Vísir - 06.10.1932, Blaðsíða 2
V I s J K
Fyrirliggjandi:
Stormvax.
Þéítir hurðir og glugga.
Símskeyti
London 5. okt.
Uuitcd Prcss. - FB.
Frá Bretum og Irum.
Tliomas nýlendumálaráð-
Jierra og De \ralera gáfu sam-
eiginlega út tilkynningu i dag,
a‘ð afloknum viðræðufundi í
Downing Streel, þess efnis, að
það hafi orðið að samkomu-
Iagi, að samningaumleitanir
úm ársgreiðslurnar og aðrar
greiðslur, sem ekki háfi farið
fram, skuli Iiefjast i London
þ. 14. þ. m.
Khöfn 5. okt.
Unitetl Prcss. - FB.
Frá Danmörku.
Fjárlagafrumvarpið l'yrir
1933—34 verður lagt fyrir
fólksþingið í dag.
Beflíri, (i. október.
United Press. - FB.
Frá Þýskalandi.
Verkfalli fiskimanna [K-irra,
setn veiðar stunda á djúpmið-
um, er lokið. Núverandi launa-
samningar hafa verið fram-
lengdir til 1. janúar næsta árs.
Blackpool, ö. október.
Unitcd Press, - FB.
Frá þingi breskra íhaldsmanna.
Sambandsþing ílialdsfélag-
anna hefst í dag hér i borg og
er búist við, að 700 fulltrúar
sitji þingið. Aðalmálin, sem til
uniræðu verða, eru Indlands-
málin og Ottawasamningarnir.
-— Chamberlain lieldur uppi
svörum gegn þeim, sem ó-
ánægðir eru út af gerð við-
skiftasamningánna.
Bjfirnstjerne Bjfirnson
mun vera einna kunnastur
norskra stórskálda hér á landi.
Hafa sumar sögur hans verið
gefnar út i islenskum þýðing-
um og orðið mjög vinsælar
meðal alþjóðar, enda eru þær
hin mestu listaverk, og auk
auk þess þrungnar af ástúð og
hjartsýni, eins og flest önnur
verk þessa mikla skálds. — í
annan stað var Björnson einn
hinn aðsópsmesti og glæsileg-
asti maður, sem uppi hefir
verið á Norðurlöndum siðustu
mannsaldrana. Hann lét al-
menn mál mjög til sin taka og
var ávalt heill og óskiftur, þar
sem hann tók í strenginn.
Hann var ómetanlegur sonur
ættjarðar sinnar, ókrýndur
höfðingi heillar þjóðar, „sam-
viska“ Noregs um langan ald-
ur. — Svo sem líklegt má
þykja, hefir mikið verið ritað
um slíkan mann. — Nú hafa
nokkurir Reykvíkingar gefið
út á íslensku „Endunninning-
ar um Björnstjerne Björnson“
eftir Ivarl Konow. - Þýðing-
una liefir gert Einar Guð-
mundsson. — Er kver þetta
bæði fróðlegt og skemtilegt, og
þarf ekki að efa, að margir
muni kaupa það og Icsa sér til
ánægju. A þessu ári (8. des.)
eru 100 ár liðin frá fæðingu
liins mikla skáld-jöfurs, og
munu Norðmenn hugsa sér að
minnast aldarafmælisins svo,
að samboðið verði minningu
skáldsins.
Flóttinn úr syeitunnm
og Jónasarliðlð.
—o—
Eins og vænta mátti hefir
blaðið Dagur á Akureyri tckið
undir lofsöng Gísla Guð-
mundssonar Tímaritstjóra og
Jónasar Jónssönar frá Iiriflu
um „samvinnubygðir i svipuð-
um stíl og sveitaþorp eru víð-
ast erlendis.“ Dagur hefir ávalt
rekið erindi Jónasar Jónsson-
ar eftir bestu getu, enda er það
annað aðalmálgagn hans. —
Þcgar blaðið íslendingur á Ak-
ureyri birti grein eftir Vísi um
þessar nýju „landnámshug-
sjónir“ J. .1., rauk Dagur vitan-
lega til og tók undir Tima-
sönginn um þetta efni. Mun þá
Timinn liafa verið kominn
norður með fyrstu greinum
J. .1. og G. (i. um þorpamenn-
ingu þá, sem þeir vilja stofna
til hér á landi. Japlar höfund-
ur Dags-greinarinnar á sömu
tuggunum og þeir G. G. og .1. .1.
