Vísir - 08.01.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1933, Blaðsíða 2
VÍSIR UMBÚÐAPAPPÍR og POKAR. UMBÚÐAGARN, einlitt og mislitt. 8ím:i: einn - tveir - þ ír - fjörir. Hinn rangláti dómapi. o— Niðurl. 33. í>iegar H. J. ræðir hér um þenna efnahagsreikning, skýrir hann enn rangt frá afstöðu Manschers endurskoðanda, og má um það vitna til ])ess, sem sagt var undir 9. hér að fram- an. í þessu sambandi er það einni£ mjög eftirtektarvert, að ætíð þegar ræðir um Manscher, þá tekur H. J. framburð lians gildan um það, er Manscher segir sér til afsökunar. Samt telur H. J. glæpsamlegt að fara eftir efnahagsreikningnum, sem þessi sami maður gerði. En þó H. J. telji Mansclier geta losað sig undan refsingu með því, að „sýna fram á“ og„upplýsa“með einungis sínum eigin framburði atvik, sem honum mega verða til málsbóta, þá breytist veður í lofti þegar að M. G. kemur, og þó um sömu atriði sé að ræða lijá báðum. Allar skýring- ar M. G. eru taldar fjarstæðm- og það þó þær sé í sjálfu sér sennilegar og styðjist við það, sem upplýst er í málinu. En þær taka M. G. undan allri sök, og svo virðist sem H. J. telji það eitt nóg til að telja þær marklausar og loka augunum fyrir þeim. 34. Þá kemur enn að því, sem er einna blygðunarlausast i öllum þessum svívirðilega dómi H. J. og það er þegar hann vill sanna með ummælum M. G. í bréfi frá í júní 1930 og sölu liúseignar sumarið 1930. j að M. G. liafi verið Ijóst haust- j ið 1929, að eignir Belirens væru j of hátt melnar. Á þeim a. m. k. 7 mánuðum, sem hér er um að ræða, liöfðu orðið ófyrirsjáan- legir atburðir, sem sýndu, að eignir Belirens voru minna virði, en þær voru í upphafi taldar. En II. .1. slær því föstu, að M. G. liafi slíka yfirnáttúr- ; lega spádómsgáfu, sem geri það að verkum, að hann hljóti að hafa séð þetta fyrir. Það kann það til þess, að geta komið manni í tugthúsið fyrir. 35. Líkt þessu er að segja um veðsetningu á húsgögnum Behrens, að þó svo yrði litið á, að hún gæti orðið Belirens til áfellis, þá vissi M. G. ekki um hana, er yfirfærslan fór fram, og kemur þannig ekki til greina gagnvart honum. 36. H. J. þegir hér um, áð gagnvart M. G. verður ekki tek- ið tillit til skulda þeirra, sem getið var um undir 5. að fram- an, né heldur til lífsábyrgðar- innar, sbr. 4. Skiftir þetta þó miklu máli. 37. Þá þegir H. J. um þann framburð M. G., að Behrens hafi sagt útistandandi skuldir betri en venjulegar verslunar- skuldir, þar sem verslunin væri svo ung. En á hinn bóginn hafi hann, M. G., ekki athugað þenna eignalið sérstaklega. Telur hæstiréttur, áð ekkert sé fram komið, sem hnekki þessum framburði M. G. og lætur H. J. þó öðru vísi um athugun M. G. á þessum skuldum, en það er, sem sagt, hið eina af þessu, sem H. J. drepur á og þá með þeim hætti, að skýra alrangt frá. Þó að óþarft ætti að vera, er rétt að taka fram, til að koma í veg fyrir misskilning, að M. G. mun hafa gengið út frá sem sjálfsögðu, að einliver afföll yrðu á þessari eign Belirens, sbr. 21. að framan, þó ekki rannsakaði hann ])að sérstak- lega. 38. Ekki skýrir H. J. heldur frá því, að M. G. gat ekki ver- ið ljóst, er samningurinn 7. nóv. var gerður, hve scndingar- kostnaður hinna framseldu vara mundi reynast mikill. Hæsti- réttur gertur þess, að þetta liafi eklci mikla þýðingu, en það sýn- ir þó, að H. J. er samur við sig, jafnvel um liin óverulegustu atriði. 