Vísir - 01.09.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1932, Blaðsíða 2
y i s i r ÞAKJÁRN, ÞAKPAPPI, ÞAKSAUMUR, RÚÐUGLER. Símskeytf Ástand og hopfur í Þýskalandi. Paris, 31. ágúst. United Press. - FB. Opinberlega tilkynt, að þýska ríkisstjórnin hafi tilkynt frakk- nesku ríkisstjórninni, að Þýska- iaml fari fram á hernaðarlegt jafnrétti. Berlín, 31. ágúst. United Press. - FB. von Papen kanslari, von Gayl og von Schleicher, eru komnir frá Neudeck, þar sein þeir sátu á ráðstefnu við Hind- enburg rikisforseta. Veitti hann von Papen heimild til þcss að rjúfa ríkisþingið, ef liann teldi þcssr þörf. Washington, 1. sept. United Press. - FB. Scndiherra Bandaríkjanna i Bcrlín liefir sent verslunarráðu- neytinu loftskeyti þess efnis, að i ráði sé að auka að miklum mun innflulningstolla á vörum þeim, sem Bandarikjamenn selja til Þýskalands. Mun vera ráðgert að hefjast handa í Þýskalandi um allsherjar tak- rnörkun á innflutningi. Sidney, 31. ágúst. United Press. - FB. Mollison fer sjóveg heim. Fyrir þrábeiðni konu sinnar hefir Mollison horfið frá ])ví áformi að fljúga lieim til Brel- lands frá Canada. Lcggur hann af stað heimleiðis á skipinu Empress of Britain, sem sam- kvæmt áætlun á að fara frá Quebec þ. 3. sept. (Mollison gekk fyrir nokkuru að eiga flugkonuna Amy Jolin- son, sem talin er frægasta flug- kona Bretlands). Stokkhólmi, 31. ágúst. — FB. United Press. - FB. Forvaxtalækkun í Noregi og Svíþjóð. Forvextir liafa verið lækkað- ir um Y2% í 3ya% frá og með fimtudegi að telja. Osló, 31. ágúst. United Press. - FB. Forvextir hafa verið lækkað- ir um %% i 4% frá og með fimtudegi að telja. New York, 31. ágúst. United Press. - FB. Sólmyrkvinn. Þótt himinn væri ekki skýjalaus sást sólmyrkvinn frá New York og umliverfi. Umferð teptist víða í borginni, vegna þess að menn staðnæmdust i hundraða- tali, íil þess að horfa á sól- mvrkvann. Fjöldi manna hafði og beðið sóhnyrkvastundarinn- ar á þökum skýjakljúfanna. Utan af landi. —o--- ísafirði, 31. ágúst. -— FB. Ivnattspyrnumóti 3. aldurs- flokks lauk 27. ágúsl. Vestri vann með 4 stigum. 1. flokks mótinu lauk 28. ágúst. Vestri vann það einnig með 4 stigum og hefir þannig unnið i öllum aldursflokkum í sumar. Þátt- takendur í mótum þessum voru Vestri, Hörður og Stefnir, Suð- ureyri. Á Suðureyri hefir verið knatt- spyrnunámskeið að undan- förnu. Kennari: Axel Andrés- ,son. Voru 42 þátttakendur, en 3 tóku dómarapróf. í lok nám- skeiðsins var kennaranum liald- ið samsæti. Töluðu þar form. Stefnis, Sturla Jónsson, Friðrik Hjartar skólastjóri, og Friðbert Friðbertsson kennari. Sundmót var haldið hér síð- asíliðinn sunnudag. 