og þykir ekki ástæða til aö elt-
ast við allar þær firrur, enda
hefir þegar verið vikið að ýms-
um atriðum í greinum þeirra
Cr. G. og ./. .1. eftir að grein sú,
sem Dagur gcrir að umtals-
efni, birtist í Visi. Útúrsnún-
ingum Dags og rangfærslum
verður þó engu svarað, svo
sem að Vísir telji dreifbýli
sveitanna besta skilyrði fyrir
hollri menningu, ef þar „eru
engir vegir, engir símar, léleg
hús, lítil ræktun og engir skól-
ar.“ Á þessi ummæli blaðsins
er að eins bent lil þess að
menn sjái, að á ritstjórnar-
skrifstofu Dags er ástunduð
samskonar röksemdafærsla og
sanngirni og á ritstjóniarskrif-
stofu Timans. Hér skal að
J)essu sinni bcnt á það, að Dag-
j ur kemur ekki auga á það
höfuðatriði, frekara en Tím-
inn, sem eklci var heldur við
að búast, að það er ekki hin
minsta trygging fyrir þvi, að
með framkvæmd þeirra ráða-
gcrða, sem J. J. gerir að um-
talsefni, verði komið í veg fyr-
ir flóttann úr sveitunum, eins
og .T. J. og G. G. virðast telja
víst. Á meðan svo er ástatt hér
á landi, sem verið hefir, og að
líkindum mun verða, að at-
vinnuskilyrði við sjóinn eru
betri en í sveitunum, J>á leitar
einhvcr liluti sveitafólks at-
vinnu þar, og eins J>ótt þorp
mynduðust víða i sveitunum
með tið og tima, fyrir eðlilega
J>róun, má enda telja vist, að
nokkur hluti þess fólks, sem
þar vex upp, muni einnig kjósa
að stofna heimili í bæjum
landsins og sjávarplássum.
Fyrsta skilvrðið til þess að
myndun sveitaþorpa með að-
stoð hins opinbera lakist, er
Mjólknrhú Flóamanna
Týsgötu 1. — Sími 1287.
Reynið okkar ágietu osía.
vitanlega, að fólkið þar, eigi
síður en i dreifbýlinu, geti
rekið atvinnu sina mcð liagn-
aði, en nú vita allir, að land-
búnaður er vfirleitt rekinn
með tapi. Skynsamlegast væri
því að gera ekki neinar stór-
feldar breytingaráætlanir á
skipulagi íslensks landbúnað-
ar eins og stendur, en tryggja
efnalega afkomu þeirra, scm
nú stunda J>á atvinnugrcin, á
þann hátt, sem hyggilégast er,
með þvi að hætta rógsiðjunni
og áníðslunni gagnvart þeim
og á þcim, sem búa í bæjum
og kaupstöðum, efla atvinnu-
vegi þeirra um leið og hændur
eru styrktir eftir föngum, því
úð efnaleg afkoma bænda er
vissulega að miklu levti undir
því komiri, áð Jiændur liafi á-
fram sem hingað til, góðan
markað fyrir afurðir síiiar í
bæjum og kaupstöðum.
Því hefir verið haldið fram,
áð skrif J. .1. og dáta lians um
]>essi efni, séu gyllingaskrif,
fram lcomin í pólitískum til-
gangi. Enginn, sem þekkir upp-
liaf stjórnmálaferils- J. J. ög
fylgsl hefir með stjórnmála-
baráttu J>essa nianns, mun ef-
ast um, að seinasti gyllingavef-
ur lians er allur úr pólitisku
bandi, en að vísu úr svo lélegu
togi, að alstaðar grysjar í illa
gerðan vefinn, J>ótl hreldum
sálum kunni að þykja hann
fagur og rauður — úr hæfi-
legri fjarlægð.
Dagur og Tíminn hafa revnt
að telja mönnum trú um, að
greinir J>ær, sem Vísir hefir
birt um þetta efni, séu allar
fram komnar af illvilja í garð
bænda. Óþarft er að ræða slikl
fleipur, þvi að öllum sæmiléga
viti hornum mönnum er ljóst,
að svo er eigi.
