Vísir - 20.01.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 20.01.1933, Blaðsíða 2
VISIR Eigiim óseldar fáar tunnur af fyrsta flokks S—P—A—ЗK—J—Ö—T—I. Sími: einn - tveir - þrír - fjírir* Gúmmístimplar eru búinir til í Félagsprentsmið.iunni. Vandaðir og ódýrir. Símskeyti Genf, lí>. janúar. United Press. - FB. Fjárhagsmálin. Fjármálasérfræðingarnir, sem hafa unnið að því að semja upp- kast að tillögum til úrlausnar viðskifta- og fjárhagsvandamál- unum, héldu sameiginlegan fund í dag. Upp úr ályktunum imdirnefndanna var samin ein heildarálykluu og er aðalefni hennar á þá leið, að viðskifta- og fjármálaráðstefnan i Londou verði að vinna að því, að endur- skapa alþjóðlegan myntstofn, sem komi að fullum notum og þær þjóðir geti lialdið sér að, sem horfið hafa frá gull-inn- lausn. Enn fremur segir i lieildar- ályktuninni, að farsælleg lausn ófriðarskuldamálsins sé höfuð- atriði og þangað til það sé leyst á viðunandi hátt eða sterkar likur fyrir því, að viðunandi lausn þess sé í vændum, verði þessar skuldir óyfirstíganlcg hindrun til endurreisnar fjár- hags- og viðskiftalífinu í lieim- inum. London 20. jan. Unitcd Press. - FB. Breskir útgerðarmenn og fisktollurinn. Fulllrúar félaga í öllum greinum sjávarútvegarins frá helstu útgerðarstöðvum lands- ins koma saman á fund í dag i London, til þess' að krefjast hækkunar á innflutningstolli á fiski, sem veiddur er af erlend- um fiskiskipum. London 20. jan. United Press. - FB. Inflúensan í Bretlandi. Samkv. skýrslum lieilbrigð- ismálaskrifstofunnar voru dauðsföll í Bretlandi vikuna sem leið af völdum inflúensu 1041. (Vikurnar á undan 081, 303, 120 og 88). Liverpool 20. jaii. Unitcd Press. - FB. Aukakosning í Englandi. Þjóðstjórnar-íhaldsmaður, Shute að nafni, bar sigur úr býtum i aukakosningu, sem fram fór i svo kölluðu kaup- hallar-kjördæmi hér. Hlaul "Shute 15.198 atkvæði, en S. S. Silverman, frambjóðandi jafn- aðarmanna, 12.412. Fékk Shute þvi 2.780 atkvæðum fleira. I seinustu almennu þignkosningum var atkvæða- munurinn miklu meiri. Auka- kosningin fór fram vegna and- láts þingmanns kjördæmisins, Sir J. P. Reynolds. — Aðal- lega var rætt um tollamálin i kosningabarátlunni og fram- koniu þjóðstjórnarinnar vfir- leitt. Frð bæjarsUfirnartondi í gær. Bæjarstjórnin áfgreiddi fjár- hagsáæltun hæjarins fyrir yfir- standandi ár á fundi sínum í gær. Stóð fundurinn frá þvi kl. 2 e. h. og til kl. iy2 i nótl, og voru umræður yfirleitl nokkuð snarpar. I áætlun þessari er gert ráð fyrir, að útgjöld bæjarins verði kr. 4,291,923,14. Tekjumar eru áætlaðar með sömu upphæð, þar af útsvör kr. 2,374,901,14. í fyrra voru útsvörin krónur 2,017,013,00. Einstakir liðir eru yfirleitt svipaðir og á áætlunum tveggja undanfarinna ára. Til atvinnubótavinnu eru æll- aðar Iít. 450 þús., og auk ]>ess 40 þús. kr. til kaupa á girðing- arefni, pípum o, fl. vegna vinn- unnar. Ennfremur er áætlaður styrkur til matgjafa kr. 15,000,00. Af þessari upphæð, samtals kr. 505,000,00, er ætl- ast til að ríkissjóður