Vísir - 25.10.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 25.10.1932, Blaðsíða 3
V ISIR ii\ en miklar líkitr væri til þess. Voru þeir sýknaSir, cn íslcifur og jón Raf.ns.son vortt dæmdir í 300 kr. sekt hvor, sem átti að afplánast meÖ þriggja vikna einföldu fang- «lsi, ef ekki væri greidd innan ijögurra vikna frá löglegri birtingu dómsins. — DómsniSurstaÖan í Hæstarétti varÖ hinsvegar þessi: Hinir ákærött, Jón Hafliðason og Kristniundur Jónsson. eiga að vera sýknir af ákærum réttvísinnar i máli þessu. — Hinir ákærÖu, ts- leifur Högnason og Jón Rafnsson, sæti 30 daga fangelsi viÖ venjulegt fan'gaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar samkvæmt 1. grein laga nr. 39. I9°7- °8 fellur fullnæging hennar niður. ef hinir <lómfeldu halda skilyrði nefndra laga þar að lútandi, svo greiði þeir og in solidum allan sakarkostnað t héraÖi og áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hrm. Guðmtmdar Ólafssonar og Theódórs Líndals, 120 krónttr til hvors. —- Dómintim skal full- nægja með aðför að lögum. Silfurbrúðkaupsdag’ eiga í dag frú Helga Guð- mundsdóttir og Guðmundur Einarsson seglasauinari. Trúlofun sina hala ný.lega opinberað ungfrú Margrét Ingvarsdóttir frá Skipum á Stokkseyri og Kristján Kristjánsson skipstjóri, Ránargötu 7. Prestafélagsritið, 14. árg., er nýlega kominn út. Eins og kunnugt mun er jietta timarit fyrir kristindóms- og kirkjumál, gefið úl af Presta- félagi Islands. Ritstjóri er Sig- urður P. Sivertsen vígslubiskup. Prestafélagsritið kemur út í stóru broti, sama broti og Eim- reiðin, og er að |k‘ssu sinni 208 bls. Efni er sem hér segir: 1. Starfshættir kirkjunnar. Eftir Sigurð P. Sivertsen. 2. Athafna- fcristindóniur. 8. Nathan Söder- blom. Eftir Ásmund Guð- mundsson háskólakennara. 4. Kristindómur og goðsagnir. Eftir dr. theol. Magnús Jónsson prófessor. 5. Gildi skriftamála. 6. Kirkjan og líknarstörfin. Eft- ir frú Guðrúnu Lárusdóttur. 7. Sjómannasálmur. Eftir Valdi- mar V. Snævarr skólastj. 8. Árni prófastur Björnsson. Eftir dr theol. Jón Helgason biskup. Með mynd. 9. Sálrnur. Eftir Jón Magnússon skáld. 10. Kirkjan og börnin. Eftir præp. hon. Þórð Ólalsson. 11. Skirnar- sálmur. Eftir Kjartan Ölafsson brunavörð. 12. Veldur trúin geðveiklun? Eftir dr. med. H. I. Sclioii. 13. Kirkjur og kirkju- siðir í Borgarfirði fyrir 00 ár- um. Eftir Kristleif Þorsteinsson, bónda á Stóra-Kroppi. 14. Blindir menn og Blindravinafé- lag íslands. Eftir Sigurð P. Sí- vert^sen. 15. Trúarhæfileiki manna. Eftir dr. med. H. I. Schou. 10. Útvarpið og kirkjan. Eftir sira Jakob Jónsson. 17. Bergkonan við Ásbyrgi. Eftir síra Knúl Arngrímsson. 18. Æskulýður nútímans . og lifs- skoðun Jesú Krisls. Eftir sira Óskar J. Þorláksson. 19. Eccle- sia Orans. Eftir sira Jón-Auð- uns. 20. Tryggingar. Eftir síra Ingimar Jónsson. 21. Prófastur Einar Jónsson frá Hofi (In memoriam). Eftir I. G. 22. Mælir Kristur gcgn gieðinni? Eftir sira Gumiar Arnason. 23. Bókasöfn prestakalla. 24. Sjá, vinur vor liinn blíði. Sálmalag, raddsctt af Björgvm Guð- mundssyni tónskáldi. 25. Lofið drottin. Lag eftir Friðrik Bjamason kennara. 26. Til þín, vor Guð. Lag eftir sira Halldór Jónsson. 27. Upp gleðjist allir. Lag eftir Helga Pálsson kaup- félagsstjóra. 28. Heili og sál. Eftir dr. med. H. I. Schou. 29. Langvinn sálsýki frá sjónar- miði trúarinnar. Eftir dr. med. H. I. Scliou. 30. Prestafélagið. Eftir S. P. S. 31. Frá samvinnu- nefnd Prestafélagsins. Eftir Á. G. 32. Bamahcimilisstarf þjóð- kirkjunnar. Eftir A. G. 33. Er- lendar bækur. Eftir dr. J. H. og S. P. S. 34. Löggjöf. 35. Ný hús- lestrarbók. 