„Vináttu“ sína til bænda hefði
J. J. getað sýnt á meðan hann
var, ráðhcrra, m. a. i því, að
heita áhrifum sinum til ]>ess,
að ástunduð væri gætileg fjár-
inálastjórn. í þess stað hafði
hann nálega sett ríkið á höfuð-
ið. Vísir hefir vitt ábyrgðar-
leysi lians alt í því efni sem
öðrum, en stutt þá menn, scm
berjast fyrir því, að farið sé
gætilega i fjármálum og unnið
að skynsamlegum l'ramförum
i landbúnaði, útgerð, iðnaði
o. s. frv., án þess að í]>yngja
landsmönnum um of með ó-
hæfilegum skattabyrðum. —
Stefna .1. J. og liðs hans heíir
verið sú, að níðast á öðrum
höfuðatvinnuvegi landsmanna,
útgerðinni, cn barátta þeirra
fvrir bændur og landbúnaðinn
hefir hins vegar jafnframt
farið að meira eða minna levti
í liandaskolum, af því að J>eir
liafa, eins og margoft hefir
verið tekið fram og marg-
sannað er, Iátið flokkshags-
munina sitja í fyrirrúmi, og á-
valt skort bæði vit og þekk-
ingu til þess að taka rétta
stefnu, séð frá velferðarsjón-
armiði þjóðarinnar. — Síðar
verður væntanlega tækifæri til
þess að ræða nánara við ]>á
menn, sem þrátt fyrir „hin tal-
andi verk“ .T. J„ ímynda sér,
að honum sé trúandi til að
marka holla stel'nu um fram-
tið islenskra sveita og þess
fólks, sem þær byggir.
Kaupið ítalska
N etj agamið
með íslenska fánanum á merkinu. Hefir verið noíað
hér við land í mörg ár. Besta tegund, sem fáanleg er.
Fæst í veiðarfæraverslunum.
Veðrið í morgnn.
íliti í Reykjavík 7 st.. Isafirði
5, Akureyri 5, Seyðisfirði 6, Vést-
mannaeyjum 6, Stykkishólmi 6.
Blönduósi 5, Hólum í HornaíirÖi
3, Grindavík 5, Færeyjum 8, Julia-
nehaah -5, Jan Mayen 5, Angmag-
salik -4- 3. Hjaltlandi 9, Ty.nemouth
9 st. (Skeyti vantar frá Raufar-
höfn). Mestur hiti hér í gær 9 st„ •
minstur 5 st. Urkoma 0,2 mm. Sól-
skin i gær 5,9 st. Yfirlit: LægÖin
er nú á milli íslands og Færeyja'
og veldur hægri norðanátt h'ér á
landi. — Horfur: Su'Öyesturland,
FaxaflóiA Breiöa’f jörður : NorÖan
gola. Úrkomulaust og víðast bjart-
viÖri. VestfirÖir, NorÖurland, norÖ-
austurland, AustfirÖir: Norðan og
norðaustan gola. Skýjað loft og
rigning öðru hverju. einkum í út-
sveitum. SuðaustuiTand : TTæg norð-
anátt. Bjartviðri.
Aflasölur.
Tryggvi gamli seldi isfisksafla í
Englandi síðastl. þriðjúdag fyrir
987 sterlingspund/ Geir seldi nokk-
urn hluta aíla sins í gær fyrir 785
sterlingspund. Línuveiðarinn Ólaf-
ur Bjarnason seldi einnig ísfisks-
afla nýlega fyrir tiölega 800 ster-
lingspund.
Davíð Síefánsson
skáld frá Fagraskógi dvelst
nú bér í bænum. Hann er ný-
kominn frá Sviþjóð og Noregi.
Heimdallur.
Fundur verður haldinn ann-
,að kveld kl. 8V2 i Varðarhúsinu.
Sjá augl.
Gullverð
ísl. krónu er nú 58.08.
Es. Gi'.Bfoss
fór héðan í gærkveldi áleiðis til
Kaupmiuinahafnar. Meðal far-
])ega voru: Hákon Bjarnason skóg-
fræðingur, Ivar Þórarinsson, ung-
frurnar Þórumi Havsteen, Margrét
Hrómundsdóttir, Þóra Borg o. fl.
Es. Goðafoss
fór vestur og norður í gærkveldi.