39. Þá gælir H. J. þess enn hér, að þeg'ja um, að M. G. hafði ástæðu til að ætla, að Behrens mundi losna við greiðslu 5805,- 69 kr. skuldabréfsins til Höepf- ners og liagur hans batnaði því að sama skapi. Sbr. nánar 10. að framan. 40. Af því, sem sagt er und- ir 22., 30. og 34. hér að fram- an um skyldmennaskuldirnar, sést, að tal II. J. um eftirfar- andi ásetning M. G. er þegar fallið um sjálft sig af þeirri ástæðu, að M. G. liélt í bréfinu í júní engu öðru fram um þessar skuldir, en sem sam- rýmist þeirri skoðun hans, að ekki þyrfti að taka tillit til þeirra, er ákveða skyldi, hvort gjaldþrot væri yfirvofandi, En að þessu sleptu má geta þess, að lögfræðingum mun koma saman um, að hér gæti ekki undir ncinum kringumstæðum komið til greina að beita hinu sjaldgæfa hugtaki, sem liér er um að ræða. Sérslaklega eftir- tektarvert er það einnig í þessu út af. Þessi „eftirfarandi asetn- j ingur“ hefir þannig enga aðra þýðingu, en hann sýnir „fyrir- farandi ásetning“ Tl. J. sjálfs um að halla hér réttu máli. 41. H. J. telur það sanna sekt M. G., að liann vissi, að Tofte var sendur liingað til lands, til að gæta hagsmuna Höepfners. Af mörgu kynlegu hjá H. J. er þetta einna skrítn- ast, að hann virðist telja það glæpsamlegt af umboðsmanni annars aðiljans, að hann veit, að umboðsmanni hins aðiljans er falið að gæta hags umbjóð- anda síns. Skal játað, að í þess- ari röksemdaleiðslu H. J. kem- ur ekki til álita að telja hana stafa af illvilja mannsins. Hrein og klár heimska „dómarans“ er ema hugsanlega skýringin. — H. J. fær ekki snúið sig út úr þessu með því, að segja, að % Tofte liafi hótað gjaldþroti og liafi M. G. þvi átt að sjá, að hagur Belirens væri slíkur, að eignayfirfærslan væri ólögleg. Hvorl svo var, fór all eftir því, hvernig samningar við Tofte tækjust, og þeim lyktaði einmitt svo, að liagur Belirens var betri cftir en áður og nægar eignir til að fullnægja venjulegum skuldheimtumönnum. í þessu sambandi er og rétt að geta þess, að .1. J. hafði ekki fyrirskipað mál út af sjóðþurð Behrens við Höepfner, og var ómögulegt að athuga það atriði, hvað þá sakfella fyrir það, í þessu máli, enda kom jafnvel H. J. slíkt ekki í liug. Þó dirf- ast J. J. og málgögn hans nú að ráðast á hæstarétt fyrir að gera það ekki. 42. H. J. segir, og leggur mikið upp úr, að M. G. hafi átt að sjá, að athæfi Behrens hafi naumast getað verið löglegt af þeirri ástæðu, að hann liafi komið til hans „rétt eftir ára- mótin“ og sagst vera kominn að gjaldþroti, þar sem 7. nóv. ’ liafi Behrens þó látið sem alt væri í lagi. Hér hallar H. J. enn réttu máli, m. a. s. frá þvi, sem hann hafði sjálfur sagt fyr í þessum dómi sínum, því að þar télur liann það liafa verið í mars, sem hann nú telur liafa verið rétt eftir áramót. En eins og hæstiréttur segii*, þá er það ekki nákvæmlega upplýst, hve- nær Behrens sneri sér til M. G., og er margt sem bendir til, að það hafi ekki verið fyr en í inaí, og sjá menu þá enn betur, hve fráleitt er, að telja það hafa verið rétt eftir áralnótin. En jafnvel hina augljósustu blekle- ingu telur H. .1. nægja til að „sanna“ refsivert alhæfi M. G. En hitt er líka rang't lijá H. J., að það haf'i þurft að vera tortryggilegt í augum M. G., live fljótt Behrens lenti í þroti, því að það er einmitt upplýst í málinu, livcrjar ástæður voru til þessa og þær áttu ekkert skylt við eignayfirfærsluna í nóv. 1930. Sbr. nánara undir 15. iiér