Vísir - 11.11.1932, Blaðsíða 3
y l s i r
Sparneytnasti lampinn
W'C& , AafWV* °' - -a\)M •
*vt »- ,V \»W'V . eí^VaVWV .
»**?>?$*>c" -c'
VJ^v"- -J e-
OsV‘
\w"
■OV
v\o
VW^, vavW'
^^wv,\N,aW ^
avvw-
-séS 1 draumi: Ásbyrgi, HljóSa-
bletta, Öskju, Dettifoss. Kn auk
'])css kraft og kyngi alls norður-
hjarans og dularöfl í þjóðáagna og
þjóðlifsmyndum sínum. Síðan
-Guðmundur Thorsteinsson hvarl’
fyrir aldur fram af sviði íslenskra
lista, hefir enginn málari gefið sig
að þessurn efnum neitt að ráði. En
hér kemur Sveinn með fjórar
myndir þessaraf tegundar í einu:
Á heimleið úr kaupstað (i), Nyk-
■ufinn tneð börnin (9), Útlagar
(10), Eftir snjóflóð (n). Þó sum-
-r,m þeirra sé í ýmsu ábótavant, þa
-eru kostirnir svo yfirgnæfandi, að
þíer gefa okkur sterka vonir um,
_aö við eigum eftir að sjá tnargt
.sniidar.v.erkið frá hendi hans á
þessu sviði. Stærri landslags-
snyndirnar sýna. yfirleitt best\i
tækni, þrótt í formi og styrk í
'litum ; en þær eru : Frá nágrenni
.Ásbyrgis (8), Við Hljóðalcletta
(/). Kvöld á Svarfaðardal (13),
Askja (12), Morgun við Hljóða-
Metta (6). SíÖasttalda myndin
verður varla gripin við fyrsta
augnakast, en sé lengi horít, verö-
ur maður gripinn af hrifni stund-
arinnar. hvernig klettarnir standa
hljóðir og þöglir, sterkt mótaðir og
'kýrt afmarkáðir móti fyrsta bliki
morgunsins og ímyndunin fer
úsjálfrátt að hlusta eftir nlð ár-
innar, sem streymir i þungum
•streng á milli klettanna. Margar
af minni myndunum, svo sem 15,
ió, 20, o. fl. cru einnig prýöis fall-
■egar. í vatnslitum sýnir hann okk-
ur Dettifoss (28) og tekst ótrú-
lega vel og sannar þá mynd, sem
IKristján Jónsson dregur i kvæði
sínu: Þar sem aldrei á grjóti
gráu . . Ofan af heiöi (30) er
einnig sérlega góð vatnslitamynd.
Viö eina myndina, Eftir snjó-
flóð, langar mig að gera ofurlitla
-athugasemd, en það á ekki að vera
útásetning, heldur aö eins vinsain-
ieg bending. Það er óvíst að mál-
verkiö sé heppilegt meðal til áð
sýna harmleik, en sé þaö ,gert
verður málarinn, eins og leikarinn,
■að setja sig inn i sálarástand per-
ónunnar, sem sýnd er. En við-
'bragöiö (reaction) sýnir hún með
•afstöðu líkamans og hreyfingum
útlimanna- Myndin sýnir konu,
sem kemur að líki af manni, er
orðiö hefir fyrir snjóflóðí. Hér
:getur verið um tvennt að ræða:
..'vnnaöhvort er konan manninum
óviðkomandi og rekst á líkið af
tilviljun; þá ípundi hún kikna i
hnjáliðunum, grípa fyrir andlit
sér með annari hendi og Iianda frá
sér meö hinni. Eða hún hefir verið
;að leita að manni sinum eða ást-
vini og finnur lík hans sundur-
kramið undir skriðunni, ])á mundi
hún bugast af sorg og beygja sig
2)fan að lílcinu. Á myndinni er kon-
an stíf og næstum stolt. Slikt við-
bragð hefði verið hárrétt, ef mað-
urinn hefði verið veginn af manni,
því þá hefði vaknað löngun til
hefnda. En það tjáir engum að
jhefna sín á náttúruöflunum, nema
þá eins og Sigurði Trölla hjá St.
G. St. .
Kona Sveins sýnir talsverða
kýmni í kerlingamyndum sínum og
eru margar þeirra skemtilegar.
Tvær af vatnslitamyndum hennar
]iykja mér afar góðar. Kona (31),
Frá Hilleröd (44). Olíumyndin
Hnúkará Svarfaðardal (32) þykir
mér svo falleg i litum, að eg, sem
sjálíur hefi myndir til sölu, mundi
kaujia hana, ef eg hefði efni á.
Af myndum Sveins vildi eg helst
eiga Við Hljóðakletta (7).
