Vísir - 02.12.1932, Blaðsíða 2
V I S I R
Heildsölubirgðir:
KARTÖFLUR — LAUKUR — ClTRÓNUR.
Jólafotin.
Mest úrval af fata- og frakkaefnum.
G. Ejarnason & FJeldLsted.
— Sími 3369. —
íþróttafélag Reykjavíkur.
Dansíeikor Old Boys
að Hótel Borg er á morgun og hefst með borðhaldi kl. 7%.
AðgöngumiSar aS dansinum fást hjá Eymundsen og i Hótel
Borg.
—o—
London, 1. des.
United Press. FB.
Viðskifti Islands og Bretlands.
Breska ríkisstjórnin hefir
liafið viSskiftaumræður viS ís-
lensku viðskiftasendinefndina.
Sir John Gilmour, verslunar-
ráðherra tók á móti sendinefnd-
inni fyrir liönd ríkisstjórnar-
innar. A undirbúningsfundi
þessum var gerð nokkur grein
fyrir skoðunum beggja aðila í
viðskiftamálunum og teknar
ákvarðanir um frekari við-
ræðufundi.
Berlín 1. des.
United Press. - FB.
Frá Þýskalandi.
von Schleicher, hermálaráð-
herra, hefir gert tilraun til þess
að koma á samkomulagi milli
stjórnmálaflokkanna umstjórn-
armyndun, en þær virðast eng-
an árangur ætla að bera. Hitl-
er Iiefir neitað því mjög ákveð-
ið að koma til Berlínar, til frek-
ari umræðna. Hann hefir einn-
ig neitað að styðja þá stjórn,
sem von Schleicher kvnni að
mynda.
London 2. des.
United Press. - FB.
Skuldamálin.
Breska orðsendingin til
Bandaríkjastjórnar hefir nú
verið send áleiðis til Wasliing-
ton. Fer Bretastjórn fram á
frestun á skuldagreiðslum og
bendir m. a. á, að ef frestun
fáist ekki, og greiðslur verði
fram að fara, muni það hafa
þær afleiðingar, að viðskifta-
kreppan og erfiðleikarnir í
heiminum magnast enn að
mun. Ennfremur getur Breta-
stjórn þess, að ef Bandaríkja-
stjórn sé það fast i hendi, að
veita engan frest, þá neyðist
Bretastjórn til þess að hefja
á ný umræður um skulda-
greiðslur og skaðabætur við
skuldunauta sína.
París, 16. nóvember.
United Press. - FB.
Kafbátasmíðar Frakka.
Frakkar eru staðráðnir í að
smíða eins marga kafbáta og
þeim er heimilt, samkvæmt
flotamálasamningunum, er
gerðir voru í Washington og
London. Flotamálaráðherrann
hefir fyrirskipað, að hef ja skuli
nú þegar smíði tveggja kafbáta.
Eru það einu kafbátarnir, sem
ekki er liafin smíði á, samkv.
herskipasmíðaáætluninni frá ár-
inu 1930. Hvor þessara kafbáta
verður 1570 smálestir. Þeir
verða smíðaðir í Cherbourg og
eiga að verða fullsmíðaðir að
ári. Áætlaður kostnaður við
smíði þeirra er 92 milj. franka.
Þegar smíði þeirra er lokið, hef-
ir Frakkland alls 105 kafbáta,
þar af 55 til úthafssiglinga. —
Nýju kafbátarnir hafa 5000
hestafla dieselvélar, en áætlað-'
ur hraði þeirra er 18 milur (10
í kafi). — Frakkar fengu 10
þýska kafbáta, samkv. friðar-
skilmálunum, en þeir verða eigi
nothæfir lengi úr þessu, Ætla
Frakkar sér að smíða aðra i
r þeirra stað, undir eins og því
lí verður við komið.
Pistlar ór sveit.
—o—
IX.
1. nóv.
Það leikur ekki á tveim
tungum, að liagur bænda
muni nú hinn örðugasti. Hann
er svo örðugur, að eg tel alveg
víst, að ekki hafi verið
„þrengra fyrir dyrum“ eða
þyngra fyrir fæti öðru sinni
síðustu 30 til 40 árin.
