Vísir - 30.09.1932, Blaðsíða 5

Vísir - 30.09.1932, Blaðsíða 5
VlSIR Föstudaginn 30. sept. 1932. GIRÐINGÁNET, 68 cm. á hæð — 100 m. á lengd. GADDAVÍR, No. 12y2 og 14. Símskeyti London, 29. sept. United Press. - FB. Breska þjóðstjómin. Stanley Baldwin hefir verið útnefndur innsiglisvörður, en gegnir áfram fyrra embætti sínu (forseti konungsráðsins). Budapest, 29. sept. United Press. - FB, Stjórnarskifti í Ungverja- landi. Horthy ríkisstjórnandi liefir falið Goemboes hermálaráð- lierra að mynda nýja stjóm. Khöfn, 29. sept. United Press. - FB. Árekstur á sjó. Menn óttast, að 35 menn hafi druknað, er árekstur varð milli rússnesks kafbáts og danska eimskipsins Peter Mersk. Berlín, 30. sept. United Press. FB. Sjómannaverkfall yfirvofandi í Þýskalandi. Samband sjómannafélaganna liefir hætt samningum við Sam- band eigenda eimskipafélag- anna. Vilja sjómannafélögin þvi ekki ræða frekara launalækk- unartillögur skipaeigenda. Er nú hætt við, að allsherjar sjó- mannaverkfall hefjist á morg- un (laugardag). Getur verið, að það verði látið koma til fram- kvæmda, að því er þá sjómenn snertir, sem eru á sjó, eigi síð- ur en þá, sem eru á skipum í liöfnum inni. Njr heifflilisíðoaðar á íslandi. Ríkarður Jónsson listamaður og þýskur læknastúdent, Ernst Prúller að nafni, ætla að halda skóla saman i vetur; ætlar Rík- arður þannig að endurreisa skóla sinn með nýju fyrirkomu- lagi, en skólinn liefir nú imd- anfarið legið niðri, sökum lieilsubrests Ríkarðar. Ernst Prúller er mikill kunnáttu- maður um gerð leðurmuna og slcreytingu þeirra. Ætla þeir að haga kenslunni þannig, að Rik- arður gerir fyrirmyndir leður- inunanna, en nemendurnir teikna eftir og útfæra svo á leðrið undir handleiðslu Prúll- ers; hann hefir reynt íslensk sauðskinn og kveður þau vera ágæt til að vinna úr ýmsa nauð- synja- og skartgripi, svo sem skinnveski fvrir konur og karla, kventöskur, veski, skrifmöpp- ur, skjalamöppur, bókaspjöld, peningabuddur, mýndaalbúm, ramma, inniskó, hanska, stól- setur, stólbök o. fl. — Með þessu móti slá nemendurnir tvær flugur í einu höggi, nefnilega að læra teilcningu og búa upp í hendurnar á sjálfum sér um leið. En síðar er meiningin að láta nemendurna gera fyrir- myndirnar sjálfa með tilsögn. Auk þessa kennir Ríkarður almenna teikningu og mótun, sem að undanförnu, og enn- fremur kenna jieir að skera prentmót i tré (ísl. birki og hnoleum). Hér er um merki- lega nýung að ræða. Óhugsandi er það ekki, að fallegir munir úr sútuðu, isl. skinni með sér- kennilegri íslenskri skreytingu, gætu orðið drjúgur söluvarn- ingur til erlendra ferðamanna, auk margra eigulegra muna í landinu. Kensla þessi ætti að vera tilvalin fyrir ungar stúlk- ur og pilta. Geta menn búið að góðri kunnáttu alla æfina. Skólinn byrjar laust eftir mánaðamótin. Væntanl. nem- endur snúi sér til Ríkarðs Jóns- sonar, Grundarstíg 15, kl. 6—9 e. h. Sími 2020. Ungfrú Ólöf Árnadóttir, leikfimiskennari er fyrir skömmu komin frá Berlín, en þar stundaÖi hún nám siðastliðið ár i kunnum leikfimisskóla (Schule fúr gym- nastische Körperbildungi, Elfriede Delitzsch). Lauk hún þar prófi með hæstu einkunn, sem gefin hefir ver- ið við þenna skóla. Aðeins einn nemandi skólans hafði áður fengið jafnháa einkunn. Próf það, sem Ó. A. tók, er hvorttveggja í senn, fulln- aðarpróf í ýmiskonar leikfimi og kennarapróf í uppeldsfræði. Ó. Á. lauk áður stúdentspróf i hér og heim- spekiprófi, með