Meðal far]>ega voru: Magnús
Sigurðsson, hankastjóri, Jón Ólafs-
son bankastjóri, Bergur Jónsson
sýslumáður o. m. fl. Farþegar voru
alls um 40.
Ný kenslubók.
Nýlega er komin út „ttölsk mál-
fræði“, eftir Þórhall Þorgilssón,
kennara. Útg. er Isafoldarprent-
smiðja h.f. — Vegna viðskifta við
þjóðirnar í Suður-Evrópu íer þeim
fjölgandi. sem leggja stund á
ítölsþu- og spænskunám. F.r þvi
brýn þörf kenslubóka í þessum
málum.
Es. Esja
fer i hringferð vestur um
land næstk. mánudag.
Gs. Botnia
kom til Kaupmarinahaínar kl.
7 i gærmorgun.
Ms. Dronning Alexandrine
kom hingað í gærkveldi frá
útlöndum. ‘
Saumaklúbbur templara
starfar frá kl. 4—7 á morg-
1111 í Góðlemplarahúsinu við
Vonárstræti.
Samsæli
heldur GlímufélagiÖ Armann
S ví þj ó'Öar f örunum í IÖnó naist-
komandi íöstudagskvöld kl. 9. Hefst
það með sameiginlegri kaf fidiykkj u.
en að því loknu verÖur dansað.
Hljómsyeit P, O. Bemburgs leik-
ur allan tímann. AÖgangur kostar
kr. 3.00 fyrir manninn, þar í inni-
falið .kaffi, -og fást áÖgön^WmiÖar
hjá Þórarni Mágnússýni. Laugaveg
30, og í IÖu.ó írá kl. 4—7 á morg-
un. Vafalaúst ver'Öur . þetta bæði
fjörugt ög íjöiinciit sámsæti. A.
Eiðaskólinn.
„Skýrsla um alþýðuskólann
á Eiðum 1931—1932“ er nýlega
komin út. Skólanemendur voru
alls 20, í tveim deildum, én 10
luku burtfararprófi. — Fæðis-
kostnaður pilta varð kr. 1.93 á
dag og stúlkna kr. 1.70. Nem-
endur þjónuðu sér sjálfir, ■—.
„þvoðu allan þvott, sléttuðu
klæði sín o. s. frv.“ — Ivenn-
araskifti urðu við skólann í
byrjun skólaársins. Lét ]>á af
kenslu Eiríkur Magnússon, en
við tók Guðgeir Jóliannsson.
Að öðru leyti voru kennarar
hinir sömu og árið áður.
Nýja 'kolaverslun
opnar Ólafur Benediktsson á
inorgun. Sjá augl., sern birt er
í bláðinu i dag.
Félag ísk stórkaupmanna
heldur fund i Hótel Borg kl.
3J4 á morgun. MikilsVarðandi
mál ú dagskrá. Sjá augl.
Heimatrúboð leikmanna,
Vatnsstíg 3. -— Almenn sam-
koma í kveld kl. 8.
K. F. U. K.
A. D.-fundur annað kveld kl.
8V2. Framkvæmdastjórinn tal-
ar. Allar konur, vngri og eldri,
velkomnar.
lívctdskóli K. F. U. M.
Kensla hefst í lcveld í B-deild kl.
8 og í A-deild annaö kveld kl. 8.
línn er hægt aÖ bæta viÖ örfánm
nemendum. sem gefi sig fram i
skólanum nú þegar.
Áheit ú Hallgrímskirkju
i Saurbæ, afhent Vísi: 5 kr.
frá N. N.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 2 kr. frá ónefnd-
um, 5 kr. frá Lóu, 5 kr. frá
G. B., 2 kr. fi’á ónefndum, á-
heit frá Múnehen 10 kr„ áheit
frá 1924 2 kr„ 25 kr. frá G.
J., 2 kr. frá S., 10 kr. frá P.
M., 7 kr. frá xx.
Áheit á Barnahcimilið
„Vorhlómið“ (Happakross-
inn), afhent Vísi: 5 kr. frá N.
„Tindurinn kallar“
heitir stutt crindi, er Grétar
Fells flytur á fundi í „Septima“
annað kveld kl. 8>/2, i Guðspeki-
félagshúsinii. Einnig les Þor-
lákur Ófeigsson upp ævintýri
(,,Augnablikið“).