að framan. , 43. Að lokum skal þess gct- ið, að þó að þessi skrá yfir mis- sagnir H. .1. sé ekki alvcg laus við endurtekningar, þá liggur sökin á því hjá H. .1. sjálfum, því að það er einmitt eitt helsta vopnið, sem liann beitir i þess- um heimskulega og niðingslega „dómi“, að endurtaka vitleys- urnar sí og æ. Er sumt tekið enn oftar upp en sjá má af þessu yfirliti. En 14. J. hefir farið sem hinurn andlega hús- bónda lians og kennimeistara, að lrann telur, að lygin verði að sannleik, ef hún er endurtekin nógu oft. 124. grein hegningarlaganna hljóðar svo: „Geri dómari sig vísvitandi sekan í nokkuru ranglæti í dómarastörfum sínum, þá varðar það embættismissi og hegningarvinnu alt að 10 árum, eða fangelsi ef málsbætur eru, ekki skemur en 1 ár.“ Og 134. gr. hegningarlaganna er þannig: „Hafi nokkur embætíismað- ur, sér eða öðrum í hag eða öðr- um til meins, tilgreint nokkuð í bókum þeim, sem fylgja em- bætti hans, er aldrei hefir gerst, eða tilgreinir eitthvað öðruvísi, en það hefir gerst, semur skjöl, sem hann á að gera eftir em- bættisbókum sínum, svo að efn- ið raskast, falsar, ónýtir eða af- lagar á annan hátt skjöl, sem honum er trúað fyrir eða hann kemst að vegna embættisstöðu sinnar, þá varðar það embætt- ismissi og þar á ofan hegning- arvinnu alt að 6 árum, eða fangelsi ef málsbætur eru, ekki vægara en 6 mánaða einföldu fangelsi, ef að verkið ekki er svo vaxið að öðru leyti, að þyngri hegning liggi við því.“ Hér að framan hefir atferli Ilermanns Jónassonar gagnvart Behrens og Magnúsi Guð- mundssyni lítillega verið lýst, og er ekki hægt að ljúka því máli á annan hátt, en að spyrja: Hversu lengi ætla yfirvöldin að láta dragast, að gefa dómstól- unum kost á, að beita þessurrj ákvæðum hegningarlaganna eftir því sem við á gagnvart Hermanni Jónassyni, hinum rangláta dómara? -------—xnssBBw------ Úívai»pid. —o— Skilyrðin til þess, að afla ÚL- varpinu mjög almennra vin- sælda hér á landi, eru góð. Um það verður eigi deilt. Það var vitanlegt fyrirfram, að í þessu strjálbygða landi, þar sem allar samgöngur eru víðast livar erf- iðleikum bundnar,myndu menn taka útvarpinu fegins hendi. Menn gerðu sér líka miklar vonir um útvarpið og þær liafa ræst að sumu leyti og að sumu leyti ekki. Hagsmuna almenn- ings verður eigi lalið að sé gætl sem skyldi, fyrr en málum út- varpsins er komið í það liorf, að allur almenningur geti not- ið þess. Það þarf því að reka útvarpið þannig, að mönnum verði alment kleift að hafa við- tæki. Viðtækin sjálf þarf að sclja lágu verði og ætli þvi að gefa viðtækjaverslunina frjálsa og leggja einkasöluna niður. Af- notagjaldið ]iarf að lækka og ætti það að vera kleift, með því að fella niður ýms útgjöld út- varpsins eða draga úr þeim, fækka liinu fjölmenna starfs- liði þess og gæta hófs í launa- greiðslum. Væri þá ekki úr vegi, að læklca laun úlvarpsstjórans sjálfs, því að engin sanngirni mælir með þvi, að hann hafi jafn liá laun og verið hefir. Það, sem þó einna mest mun slanda útvarpinu fyrir þrifum, er það, að yfirmaðúr þess er elcki til þess fallinn, að veita slíkri stofnun forstöðu. Al- menningi er þetta ljóst og má i þvi sambandi benda á, að á liéraðsmálafundi í Norður-ísa- fjarðarsýslu, sem haldinn var eigi alls fyrir löngu, var .sam- þylct tillaga í þá átt, að fjölhæf- um og mentuðum manni væri falin yfirstjórn útvarpsins. En það er síður en svo, að Norður- ísfirðingar