leggi fram 150 þús. kr. og útvegi aðrar 150 þús. kr. að láni. — Til aukning- ar lögreglunni voru veittar 42 þús. kr., samkv. tillögu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Sætti §ú tillaga nokk- urum mótmælum af liálfu jafn- aðarmanna. Svo virtist, sem þar fylgdi ekki hugur máli. Mun þeiin nú orðið ljóst, eins og reyndar flestum öðrum, að ekki er vanþörf á að auka lög- regluliðið eftir þá atburði, sem gerðust hér 9. nóv. Margar breytingartill. komu fram, en þær voru flestar feld- ar. Þó var samþykt till. frá full- trúum SjáKstæðisflokksins um 50 þús. kr. fjárveitingu til nýrra gatna, óg till. frá Jóni Ólafssyni um að greiða starfsmönnum bæjarins sömu dýrtiðaruppbót á laun sín og áður, 40%, en í áætluninni var gert ráð fyrir 30%. Till. um að hafa uppbótina óbreytta var samþ. með 7 : 6 ' atkv. Með lienni greiddu at- kvæði jafnaðarmennirnir 5, Jón Ólafsson og Jakob Möller. Ennfremur var samþ. með 8 : 7 atkv., svohljóðandi tillaga frá Aðalbjörgu, Hermanni og Ólafi Friðrikssyni: „Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, að bærinn gang- ist fyrir því og sjái um, að börn úr barnaskólum bæjarins geti fengið mjólk keypta i skólun- um. Annist bærinn innheimtu mjólkurverðsins hjá foreldrum og forráðamönnum barnanna og gangi i ábyrgð fyrir því fé, sem ekki fæst greitt. Leggjum við til, að á fjárhagsáætlun séu 9000 kr. ætlaðar til þessa á yf- irstandandi ári.“ TiIIögur jafnaðarmanna og framsóknar um bæjarútgerð á togurum voru feldar með 8 : 7 atkv. Vinnnbannið Eins og kunnugt er, hafa verklýðsfélögin eða jafnvel sjálft Alþýðusamband Islands lagt vinnubann á þá menn, sem skráðir hafa verið í varalögregl- una. Bann þetta er liið mesta fólskuverk og eru æsingámenn verklýðsfélaganna með þessum tiltektum að reyna að lnæða menn frá því, að gegna störf- um vara-lögreglumanna. Þeir eiga hvergi að fá vinnu. Æs- ingamennirnir ætla sér að hrekja þá úr hverju því starfi, sem þeir kunna að takast á hendur. Þetta er ákaflega heimsku- legt tiltæki af liálfu verk- lýðsforsprakkanna, enda má ætla, að þeir falli frá þessari vitleysu. Þeir þurfa og ekki aö láta sér detta i liug, að horfið verði lrá því, að liáfa vara-lög- reglu jafnan til taks, þó að þeir hegði sér eins og kjánar. — Sýni forsprakkarnir sig í ó- spektum og ofbeldi við ein- staka menn eða hið opinbera, verður afleiðingin vitanlega sú, að lögreglan verði styrkt og efld enn meira. Baráttan gegn stofnun vara-lögreglunnar er barátta gegn því, að friður hald- ist i landinu. — Þeir, sem berj- ast gegn því, að lögreglan sé styrkt, eru fjandmenn friðar- ins. Þeir vilja ekki beygja sig undir sjálfsagðan aga. Þeir vilja hafa frið til þess, að stofna til uppþota, meiðinga og jafnvel manndrápa, hvenær sem þeim býður svo við að liorfa. Stofn- un varalögreglunnar er þvi al- veg nauðsynleg. Hún er svo brýn nauðsyn, að glæpsamlegt hefði verið og væri, að láta liana undir liöfuð leggjast. — Foringjar verkalýðsins hafa hegðað sér óskynsamlega og ósæmilega í þessu