Vísir


Vísir - 25.08.1932, Qupperneq 3

Vísir - 25.08.1932, Qupperneq 3
V I S I R Yeðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 13 st., ísafirði 10, Akureyri 14, Sey'ðisfiuði 11, Vestmannaeyjum 11, Stykkishólmi 13, Blönduósi 14. Raufarhöfn 15, Hólum í Hornafirði 17, Grindavík 12, Færeyjum 10, Julianehaab 8, Jan Mayen 3, Angnníuysalik 9, Hjaltlandi 11 st. Mestur hiti hér i gær 13 st., minstur 12 st. Úrkoma 1,9 mm. Sólskin í gær 1,2.st. Yfir- lit: 'Lægð fyrir suðvestan landið á hægri hreyfingu norðaustur eftir. — Horfur: Suðvesturland: All- hvass suðaustan. Rigning. Faxaflói, Breiðaf jörður, Vestfirðir: Vax- :andi suðaustan og sunnanátt. Rign- "ing öðru hverju. Norðurland : Sunn- an gola. Úrkomulaust í dag, en sum- :staðar rigning í nótt. Norðaustur- land, Austfirðir: Hægviðri. ^Tr- komulaust. Suðausturland: Suð- austan gola. Þykt loft og rigning •öðru hverju. iHefir Watkins farist? Fregn hefir horist um það hing- rað, að Watkins landkönnuður hafi farist í Grænlandi nýlega. Vísir veit ■eigi að svo stöddu, hvað hæft er í fregn Jiessari, en nánari vitneskja amun væntanleg um þetta í kveld. 'Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband i Skotlandi ungfrú .Tóna M. Guðmundsdóttir og Gunnar Þorsteinsson lögfræð- ingur. — Komu þau á Botniu i gærkveldi. Síra Árni Sigurðsson er kominn heim úr sumar- ieyfinu. fEkkjan Sigríður Ólafsdóttir er 77 ára í dag. Blómsöludírgur Barnavinafélagsins. Börn frá dagheimilinu Grænuborg hafa feijgið leyfi til að selja blóm í bænum, á morgun. Svo er til ætl- ast,;að í framtíðinni rækti þau blóm isjálf og hafi til sölu. Að þessu sinni hafa góðir menn og konur gefið 'fteim blómin. Miðstöð blómsölunnar er í Mið- ’bæjarskólanum. Þeir garðeigendur sem kynnu að vilja gefa börnunum blóm til að selja, geri svo vel að hringja í síma dagheimilisins, 1341. «eða 1106. Blómin verða þegin með ’þökkum og sótt heim til yðar. Ósk- a.ð er eftir nokkrum bömum, helst telpum 8—14 ára, til að aðstoða við blómasöluna, ]>vi flest börnin :á dagheimilinu eru svo lítil, að þau geta ekki selt sjálf. — Dagheimilið hefir starfað síðastliðna 3 mánuði, «g getið sér besta orð allra, sem kynst hafa starfseminni. Um og yfir 50 börn hafa dvalið þarna daglangt, við þau bestu lífsskilyrði, sem hugs- anleg eru hér í bæ. Mýndir frá Grænuborg og börnitnum þar, eru lil sýnis í glugga Morgunblaðsins þessa dagana. Bæjarbúar, takið litlu blómsölubörnunum vel. Hér er að- •eins um kaup og sölu að ræða. Blómin eru seld við sannvirði. Kcnnari. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á leið hingað til lands. Goðafoss er í Hamhorg. Brúarfoss fór frá Siglufirði í morgun. Lag- :arfoss fór frá Hvammstanga á mið- degi í dag. Dettiíoss kom til Siglu- fjarðar í morgun. Selfoss kom til Hamborgar í fyrradag. Gs. Botnia kom i gærkveldi frá útlöndum. Gs. Island kom frá útlöridum í gærkveldi. Skipið fer héðan á föstudagskveld ki. 8 vestur og norður. Ms. Dr^pning Alexandrine kom til Kaupmannahafnar kl. 