i. eikn.,'Og stund- aði því næst leikfimisnám í Dan- mörku og Svíþjóð. Að þvi búnu stundaði hún leikfimiskenslu hér, en fór svo, fyrir liðlega ári, til fulln- aðarnáms i skóla þeim i Berlin, er fyrr var nefndur. Ó. Á. byrjar nú kenslu á ný eftir mánaðamótin. o. Námskeið í bjövgunarsundi og lífgun Súndflokkar Ármanns og K. R. hafa ákveðið, að halda námskeið i hj örgutiarsundi og lífgun á sunnu- dögum kl til 3 e. h. í sundlaug- unmn. Eru sundme'nn beggja fé- laganna beðnir að fjölmenna, og mæta stundvíslega. Allar nánari upplýsingar gefur Þ. Magnússon, Laugaveg 30. Verslunarmannafélagið Merkúr mun halda i vetur uppi nám- skeiðum fyrir verslunarmenn eins og að undanförnu. — Heíir félag- ið haft slík námskeið um nokkur ár og þótt gefast vel. Hafa þar þar verið kendar þær greinir, sem nauðsvnlegastar eru verslunar- mönnum, svo sem bókfærsla, reikn- ingur, verslunarréttur, enska og þýska. Sjá augl. i blaðinu í dag. Allar nánari uppl. gefur skrifstofa Merkúrs, Lækjargötu 2, sími 1292. * Smábarnaskóli. Eg sá það auglýst i Visi nýlega, að hinn frægi iþróttamaður og ágæti kennari Jón Þórðarson, Sjafnargötu 6, ætlar að starfrækja smábarnaskóla (fyrir 5—8 ára böm) i vetur. — Ætlar hann að kenna bömunum lestur og skrift og auk þess handavinnu og leiki. — Munu margir fagna þessari skóla- stofnun og verða til þess að koma börnmn sinum þangað. Bæði er það, að börnin hafa gott af þvi að byrja ung að nema það, sem við þeirra hæfi er, og foreldrunum mun þykja vænt mn, að vita af börnum sínum undir handleiðslu góðs kennara, nokkurar stundir á dag. — Auk þess sem Jón Þórðar- son hefir fengið ágætan undirbún- ing undir hið vandasama kennara- starf, þá er hann einn af prúðustu mönnum sinnar stéttar, reglumað- ur i hvivetna, sem ekki má vamm sitt vita, og drengur hinn besti, sem ekki mun sá öðru en þvi, sem gott er og göfugt í brjóst sinna litlu, en næmu nemenda. K. Kaupmenn og aðrir, sem þurfa að fá sendi- sveina fyrir veturinn, ættu að snúa sér til skrifstofu Merkúrs, Lækjar- götu 2, simi 1292, sem getur ávalt útvegað duglega og áreiðanlega sendisveina. Utvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. ■ 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Grammófónsöngur: Rússland undir snjó, raddsett af Straklioff og Scriabine, sungið af Ga- maley og Frúlilingsstim- men, eftir Johan Strauss, sungið af Ritter Ghiampi. 20,00 Klukkusláttur. Grammóf óntónleikar: Trio nr. 1 í B-dúr, eftir Schubert. 20.30 Fréttir. — Lesin dagskrá næstu viku. Músik. Reykvíkingar! Nú stendur sláturtíðin sem hæst og er þvi sérstakt tækifæri til að birgja sig upp með kjöt til vetrarins. Til þess að gera við- skiftavinum vorum hægara fyrir, seljum við kjöt í heilum kroppmn með sömu flokkun og sama verði og það er selt í sláturhúsinu sjálfu. Einnig viljum við minna yður á, að daglegp höfum yið ný- sviðin svið. Einnig lifur og hjörtu. Tryggið yður góða vöru með því að versla við okkur. Matarbiídin, Laugavegi 42. — Sími: 812. Matardeildin, Hafnarstræti 5. — Sími: 211. Kjötbdðin, Týsgötu 1. — Sími: 1685. VOSS'ELDFÆRI eru þau vönduðustu og spar- neytnustu, sem völ er á. Gerið svo vel og komið og lítið á gæðin. Verðið mjög lágt. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Apoilo dansklúbburinn selur aðgöngumiða í dag frá kl. 4—7 í Iðnó. verður settur á morgun kl. 4 í Kaupþingssalnum. íslendingi sýnt banatílræði. Heimskringla þ. 17. ág. birtir eftirfarandi fregn frá Portland, Oregon, Bandaríkjum: „Sú ó- hæfa var hér i frammi höfð fyrir skemstu, að reynt var á hinn illmannlegasta liátt að myrða Mr. Björn Jóhannsson, vel þektan ritliöfund og ótrauð- an starfsmann að endurbótum í félagsmálum. Morðtilraunin var framin með þeim liætti, að íveruhús hans var sprengt í loft upp kl. 2 að nóttu, er fjöl- skyldan var í svefni. Til allrar hamingju varð þetta ekki fjöl- skyldunni að meini. Björn, kona lians og tvö börn sluppu út ómeidd, en liúsið var i rúst- um eftir sprenginguna. — Ástæðan fyrir þessari fólsku- legu árás á Björn Jóhannsson var sú, að hann hefir verið einn hinn mesti atkvæðamaður þessa bæjarfélags (Port.) i að berjast gegn sviksamlegu, pólitisku framferði. Gróf liann upp skjöl, er skýlaust báru merki um sviksamlega framkomu eins bæjarfulltrúans, er John Mann er nefndur. Hann tók sönnunar- gögn sin til lögfræðings bæjar- ins, en hann vildi ekki sinna málinu. Þá lagði hann þau fram í yfirréttinum og leiddi það til þess, að málið var rannsakað. Gat Mr. Mann ekki hreinsað sig af tveimur mjög vitaverð- um kærum, er á liann voru bornar. En Björn Jóhannsson lét ekki staðar numið. Hann hélt látlaust áfram að afla sér upp- lýsinga um það, sem var að ger- ast í bæjarráðinu. Og áður en á löngu leið var borgarstjórinn, George L. Baker, og einn bæj- arráðsmanna, fundnir selcir um sviksamlegt f ramf erði. — Björn Jóhannsson er ritstjóri og útgef- andi blaðsins Oregon Progres- sive og einnig meðritstjóri ann- ars blaðs, Tlie New Democracy. Með þessum blöðum, og ræðum sem hann flytur iðulega i út- varp — því B. J. er talinn einn af fremstu ræðumönnum Norð- vesturlandsins og dreaur ávalt að sér fjölda áheyrenda — lieldur liann málum sínum fram þar til eftir þeim er tek- ið og réttvisin getur ekki leitt þau lijá sér. Eigi að síður kom brátt í ljós, að dómstólarnir ætl- uðu sér ekki að gera meira en þeir voru knúðir til. En þá sneri Björn sér til almennings. Hann fékk menn í lið með sér og var sjálfur i broddi fylkingar til þess að fá Baker og Mann rekna frá embættum, með atkvæðum fólksins auðvitað. Þetta var ekki smáræði að færast i fang, en Björn sýndi svo mikið áræði og dugnað og kom svo vitur- lega fram, að andstæðingum hans stóð beigur af: Var nú far- ið a ðhóta honum öllu illu, en það beit lítið á Björn. Yfirgnæf- andi atkvæðamagn náðist til að koma Mann frá, en Baker hélt embætti sínu með sára litlum meiri hluta. En i almennings- álitinu gerði þetta út af við Baker i pólitískri starfsemi. Var nú farið að ræða um B. J. sem borgarstjóraefni og þannig stóðu sakir, er hin fólskulega morðtilraun var gerð. B. J. hef- ir nú lýst þvi yfir, þrátt fyrir morðtilraunina, að hann leggi elcki frá sér vopn sín. Blöðin hérna flytja langar fregnir af morðtilrauninni. — Á meðal ís- lendinga er B. J. vel þektur. Hann er hægur maður í viðmóti Scandia eldavélar Bílageymsla. Tek til geymslu bila yfir lengri eða skemri tíma, í upphituðu húsi. — Verðið mjög sanngjarnt. Látið bilana ekki standa í slæmu húsi, það styttir aldur þeirra að mun. Eglli Vilhjálfflsson, Laugaveg 118. Sími 1717. með greindarlegan svip. Hann er í raun og veru meiri lær- dómsmaður en bardagamaður, en hann er gæddur stálslegnum viljamætti, göfugu hugrekki og miklum hæfileikum til þess, að sjá hvað í mönnum býr. Hann er prófliafi frá háskólanum í Chicago og var þar heiðraður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.