Sveinn hyggur nú á utanför til
að læra meira. Vona að aukin
mentun spilli honum ékki, af því
hann er nú á svo góðri leið. En eg
skora fastlega á Reykvíkinga að
styöja þennan efnilega listamann
eftir bestu getu- Þeir sem áhuga
hafa og eina krónu, líti inn á sýn-
itigu þeirra hjóna, þeir sem efni
nafa kaupi verk þeirra. Eg trúi
ckki öðru en fleiri finni til þeirra
kenda, sem lýst er í upphafi þessa
máls Væri það ekki fengur að
fá slíkt inn á heimili sín? Sem
dæini upp á, að ])aö borgi sig að
káupa málverk, langar mig að
segja ofurlitla sögu. I fyrra seldi
eg málverk fyrir föt. Fötin1 eru nú
orðin snjáð og að ári veröa þau
ekki til. Málverkið hangir enn þá
upp á vegg hjá eigandanum, jafn
í°rskt og þegar eg lauk við það.
Magnús Á. Árnason.
Veðrið í morgun.
Hiti í Revkjavik 10 stig. ísa-
firði 5, Akureyri 8, Seyðisfirði
9, Vestmannaeyjum 10, Stykkis-
hólmi 7, Blönduósi 10, Raufar-
höfn tí, Hólum í Hornafirði 8,
Grindavík 9, Færeyjum 8, Juli-
anehaab -4- 6, Jan Mayen -f- 4,
Angmagsalik 0, Hjáltlandi 8,
Tynemouth 3 stig. Mestur hiti
hér i gær 10 stig, minstur 5 st.
Úrkoma 44.0 nnn. Yfirlit: Djúp
lægðarmiðja skamt vestur af
Reykjanesi á hreyfingu norður
eftir. Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói: Sunnan kaldi og litil
rigning í dag, en sennilega aft-
ur suðaustan livassviðri og rign-
ing i nótt. Breiðaf jörður: Hvass
austan og rigning fram eftir
deginiun, en gengur siðan i suð-
ur og lygnir. Vestfirðir, Norður-
land, norðausturland, Austfirð-
ir: Suðaustan og austan storm-
ur og rigning i dag, en lygnir
og batnar með nóttunni. Suð-
austurland: Alíhvass sunnan og
suðaustan. Rigning.
Árásin á Sveinbjörn Egilsson
vnr framin nokkuru fyrr en frá
var sagt í blaðinu í gær eða kl.
langt gengin sex- Væntanlega tekst
lögreglunni að hafa upp á árásar-
mönnunum. Bófar þeir, sem réð-
ust á Sveinbjörn hafa vafalaust
skákað í því skjóli, að lögreglan
væri nú véik fyrir, eftir bardagana
fvrr þennan sama dag, er árásin
var gerö. Krafa alls almennings
er, að lögregluliðið verði eflt þegar
i stað svo vel, aö öryggi almenn-
ings sé í engu hætta búin.
íiidsvoði í Austurstræti.
Eldur kom upp í fyrri nótt í húsi
L. H. Múller kaupmans, Austur-
stræti. Eldurinn var talsvert far-
inn að breiöast út, er slökkviliðið
kom á vettvang, en því gekk greið-
lega að slökkva. Nokkrar skemd-
ir urðu á húsinu.
Atvinuubótavinnan.
Frá þvi var skýrt í Vísi í gær,
að lieyrst liefði að ríkisstjórnin
og Landsbankinn myndi leggja
fram það fé, er á vantaði til
þess að hægt yrði áð halda
áfram atvinnubótavinnunni
með óbreyttu kaupi til nýárs.
Reyndist þetta rétt, því að rilcis-
stjórn hefir lofað að leggja
fram 75 ]>ús. kr. til atvinnubóta-
vinnunnar og útvega bænum að
iáni sömu upphæð. Rétt er að
taka fram, að borgarstjóri liafði
áður leitað til ríkisstjórnar og
Landsbankans um þetta fé, en
því var þá neitað, og var það or-
sök þess, að samþykt var að
lækka kaupið.
Lögregluliðið.
Tiu lögregluþjónar eru enn
óstarfhæfir vegna áverka Jieirra,
sem þeir fengu í óeiröunum í fyrra
dag.
Höfnin.
Geir kom af veiðum i gær
og fór aftur á veiðar samdæg-
urs. Belgiskur botnvörpungur
kom inu i gær með lík eins
skipverja, sem liafði látist af
slvsförum.
Skip Eimskipafélagsins.
Dettifoss fór frá Hull 8. þ. m.
Væntanlegur hingað annað
kveld. Goðafoss er á Revðar-
firði á útleið. Selfoss fór frá
Antverpen i gær. Gullfoss er í
Leith. Brúarfoss er á útleið.
Aflasölur.
Karlsefni selcli ísfisksafla í
Grimsby í gær fyrir 720 stpd.
Sviði seldi nýlega fyrir 784 stpd.
A.rinbjörn hersir seldi í Cuxhaven
á miðvikudag fvrir 1500 ríkis-
nicii'k,
M.s. Dronning Alexandrine
kom i morgun að vestan og
norðan.