Bændur eru sokknir í skuld-
ir, allur þorrinn að minsta
kosíi. Sumir — líklega mjög
margir — skulda svo mikið, að
þeir eru ekki borgunarmenn
fyrir allri þeirri súpu. Þeir
eiga miklu minna en ekki
neitt.
í ungdæmi mínu, Um og fyr-
ir aldamótin, skulduðu bænd-
ur livergi nema í kaupstaðn-
um. Nú er öldin önnur. Nú
munu flestir „komnir í bók“
hjá bönkum og sparisjóðum,
og verslunarskuldir bænda eru
sagðar miklu meiri, en dæmi
þekkjast til áður.
Með hverju eiga bændur að
borga þessar skuldir?
Eg veit það ekki. — Hitt veit
eg með fullri vissu, að sveita-
búskapurinn ber sig hvergi
nærri nú sem stendur. —
„Tímamenn“ þóttust mundu
sjá um, að landbúnaðarvör-
urnar félli ekki í verði. — Sú
„umsjón“ hefir verið með þeim
Iiætti, að allar landbúnaðarvör-
urnar eru kolfallnar og marg-
ar nálega verðlausar eða óselj-
anlegar.
„Tímaliðið“ liefir ámælt út-
gerðarmönnum fyrir verðfall
sjávar-afurðanna. Samt liafa
þær fallið miklu minna en út-
flutnings-vörur landbúnaðarins.
Það situr þvi heldur illa á for-
sprökkum framsóknarflokks-
ins, mönnunum, sem ætluðu að
vaka yfir þvi, að kjöt, ull og
gærur félli ekki í verði, að ráð-
ast á útgerðarmennina fjrrir
slælega frammistöðu af þeirra
hálfu, að þvi er verðfall sjávar-
afurðanna snertir.
Landbúnaðurinn íslenski ber
sig ekki sein stendur. Gangi
þessu lengi, er bersýnilegt, að
fjöldi bænda kemst á vonarvöl.
Menn verða að gæta þess, að
flestir bændur voru fátækir
menn þegar vcrðfallið skall
yfir. Hjá þeim var því af litlu
að taka, og sjá væntanlega all-
ir, hvar lenda muni, ef halli
verður á búskapnum ár eftir
ár.
Ríkið hefir reynt að styrkja
landbúnaðinn með ýmsu móti,
einkum síðasta áratuginn. Tal-
ið er, að Búnaðarfélag Islands
starfi eingöngu í þarfir land-
búnaðarins. Og ríkið leggur
þvi til allmikið fé, líklega 200
þúsund krónur á ári, eða jafn-
vel meira. Væntanlega hefir
eitthvert gagn orðið að starf-
semi þessa félags. Eg vil að
minsta kosti ekki draga það í
efa eða neita því. Hitt er ann-
að mál, hvort þar liafi öllu
verið liaganlega stjómað. Um
það munu ærið skiftar skoðan-
ir meðal bænda.
.Tarðræktarstyrkurinn.líklega
einar 500 þúsund krónur á ári,
eða írieira nú upp æ siðkaslið,
hefir vafalaust orðið að miklu
gagni. Samt eru sumir þeirrar
skoðunar, að vel hefði það
gagn mátt verða meira og var-
anlegra. Bændur liafa fært út
túnin og aukið nýræktina, síð-
an er þeir lilutu þenna styrk.
En nokkur brögð munu vera
að því, að of stórt .land hafi
verið tekið til svokallaðrar
ræktunar á sumuin stöðum —
stærra en svo, að liægt liafi
verið að koma því öllu i sæmi-
lega rækt. Þyrfti að breyta
Jarðræktarlögunum svo, að
ekki yrði stvrkt sú „nýrækt“,
sem bersýnilega væri til þess
eins ger, að ná í styrkinn. En
á því mun nokkur hætta nú, að
sumir brjóti stærra land, en
nokkur skynsemi mælir með,
að þeir geti ræktað til fulls í
náinni framtíð. Hefi eg séð á
prenti kvartanir í þessa átt,
frá mönnum, sem þetta munu
vita gerla. — Töðufengur af
þessari „nýrækt“ mun víða í
minsta lagi, og bendir það til
þess, að bændur liafi of mikið
undir í einu. En óráðlegt verð-
ur að teljast, að brjóta land og
sinna því svo lítt eða ekki.