máli. Þeir liafa reynt að æsa fólkið gegu alveg sjálfsagðri varnar-ráð- stöfun af hálfu rikisvaldsins. — Þeir hafa svívirt stjórnina, sem hlýtt hefir kalli skyldunnar og rödd heilbrigðrar skynsemi, og þeir liafa svivirt saklausa þegna, sem gerst hafa vara-lögreglu- menn. — Þeir hafa borið þá þungum sökum, m. a. brigslað þeim um þjófnað, og þeir liafa reynt að hefna'sín á þeim með því, að banna þeim að vinna fyrir sér og sínum á lieiðarleg- an hátl. — Þteir hafa liegðað sér eins og ódrengir og' óvitar, en þegar það tvent fer saman, er ekki við góðu að búast. En líklega eru nú sumir ]>ess- ara „makalausu foringja“ farn- ir að sjá, aö eitthvað muni bog- ið við framferði þeirra. Sigurjón Á. Ólafsson mun einn þeirra manna, sem fastast hafa gengið fram í þvi, að leggja slein i götu vara-lögregl- unnar. Hann er talinn standa framarlega i verklýðsfélögun- um og mun liafa samþykt, að leggja skyldi vinnubann á liina þegnlega sinnuðu menn, sem gengið liafa í vara-lögregluna. Sigurjón hefir því með at- kvæði sinu og æsingastarfsemi krafist þess, að vara-lögreglu- mönnum skyldi allar bjargir bannaðar, að því er vinnu snerti hér i bæ og hvar sem væri á landinu. — En nú er eftir að vita, hvemig þetta verður í reyndinni hjá Sigurjóni, er hann þarf sjálfur á vinnu annara að halda. Og nú hefir hann, að því er kunnugír fullyrða, gengið frá samþykt sinni um vinnubann- ið og ráðið einn þessara manna i þjónustu sina. Hann hefir ráð- ið manninn heim til sin og læt- ur hann stunda bamakenslu. Fráleitt þarf að efast um það, að Sigurjón greiði manninum fult kaup, enda hefir það ekki verið dregið í efa, svo að vitað sé. Þannig hefir þá einn for- sprakkanna sýnt i verkinu, að hann metur einskis ályktanir sínar og fyrirskipanir. Frá þessu er ekki sagt hér Sigurjóni til vansa, heldur til þess að gera mönnum ljóst ósamræmið í orðum og aíhöfn- um hinna svokölluðu „forvígis- manna alþýðunnar“. — Sigur- jón hefir þurft á vinnu manns- ins að lialda og hann ræður hann til sín alveg hiklaust, þó að sá verknaður stríði algerlega gegn því, sem hann hcfir hald- ið fram sjálfur og fyrirskipað ekki alls fyrir löngu. Má því ætla, að Sigurjón sé nú horfinn frá villu síns vegar og láti sér vel líka hér eftir, að varalögreglumenn sæti þeirri vinnu, sem í boði kann að vera. * * SkantaMs I Reykjavík Umhleypingar eða illviðri ]>að er venjulega vetrarveðrátt- an í Reykjavik. Þykja mikil tíð- indi, ef nokkrir logndagar koma með skaplegu veðri til útiveru. Þiða og væg frost skiftast á, og' skautais er sjaldan, nema dag og dag í senn. Það gefur því að skilja, að lítil skiljæði eru hér til íþrótta undir beru lofti. Þar með er líka útséð um, að skautaíþrótt þróist hér, nema bygrt sé hús yfir skautamenn. Sumstaðar erlendis hefir ver- ið komið upp húsum til skauta- lilaupa. Svelli'ð er þá framleitt með frystivélum. Það er ekki nema fárra sentimetra þykt, en vitanlega ætið spegilslétt. Æski- legt er, að svæðið sé nokkuð mikið um sig. En reyndin mun sú, að skautainenn þurfa því