D.r. phil Max Keil
ílytur í háskólanum fyrirlestra
fyrir almenning um Þýskaland eft-
ir heimsstyrjöldina. Fyrirlestrarn-
ir verða fluttir á þýsku. Fyrsti
fyrirlesturinn er í dag og hefst kl.
8 smndvíslega (elcki 15 mín. síð-
ar eins og yenjulega er um háskóla-
fyrirlestra). Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Send ih erraf regn
frá í gær hermir, að kosn-
ingafundir í Danmörku séu
hvarvetna fjörugir og vel
sóttir. — Stauning forsætis-
ráðheiTa hefir haldið ræðu
H ú s g ö g n.
Afar fallegl og vandað svefnherbcrgissett, sem kostaði nýtt
1420 kr. kostar nú eftir 6 mánaða notkun 900 kr.. Sérstaklega
vandað og gott borðstofusett fyrir hálfvirði. Ennfremur
nokkrar gerðir af sérstökum buffetum, borðstofuborðum.
bókaskápur, rúmstæði, ný og notuð, servantar, klæðaskápar,
náttborð, bamarúm, sundurdregin, fjaðramadressur sem nýj-
ar. Svo og margt fleira sem að húsbúnaði lýtur. Einnig liöf-
um við allskonar fatnað bæði á konur og lcarla.
Laugavegi 3.
Sími: 599.
Eldurinn eydileggur
eigur yðar þegar minst varir. Vátryggið
hjá The Eagle Star & British Dominions-
Insurance Co.
s
Umboðsmaður:
Gapöap Crislason,
Símar 281, 481 og 681.
Fálkinn keraur út i
fypramálid. - Komið
og seljid. Söluverð-
laun veitt.
Koffliö til
THIELE
Austurstræti 20
ef þér
þurfið v
að fá
GLERAUGU.
Eunfremur allar
gleraugnaviðgerðir
fljótt og vel af hendi leystar.
í Alaborg í viðurvist 10.000
áhevrenda. — Hinn nýstofnaði
bændaflokkur fékk ekki nægi-
legt fylgi til þess að geta liaft
frambjóðendur í kjöri. Komm-
únistar liafa frambjóðendur í
mörgum kjördæmum. 1 bar-
daga milli ungra jafnaðar-
manna og kommúnista i Kaup-
mannahöfn var Verner nolckur
Nielsen drepinn. Hann var jafn-
aðarmaður, tvitugur að aldri.
Maður sá, er menn ætla að hafi
drepið hann, hefir verið hand-
tekinn.
Eriendur Árnason,
trésmíðameistari er áttræður
í dag. Hann er einhver mætasti,
grandvarasti og besli borgari
þessa bæjar, allra manna vin-
sælastur og hinn mesti iðju-
maður.
Guðspekifélagið.
Félagar Reykjavíkurstúkunn-
ar koma saman föstudaginn 11.
nóvember 1932 i húsi guðspeki-
nema við higólfsstræti. Fundar-
efni: Hallgrímur Jónsson flytur
kafla úr „Ríki ljóss og lækn-
inga“, eftir frú Doylc. Bjarni
Erlendsson hefir islenskað. Fé-
lagsmenn mega Iiafa gesti.
G.
Rozsi Cegledi
heldur hljómleika i kveld í
Gamla Bíó kl- 7,15. AS þessu sinni
er ver'Sið niöursett.
Walter Grieg rithöfundur,
sem hér hefir clvaliö um hrrð,
ætlar að halda upplestur á sunnu-
Safnaö hefir:
Einar Gnðmnndsson.
Allir jþurfa að eiga
þærl
p*
M. s. Dronning
Aiexandrine
fer laugárdaginn 12. þ. m. kl. 8
síðd. til Kaupmannahafnar (uni
Vestmannaeyjar og Thorsliavn)
Farþegar sæki farseðla á
morgun.
. Tilkynningar um vörur koml
sem fyrst.
Sklpaafgrelðsla
Jes Zimsen.
Tryggvagötu. Sími 25.
daginn kemur i Nýja Bió, sbr.
augl. á öðrum stað hér í blaðinu.
— X’erður upplesturinn á þysku, en
hr. mag. Kristinn Andrésson mun
fvrst tala nokkur orð um Grieg og
ril bans. — Má búast við að marg-
ir þeirra, sem þýsku skilja nutní
nota þetta tækifæri til þess að
hlusta á Grieg, sem er bæði ágæt-
ur upplesari og rithöfundur. —
Einnig mun Bjami Guðmundsson,
blaðamaður, lesa upp tvær smá-
sög-ur eftir Grieg, sem þýddar hafa
veriö á íslensku, og mun það síst
draga úr aðsókn manna að þess-
um upplestri. R.
Bessastaðamjólk
lækkar í verði frá og með degin-
um i dag og verður nú seld á 40
aura líterinn.