Vísir - 04.10.1932, Síða 2

Vísir - 04.10.1932, Síða 2
VISIH Tomato Cátchup Ep besta fáanlega Tómatsósan sem til lanásins flyst. Símskeyti London, 3. okt. United Prcss. - FB. Frá Breturn og- írum. Konutigurinn liefir veitt James McNeill, yfir-landstjóra í trska frírikinu, áheyrn í Buck- ingham Palace. Félst koungur á, að McNeill léti af embætti, að sögn að ráði De Valera. Gehf, 3. okt. United Press. - FB. Frá Genf. Nefnd sú, er framkvaémda- ráð þjóðabandalagsins skipaði, til undirbúnings alheims við- skiftamálaráðstefuunni, hefir ákveðið, að boða til ráðstefn- unnar í London, en ltefir enn ekki ákveðið hvaða dag lmn verður sett. Undirbúnings- nefndin kemur saman á fund í Genf þ. 31. þ. in. Golan og „krepposkýin". —o— Árum saman hafa „Tíma- menn“ hámast að útgerðar- mönnum og kent þeim um verð- fallið á sjávar-afurðunum. Hafa þeir fullyrt, að fiskur og síld hafi fallið i verði fyrir þær sak- ir einar, að útgerðarmcnn liafi ekki verið starfi sínu vaxnir, ekki kunnað þá list, að „vinna fyrir almenning“, og látið und- ir höfuð leggjast, að leita fræðslu hjá samvinnumönnum, sem æfinlega haldi öllu í horf- inu og gæti þess vandlega, að afurðir landbúnaðarins falli ekki í verði. Því hefir jafnvel verið lialdið fram i bændablað- inu, að „einn“ fyrv. ráðherra framsóknar hafi hal't hönd í bagga eða ráðið að miklu leyti matvöruvérðinu á heimsmark- aðinum í það mund, sem ófrið- urinn mikli var í algleymingi. Sagði blaðið, að þessi heill ráð- herrans hefði stafað af þvi, að hann hefði kunnað hin réttu vinnubrögð, ‘eins og aðrir fram- sóknarmenn. Til munu þeir bændur, sem trúðu þvi statt og stöðugt, að ekki mundi koma til þess, að kjöt, ull og gærur félli í verði á erlendum markaði, jiví að Jónas Jónsson, Tr. Þórhallsson, Jón Árnason og aðrir þess hátt- ar „máttarstólpar", mundu ald- rei sætta sig við það. Þeir kvnni líka jiá guðdómlegu list, að „vinna fyrir almenning“. Með- an landbúnaðurinn nyti slíkra manna, sem hinnar blessuðu þrenningar, væri öllu vissulega óhætl. „Eða haldið þið, piltar,“ sögðu þeir, „að hann Jón Árna- son láti það viðgangast, að verð- ið lækki? Eða þá jieir hinir - hann Jónas og hann Tryggvi ? — Nei, þeir eru ekki eins og útgerðarmennirnir, sem láta alt verða að cngu, el' þeir þarna í „útlandinu" vilja ekki borga jiað, sem upp er sctt. Þeir kunna tökin á jiví, blessaðir bændavinirnir — þeir eru ckki eins og úrræðalausir útgerðar- menn, sem engu ráða fyrir „ut- an pollinn“. Svona var liljóðið um eitl skeið, en nú liefir reynslan tal- að sínu dapurlcga máli. Land- búnaðar-vprurnar eru svo kol- fallnar í verði, að cngu tali tek- ur. — Bændur cru i standandi vandræðum og gela ekki staðið í skilum, enda ekki við þvi að búast, eins og nú er komið, Og „hin mikla jirenning" stendur uppi úrræðalaus og veit ekki sill rjúkandi ráð. Reynslan hefir skorið úr um það, að „bændavinunum", sem kunna jiá miklu list, að „vinna fyrir almenning“, liefir ekki tekist hótinu betur en útgerðar- mönnunum. Þeim hefir í raun réttri tekist öllu ver, og fara nú lildega sumir bændur að efast um, að þeir segi satt, að þeir kunni öðrum fremur að „vínna fyrir almenning“. Því verður ekki haldið fram hér, að „bændavinirnir“, sem „kunna að vinna fyrir almenn- ing“, heí'ði getað komið i veg fyrir verðfall landbúnaðar-af- urðanna. Þeim hefði vitanlcga verið jiað alveg ómáttugt, engu siður en útgerðarmönnum, að koma í veg fyrir verðfall sjávar- afurðanna. En jieir hafa, jiessir oflátungar bændaliðsins, ráðist á útgerðarmenn fyrir verðfall sjávar-afurðanna, og mætti jiá vitanlega með sama rétli kenna jieim (þ. e. forvígis- mönnum bænda) um verðfallið á landbúnaðar-vörunum. Sann- leikurinn er sá, að íslendingar geta, þvi miður, litlu um það ráðið, livaða verð er boðið í vöru Jieirra á erlendum mark- aði. En þeir eiga að vanda vör- una sem best, gera