Þess var áður getið, að land-
búnaðurinn nyti nokkurs
styrks úr ríkissjóði árlega.
Þetta tvent, sem eg nefndi,
Búnaðarfélag íslands og Jarð-
rætkarlögin, færa bændum í
bú, beinlínis og óbeinlínis,
700—800 þúsund krónur ár-
lega. Og fleiri hlunninda njóta
bændur. Heyrt liefi eg nefnd-
an „VerkfæBasjóð“, en ekki
veit eg gerla um starfsemi lians
og fjárframlög til eflingar
landbúnaðinum, en eitthvað
mun þó þaðan drjúpa.Þætti mér
líklegast, að beinar og óbeinar
styrkveitingar úr ríkissjóði til
landbúnaðarins nálgist eina
miljón króna árlega, eða sem
svarar þj 0—V12 af öllum tekj-
um ríkissjóðs. —
Nú má enginn skilja orð míu
svo, að mér þyki þetta of mik-
il rausn við landbúnaðinn af
hálfu hins opinbera. Eg liefi
sjálfur notið góðs af Jarðrækt-
arlögunum og þótt mikill
styrkur. En eg vil að vel sé
með þetta fé farið, og alls ekki
— að því er til j arðræktarinn-
ar tekur — styrkt önnur starf-
semi en sú, sem verður að fullu
gagni. Eg vil ekki láta styrkja
þá menn, sem hugsa um það
eitt að bylta sem stærstum
blettum í flag og vanrækja
síðan skyldur sínar við mold-
ina. Þess háttar er í raun réttri
engra verðlauna vert, og þyrfti
að gefa þessari hlið málsins
nánar gætur framvegis.
Um þetta erum við á einu
máli grannarnir, „Rauðkemb-
ingur“ og eg. Hann er lítill
jarðræktarmaður og segist
aldrei munu mæla með því, að
„kákið“ sé verðlaunað.
Okkur kemur líka saman
um það, að ríkinu hafi farist
vel við landbúnaðinn. Það sé
engin von til þess, að fátækt
þjóðfélag geti miðlað einum
einasta atvinnuvegi meira i
reiðu fé en %0 af tekjum sín-
um.
Vegir eru lagðir og brýr
bygðar i þágu allra lands-
manna, en þó munu sumir
mæla, að landbúnaðurinn liafi
meiri not þessara samgöngu-
bóta, heldur en t. d. sjávarút-
vegurinn. En okkur „Rauð-
kembingi“ dettur ekki í hug,
að halda í Jiessu efni fram
öðru en því, að öllum þeim
mörgu miljónum króna, sem
komnar eru i vegi og brýr
víðsvegar 11111 landið, hafi ver-
ið varið til hagshóta og þæg-
inda allri þjöðinni.
En hvernig liefir þjóðfélag-
ið eða rikissjóður búið að út-
gerðinni, þeim atvinnuvegin-
um, sem leggur til langmestan
hluta alls þess fjár, sem í ríkis-
sjóðinn kemur?
Mér dylst ekki, að sá at-
vinnuvegur hafi verið píndur
ineð sköttum langt um fram
alla sanngirni og skynsemi.
Forráðamenn okkar bænda, á
þingi og í stjórn, virðast hafa
verið þeirrar skoðunar, að
sjávarútvegurinn, og þó eink-
um stórútgerðin, gæti tekið
landbúnaðinn að sér og veitt
honum allsnægtir. En það er
nú komið í ljós, sem gætnir
menn óttuðust, að sjávarútveg-
urinn er kominn á annáð knéð
og óvíst livernig fer, ef óvitar
og æfintýramenn ráða öllu
framvegis. Væri fróðlegt að
vita, liversu marga tugi mil-
jóna útgerðin er búin að greiða
til almennra landsþarfa síð-
ustu tíu árin. Eg er ósköp
liræddur um, að hlutur land-
búnaðarins yrði litill, ef sam-
anburður væri gerður.
Þennan atvinnuveg, sjávar-
útveginn, eða stór-útgerðina að
minsta kosti, hefir Jónas frá
Hriflu viljað leggja í rústir.
Mun fátt vitna um skammsýni
þess manns öllu greinilegar, en
sú iðja.
