Vísir - 05.08.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1932, Blaðsíða 2
y i s i r ÞAKJÁRN. ÞAKPAPPI. ÞAKSAUMUR. Fyrirliggjandi. æ Síldarnet útvegum við með stuttum fyrirvara frá æ æ æ Johan Hansens Sönner A.s. Bergen. Gæðin viðurkend. Þðrðnr Sveinsson & Co Yigdis Pálsdóttir | prófastsfrú í Stafholti, * andaðist að lieimili sínu 25. f. m., eins og getið hefir verið um hér í blaðinu. Frú Vigdís var fædd að Breiðabólsstað í Vesturhópi 13. júlí 1851, og var því fullu ári betur en áttræð, er bún lést. Hún var dóttir Páls alþm. og hreppstjóra Pálssonar í Dæli í Víðidal, Sigurðssonar alþm. í Árkvörn, og Sigríðar Samsonar- dóttur. Vigdís ólst upp lxjá afa- bróður sínum, síra Jóni Sig- urðssyni, meðan bans naut við, og konu lians Ragnbciði Jóns- dóttur Tborarensen frá Víði- dalstungu. Var bún lxtt af barns- aldri komin, er fóstri liennar andaðist, og mintist bún bans jafnarr með ást og virðingu. Eftir. lát manns síns fluttist frú Ragnheiður ásamt börnum sínum og fósturdóttur að Víði- dalstungu, og bjóþarí tvíbýlivið bróður sinn, Pál Vídalín (Jóns- son Tliorarensen). Nokkurum árum síðar, nál. 1865, fluttist frú Ragnheiður með börnum sín- um þremur og Vigdisi vestur í Akureyjar á Breiðafirði, og tók við búsforráðum innan stokks hjá síra Friðriki Eggerz, þjóð- kunnum manni á sinni tíð. — Þaðan fluttist Vigdís vestur i ísafjarðarsýslu 1872 og var þar um þriggja ára skeið, en undi ekki liag sínum. — Hvai-f hún þá aftur suður í Dali og fór til Jóns stúdcnts Vídalíns, frænda sins, er þá var kvæntur Sig- þrúði Rögnvaldsdóttur frá Fagradal (innri) og liafði sett ]xar bú saman. Fluttist frú Ragnheiður, fóstra Vigdísar, þá von bi’áðara að Fagradal, en Jón Vídalín varð skammlifur, því að liann andaðist 3. sept. 1880. — Eftir það dvaldist Vig- dís í Fagradal með fóstru sinni og Sigþrúði, ekkju Jóns stú- dents, uns bún giftist og fór með manni sínum, síra Gísla Einars- syni, Magnússonar bónda í Krossanesi í Skagafirði, og Eu- femíu Gísladóttur sagnfræðings Konráðssonar, að Hvammi í Norðurárdal vorið 1888. — Var sira Gísli vígður að Hvammi og sat þar til vordaga 1911. — En er Stafholtsprestakall losn- aði, við brottför síra Jóhanns heitins Þorsteinssónar, og prestaköllin voru sameinuð, fluttist síra Gísli að Slafholti. Hefir liann verið prestur þar síðan og prófastur í Mýrapró- fastsdæfni mörg síðustu árin. Þeiin bjónunum. frú Vigdísi og síra Gísla, varð 7 barna auð- ið og lifa þau öll: 1. Ragnheið- ur, húsfreyja á Sigmundarstöð- um, gift Hermanni bónda og kennara Þórðarsyni frá Glýs- stöðum i Norðurárdal. 2. Sverr- ir, búfræðingur og bóndi í Hvammi í Norðurárdal, kvænt- ur Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum. 3. Eufemía, ógefin í föðurgarði. 4. Kristín, sömuleiðis ógefin og heima. 5. Sigurlaug, húsfreyja á Hvassafelli í Norðurárdal, gefin Þorsteini Snorrasvni frá Laxfossi. 6. Vigdís, ekkja Jóns beitins Blöndal, læknis í Staf- boltsey (t 1920). 