50 m. hrað- sund með frjálsri aðferð vann Jónas Magnússon úr Vestra. Fyrstu verðlaun i fegurðar- sundi hlaut Haukur Helgason úr Vcstra, en 2. verðlaun Leó Leósson úr Herði, og 3. verðl. Sig. Jónsson, úr ísfirðingi. ísafirði, 31. ágúst. - FB. Flokkur knattspyrnumanna úr félaginu Vestra fór á Gull- fossi i dag áleiðis til Akureyrar og ætlar að keppa við félögin þar og ef til vill Siglufjarðarfé- lögin líka. Fararstjóri er Gunn- ar Andrew. Safnaðarfundur var haldinn í kirkjunni og var sóknarnefnd falið að fá útmælt og afhent land undir nýjan kirkjugarð á Tunguskeiði og láta gera upp- drátt að garðinum. Fundurinn lýsti sig eindregið mótfalhnn fækkun prestakalla í prófasta- dæmi Norður-ísafjarðarsýslu og landinu yfirleitt. Kolaiðnaðnrinn hreski. —o— Breskir kolanámueigendur liafa fleiri menn í vinnu en nokkurir atvinnurekendur aðrir í landinu. Að eins ein atvinnu- grein hefir fleiri vinnandi hend- ur en kolaiðnaðurinn, ]>. e. landbúnaðurinn. í júnímánuði snemma á yfirstandandi sumri var hraðað frumvarpi gegnum þingið, til þess að leysa kola- námueigendur frá þeirri skyldu að koma á 7 klst. vinnudegi frá og með byrjun júlímánaðar, án launalækkunar. Núverandi vinnutími, 7j/2 klst. á dag, helst óákveðinn tíma. Iíolanámugröftur er nú rek- inn yfirleitt í Bretlandi með ör- litlum hagnaði, en rétt áður en Bretar hurfu frá gullinnlausn í september 1931, var talið, að kolanámueigendur biði tjón scm næmi 2 pence á hverri smá- lesi sem grafin væri úr jörð. En á seinasla fjórðungi ársins 1931 liögnuðust kolanámueig- endur um 7 pence á smálest, en giskað er á, að á fyrsta fjórð- ungi yfirstandanda árs hafi þeir hagnast um 6 pence á smálest. Hagnaðinn má rekja til bættra framleiðsluaðferða. En kolaiðnaðurinn stendur langt frá þvi styrkum fótum. Framleiðsla jókst og útflutn- ingur kola einnig fyrstu mán- uðina frá þeim degi talið, er Bretar hurfu frá gullinnlausn, en framleiðslan fer aftur mink- andi og kolaútflutningiir einn- ig. í lok maímánaðar voru færri menn starfandi í kola- námunum en nokkuru sinni á árinu 1931 og 40,000 færri en i sama mánuði í fvrra. *• l Útflutningar, sem velgengni Durhanmámanna og námanna i Wales er undir komin, komust upp í 11,121,000 smál. á síðasta fjórðungi ársins 1931, en mink- uðu aftur á fyrsta fjórðungi yf- irstandanda árs (9,472,000 smál.), en framleiðslan á þess- um ársfjórðungi var einnig miljón smál. undir framleiðsl- unni á sama fjórðungi 1931. Aukning kolaútflutningsins i október, nóvember og desem- ber 1931 orsakaðisl af því, að breslt kol urðu ódýrari en þau, sem framleidd voru í þcim löndum, sem ekki hurfu frá gullinnlausn. En nú hafa önnur lönd ýmist einnig horfið frá gullinnlausn um stundarsakir eða lagt liömlur á innflutning breskra kola og er því alt að verða kolanámueigendum erfið- ara aftur, og horfurnar um framtíð kolaiðnaðarins geta, eins og nú liorfir, alls ekki talist góðar. Ferðaféiag íslands. Árbók 1932. —o— Aðalfundur félagsins var haldinn síðasta dag febrúar- mánaðar. Starf félagsins (1931) hafði verið með svipuðum hætli og undanfarin ár. Á fyrsta stjórnarfundi (eftir aðalfund) var samþykt að stofna deildir utan Reykjavík- ur, sem störfuðu á sjálfstæðum grundvelli innan félagsins. Var Guðpi. Einarssvni listamanni falið áð rannsaka málið og bera fram tillögur að rannsókn