Vísir - 12.11.1932, Side 2

Vísir - 12.11.1932, Side 2
V 1 S I H Heildsölubirgðir: 0 Kvenkjólar — Unglingakjólar — Kápur og Kjólar á börn. Eiguni að eins lítið óselt og er því vissara að koma j sem fyrsl. „Dómupiim^ í máli Magnúsap Guðmundssona r*. Nokkurar athugasemdir. Það er gömul og góð regla, að hafa sem minstar umræður um refsimál, á meðan þau eru óútkljáð fyrir dómstólunum. Frá þessari reglu er þó skylt að vikja um mál það, sem Jónas Jónsson lét á sínum tíma höfða gegn Magnúsi Guðmundssyni og Hermann Jónasson liefir nú dæmt í undirrétti. Þó að máli þessu sé nú þeg- ar áfrýjað og hæstiréttur muni innan skanuns kveða upp í þvi íullnaðardóm, þá er aðdragandi að málshöfðun, meðferð máls- ins, atvik að dómsuppsögn og skerðing sú á sóma og virðingu rikisvaldsins, sem af dóminum er líkleg að leiða, all með þeim hætti, að ekki má dragast, að benda alménningi á nokkurar höfuðstaðreyndir málsins. Haustið 1029, í október, kom hcildsali einn hér i bæ, C. Beh- rens, lil Magnúsar Guðmunds- sonar, þá hæstaréttarmflm., og fór þcss á leit við M. G., að hann aðstoðaði sig við samn- ingagerð við einn aðalskuld- heimtumann sinn, sem átti á heildsalann miklar kröfur, og sumar þess eðlis, að mikilsvert var að þær greiddust scm fyrst. M. G. mun hafa verið ókunn- ugt um fjárliag heildsalans og óskaði því eftir, að liann fengi til atliugunar efnahagsskýrslu hans, svo að af lienni mætti sjá, hvort hagurinn væri ef til vill svo slæmur, að greiðslur til ein- stakra skuldheimtumanna vörð- uðu við lög. Manscher, löggilt- ur endurskoðandi, gerði þá efnahagsreikning fyrir Behrens heildsala. Skv. þessum reikn- ingi stóð iiagur Behrens svo, að ef frá voru taldar skuldir hans við náin skyldmenni, lét nærri, að eignir og skuldir stæðust á. Hins vegar ]>auð aðal-skuld- heimtumaður Behrens nokkra eftirgjöf, ef meginhluti skuld- ar lians fengist greiddur strax, og var þvi auðsæft, að næðust þessir samningar, mundu eign- ir Behrens, reikningsiega séð a. m. k., nema nokkru hærri upp- hæð en skuldirnar, ef skuldirn- ar við ættingjana væru ekki taldar með. Nú eru greiðslur tii einstakra skiddheimtumanna því að eins refsiverðar, að maður hijóti að sjá gjaldþrot sitt yfirvofandi. Maður, sem el^ki á fvrir skuld- um, þarf ekki i öilum tilfellum að sjá, að gjaldþrot vpfi yfir. En á hinn bóginn er bersýni- legt, að sá, sem á meiri eignir, en skuldum nemur, getur ekki séð, að gjaldþrot vofi yfir. — Spurningin var þvi hér sú, hvor't telja ætti ættingja-skuldirnar með eða elcki. Belirens tjáði M. G., og sú sögusögn hans mun staðfest með öðrum gögnum niálsins, að þessar skuldir þyrfti hann ekki að greiða, frekar en efni hrykki tiL, og að eftir þeim mundi alls ekki gengið með málssókn. Taldi M. G. því —- eflaust með rétíu — að tillit til þessara skulda þyrfti ekki að taka, þvi að þótt allar þær skuldir, sem gengið yrði eftir með málsókn yrði greiddar, þá ætti Belirens samt eignir eftir, og þess vegna væri fjarri þvi, að talið yrði^að aðilar „hlytu að sjá gjaldþrot vofa yfir“. Hitt er annað mál, að svo gat farið, að skuldunum yrði haldið fram, cf Behrens kæmist í }>rol hvort sem var, en slík þrot vofðu eng- an veginn yfir í október 1929. M. G. lét því það álit uppi við Belirens, að liann teldi lionum óhætt að ganga inn á umrædda samninga og aðstoðaði