7J4 í morgun. Es. Lyra fér héðan til útlanda í kveld. í skemtiferð til Þingvalla fóru í morgun all- margir menn af áhöfninni á frakk- neska ísbrjótnum Pollux. Þeir fóru í tveimur kassabifreiðum. Kjartan Ólafsson, augnlæknir, er nú kominn heiin og byrjaður að taka á rnóti sjúklingum aftur. Alþýðublaðið leggur mikla stund á prent- villuleit í Vísi og Morgunblað- inu. Takist blaðamönnum Al- þýðublaðsins að finna prent- villu í þessum blöðum verður það ávalt efni í skætingsklausu og stundum greinarefni. Virð- ist Alþbl. einkum vera í nöp við Vísi og mun það lítt harmað. Vitanlegt er öllum, að Alþýðu- blaðinu ferst ekki að vanda um við önnur blöð. Málið á Alþýðublaðinu er síður en svo vandaðra en á öðrum blöðum, það er síður en svo áreiðan- legra en önnur blöð hér á landi og- í því koma vitanlega oft prentvillur, eins og i öðrum blöðum. Önnur blöð liafa þó lítið gert að því, að fara i sparðatíning í Alþbk, þau hafa látið Alþbl. i friði með smá- bæjarblaðamenskunart silt. — Vísir lætur að jafnaði nart Alþbl. sem vind um eyrun þjóta, og mun gera það fram- vegis, því að það er engin ástæða til þess að vera að elt- ast við skæting þess. Hefir Yís- ir oft stungið undir stól að- sendum pistlum um ýnisar mis- fellur á Alþýðublaðinu. Ástæða þykir þó til að geta þess, út af grein, sem birtist í Alþbl. í gær, að það mun alment álitið heimilt að taka upp lir öðrum blöðum fregnir, sem opinberar stofnanir eru bornar fyrir. Nú atvikaðist þannig, að í blaði því, sem fyrst birti umrædda fregn, voru prentvillur, en Vis- ir tók þessa fregn upp, af þvi að bún var frá opinberri stofn- in, en leiðrétti fregnina, þegar er á villurnar var bent. Enn fremur liefir Vísi borist tíl eyrna, að umrædd fregn hafi verið lesin upp í útvarp með villunum, en bafi síðar yerið leiðrétt. Nart Alþbl. er gersam- lega ástæðulaust, en á bitt er rétt að benda, að opinberar stofnanir ætti að senda út- varpinu og öllum blöðunum fregnir frá sér skriflega. — 1 Alþbl. í gær verða ritstjórarn- ir að leiðrétta prentvillu, sem var i Alþbl. daginn áður. Al- þbl. í gær skýrir frá því, að það sé „mikið þrekvirki að sigla þessu litla skipi (þ. e. vík- ingaskipinu norska) yfir beimshöfin, kringum jörðina En sannleikurinn er. sá, að skipið er alls ekki á ferðalagi kringum jörðina, að þvi er Vís- ir liefir nú frétt frá goðum beimildum. Alþýðublaðið ætti að vanda betur beimildir sin- ar í stað þess að gagnrýna önnur blöð. Það væri í sjálfu sér engin ástæða til þess að drepa á þetta, ef Alþbl. væri ekki að vanda um við önnur blöð. En liver er heimild Alþbl. fyrir þessu? Tók það þetta eft- ir Vísi og Morgunblaðinu, sem höfðu þetta eftir erlendum blöðum, er vissu ekki betur en það væri rétt, að skipið væri á ferðalagi kringum jörðina? Hvers vegna fór Alþbl., sem liefir svo ágætar lieimildir og þvkist vera allra blaða áreið- anlegast, rangt með þetta? Hvers vegna varð því það sama á og Morgunblaðinu og' Vísi? Svarið liggur í augum uppi. Þetta getur öll blöð hent, jafnt