einir séu þessarar skoðunar. Menn eru alment þeirrar skoðunar, að það hafi verið hin mesta glópska, að gera þann mann að úlvarps- stjóra, sem allir vissu, að mundi halda áfram pólitískri starf- semi. Það ætti að liggja noklc- urn veginn i augum uppi, að menn geta eigi alment sætt sig við það, að útvarpsstjórinn taki virkan þátt í stjórnmálum. — Hann á að standa utan við stjórnmáladeilurnar. Þegar yf- irstjórn útvarpsmálanna er komin í hendur fjölmenlaðs, hlutlauss manns, getur almenn- ingur borið fult traust til stofn- unarinnar. Að þessu sinni skal eigi fjöl- Lundum að vera gaman og ægilegt, að vera talinn spá- íaður, en það verður ilt og murlegt, ef sá, sem tileinkar íanni slíka eiginleika, gerir sambandi, að sækjandi fyrir hæstarétti lýsti því yfir, að hann vildi ekki fullyrða neinn illvilja hjá M. G. í sambandi við þær athafnir, sem málið er sprottið Kaupum 'ij flðsknr. Mafnarstræti. VISIS KAFFI4) gerir aila glafia, yrt um það, við hve mikil rök það hefir að styðjast, að útvarp- ið hafi eigi verið eins hlutlaust og skyldi, en á það skal bent, að menn líta eigi alment þeim augum á, að innlendur fréttaburður útvarpsins hafi verið lilutlaus í öllum tilfellum. Það er að minsta kosti víst, að stundum liafa staðið deilur um flutning innlendra frétta af út- varpsins hálfu, en vitanlega á slíkt ekki að þurfa að koma fyrir. Og ]>að kemur ekki fyrir, þegar hlutlaus maður er yfir- stjórnandi þess. Eg fæ ekki bet ur séð, en að litvarpsstjóra sé fengið of mikið vald í hendur. Yfirstjórn útvarpsins á ekki að vera í liöndum eins manns að neinu leyti. Útvai*i)sstjóra á að vera skylt, að fara að vilja meiri liluta útvarpsráðs og þarf að breyta lögunum, að því er þetta snertir. Samvinnan mílli út- varpsráðs og útvarpsstjóra vcrð- ur að vera góð og það hlýtur að bitna á útvarpsslarfseminni og áliti útvarpsins meðal þjóð- arinnar, ef hún er slæm. Framtíð útvarpsins er i veði, ef eigi skapast friður um starf- semi þess, en það virðist því miður eigi geta orðið,meðanþað líðst, að útvarpsstjórinn takí opinberlega þátt í stjórnmál- um, auk þess, sem hann hefir, að því er virðist, brotið svo mik- ið af sér i embættisrekstri sin- um, að liann ætti að taka þa'ð upp hjá sjálfum sér, að biðj- ast lausnar. Og það gerir hann að lokum, þótt liann vilji ekki sjá? að það væri framtíð út- varpsins fyrir bestu, að hann hyrfi frá því nú þegar. En að öllu þessu sleplu, er það vissulega alhugunarefni, hvort ekki ber að gerbreyta öllu stjórnarfyrirkomulagi út- varpsins, þannig, að það yrðí sem kostnaðarminst í rekstri, en kæmi þó þjóðinni að fullum nolum. Hygg eg, að hægt væri að reka hér góða óg lilutlausaí útvarpsstarfsemi, með miklu minni tilkostnaði, ef útvarps- reksturinn væri lagður undir landssímastjórnina, eins og sumstaðar mun tíðkast erlend- is. Jafnframt mætti gera ráð- stafanir til þess í lögum, að all- ir starfsmenn og stofnanir rík- isins, er þar koma til grcina, haldi uppi fræðslustarfsemi út- varpsins því að kostnaðarlausu. Eg veit vel, að inn á þessa braut hefír verið farið, en fyrir mér vakir, að mikfu meira verði gert í þessu efni en verið hefir. Ef útvarpið væri lagt undir land- símastjórnina, þætti mér eigi ólíldegt, að spara mætti hálft það mannliald, sem nú er, út- varpið bæri sig innan langc tíma og að almenningur myndi una þvi betur en nú er. J. R. N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.