36. Reikningar barnaheimilissjóðs þjóðkirkj- imnar 1931. 37. Ýmislegt. 38. Reikningur Prestafélags íslands árið 1931. Maria Markan. Þessi unga og glæsilega söng- mær söng opinberlega, seni kunn- ugt er. á íslensku vikunni í Stokk- hólmi, og þótti söngur hennar þar mjög fagur, enda fékk María Markan hina bestu bláðadóma fyr- ir söng sinn og framkomu, og hin bestu meÖmæli sjálfs Forsell’s mun hún hafa fengið, og er þess að vænta, að henni veröi styrkur að meðmælum slíks manns, á frama- braut þeirri. sem hún vafalaust á fyrir höndum, ef alt gengur aÖ óskuni. — BlaðiÖ „Dagens Ny- heter" segir' svo m. a.: „Óperu-* söngmærin María Markan söng með fagurri rödd sinni tvo ein- songva, eftir Sigfús Einarsson („Gigjan“ og „Augun hláu“) og einnig lög eftir Markús Kristjáns- son.“ — í „Nya Dagligt Alle- handa“ segir svo: „María Markan söng af næmum skilningi. Hún hefir fagra sópranrödd, sem ekki er mjög mikil, en áhrifamikil og björt. eins og hest. kom fram í „mezza vocet“ o. s. frv. — „Svenska Daghladet“ segir að M. M. haíi injög aukiðá hrifni áheyrenda, hún hafi vel skólaða og fagra rödd og hafi sungið af allri sál sinni. — „Stockholms Tidningen" hælir M. M. fyrir mentun, glæsilegan söng og ágætan framburð. — í „Aften- posten“ 24. sept. eru og birt mjög lofsamleg ummæli um söngmærina. — María Markan er vafalaust ein- hver glæsilegasti söngvari. sem þjóð vor á nú, og er ánægjuefni.að söng- ur hennar hefir fengið viðurkenn- ingu sænskra blaÖa. María Markan er enn ung kona, og á henni vafa- laust eftir að fara miki.Ö fram. Söngvinnr. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss og Dettifoss leggja af stað héðan annað kveld áleið- is til útlanda. Goðafoss fór frá Húll i dag áleiðis hingað til lands. Sclfoss l’ór frá Siglufirði i gær áleiðis til úllanda. Lagar- foss fór frá Bergen i dag áleið- is til Kristianssand. Brúarfoss fór frá Leitli i dag, áleiðis bing- að. Gengið í dag. Sterlingspnnd .... Kr. 22,15 Dollar ............. — 6,63 190 ríkismörk.......— 157,93 — frakkn. fr......— 26,29 — lielgnr .........—• 92,34 —■* svissn. fr.....— 128,41 — lírur..............— 34,06 — pesctar ........ 54,66 — gyllini ...........— 267,52 — tékkósl. kr.....— 19,79 — sænskar kr. ... — 114,95 — norskar kr......— 112,48 — danskar kr......— 115,06 Gullverð isl. krónu er nú 56,28. Rausnarleg gjöf. Stjórn Samverjans, scm áður starfaði að matgjöfum hér i bænum, - hefir nýverið sent Mötuneyti safnaðanna bréf þess efnis, að hún léti 1700 mál- tiðir ókeypis til starfsemi Mötu- neytisins. — Máltiðimar verða átnar úti í Elliheimilinu, en stjóm Samverjans skipa sömu menn, sem eru stofnendur og stjómendur þess. — Samverj- inn gaf til Mötuneytisins s. 1. vetur 1000 kr. og nú aðra gjöf sem er eins mikils virði og eru xað stærstu gjafirnar, sem starfsemi Mötuneytisins hafa Jorisf og flyt eg gefendum hér með bestu þakkir fyrir. — Hafa xessar gjafir komið sér vel, þar sem menn alment muna ekki eins vel eftir Mötuneytinu og skvldi. — Hafa hirigað til frem- ur fáar gjafir borist, enda þótt ekki allfáir menn hafi sent rausnarlegar gjal'ir. Ætti jessi siðasta gjöf stjómar Sam- verjans ekki að draga úr styrk rnanna til Mötuneytisins, sem hefir þegar nú í haust gefið mörg bundruð máltiðir til þurf- andi fólks. 23. október. Gísli Sigurbjörnsson. E.s. Esja fer í strand ferÖ næstkomandi fimtudag, austur um land. Sjá lUgl. I' undur Sendisveinadeildarinuar 24. ]). 