálaráðinu að aðhyllast slíka lækkun. — \’erði landvinnukaup ó- breytt, lækki síldarverðið að sama skapi — Alt er að komast í ein- daga. Að hika við að svara, er þvi að svara neitandi. Við skorum því á stjórn Sjómannafélagsins að gera annað tveggja, að senyja tafarlaust við okkur um málið, eða að kalla saman fund í Sjómannafélaginu i síðasta lagi annað kveld og leggja málið fyrir sjómenn til úrskurðar. — Við höfum nú gert yður tvö til- boð. Hið fyrra færir oss 15—16 þús. kr. tap á skip, þótt miðað sé við hæstu aflabrögð sem verið hafa, að árinu i fyrra undanteknu. Hið síðara býður fram skip okkar til afnota endurgjaldslaust, og bæði tilboðin byggjast á talsvert hærra verðlagi á síjd, en líkur éru til að fáist við sölu afurðanna. Fyrir sjó- menn gefa bæði þéssi tilboð því sterkar likur fyrir mikið betri af- komu af síldveiðunum heldur en þótt þeir ættu sjálfir bæði skipin og bræðslustöðina.“ Frá Siglulirði. Fundur var haldinn í’ Verka- mannafélagi Siglufjarðár í nótt, að því er fregnir að norðan herma. Mun hafa verið samþykt með 142: 64 atkvæðum, að veita verksmiðj- unni þá undanþágu frá núgildandi kauptaxta, samkvæmt ósk verka- manna, að helgidagavinnntimabilið styttist úr 36 stundum niður i 24 og helgidagataxtinn úr þremur krónum niður i tvær. Þessi undan- þága mun félagið ætlast til að gildi aðeins yfir starfstíma ríkisverk- smiðjtinnar í sumar og kvað enn- fremur vera bundin því skilyrði, að Sveini Benediktssyni sé vikið frá stjórn verksmiðjunnar áður eti hún tekur til starfa. Sæsíminn er slitinn skamt frá Seyðis- firði. Engin erlcnd skeyti komu þvi i gær. Loftskeytastöðin ann- ast skeytasendingar og mót- töku, uns búið er að gera við simann. Haraldur Jónsson hefir verið skipaður héraðs- læknir í. Reykdælahéraði. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur að vestan á morgun. Goðafoss er væntanlegur lúngað í kveld frá útlöndum. Brúarfoss kom til Kaupmannaháfnar í gærmorg- un. Dettifos er á útleið. E.s. Súðin var á Norðfirði í morgun. E.s. Esja fer í strandferð 1S. þ. m., samkvæmt áætlun Sierra Cordoba, þýskt skemtiferðaskip, er væntanlegt hingað á mánudags- morgun. Hjúskapur. í kveld verða gefin saman í lijónaband ungfrú Guðrún Ein- arsdóttir og Erlingur Jónsson, húsgagnasmiður. Heimili ungu hjónanna verður á Baldursgötu 30. Gamla Bíó sýnir ]?essi kveldin átakan- lega og eftirtektarverða kvik- mynd, „Cyankalium“. Aðal- hlutverkið leikur Grete Mos- heim, ])ýsk leikkona, ágætlega vel. X hressingarskálágarði Björns Björnssonar við Austur- stræti 20, var tekin kvikmynd ný- lega. er e.s. Kungþholm var hér Dönsuðu börn vikivaka á grasflöt þar í garðinúnr, en myndasmiður frá Griffith-félaginu tók mvnd af þeim og verður hún sýnd um all- an heim. Margt ferðamanna var í garðinum og létu þeir í ljós mikla hrifni yfir dönsunum og hinu fagra umhverfi. Er garðurinn fagur mjög og allar umbætur, sem Björn hefir gera látið i sambandi við hressingarskálann og garðinn, eru gerðar af smekkvísi. íþróttablaðið Þjálfi, 3. tbl., kom út í fyrradag. Flyt- ur þaö greinar um Knattspyrnu- mót íslands, Allsherjarmótið, Is- landsglímuna, Olympíu-leikana o. m. fl. BlaSið er einkar skemtilegt aflestrar og á erindi til allra íþróttavina. Snæfellsnesförin. Lagt verður af stað frá vestri hafnarhakkanum kl. 6. Þátttaka verður mikil, enda veðurhorfur góðar. Unglingaregluþingið verður setí kl. 8 síðdegis í dag í fundarsal temi>lai'a við Bröttugötu. Aðalfundur Hins íslenska garðyrkjufé- lags verður haldinn laugardag- inn 16. júh kl. 8 V2 að kveldi i Gróðrarstöðinni, í húsi Einars Helgasonar. Sundskálinn við Örfirisey. 