Alþbl. og önnur biöð, en Alþbl. hefir ekki enn getað kornið auga á það, að með að- finsluskætingi sínum verður það sér til atldægis. Verði því að góðu! Gullverð ísl. krónu er nú 58.21. Dráttarvextir. Þeir, sem eigi hafa greitt annan fimtung (júligreiðslu) af útsvörum þessa árs fyrir 2. sept. n.k., verða að greiða dráttarvexti af honum. Sjá augl. bæjargjaldkera í blaðinu í dag. Fram og K. R. keptu í gærkveldi. Léikurinn var fjörugur og spennandi og lauk með jafntefli, 2: 2. B-liðs mótið. Úrslita-kappleikur mótsins fer fram i kvöld kl. 6(4, milli Iv. R. og Vals. Fjörugur og spennandi leikur, sem bæjarbúar ættu ekki a'S láta óséðan. \ B. Drengjamótið hélt áfram í gær, og var þá kept í þessum fjórum íþrótta- greinum: Hástökki, Iíringlu- kasti, Þrístökki og 3000 metra hlaupi. Árangurinn varð sem bér segir: — Hástökk: 1. verðl. ldaut Sveinn Zoega, Á., stökk 1.57 111. 2. Grimar Jónsson, Á., I. 55 m. 3. Steinn Guðmunds- son, A;,' 1.55 m. Drengjametið er 1.58.5 m., og settu Sveinn og Grimar það í fyrra. — Kringlu- kast: 1. verðl. Sveinn Zoega, Á., 34.98 m. 2. Kristján V. Jóns- son, K.R., 34.82 m. 3. Þórður Björnsson, A., 34.22 m. Metið á Sveinn síðan í fyrra, er liann kastaði vfir 37 m. Þessir menn voru svo jafnir, að ekki mátti i milli sjá, liver sigra mundi. — Þrístökk: 1. verðl. Georg L. Sveinsson, IÍ.R., stökk 11.80 m. 2. Kjartan Guðmundsson, Á., II. 58 m. 3. Steinn Guðmunds- son, Á., 11.47 m. Drengjametið á Ingvar Ólafsson, K.R.; liann stökk 1928 12.06 111., og hefir enn eigi tekist að brófla við þvi. — 3000 metra hlaup: 1. verðl. Gísli Kjærnested, Á., 10 mínl 18.5 selc. 2. Einar S. Guðmunds- ison, K.R., 10 mín. 52 sek. 3. Alfreð Stefánsson, A., 10 mín. 54.1 sek. Gísli bljóp fyrir alla leið og liafði enga samkepni við að etja. Gísli liefði að öðrum kosti bætt met sitt nokkuð. — Hann liljóp 1930 þessa vega- lengd á 10 min. og 2 sek. og er það drengjamet. — Annað lcveld lieldur mótið áfram og verður þá kept i 400 m. blaupi og spjótkasti. Keppendur og starfsmenn ámintir um að mæta kl. 6J4 stundvíslega. íþ. Gengið í dag. Sterlingspund ....... Kr.- 22,15 Dollar .............. — 6.41 100 rikismörk........— 152.86 — frakkn. fr......— 25.30 —- belgui’ .......... — 88.93 — svissn. fr......— 124.96 — lírur............. — 33.08 — pesetar ...........— 51.78 — gvllini .......... — 258.70 -— tékkósl. kr.....— 19.11 — sænskar kr. ... — 113.93 norskar kr......— 111.10 — danskar kr.......-— 117.94 \ Folgerö skipstjóri á víkingaskipinu ætlar að halda fyrirlestur í Nýja Bíó annað kveld og segja þar frá ferðum sínum yf- ir Atlantshaf, bæ'ði á skipi því, sem kxxxxxx>oooooooocxx>ooqoooo<;xx>oooooooooo<xxxxxxscxx>oooo* Öllum ætti að vera ljóst, að þegar liár þyngdartollur leggst á einhverjar vörur, þá kemur liann langbarðast niður á léleg- um tegundum, því vönduðu vör- urnar eru ekki stóruin þvngri en binar, og gæðamunurinn liggur einkum i efnismismun og frágangi. FORT DUNLOP bílagúmmí er besta tegund, sem nokkru sinni