7. Björn, bú- fræðingur og bóndi, kvæntur Andrínu Guðrúnu Kristleifs- dóttur, bónda á Stóra-Ivroppi. Frú Vigdís Pálsdóttir var mikil mætiskona og um sumt svo, að bún átti fáa sina líka. Þegar þau bjónin fluttust aö Hvammi í Norðurárdal, munu þau bafa komið þar að öllu í rústum að kalla mátti. Höfðu prestar verið óstöðugir i Hvammi síðustu áratugina, staðurinn illa liýstur, harðindi mikil í landi undanfarin ár og safnaðarbændur flestir beldur illa stæðir. Um liúsakynnin í Hvamxni, eins og þau voru, er sira Gísli kom þangað, má geta þess, að baðstofan var svo brör- leg og af sér gengin, að rúm urðu ekki varin fyrir leka i rigningum, og mun lxún þó hafa verið eitthvert skásta bús stað- arins. Það mátti vist með sanni segja um þau prestsbjónin, er fluttust að Hvammi vorið 1888, að þau væri fátæk af þeim auði, sem mölur og ryð fær gi’andað. Þau voru eignalaus með öllu, en brutust þó í því, þegar fyrstu árin í Hvammi, að reisa þar lag- legt og vandað ibúðarbús úr timbri. Þurfti mikið áræði til að leggja í slíkt á þeim árum og mun frúin ekki bafa verið letjandi stórræðanna. Þá var veglaust að mestu frá Borgar- nesi og viða um fúamýrar að fara alla leið upp að Galtai’bolti eða Svignaskarði. Var því nær ómögulegt að flytja stórviðu á bestum þenna bluta leiðarinnar, enda mun viðunum i húsið í Hvammi mestmegnis liafa ver- ið fleytt upp Norðurá, að Sól- heimatungu eða Haugum, en flutt ]xaðan á lxestum, i drögum og böggum. Þessi íbúðarhúss- bygging í Hvammi var í raun réttri þrekvirki, eins og á stóð, og mun frú Vigdís bafa verið manni sínu betri en engin á þeiin árum. Gestanauð mikil var i Hvammi alla tíð sira Gísla þar, ekki síst liaust og vor. Þar var jafnan liverjum manni heimil gisting og öllum tekið opnum örmum, þó að efni hafi fráleitt verið mikil mörg fyrstu árin, og aldrei tekið eyrisvirði af nokkurum manni fyrir nætur- gistingu eða annan greiða. — Taldi frú Vigdís ekki sæmanda, að seldur væri beini, og er það eitt ineð öðru til marks um höfðingsskap hennar og trygð við fornar venjur. — Mun liún oft bafa átt annríkt í Hvammi, er þar var hópur næturgesta, börnin ung og vart af höndum komin, en margt kallaði að í senn. En benni var leikur einn að gera livorttveggja: annast beímili sitt með binni mestu prýði og sinna gestum og gang- andi svo, að orð fór af rausn hennar og skörungsskaþ. Frú Vigdís Pálsdóttir var stórgáfuð kona og skemtileg i viðræðum. Hún var prýðilega fróð um margt, einkum í sögu landsins og ættvísi, og stál- mínnug. Var ánægjulegt s við bana að ræða og liarla fróðlegt. Hún var gamansöm að eðlis- fari, sagði skemtilega frá at- burðum og lýsti mönnum svo greinilega, að ekki var um að villast. Þótti öllum gott við bana að ræða, og margir komu fróðari af fundi hennar, þeir er fræðast vildu um borfna tíð, gengna menn eða forna báttu. Frú Vigdís kendi nokkurar vanlieilsu fyrir 14 árum og varð aldrei algerlega heil beilsu upp frá þvi. Siðustu misserin var bún ofl mjög þjáð, en bar sjúk- leik sinn með mikilli lmgprýði og þolinmæði. Rúmföst mun hún liafa legið að mestu síðan á liaustnóttum binum siðustu. Frú Vigdís Pálsdóttir var „drengur góður“ og höfðingi um alla bluti. — Það lætur að líkum, að slík kona