50 manns fóru í sjó í gær við skálann. Sjávarhiti 15 stig. Richard Barthelmess kvikmyndaleikari, er að sögn mcðal farþega á Reliance, far- þegaskipinu, sem hingað kom í morgun. Óðinn. Fyrra blað þ. á. (janúar— júníj cr nýkomið út. Flytur myndir, æfiminningar, kvæði og greinir um ýmisleg efni. At- hygli mun vekja „Ferðasaga“ eftir J. H. Þorbergsson. Segir höf. ]>ar frá ferð sinni suður Kjöl haustið 1914. Hrepti hann norðan-stórhríð á fjöllum og komst i liinar mestu mannraun- ir. En hestar hans voru öruggir og ágætir og átti Jón þeini ekki hvað síst fjör að launa. „Hjálp- semi“ heitir grein í blaðinu og er liöfundur hennar Guðm. Jónsson frá Hrisey. Rifjar liann þar upp brot úr endurminning- Lim sínum frá harða vetrinum 1881"—1882. Er sú lýsing þess verð, að liún sé lesin, því að liún segir frá örðugleikum og' vand- ræðum efnalitilla bænda um þessar mundir og' fórnfýsi og mannúð þeirra, sem betur máttu. Og þó að þessi frásögn sé bundin við einn lirepp (i Norður-Múlasýslu), þá mun ástandið víða um landið hafa verið svipað því, sem höf. lýsir. — Sira Friðrik Friðriksson lieldur áfram æfiminningum sínum (Starfsárin). Hefst frá- sögnin á því, er hann ræðst í að kaupa „Melstedsliús“ fyrir 18 þúsund krónur. Þóttu það mikl- ir peningar í þá daga (um alda- mótin) og töldu víst sumir síra Friðrik all-lítinn fjármálaspek- ing um þær mundir. En reynsl- an sýndi, að kaupin voru vel ráðin. Spánskur gestur. Hér er á ferð í þriðja sinn Spánverji að nafni José Creix- ele. Mun hann mörgum Islend- ingum að góðu kunnur sem til Spánar hafa komið á síðari ár- um, sakir margháttaðrar fyrir- greiðslu. Þá mun hann hafa eignast ýmsa góðkunningja einkum úr verslunarstétt á fyrri ferðum sínum hingað. Mr. Creixele er mjög vel ment- aður verslunarmaður. Trú hef- ir hann á þvi að íslendingar geti með hagnaði keypt fleiri vörur frá Spáni en þeir hafa gcrt hing- að til, og slíkt mundi til ]æss fallið, að bæta og trevsta við- skifti landanna. Mun það ætl- un lians að vinna að því að þetta mætti takast. Þá hefir hann i liuga að safna efni til ritgerðar um ísland, sem síðan yrði birt í víðlesnu og inerkú spönsku timariti. Stendur liann um það í sambandi við spánskan rit- höfund sem jafnframt er einn af stjórnendum velmetins fisk- firma þar í landi, sem lengi hefir átt skifti við íslendinga. Stendur liann i sambandi við framleiðsluverksmiðjurnar sjálfar í liverri grein. Mr. Creixele býr á Hótel Borg og mun dvelja hér í 3—4 vikur. E11 það sem veldur því fyrst og fremst að hann er hér á ferð, eru kynni þau sem liann liefir liaft af íslendingum sjálfum og landi þeirra. Hefir hann á fyrri ferðum sinum þegar ferðast all- mikið um landið. G. Hæstiréttur hefir kveðið upp dóm í máluni, sem réttvísin og valdstjórnin höfð- uðú gegn 4 mönnum út af götu- uppþoti á gamlárskvöld 1930. — Maður að nafni Flosi Einarsson var kærður fyrir að hafa ráðist á Er- ling Pálsson yfirlögregluþjón, en hann bar það, að Erlingur hefði barið sig að ósekju, en gat eigi fært sönnur á það. Var Flosi dæmd- ur í 4 mánaða fangelsi. Magnús Magnússon Stephensen var ákærð- ur fyrir ölvun og ólæti. \'ar hann dæmdur í 20 daga fangelsi. Sigurð- ur Einarsson, bróðir Flosa, varð uppvís að ])ví að bera rangt fyrir rétti. bróður sínum í hag. Fyrir það var hann dæmdur i 40 daga fangelsi. Jón Marínó Jónsson, sem var sjónarvottur að viðureign Flosa og Erlings, bar í fýrstu rangt fyr- ir réttinum. Flosa í hag, en leið- rétti framburð sinn, er hontun hafði verið lient á það. Hann var dæmd- ur í 40 daga fangelsi. — Allir dóm- arnir eru skilorðsbundnir. Menn þessir voru alli'r dæmdir til að greiða allan málskostnað, bæði fyr- ir undirrétti og yfirrétti. Stórstúkuþingið. Stórstúkuþingið var sett i gær kl. 12,30 e. h. Söfnuðust fulltrúar og margir aðrir með- imir Reglunnar við Templara- liúsið. — Þaðan var gengið i skrúðgöngu til fríkirkjunnar, og var þar fjöldi fólks fyrir. Síra Arni Sigurðsson þjónaði fyrir altari, en sira Björn Magn- ússon frá Borg liélt ræðuna. ■—- Ætlasl hafði verið til, að