lok- inni. Hafði hann gert ráð fyrir, að fara víða um land sumarið 1931, en sérstakar ástæður lágu til þess, að hann hvarf frá þeirri ætlan sinni og gat því ekki gert neinar tillögur um málið. En stjórn félagsins telur málið mikilvægt og mun ilniga það nánara. Á þessu ári (þ. e. 1931) starf- aði félagið öllu meira að smá- ferðalögum, en verið hafði að undanförnu. Voru alls farnar fimm skemtiferðir. Fyrsta ferðin var 17. mai. Þá var börnum úr efstu bekkjum barnaskólans boðið til skemti- farar að Kolviðarlióh. Þaðan var gengið á Hengil og skemtu börnin sér hið besta. Aðrar'ferðir voru þessar: 24. maí i Hvalfjörð á e.s. Suður- landi. 7. júní var farið að Skál- holti, hinum sögufræga stað. 28. júní var gengið á Skjald- breið og 5. júlí var farið til Þingvalla og Laugarvatns. Þátttaka í skemtiferðum þessum var allgóð og slógust margir utanfélagsmenn með í förina, og gengu ýmsir þeirra i félagið síðar. Helgi Jónasson 1 Ný BAR-LOCK S8 ritvél til sölu. Þörðnr Sreiasson & Go. frá Brennu var fararstjóri í ferðum þessum, flestum eða ölluin. Tala félagsmanna liafði ver- ið í ársbyrjun 649, en 110 gerð- ust félagsmenn á árinu. —7V1I- margir höfðu verið strikaðir út sakir vanskila. — Ágóði fé- lagsins af starfseminni þetla ár varð 1276 kr., en í sjóði liafði verið um 300 kr. Af fjárliæð þessari gekk i „Sæluhúsasjóð“ allmikil fúlga, kr. 1308,80. — Sjóður i árslok kr. 268,31. —- Geir G. Zoéga vegamálastjóri flutti á aðalfundi erindi um Daníel Bruun. Gat liann þess, meðal annars, „að starf. hans hér á landi Iiefði orðið braut- ruðningarstarf fyrir Ferðafé- lagið. Bækur hans um ferða- mannaleiðir á Islandi væri enn bestu ferðamannaleiðarvísar, sem völ er á. Ennfremur gat liann þess, að Bruun liefði gefið félaginu rétt til eftirprentunar og afnota af bókum sínum og landabréfi.“ Loks sagði liann í fám orðum sögu ferðalaga D. Bruuns hér á landi. Mintust fundarmenn liins látna lieið- ursfélaga með þvi að standa upp og þökkuðu ræðumanni erindið með lófataki. Stjórn félagsins var öll end- urkósin. Björn Ólafsson stór- kaupmaður er forseti, en Gunn- laugur læknir Einarsson vara- forseti. Tryggvi Magnússon, verslunarstjóri, er. gjaldkeri félagsins. Arbókin er prýdd fjölmörg- um fögrum og glæsilegum myndum, svo sem venja er íil um það rit. Helgi Hjörvar kenn- ari ritar langa grein um Snæ- fellsnes og fylgja margar myndir. Mun liann kunnugur um Jiessar slóðir og er grein hans öll hin fróðlegasta og víða skemtileg. Er hún höfuð- ritgerðin i Árbókinni að þessu sinni, en auk liennar eru smærri ritgerðir. Ólafur próf. Lárusson ritar grein um „Þrjá sögustaði i Þórsnesi“, en staðirnir eru þcssir: Haugsnes, Þingvellir og Helgafelí. Er grein prófessors- ins hin fróðlegasta, sem vænta mátti, en ekki mundi saka, að menn kynti sér „Evrbyggju“ og „Landnámu“ samlímis eða áður en hún er lesin, enda bend- ir höf. beinlínis til þess, að því er tekur til ‘Þórólfs mostrar- 'Skeggs. Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur á þarna smágrein, er hann nefnir „Af Snæfellsjökli“, og Guðm. G. Bárðarson prófessor aðra um „Jarðmyndanir á Snæ- fellsnesi". Er sú grein harla fróðleg, svo sem að líkum læt- ur. Forseti félagsins, Björn Ól- afsson, ritar greinarkorn um „Fcrðafélag Íslands og hugsjón þess“. Ræðir hann þar um það höfuð-ætlunarverk félagsins, að kenna íslendingum að þekkja land silt, liygðir ]icss og óbygð- ir. En til þess að hægt sé að ryðja vegi i óbygðum og gera öræfin umferðarhæf, þurfa styrktarmenn félagsins og vinir að verða margir og örlátir. Iívartar höf. nokkuð uudan hinu íslenska tómlæti, sem gcrt liafi vart við sig í félaginu. — Menn fyllist áliuga um stund, en er frá liði dofni yfir öllu saman. — Loks eru nokkur orð um „lieilaga jörð“ og eru menn þar livattir til þess, að vanlielga ekki landið með sóðalegri um- gengni, hirðulej'si og skemdar- verkum. „Ferðafélag Islands“ er merkilegur félagsskapur, sem mörgu þarflegu mun til vegar snúa, er fram líða stundir. Árbókin er prýðilega úr garði ger að öllum ytra frágangi. Hún flytur árlega mikinn fjölda glæsilegra mynda og fróðlegar ritgerðir. Aftan við lesmálið er upp- dráttur (af Snæfellsnesi), er gert hefir Jón Viðis. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 8 stig, Isa- firði 8, Akureyri 11, Seyðisfirðt 11, Vestmannaeyjum 8, Stykkis- hólmi 8, Blönduósi 9, Raufar- höfn 9, Hólum í Hornafirði 9, Grindavík 9, Færeyjum 11, Ju- lianeliaab 7, Jan Mayen 6, Hjalt- landi 14, Tynemouth 14 stig. — Skeyti vantar frá Angmagsalik. Meslur liiti hér i gær 12 stig, minstur 7 stig. Úrkoma 7.6 mm. Sólskin 3.1 st. —- Yfirlit: Lægi- armiðjan er nú yfir Vestfjör#- um og þokast norðvestur eftir. Önnur lægð milli íslands og Skotlands á norðausturleið. —- Ilorfur: Suðvesturland, Faxa- flói: Suðvestan átt, stundum allhvass. Skúrir. Breiðafjörður: Suðvestan kaldi. Skúrir. Vest- firðir: Brevtileg átt. Hvass norS- austan átt úti fyrir. Rigniag öðru liverju. Norðurland, nor#- austurland: Sunnan og suðaust- an kaldi. Úrkonmlaust aS mcstu. Austfirðir, suðaustw- land: Breytileg átt. Skúrir. Nýi kirkjugarðurinn í Fossvogi verður vigður á morgun, uat leið og þar verða jarðsungin Iflc tveggja manna, Gunnars Ilnt- rikssonar vefara og Ólafs Þor- kelssonar, drengsins, sem ný- lega lést af völdum bifreiðar- slyss lyrir utan bæinn. — Ai þessu sinni er gert ráð fyrir, a® þeir, sem viðstaddir verði kirkjuathöfnina fari suður í garð i tilefni vígslunnar, em gcrl er ráð fyrir, að framvegis leggisl kirkjugarðsgöngur nið- úr frá Idrkjunum, en séð verði við útfarir fvrir bifreiðarfari í kirkjugarðinn handa presfci, líkmönnum og nánustu skylM- mennum hinna látnu. E.s. Dettifoss fór héðan í gærkveldi áleiðis lil útlanda. Á meðal farþega. voru: Kristín Bemhöft, Jakob- ína Magnúsdóttir, Guðriður Gunnsteinsdóttir, Helgi Þórar- insson, Ásg. Sigurðsson skipstj., Gústav Pálsson, Úlfar Þórðar- son, Jón Jónasson, en lil Vest-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.