111. var vel sóttur og fór ágætlega fram. SkýrÖi umsjónar- maÖur deildarinnar. Gísli Sigur- björnsson, fyrir mönnum fram- komu ungra kommúnista s.l. föstu- dagskveld, og þótti sendisveinum slík framkoma komnninistum ein- um samboÖin. — Nokkurir komm- únistar voru boÖnir á fundinn. og þótti sendisveinum broslegar frá- sagnir þeirra frá Rússlandi. Munu þeir víst hafa vcriÖ fáir, scm tóku alvarlega sögnna um niánaðarsum- arfrí sendisvcina þar í landi — og fjögra stunda vinnu á dag!! Fengu kommúnistar líka óspart að finna þann hug, sem sendisveinar hera til þeirra — og munu vist seint fá marga þéirra til fylgis viö hina háskalegu stefnu sína. - Er- lendur Vilhjálmsson. sem er með- limttr í Félagi ungra jafnaðar- manna, skýrÖi að nokkuru fyrir sendisveinum sprengingar- og svikastarfsemi kommúnista meðal verklýðsfélaganna. Blöskraði ntörg- um að heyra þær lýsingar -— en þrer munu allar sannar vera. Kommúnistar þeir. sem fundinn sátu, munu hafa heyrt og séÖ hversu fráhverfir sendisveinar eru þeirri stefnuþsem lýsti sér í skrafi nokkurra angurgapa kommúnista, sem aldrei hafa gerl handarvik, til þess aÖ hœta eða efla kjör sendi- sveina. — Fundarstjóri var FriÖ- finnur FriÖfinnsson, sendisveinn hjá llamri. og stýrÖi hann fund- inum vel og röggsamlega. Pundarmadur. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinni i kveld kvikmyndina „Ást og örlög“. Er það amerísk tal- og hljómmynd i 9 þáttum. Aðal- hlutverk leika Constance Ben- nett, fræg leikkona, Paul Cava- naugh o. fl. — Gamla Bíó sýn- ir leynilögreglumynd i 7 þátt- um. Er hún kölluð „Leynisnáp- urinn“. Kvikmyndin byggist á skáldsögu eftir Edgar Wallace. Talið i kvikm. er áþýsku. Y. Verslunarmannafélaffið Merkúr heklur skemtifund á fimtudag- inn í kaffihúsinu Vifli. VerÖur þar ýmislegt til skemtunar, svo sent upplestur, einsöngur og dans: — A morgun verður fundurinn nánara auglýstur hér i hlaðinu. Verslunin Dettifoss heitir ný vefnaðarvöruversl- un, sem opnuð var í dag á Bald- ursgötu 30. Heimatrúboð leikmanna. Vatnsstig 3. Ahnenn satn- korna i kveld kl. 8. Útvarpið i dag. 10,00 Veðurfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 , Grammófóntóleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Vestur-ís- lendingum, II. (sr. Benja- min Kristjánsson). 21,00 Tónleikar: Píanó-sóló (F2mil Thoi-oddsen). 21.15 Upplestur (Guðbrandur Jónsson rithöfundur). 21,35 Grammófóntónleikar: Leonora-Ouverture No. 3 og König Stephan-Ouver- ture, eftir Beethoven. Vestan nm haf. —o— í 40. tbl. Vísis þ. á. er grein um Sigurð Helgason, tónfræð- ing, i tilefni af 60 ára afmæli hans. Það er altaf gaman, að Jjeirra sé getið, sem verða ætt- jörðifsinni að liði eða til sóma. — Eg' þekki S. H. allvel og.mér er sönn ánægja að slaðfesta það, sem sagt er í nefndri grein í Visi og bæta við fáeinum orð- um frá sjálfum mér. Þeim, sem vestur um haf komu á þeim árum, sem Sigurður fluttist þangað, er vel kurinugt um, hvilikum erfiðleikum það var bundið, að ryðja sér braut hér vestra. A þeim árum varð lítið úr mörgu ágætu inanns- efni, því að baráttan fyrir lífinu var býsna lxörð. Menn urðu að neyta síns brauðs í sveita sins andlitis og liöfðu ekki tíma né tækifæri til að iðka það, seni þeim slóð hjarta næst. iÞönnig var ástatt, þegar Sigurður kom hingað, þá unglingur að aldri. Á þeim árum var tónlist litill gaumur gefinn, hér vestra og svo var það líka heima. Tónlist- in var þá ekki metin svo liátt, að efnilegt væri ungum manni, að sökkva sér niður í neinar ,músik-grillur“. Þjóðarbrot okkar hér átti þá litils frama von, að því er mönnum sýndist; allir voru fátækir á þeirri tið, þó að síðar yrði breyting á fyr- ir mörgum landanum. Sigurður er þannig skapi farinn, að hann kýs helst, að „bvggja sinar eigin brýr sjálf- ur“. Er undravert, hversu afar víðtækrar þekkingar hann hef- ir aflað sér á