við það, sem fram fór i því sambandi. En er kom fram á vor 1930, var Belirens lentur i fjárþroti og leitaði nú enn til M. G. og bað liann aðstoðar til nauða- samningagerðar. M. G. tók að sér þennan starfa, en ekki tókst að ná samningum og mún Magnús þá liafa talið afskift- um sinum af máluin Behrens lokið. Svo var þó ekki, því að M. G. hafði gleymst, 'hver var liandhafi ákæruvaldsins hér á landi á þeim árum. í janúar-mánuði 1931 þ. e. nú fyrir.tæpum tveimur árum varð Behrens heiklsali gjald- þrota. Syo sem lög gera ráð fyr- ir, fékk lögreglustjóri hér búið til rannsóknar um það, hvorl gjaldþrotið hefði orðið með lög- legum hætti eða ekki. Lögreglu- stjóri lét sér mjög lxægt um rannsókn, og það mun ekki liafa verið fyr en á ]>cssu ári, að hann sendi málsskjölin til dómsmálaráðunevtisins, með fyrirspurn um hvað gera skyldi. Ráðuneytið lét sér hægt um málið og munu skjöl }>ess liafa legið þar langan tíma til athug- unar. Það var fyrst í þinglok i sumar, að ráðuneytið vaknar til athal'na. Nú mun mönnum ]>að énn í fersku minni, að í þinglok var Jónasi Jónssyni orðið það ljóst, að liann væri i þann veginn að veltast úr völd- um, því að meginhluti flokks lians hafði snúið við lionum bakinu, og dugðu honuni þá hvorki heitingar né aðrar liam- farir við flokksmenn ’sína. Fór lionuni þá líkt og sumuin ann- áluðum illmennum á bana- stundinni, er keppast við að fremja liermdarverkin áður en þau gefi upp öndina, að hann ]>jónaði lund sinni, sem best hann gat, ]>á fáu daga, sem hanxi átti óJifaða í stjórnari’áðinu, og mun hann ]>tx liafa rekið augun i nafn Magnúsar Guðmundsson- ar á málsskjölum þessum og þá ekki verið seinn á sér að skipa sakamálshöfðun. Varð þetta ein síðasta 'athöfn hans, ásamt nokkurum öðrum ámóta, áður en flokksmenn lians styttu riíðherradómi lians aldur fyrir fult og alt. En eftirmaður J. J. varð Magnús Guðmundsson. J. J. lét nú einn af ]>eim fáu dyggu þjónum, sem liann átti eftir, hreyfa ]>ví á þingi, að Magnús Guðmundsson væri é>- liæfur til starfs sins, þar sem hann væri undir sakamáls- ákæru. Flokksbræður J. .1. tóku þó ekki slikt lijal alvarlega og annar fyri’verandi samráðherra J. .1. lýsti sakamálshöfðunina lireina vitleysu. Þann dóm stað- festi síðan meginliluti annara þingmanna flokksmenn .1. J. sem aðrir með atkvæði sínu. Þá er .1. .1. fór að átta sig eft- ir valdamissinn, var sest á rök- stóla o'g íhugað, með hverju móti ná mætti stjórnartaumun- um aftur. Svaidisl höfuðpaurn- um einna vænlegasta ráðið, að nota nú liina fráleitu málshöfð- unar-skipun sína til þess að kljúfa stjórnina og bola full- tráa sjálfstæðismanna úr henni. Lét J. J. öll málgögn sín liér i bfe (Tímann, Alþýðublaðið og Verklýðsblaðið) ráðast á hixin liatramlegasta liátl á M. G. og lieimta, að málinu yrði haldið áfram og var þvi jafnframt slegið föstu þegar í stað, að M G. vxeri óalandi , glæpamaður. Þessi ki’afa Jónasar-klíkunnar um framgang málsins, var sannarlega alt of liávær, því að eins 'og málum var komið, var það einmitt á valdi eins liðs- manns liennar, liver liraði var liafður á málinu og iiver bráða- birgðaúrlausn þess yrði. Með málshöfðunarfyrirskipun J. .1. licafði málið að nýju komist í hendur lögreglustjórans, Her- manns Jónassonar, og dóms- málaráðuneytið Iiafði enga löngun til þcss, að láta með- ferð