liefir flust til þessa lands, og síðan 'þyngdartollurinn var lagður á bílahringi, liggur í aug- um uppi, að sjálfsagt er að kaupa það besta, því nú er hækkunin á því minni en á lé- legum tegundum. Kaupið FORT DUNLOP hringina og setjið á móti hvaða tegund sem er og látið reynsl- una skera úr um gæðin. Heildsölubirgðir hjá: Jöh. Ölafssyni & Co. Hverfisgötu 18. — Reykjavík. Símar: 584 & 1984. jOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCXXXXXSOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* X X hann nú er, á, og eins á skipinu „Leif Eiríkssyni“, sem hann sigldi til Ameríku 1926. Þessar ferðir hefir Folgerö ekki farið af æfin- týraþrá, heldur til þess að sanna, að hægt 'sé að sigla svona litlum skipum yfir höfin, en á það hafa sumir borið brigður og haldið þvi fram, að sagnirnar um Vínlandsför Leifs hepna og annara Islendinga séu skröksögur. Eru þaÖ einkum suðrænir rnenn vestan hafs, sem hafa haldið þessu fram og vilja láta Columbus hafa heiðurinn af ])vi, að hafa fundið Ameríku fyrstur hvítra manna. En nú má segja, að ])essi skoðun sé kveðin niður og op- inber viðurkenning á því, liver fyrstur hefði fundið Ameríku og hverrar þjóðar sá maður væri, fékst árið 1930, er Bandaríkjaþjóðin gaf ísléndingum líkneski Leifs hepna. Mun Folgerö víkja að þessu í er- indi sinu. Auk ])ess sýnir Folgerö kvikmynd, sem hann hefir tekið á ferðalaginu. Llann hefir haldið fjölda fyrirlestra í Ameríku og tal- að ])ar fyrir um tveim miljónum áheyrenda samtals. Er líklegt, að hann kunni frá mörgu markverðu að segja. Bifreiðastöð opnar Steingrímur Gunnars- son bráðlega við bensinstöð Garðars Gíslasonar, Hverfis- 'gö.tu 6.^ ^ Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tónleikar (Útvarps- tríóið). 20,00 Klukkusláttur. Grammófóntónleikar: Ouverture og Sclierzo úr úr „Jónsmessunætur- draumnum“ eftir Men- delsohn; Lied oline Wor- te, eftir Tschaikowski og Prince Igor, dans nr. 17, eftir Borodine. 20.30 Fréttir. Músik. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Almenn samkoma í kvöld kl. 8. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Sími 871. Viðtalstími kl. 10-12. Andlitsfegmn. • Gef andlitsnudd, sem læknar bólur og filapensa, eftir aðferð Mrs. Gardner. Tekist hefir að lælcna bólur og fílapensa, sem hafa reynst ólæknandi með öðrum aðferð- um. Heima kl. 6—7 og öðrum tímum eftir samkomulagi. Martha Kalman, Grundarstíg 4. Sími 888. Samkoma verður lialdinn i kveld kl. 8V2 í „Betbaníu“. E. R. Fiske talar. Allir velkomnir. Haustið nálgast. —o--- Senn við vinda svalan hvin sýður brim bjá nausti. Dimnian styttir daga skin,- dregur nú að bausti. Samt þó enn við sólarlag sjáum geisla skina. Ilaustið svalt, við höfuðdag beldur innreið sína. Öllu er hnignun aftur vis, undir lífsins lialla. Bliknar jörðin, báran rís, blóm af greipum falla. Hræðumst ei, ])ó liér sé kalt, beims í vinda róti. Lifið stefnir einmitt alt eilífðinni móti. Jún M. Melsted.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.