liana mark- aðsliæfa og útgengilega, og leita nýrra markaða. Alt hefir jietta verið reynt, að minsta kosti að jiví er sjávar-afurðirnar snertir, og samt hafa vörurnar fallið í verði. - íslendingar hafa ekki ráðið við jiað verðfall og verð- ur engum einstökum mönnum eða félögum um kcnt. Þess er getið i siðasta blaði „Tímans“, að dilkar leggi sig nú ekki meira á blóðvelli, en sem svari 6—10 kr. liver. Þelta eru sorgleg sannindi. Fyrir nokkurum árum lögðu dilkar sig á 35—40 króinir. Þelta er gifurleg verðlækkun og svarar lil Jiess, að skippund af verk- uðum saltfiski hefði I. d. fallið úr 100 krónum niður í 25 kr. eða meira. Saltfiskurinn hefir nú vist ekki fallið svo gífurlega, sem betur fer, og hafa þá „bændavinirnir“, sem kunna þá list, að „vinna fyrir almenning“, staðið sig töluvert vcr að Jiessu leyti, en útgerðarmennirnir, sem fyrirsvarsmenn bænda ern altaf að svívirða. En íiú er „huggarinn" kom- inn á kreik i „Tímanum“ og tekinn að fimbulfamba um „kreppuský“ og annað jiess háttar, sem „bændavinimir“ hafi ekki getað varast. Mun jiað svo að skilja, að „kreppuskýin" hafi verið svo jiélt og myrk, að jafnvel jieir, sem liest kunna að „vinna fyrir almenning“, liafi vilst í Jiessu skýja-rökkri og mist öll tök á kjötverðiriu með- an á villunni stóð. Þetta geti altaf komið fyrir, en nú finni liann á sér, að golan sé í nánd, sú er feykja muni öllum kreppuskýjum út í hafsauga, en þá hljóti kjötverðið að lag- ast mjög bráðlega. Þess er ekki getið, hver „gera muni vindinn“, en vænt- anlega ætlar greinarliöfundur- inn að leggja hánn til sjálfur. - ----- iwwaaro. --------- Iláskólinn var settur í gær kl. 11 f. h„ í neðri deildar-salnum í Jiing- húsinu. Athöfnin hófst með því, að sunginn var fyrsti kafli af háskólaljóðum Iv Gíslason- ar, en jiví næst flutti Háskója- rektor, dr. pliil. Alexander Jó- liannesson, skörulega ræðu. Fór hann nokkurum orðum um bréytingar þær, sem orðið hefði á kennaraliði skólans. Þakkaði hann Einari Arnórssyni, fyrr- um prófessct, mikil og góð störf í Jiágu Háskólans og vís- indanna. Hefir Einar Arnórs- son, sem kunnugt er, verið skipaður dómari i Hæstarétti. Kvaddi rektor nú E. A. með vel völdum orðum. Því næst bauð liann Bjarna Benedikts- son, cand. jur., settan prófess- or, velkominn. Rektor mintist Jiá frú Katrínar Skúladóttur, ckkju Guðm. Magnússonar prófessors, en bún lést i sum- ar. Ánöfnuðu Jiau hjón Iláskól- anum í arfleiðsluskrá sinni gjöf til stvrktar vísindanámi ungra lækna, og á sá sjóður að liera nafn jieirra. Hafði Guðm. prófessor Magnússon áður af- hent Háskólanum 50.000 kr. gjöf til jiessarar sjóðstofnunar. Bað rektor nienn að minnast jiessara merku hjóna, með því að standa upp, og gerðu Jiað allir viðstaddir. — Þá ræddi rektor um byggingu Háskóla, og drap í jiví sambandi á lög síð- asta Aljiingis um það efni. Samningar eru nú í undirbún- ingi um lóð undir Háskóla- hyggingar, fyrir sunnan Tjörn- ina, alt að 16 ha. að stærð. — Að jivi búnu' flutti rektor er- indi um íslenska tungu. Loks ávarpaði liann stúdenta, og bauð Jiá velkomna, og hvatti jiá til sjálfstamningar, sjálfs- afneitunar og drenglyndis. Þá var sunginn 2. kafli Háskóla- Ijóðanna, en að Jiví búnu af- henti rektor stúdentum borg- arabréf. Athöfninni lauk með því, að sungið var ,,(), guð vors lands“. — Um 145 ncmendur stunda nú nán.i i Háskólanum. Kvennaskólinn í Reykjavik var settur ji. 1. okt. Skólinn er því nær full- Kaupið ítalska Netjagamið með íslenska fánanum á merkinu. Hefir verið notað hér við land í mörg ár. Besta tegund, sem fáanleg er. Fæst í veiðarfæraverslunum. skipaður. í námsdeild eru 99 og í liússtjórnardeild 11 (tekur mest 12). Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin sanian í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Svein- sína G. Jóramsdóttir og' Lárus B. Sigurbjörnsson. Heimili Jieirra er á Framnesvegi 28. — Sama dag voru gefin saman i lijóna- band af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú Sigríður Halldórsdóttir og Guðjón Guðmundsson, múr- ari. Heimili Jieirra er á Baldurs- götu 16. Ölvaður bifreiðarstjóri ók, inn í hestaþvögu á Arnar- neshálsi síðastliðinn sunnudag, Varð einn hestanna fyrir bif- reiðinni. Brotnaði annar aftur- fótur liestsins fyrir neðán kon- ungsnef, en hinn um mitt læri. Var liesturinn þegar skotinn. Dómur er ófallinn í málinu. — Sá, er ók bifreiðinni (einkabif- reið, RE - 983), heitir Geir Baldvinsson. Svíþjóðarfarar Ármanns komu á Lyru í gær úr frægð- arför sinni til Svíjijóðar. Mikill fjöldi manna , hafði safnast saman á hafnaruppfvllingunni (il Jiess að bjóða Jiá velkomna. Ármenningarnir eru hinir ánægðustu með för sína. Sýndu Jieir listir sínar á 8 stöðum i Svíjjjóð, en sýningarnar í Ber- gen og Osló fórust fvrir. Farjiegar á Lyru. Dr. Guðm, Finnbogason landsbókavörður, dr. Sig. Nor- dal prófessor, Páll ísólfsson og frú o. fl. voru meðal farþega á Lyru hingað. Slrandferðaskipin. Esja i er væntanleg hingað í kveld. Súðin var á Akureyri í morgun. Braupnir seldur. Alexander Jóhannesson, áður skipstjóri á Nirði, hefir keypt botnvörpunginn Draupni í fé- lagi við nokkura menn aðra. Fer Draupnir á isfiskveiðar bráðlega. Gullverð isl. krónu er nú 58,10. Danssókli Ástu Norðmann og Sig. Guð- mundssonar hefst á morgun. Sjá augl. Leiðrétting. I grein minni „Hagur bænda“, sem birl var i N'ísi í gær, er skekkja á einum stað. Upphaf selningarinnar, sem um er að ræða, á að vera þannig: „En þeir mætti minn- ast Jiess, að allar þær fram- kusémdir, viturlegar og óvitur- legar, scm ráðist hcfir verið í —“ o. s. frv. * Ctvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Ivlukkusláttur. Fréttir. Kastrup nidursuðuglösin reynast best og eru þess utan ódýrust. — Stærðir: >/2 — 1 og 1 Vz kg. VÉRSL. B. H. BJARNASON. ! 20,30 Erindi. Ferðir fuglanna. (Árni Friðriksson). 21,00 Tónleikar: — Celló-sólú (Þórh. Árnason). 21,15 Upplestur. (Sig. Skúla- son, mag.). 21,35 Grammófóntónleikar: Quartett, eftir Haydn. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 30. sept. NRP. — FB. Mustad verksmiðjueigandi og j frú hafa gefið 300,000 krónur til rannsókna á gigtveiki. Danska cimskipið Peter Mærsk sigldi á rússneskan kaf- bát í Finskaflóa. Samkvæml blaðinu Tidens Tegn hafa rúss- nesk blöð ekkert tilkynt unx at- burð þennan, en blaðið hefir ; fengið það slaðfest lijá danska 1 aðal-ræðismanninum i Lenin- grad, að fregnin sé rétt. * Middagsavisen skýrir frá Jiví, i að smálestatala þeirra skipa, er | liggja ónotuð á höfninni í Osló, | hafi farið minkandi upp á síð- | kastið, Osló, 3. okl. NRP. FB. ! Frá Genf er símað, að á laug- ardaginn var, er nefndarfundur 1 var i þjóðabandalaginu, liafi j verið skotið af skanimbyssu inn ! um glugga á fundarsalnum. Sá, er skaut, bæfði engan fundar- manna. Var hann handtekinn. j Kvaðst hann vera dr. juris i Buday frá Budapest og sagðist 1 hafa ætlað að „drepa einn ráð- herra“. Frá New York er simað: Ellingsen, stýrimaður frá ! Tromsö, sem lagði af stað frá ! New York i júlí, á bát sem Sonja hét, og ætlaði yfir Atl- antshaf til Noregs, liafi brotið skip sitt í spón á ströndum Peguin Island við Newfound- land. Frá Stokkhölmi er sírnað, að kröfur þær, seiu fram eru komnar i Jirotabúi Ivars Kreug- er, nemi 2500 milj. sænskra króna. ------„ -------------- Frá Bretlandi. —o--- Leicester, I. október. Unitcd Prcss. - Ftí. 32. ársþing verklýðsflokksins breska var sett í gær (mánu- dag). I þingsetningarræðu sinni kvað George Latham svo að orði, að tafarlaust vrði að gera ráðstafanir til skipulagsbóta, svo að hægt verði að útvega hin- um vinnulausu atvinnu, en það verði ekki hægl fyrr en hafist

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.