lians á málinu til sín laka. Hermann Jónasson var að vísu framarlega í stuðnings- flokki .1. .J. hér í b:e og liafði gelið sér illan^ orðstir með stjórnmálaafskiftum sínmh. En nú var undir liann borið mál, sem engir lögfræðingar höfðu talið, að farið gæli nema á einn veg, nefnilega þann, að ]»i lyktaði með sýknun Magnúsar Guðmundssonar. Fyrirfrám var þvi lítil ástxeða til að ætla, að H. .1. mundi láta leiðast svo af stjórnmálaofstæki, að hann teldi þann sekan, sem skynbær- um mönnum kom saman um að sýkn væri. — Skal þess get- ið hér strax, að Vísir grunar H. .1. vitanlega alls ekki um visvit- andi rangan dóm, lieldur Iiitt, að óafvitandi hafi liann látið um of leiðasl af stjórnmálaill- vilja. — En fvrirfram var elcki hægt að ætla honum slíkt, og þar sem lrapn var reglulegur dómari í málinu, mun M. G. ekki hafa talið ástæðu til, að Ixei’a það sérstaklega undir dóm, livort H. .1. skyldi víkja sæti sökum opinberrar óvildar, og liefði M. G. þó haft rétt lil sliks sem sakborningur. Lögreglustjóri lét sér ckki nú, frekar en áður, að neinu óðslega um afgreiðslu málsins. Hefði þó fyrri dráttur ]>ess og ekki siður það, að vegna sæmd- ar landsins var nú orðið mikils- vert að fá sem fyrst enda bund- inn á málið, átl að ýta alvaríega á eftir honum um að liraða því sem mest. í stað þcss lét hann óátalið ýms blöð breiða út hin- ar kynlegustu fullyrðingar um málið, m. a. þær, að M. G. liefði verið - kærður af velþektum málaflutnlngsmönnum hér í bæ; sannaðist þó siðar, að róg- mæli ]>etta studdist við ]>að eitt, að óskað hafði verið eftir vitnis- burði M. G. um atriði, ^eni ber- „HúsqvaFna“ KJötkvarnip eru heimsfrægar fyrir vandað smiði. Fásl í öllum verslunum sem selja búsáhöld. lánboðsmenn fyrir Husqvarna Vapenfabriks A/B. Þópöup Sveinsson & Co. sýnilega var ósaknæmt og kom málshöfðuninni ekkert við. Engu að siður lét lögreglustjóri fullyrðingu þessa standa ómót- mælta, og það m. a. s. þó að lnin birtist hvað eftir annað í blaði, isem liann iðulega skrifar opin- berlega í, og viðurkent er, að hefir sérstaklega greiðan að- gang að skjölum lögreglustjóra. Um sama leyti sagði annað mál- gagn l'lokksforingja Hermanns Jónassonar frá því, að það liefði leitað til lögreglustjóra og ósk- að að fá skjöl málsins til yfir,- lesturs og birtingar. Sagði það, að lögreglustjóri hefði vísað tii dómsmálaráðlierra, en hinn síð- arnefndi þar á móti til hins fyr- ncfnda. Reynt var að gera þetla tortryggilegl, og var þó öllum vitanlegt, að það er dómari einn, sem ræður hversu hann hagar rannsókn, og meðal ann- ars þvi, Iivað hann vill gera op- inbert fvrir dómsuppsögn! —- Skömmu síðar þótti sama blaði ]>að fáheyrt undur, að M. G. neytti þess frumréttar sakbor- inna manna, að krefjást vit- neskju um árangur rannsóknar, áður dómur væri kveðinn upp. Var þetta túlkað svo, sem M. G. hefði á óheyrilegan hátt notað sér það, að haiin var dómsmála- ráðherra! Sömu dagana birti blað þetta einnig aðrar rit- stjórnargreinar um málið, sem þóltu bersýnilega innblásnar af logreglustjóra sjálfum. Loks var það enn um sama leyti, að þriðja málgagnið — það málgagnið, sem ætlað er fyrir þau skrif Jónasar Jóns- sonar, sem honum sjálfum of- bjóða — birti einskonar út- drátt úr málsskjölimum, að visu allan afbakaðan, en ]>ó svo að bcrsýnilegt var, að semjand- inn