„Rauðkembingur“ er nú ekki
frá því, að liann liafi einhvern
tíma sagt við sig, að stór-
útgerðin væri þjóðinni til mik-
illar bölvunar. Og hafi Iiann
sagt það — sem sér sé nær að
halda — þá sé það náttúrlega
rétt.. „Eg ætla að gá að þvi,
livort þetta stendur í boðorð-
unum minum heima,“ segir
„Rauðkembingur“ og leggur
undir flatt. — „Standi það þar,
þá er sjávar-útvegurinn til
bölvunar, livað sem liver seg-
ir.“
Oltkur „Rauðkembingi“ lief-
ir samið piýðilega í dag. —
Við ætluðum að tala sérstak-
lega um peninga-þörf okkar
smábændanna nú í haust, en
við höfum lent í öðru. „Rauð-
lcembingur“ hefir verið óvenju-
lega þögull. Hann liefir verið
að taka saman ræðu í hugan-
um, því að nú er liann búinn
að læra „pésann að sunnan“.
— Og ræðan á að vera snildar-
verk — „ein af mínum bestu,“
segir hann og stendur upp. —
„Við finnumst annan sunnudag.
Þá verð eg kominn úr lierferð-
inni.“
„Glámblesi“ stendur söðlað-
ur fyrir dyrum úti og hundur-
inn „Tryggur“ liggur fram á
lappir sinar í varpanum.
„Herforinginn“ stiklar í söð-
ulinn og þeysir heimleiðis.
s.
Tiðskirtastrlð
íra og Breta.
—0—
London, 17. nóvember.
Unitcd Press. - FB.
Stóra Bretland Iiefir þegar
valdið fríríkiriu írska ómetan-
legu tjóni, með því að leggja
háan innflutningstoll á land-
búnaðarafurðir þess. En í
fyrsta þætti viðskiftastríðsins
liefir Bretastjórn ckki náð höf-
uðtilgangi sínum, þ. e. að ná
inn með innflutningstollaálagn-
ingum hinum ógoldnu árs-
greiðslum, sem De Valera liefir
ákveðið að greiða ekki, nema
Bretastjórn leggi fram sannan-
ir fyrir því, að greiðslurnar séu
réttmætar. Fyrsta mánuð við-
skiftastríðsins nam innflutn-
ingstollurinn £ 125.000 eða að
eins helmingi þess, sem búist
liafði verið við. Sést því, að
liægt muttdi ganga að ná inn
£ 3.000.000 með þessu móti.
Hækkun innflu tningstollanna
frá því sem nú er, mundi að
eins gera ilt verra. 1 september-
mónuði náðu Bretar inn £ 208.-
900 í tollum af fríríkisafurðum,
en þennan mánuð seldu Bretar
fríríkismönnum fyrir £ 639.262
minna en í sama mánuði í fyrra.
En hér kemur einnig til greina,
að fríríkismenn liafa nú einnig
lagt liáa tolla á breskar inn-
flutningsvörur, en auk þess hafa
þeir nú einnig frestað öðr-
um greiðslum til Breta en árs-
greiðslunum eða alls £5.750.000,
sem fririkismenn alls greiddu
Bretum á hverju ári. — Þetta
fé verður ef til vill notað
til viðreisnar atvinnu- og við-
skiftalífi í landinu. En De Va-
lera berst fyrir þvi, að Irland
verði viðskiftalega frjálst og
óháð breskum markaði. Þeir,
sem mótfallnir eru De Valera,
bera því aðallega við, að hann
kunni að koma öllu í hrun i
landinu, ef hann semji ekki við
Breta. Enn eru margir mót-
fallnir tillögum lians, vegna
þess, að liann er staðráðinn i,
að auka mjög ríkisrekstur. Hef-
ir De Valera mikla trú á ríkis-
rekstri í ýmsum greinum, en
mótspyrnan gegn þéim áform-
um lians kann að verða mikiL
En liann býst við megnastxi
mótspyrnu frá bændum, sem
liafa mist markað fyrir afurð-
ir sínar í Bretlandi. Og það lýs-
ir sér líka greinilega, að han»
gerir sér ljóst, að landbúnaðar-
fyrirkomulagi verður að ger-
breyta í frírikinu, til þess að ná
þvi marki, sem hann hefir setl