guðsþjónustunni yrði útvarp- að, en einhverra orsaka vegna fórst það fyrir. Eftir guðsþjónustu var geng- ið til Templaraliússins aftur, og þingið sett af S.T. Sigfúsi Sigurhjartarsyni, fulltrúar sam- þyktir, skipað í nefndir, og skýrslur embættismanna rædd- ar og samþyktar. Framhaldsfundir hófust aft- ur í morgun kl. 9. Pétur Sigurðsson flytur erindi í Varðarhúsinu annað kveld kl. 8% um það, þegar átrúnaðargoðin bregðast. Segir einnig ferðasögu. Allir velkomnir. Gengið í dag. Sterlingspund...........kr. 22.15 Dollar ................. —- 6.22]4 100 rikismörk ........... — 147-99 —- frakkn. fr............— 24.62 — belgur.............—- 86.31 — svissn. fr............— 121.62 — úrur ................ — 31-95 — pesetar ............. — 5°-8/ — gyllini ............. — 251.65 — tékkósl. kr...........— 18.62 — sænskar kr...........— 113.99 — norskar kr...........— 109.61 — danskar kr...........— 120.12 Gullverð ísl. krónu er nú 59.97. Sendisveinadeild Merkúrs. í kveld kl. 8 fer sendisveinadeild Merkúrs austur að Gullfossi. Lagt verður af stað frá Lækjar- götit. Sendisveinar ættu aÖ fjöl- menna í för þessa, sem áreiðanlega verður ein af þeim allara skemti- legustu. Fargjaldið er 6 kr. báðar leiðir. Þátttakendur þurfa aÖ hafa með sér teppi. A. Ctvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tónleikar (Otvarps- trióið). 20,00 Klukkusláttur. Grammóf ón tónleikar: Taccata og Fugue, eftir Bacli. Einsöngur: Leonid Sabi- noff syngur tvö lög úr „Perlu fiskimönnunum“, eftir Bizet: I glaða tunglsljósi og Þú skilur ekki ást mína. — Caruso syngur: Je crois entendre encore, úr „Perlufiski- mönnunum“ eftir Bizet, og Vois ma misére, Hélas úr „Samson og Dalila“ eftir Saint-Saens; Ame- lita Galli-Curci syngur: Skuggasönginn úr „Din- orah“ eftir Meyerbeer. 20.30 Fréttir. Danslög til kl. 24. Hitt og þetta. Giftingaleyfi er litlum vandkvæðmn bundið að fá í flestum löndum lieims, hafi menn náð lögmætum aldri og geti uppfylt önnur skilvrði, lögum samkvæmt. Nú hefir komið til orða vestur í Banda- Nýtísku danslög og nokkuð af ferðaíónum, verð frá 50 krónum. HLJÚÐFÆRAHÚ SIB. Auáturstræti 10. Laugaveg- 38. Komið út nýlcga: Kvæðin úr „Dansinn i Wien“ á islensku þýdd af Freysteini Gunnarssvni. Húseignir til sölu. Steinhús við miðbæinn 2 íbúð- arhæðir. Verð 18 þúsund kr. litil útborgun. Timburhús með miðstöð og þvottaliúsi og stórri afgirtri eignarlóð, tækifæris- kaup, útborgun við flestra hæfi. Steinvilla verð 28 þúsund kr. Nýtísku steinhús i Skóla- vörðuholti, verð 33 þúsimd kr. útborgun 5 þúsund. I Skildinga- neslandi hefi eg hús fyrir lítið verð. Gjörið svo vel að spyrjast fyrir hjá mér, eg hefi hús af öll- um gerðum og stærðum, hvar sem er í bænmn. Eignaskifti möguleg. Hús tekin í umboðs- sölu. Elías S. Lyngdal, Njáls- götu 23. Simi 664. GOÐAFOSS fer á þriðjudagskveld 12. júli, i hraðferð til Isafjarðar, Siglu- fjarðai' og Akureyrar. Kemur við á Patreksfirði. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á þriðjudag. GULLFOSS fer á miðvikudagskveld 13. júlí, mn Vestmannaeyjar beiut tH Kaupmannahafnar. ríkjum, að lianna að láta af hendi giftingaleyfi, nema brúð- guminn geti lagt fram skilríki fvrir því, að liann eigi a. m. k. 500 dollara. Er talið af mörg- um, að þetla muni koma í veg fyrir að ungt fólk láti pússa sig saman af fyrirliyggjuleysi og jafnvel að draga muni úr hjóna- skilnuðum, ef slík ákvæði væri tekin í lög. Frá París til Teheran i Persíu flugu frakkneskir flug- menn í síðastliðnum mánuði. Þeir voru 29 klst. á leiðinni. Vegalengdin er 4,800 km. „Empress of Britain“, farþegaskip, sem er eign Cana- dian Pacific, fór í júnímánuði siðastliðnum á 4 dögiun, 7 klst. og 58 mínútum frá Quo- bec í Canada til Cherbourg í Frakklandi. Er þetta nýtt met á þessari leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.