hafði haft bcinan aðgang að þeim. Þau ummæli blaðsins fylgdu, að semjandinn hefði ekki þurft að fara bónarveg að Iögreglustjóra til að afla gagn- anna! Meðan á öllu Jiessu s.tóð var Jónas Jónsson sjálfur ekki iðju- laus. Hann hætti raunir við Stokkhólmsförina og íét í þess slað hinn erlenda róghera sinn norska fuglinn i Kaup- mannahöfn — dreifa í litlend blöð villandi og alröngum frá- sögnum af þessu máli. En sjálf- ur toldi hann, aldrei þessu vant, hérlendis heilt sumar. En lögreglustjóri lét sér hægt sem áður. Með haustinu fór hann ]><> að „rannsaka“ að nýju, og vöfðust 'nú mest fyrir hon- um nokkur málsskjöl, sem voru á danska tungu, en cftir mikl- ar bollalcggingar var þó löggilt- ur skjalaþýðandi fenginn til að leysa þann gaklur! Gátu og ver- ið fleiri ástæður til að dómarinn treindi sér málið. Að lokum fór þó svo, að Hermann Jónasson herti upp hugann og ákvað dag til dóms- uppsagnar. Vísir hefir enga löngun til að gera hlut H. .1. verri en augljóst er, og gerir ]>ví, að svo koiiinu, ráð fyrir því, að fullkomin tilviljun liafi verið, að ]>essi dagur var sá hinn sami, sem samstarfsmenn II. .1. i bæjarstjórn fengu á- kvcðinn sem fundardag bæjar- stjórnar lil umræðu um kaup í atvinnuleysing'javinnu. En hitt er fullkomin ástæða til að' víta harðlega, að er lögreglu- stjóri hafði séð þá atburði, sem gerðust á bæjarstjórnarl'undin- um og í sambandi við hann, að þá skyldi hans fyrsta verk vera að fara og' kyeða upp dóm. sem hlaut að gefa liinum fávita byltingalýð byr undir báða vængi. Hér er ekki um það að ræða, að Hermann Jónasson hafi af þessum sök- um átt að breyta þeim dómi, sem liann liafði, eftir þvi sem í pottinn var húið, komist að og álitið að réttur væri. Slíkt kemur engum í lmg, en hitt cr almanna mál, að litlu hefði munað, þó um einn dag enn hefði dregist, að dæma dóms- málaráðherra landsins i tugt- Iiúsið, og menn telja, að lög- reglustjóra Iiefði verið annað vcrk sæmra meðan mikill hluti lögreglunnar lá óvígur, ein- mitt vegna óviturlegra fyrir- skipana hans sjálfs. Mönnum virðist sem óhætt hefði yerið, að láta blóðþorstann í þeim hluta Jónasarliðsins, sem á götuniun var síðastliðinn mið- vikudag, sjalna að minsta kosti yfir nóttina, áður en lög- reglustjóri léíi þær frétlir koma frá sér, sem enn á ný hlutu að æsa upp hatursfvlta liugi þessara leynifiokks- bræðra hans. — i>að liefir ætíð þótt dreng- skaparbragð að rétta hlut þeirra, sem saklausir liafa verið dæmdir sekir af dóm- stólum, og það jafnt livort sem dómaranum verður gefin sök á yfirsjóninni eða ekki. Slíks er eigi síður þörf, þegar ástæða er til að ætla, að pólitiskur ill- vilji kunni einhverju að liafa ráðið um niðurstöðu dómar- ans, beint eða óbeint. En brýn þörf er á mótmælum, þegar slíkur dómur hlýtur að verða ríkinu til svívirðingar utan- lands sem innan. Segja má þó, að mál þelta verði i óvissu, alt þangað til hæstiréttur hefir lcveðið upp sinn dóm. En þegar á ann- an bóginn er atlnigað, hver ákærandinn er og ennfremur fortið og framkoma dóniarans nú, og á hinn bóginn atvik málsins sjálfs, einliuga álil hlutlausra ínanna, þ. á. m. margra glöggskygnra og merka lögfræðinga, þá hvggur Vísir, að hvorki Magnús Guð- mundsson né flokksmenn bans þurfi að vera uggándi um úr- slitin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.