tónlistarsviðinu; er enginn vafi á þvi, að honum mundi innan handar að öðlast pröféssors-nafnbót, ef liann kærði sig um. Er ilt til þess að vita, er slíkir hæfileikanienn hverfa af ættjörð sinni og vinna æfistarfið meðal framandi þjóða. Vil eg skjóta þvi að stjórn íslands, að reyna að ná Sigurði heim til fósturjarðar- nnar. Mér finst undravert hvc miklu hann hefir afkastað á sviði tónlistarinnar. Hann hefir samið að nxinsta kosti 20 söng- lög og þau þeirra, sem eg liefi heyrt, . eru ágæt. Hann hefir stjórnað 15 söngflokkum. T. d. stjórnar hann nú sænskum söngflokki hér i Los Angeles, og hefi eg nokkurum sinnum verið áheyrandi, þegar sá flokk- ur hefir komið fram opinber lega. Eru þær stundir með þvi ánægjulegasta, sem cg hcfi „upplifað“ i þeirri grcin, alt samstilt og stjörnað af mestu snild. Sigurður gleymir því aldrei- og síst þegar hann kemnr frarn opinberlega, að hann er Islend- ingur. Lætur hann þú ætíð get- ið þjóðernis síns og þykir okk- ur vænt um það. Nú standa Olympiuleikarnir yfir hér i borginni og má því segja, að mikið sé um dýrðii'. Borgin er skrevtt fánum allra þeirra þjóða, sem einhvem þátt taka i leikunum. Island tekm' ekki Jjátt í þeim, því miður, eix fyrir atbeina Sig. Helgasonar blaktir fáni íslands hér meðal annara þjóðfáua. Hér á aðal- skemtistaðnum eru sæti fyrir 40 þúsund rnanns (dalverpi með bogamynduðum sætaröð- um i brekku). Þar andspænis er hvelfing, sem nefnd er „Skel- in“. Þama eru nii daglega (á kveldin) haldnar samkomur í sambandi við Olympiuleikana, og einungis það, sem þykir skara fram úr á listasviðinu, fier aðgang. Einn daginn, 2. ágúst, var þar haldin hljómlist- arsýning, og komu fram 24 þjóðflokkar i þjóðbúningum sínum, sem margir voru afar- skrautlegir. Saknaði eg þar is- lenska kvenbiiningsins, cn Sig- urður Helgason bætti mér þetta upp, þvi að liann kom þar fram með söngflokk sinn, íslending- um og Svíum til rnikils sóma, Samkomugestirnir munu liafa verið á líka margir og á þjóð- hátiðinni á Þingvöllum 1930. Orðlengi þetta ekki meira, eu vona að þér birtið línumar í lieiðruðu blaði yðar. Los Angeles, Cal., 8. ág. 1932. Þorgils Ásmundsson. (3847 Hellman ave.). Moont Ererest. London, 26. sept. United Press. - FB. Enn ein tilraun verður gerít til að klífa upp á liæsta fjalls- tind i heimi — Mount Everest, sem gnæfir 29.141 fet ensk yfir sjávarflöt. ’Þrettán menn a. m. k. liafa beðið bana við tilraunii' til þess að klífa upp þennaix snævi þakta fjallstind í Hima- layafjöllum. Fjallið er afar erf- ilt uppgöngu og óveðrasamt, en á leiðinni um Tíbet er stöðug liætta frá þjóðflokkum, sem er illa við ferðálög hvítra maniia um „hið helga land“ sitt. Dalaí Lama, æðsti valdamaður Tíbet, hefir nú veitt leyfi til þess, a'ö Breska landfræðifélagið og The Alpine Club sendi menn til þess að klifa upp fjallið. Er búist við, að þessi nýi leiðangur leggi af stað snemma næsta sumars. — Bretar gerðu tilraunir lil þess. að ganga á Mount Everest 1921» 1922, 1924 og 1925. Árið 1922 höfðu leiðangursmenn með sér oxygen-geyma og mun það vera i fyrsta skifti, sem fjallgöngu- menn hafa haft oxygen með- ferðis. Tveir leiðangursmanna. G. I. Finch kapteinn og J. G. Bruce klifu 27.300 fet upp f jall- ið og hafði enginn maður kom- ist jafnhátt fjTi'. I leiðangrinum 1924 voru flestir þeirra, sem höfðu verið í leiðangrinum ár- ið 1922. Var Bruce liershöfðingi (C. G. Bruce) leiðangursstjóri, eins og 1922.1 þessum leiðangri komust þeir E. F. Norton her- deildarforingi og dr. T. H. So- merwell 28.200 ensk fet upp í fjallið. — Arið 1924 fórust tveir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.