minna pláss, sem þeir eru leikn- ari í listinni. En það er trú mín, að skautaiþróttinni mundi fara stórum fram, ef bærinn eign- aðist skautahús. Húsið mundi verða til ununar þeim bæjarbúum, sem vilja nota frítíma sinn — síðari liluta dags — til þess að renna sér á skautum. En sjálfsagt væri, að nota þáð allan fyrri partinn handa skóluin bæjarins, enda væri óþarft að starfrækja stofn- unina nema að vetrinum til. (Sumstaðar erlendis eru skauta- liús reyndar opin alt árið). Eg hygg, að það yæði kærkomin til- breytni við leikfimiskensluua, a'ð kenna nemendum skauta- iþróttina, sem að mínu viti er meira virði en ýmsar þær æf- ingar, er nú tiðkast i leikfimis- húsunum. Skautahúsið þarf ekki að vera nein „höll“. Ilyggingin ætli að geta orðið tiltölulega mjög ein- falt timburhús, og ódýrt miðað við stærðina. Húsið þarf vitan- lega að vera vel fokhclt, ]>okka- legt innanstafs og utan, og vel raflýst. En innrétting sama og engin, nema rétt væri að hafa þar ofurlitla eldhúsholu, til kaffiveitinga. Tíðkasl það í út- lendum skautahúsum, og er jri upphækkað gólfpláss, með borðum og stólum, með fram skau tabrauthini. Æskilegt væri — kostnaðar- Reykið þær cigarettur sem best fara með yður og eru ljúffengastar. Reykið TEOFANI 20 stk. 1,25 TEOFANI - LONDON _________ ins vegua —- að kornast hjá þvi, að kaupa sérstakar frystivélar, en fá kuldann að. Ef skauta- húsið væri reist í námunda við eitthvert frystihús bæjarins, mætti væntanlega kaupa þaðan kælilög, sem dæla má i ein- angruðum pípum um gólf húss- ins, til þess að frysta svellið. Máhð er þess vert, að kostn- aðarhliðin verði rannsökuð. — Yirðist sanngjarnt, að bæjar- stjórnin sinni þessari liugmynd, sem væntanlega fær stuðning iþróltafélaga bæjarins. G. CI. Erlendar fréttir. Menlo Park, Cal. í jan. United Press. - FB. Vísindalegar athuganir á sjávarbotni. Visindaleiðangur fer hé'ðan innan skamms, til þess að fram- kvæma athuganir á sjávarbotn- inum. Höfuðmaðiu* leiðangurs- ins er uppfundningamaður að nafni Leon F. Douglass. Er hann miljónaeigandi og ber að mikla leyti kostnaðinn af leiðangrin- um. Á meðal leiðangursmanna er Eldridge R. Jolinson, fyrrv. forseti Victor grammófónfé- lagsins. Enn fremur taka þátt í leiðangrinum nokkrir vísinda- menn frá Smithsonian Institute. — Skip það, sem leiðangurs- menn nota, heitir „Caroline". Douglass kveðst um árs tíma hafa unnið að fullkomnun kvik- myndatöku-vélar, sem er sjálf- virk og unt er að nota til myndatöku niðri í sjónum, þrátt fyrir þrýsting þann, sem er á miklu dýpi: — Rann- sóknirnar á að framkvæma í Caribbean-hafinu og i nánd vii eyjar við s(rendur Suður-Ame- ríku. Moskwa í desember. United Press. - FB. Viðskifti Rússa við aðrar þjóðir. Skýrslur um innflutning og útflutning til septemberlok* 1932, eru nú fyrir hendi. Ol- flutningur Rússa á þessu tína*- bili nam 410.913.000 rúblum. I fyrra á sama tima nam útflut*- ingurinn 593.474.000 rúblum. Innflutningur tii septemijea-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.