bafi verið ágæt eiginkona og móðir, enda var bún það, svo sem best verð- ur á kosið. Með fráfalli bennar er löngu og farsælu æfiskeiði lokið og mun ástvinunum nú finnast alt autt og snautt eftir burtför bennar. Hún verður jarðsungin að Stafholti á morgun. P. S. Símskeyti Friedrichshaven 5. ág. United Press. - FB. Flugi til Suður-Ameriku frestað. Flugferð loftskipsins Graf Zeppelin til Suður-Ameríku, er ráðgerð var 15. ágúst, liefir verið frestað um hálfan mán- uð, vegna þess hve stjórnmála- borfur í Suður-Ameríku eru ótryggar. Briissel 5. ágúst. United Press. - FB. Frá Belgíu. Námamenn í Cbarleroi- námahéraðinu lxafa bafnað málamiðlunartillögu verka- málaráðberrans og samþykt að halda verkfallinu áfram. Wasliington 5. ág. United Press. - FB. Atvinnuleysið í Bandaríkjunum. Green, forseti verkalýðssam- bands Bandarikjanna, giskar á, að i júnílok bafi tala atvinnu- leysingja í landinu verið 11.223.000, og nemi aukningin frá því í janúar 3.306.000. Býst Green við, að í janúar næstk. verði tala atvinnuleysingja komin upp í 13 miljónir, náist ekki samkomulag um fimm vinnudaga viku. Utan af landi. —o— Siglufirði, 4. ágúst. — FB. Mjög mikil síldveiði síðustu daga og síldin mjög skamt sótt. Hafa sum skipanna tekið full- fermi eða því nær rétt utan við Siglufjörð. Má beita, að saltað bafi verið stöðvunarlítið á sumuni söltunarstöðvum frá því á laugardag. Giskað er á, að búið sé að verka bér um 25,000 tn. — Reknetasíldarafli er misjafn. Sumir bátanna hafa aflað allvel siðustu nætur, aðr- ir lítið. Þrír bátar urðu varir við smokkfisk í síldinni og spá margir, að veiðin verði svikul béðan í frá. Dettifoss tók bér á 4. þúsund tunnur af sild, en M.s Dronning Alexandrine tekur hér um 3 þúsund tunnur. Meiri liluti síldarinnar er fluttur út jafnóðum og liann er saltaður. Norsk reknetaskip fengu mörg gríðarlega mikinn afla um belgina. Þau salta öll í sig sjálf. Ýms sænsk skip öfluðu einnig mikið. Talið er, að Finn- ar muni liafa veitt um 10,000 tn., en Eistlendingar álíka mik- ið. Síldin cr nú að verða sæmi- lega feit. Norðanstormur í dag' og' ó- hemjulega mikið úrfelli. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 4. ágúst. NRP. — FB. Dómsúrskurður alþjóðadóm- stólsins i Haag í Grænlandsmál- inu féll í gær. Dómararnir komust einróma að þeirri nið- urstöðu, að eins og ástatt sé, geti það ekki talist nauðsynlegt, að gera varúðarráðstafanir til þess, að koma í veg fyrir að valdi verði beitt gagnvart Norð- mönnum í Suðaustur-Græn- landi, hvorki með þvi að verða við kröfu Norðmanna um að snúa sér til Danmerkurstjórnar i því efni, né heldur með fyrir- skipun um þetta. Dómstóllinn áskilur sér rétt til að taka málið fyrir á ný, ef nauðsyn krefur. Þótt úrskurðurinn geti talist Danmörku i vil, að þvi er form snertir, befir liann engum von- brigðum valdið í Noregi, þar sem af forsendum i mábnu og af yfirlýsingum, sem gefnar voru af málflýtjanda Dana meðan á rekstri málsins stóð, kemur skýrt í Ijós, að Norð- menn hafa í raun og veru kom- ið því til leiðar sem þeir ætluðu sér með málaleitan sinni til dómstólsins, þ. e. að koma i veg fyrir að valdi yrði beitt á einn né annan veg gagnvart Norðmönnum i Suðaustur- Grænlandi. Hundseid forsætisráðberra segir, að það sé eðlilegt, að úr- sbtin hafi orðið þessi, eftir und- anhald Dana i Haag. Braadland utanríkismálaráðherra segir, að án tillits til unnnæla málflytj- anda Dana í Haag og fyrirvar- ans í úrskurðinum, ætti ekki að vera nein ástæða til að óttast vandræði. „Vér höfum náð ]xví, sem vér böfðimi ásett oss að ná.“ Málflytjendurnir Rygh og Smedal og Hoel docent bafa tjáð sig ánægða jTir málaúrslit- unum. Hundseid forsætisráðherra liélt útvarpsræðu i gær i tilefni af sextugsafmæli konungs. Ósk- aði hapn konungi til liamingju fyrir liönd þjóðarinnar. í veislunni á Skougum talaði krónprinsinn fyrir minni kon- ungs, en konungur fyrir krón- prinsinum og krónprinsessuuni og óskaði þeim til liamingju með hið nýja heimili sitt. 1 gærkveldi fór æskulýðurinn í Askers bálför að Skougum og bylti konunginn. Skemtnnm ð Grnnd. —o--- „Ókeypis kaffi handa öllum sextugum og þaðan af eldri; raunar ekkert fyrir bendi enn þá til að veita, en það verður alt komið á sunnudaginn.“ Það brosti vafalaust margur að þessari tilkynningu, er þeir lásu bana í fyrsta sinn íyrir 13 árum. En það var nýjabragð að henni, hún vakti umtal, for- vitni og samúð margra og því komu margir flciri en boðnir voru, og ýmsir þeirra lilupu svo vel undir baggann, að „þetta uppátæki“ varð bæði glaðning gömlum og' gróði Elli- beimilinu. N.ú er „nýjabragðið“ Iiorfið, og öllum kunnugt að þessar ár- legu gamalmennaskemtanir sækir fjöldi fólks á öllum aldri, þótt „gamla fólkið“ séu beiðursgestirnir, og nú þyki það alt sjálfsagt, svo að for- göngumennirnir fengju nú jafnmikið ámæli, ef þeir væri orðnir þreyttir og „nentu ekki“ að sinna þessu lcngur, eins og þeir fengu skjall liér um árið, er þeir voru að byrja. Eg ámæli þcim ekki, sem kvarta nú um kreppu eða þrevlu og segjast því ekki geta bætt við sig' sjálfboðastarfi, — það má vera að eg skilji þá betur en þeir Ixúast við, — en alla bina, sem ekki eru upp- gefnir enn þá, og sinna vilja mannúðarmálum, bið eg að at- liuga livað þeir geti gert til þess að gamahnennaskemtun- in á sunnudaginn kemur verði veruleg ánægjustund sein allra flestum öldruðum einstæðing- um bér í bæ. Til minnis má nefna nokkur atriði. Nágrannar eða kunn- ingjar hjálpi þeim til að kom- ast, sem fótbrumir eru. — Óvíst nú livort við getum látið sækja fólk í bifreiðum, enda revnsl- an sú, að það er sagt til flestra svo seint, að barla erfitt er að sinna því. Þó eru sjálfboðabifreiðir mjög kærkomnar, því að altaf verða einbverjir að sitja lieima, ef þeir eru ekki sóttir. Sjálfboðaliðar til að flytja ræður, seg.ja góðar sögur, syngja og spila, — bera á borð- in, og skrafa við gamla fólkið, eru mjög kærkomnir. Ef nokk- ur vegur er til, þyTÍti Grund að fá alt efni til veitinganna ókeypis, og margir, bæði versl- anir og einstaklingar, að bjálp- ast þar að. Verði ágóðinn ekki talsverð- ur, flýtir ]iað fyrir þeirri stund %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.