Vísir - 20.01.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1933, Blaðsíða 3
KOL & SALT Sími 1120. VlSIR Skipum upp kolu: 11 í dag og næstu daga. loka nam 552.921.000 rúblmn, en á sama tima 1931 804.272.000 rublúm. Einna mesta eftirtekt vekur, j hve viðskifti Bandaríkjamanna j og Rússa liafa minkað. A þessu tímabili var að eins flutt inn frá Bandaríkjunum fyrir 24.105.- 000, en fyrir 188.155.000 á sama tíma 1931. — Bandarikjamenn fluttu inn frá Rússlandi fyrir 11.432.000, en árið'áður fyrir 15.627.000 rúblur (til septem- berloka). J. L. Nisbet 1 œ k n i r. F. 5. júlí 1883. — I). 4. júlí 1932. Sem fugl niinn flýgur andi á fagra, enska strönd, frá mínu litla landi, livar lífs við tengjast bönd. Það alt, setn mér er kærast, x‘g yfirgef um stund. Lát hjartans strengi hrærast. þú heilög drottins mund. A jarölífs bröttum fcrautum 'er breyting líf vort háð, t okkar þyngstu þrautum vér þina á knýjum náð. Kf barnslegt hjarta bi'ður. þú bý'ður arminn þinn, ■og veikan vesling styður ■á veg i himininn. Eg, get síst gleymt því, drottinn, hvað góður varstu mér, <>g vil hér sýna vottinn, ]>ó verði ei sem ber. Þá sorg mitt særðist hjarta, 511 sýndust horfin skjól, þín blíða, hlýja og bjarta nú birtist náðarsól. Eg lá um langan vetur með lifsblaktandi skar, ■nð hel hér hefði betur var hvers manns orðið svar. Þú varst mér sendur, vinur, þig valdi drottinn hár. Mitt lijarta af harmi stynur ■er heyri eg þú sért nár. Eg man þú marg oft sagðir hjá minum sjúkrabeð, þinn arminn um mig vafðir, 3if engum mönnum séð.: ..Við mætumst lífs á landi. -er linnir heimsins vist, «g tengjumst bundnu bandi hjá bróður vorum Krist." • „Þeir eiga stutta æíi sem elska guðir mest,“ að heimsins vilta hæb sinn huga geta ei fest. Mér finst eg hljóminn heyra frá helgri friðar strönd, nú einum engli er fleira við alföðursins hönd. Þitt húsið herrann gr-eitiir, sem hrifinn ertu frá, hann engum okkar gleymir, en elskar böm sín smá. Þín trú var traust og íögur. með trygð við alla fest. Það sýna lífsins sögur, sii sæla verður mest. í drottins dýrðar friði þitt dáið hvíli hold, ]>ó sól að settist viði er sál þín ofar íold. Þótt hamli hafið bláa mér horfa á legstaðinn, skal lagt mitt ljóðið smáa sem lilja á grafreit þinn. I 282. tbl. Morgunblaðsins, sem út kom 4. des. f. á. er stutt æfi- ágrip J. L. Nisbet læknis, sem sagt er að látist hafi 4. júlí s.l. Það er fljótíundið við lestur æfiágrips- ins, að sá er rita'ði, hefir verið þeim látna vel kunnugur. En lik- lega ber engum manni jafnmikil skylda til að minnast ]>essa látna ágætismanns sem einmitt mér. Eg fékk sérstakt tækifæri til að kynnast honum síðasta veturinn sem hann var í Hafnarfir'ði, þvi að þann vetur lá eg sjúkur frá jólum og fram á vor 1921. Allan þanti tíma gckk Nisbet sál. til mín, oft tvisvar á dag, og þrátt fyrir það að aðrir læknar er eg hafði leita'Ö, voru ráðþrota að öðm en gó'ðum vilja, þá var Nisbet altaf sami ró- legi og trúarsterki maðurinn og sag'ði að „hér kæini gu'Ö og hjálp- aði“, eiida varð það orð og a'ð sönnu. Eg er ekki fær um að lýsa með nógu vi'ðeigandi orðum hvað þessi ágætisma'ður var á alla lund vel gefinn, cn ekki duldist inér ]>að, að þegar allar ]>ær gó'Öu guðs gjafir sem Nisbet höfðu veri'ð úthlutaðar svo rikulega falla í jarðveg jafn kristins manns hjarta og hann bar, þá má miklu góðtt og göfugu til vegar koma. Eg get ekki skilið svo við þessar línur að eg ekki setji hér nokkur niðurlagsor'Ö úr bréfi frá Nisbet sál. er hann skrifaði mér 2. apríl 1926: .... „Eitt sem gleður okk- ur hér er það, að hér í garðinum okkar eigum við álislenska rós. Hún vex og blómgast >aidislega, og þykir okkur vænt um það, að sýna hana vinum og kunningjúm okkar. Sú rós er gjöf frá Hafnarfirði! Hún er stöðug ilmandi minning um gó'Öa daga me'ðal ykkar. Fegurð hennar er mikil. Allir sem sjá hana dáðst að henni. Þcir nndrast yfir því að rósir vaxi á Islandi! Þeir eiga erfitt með að trúa þvi að hér sé íslensk rós í skoskri jörð! Gefi guð það, kæri vinur, að líf þitt og mitt verði eins fagurt og ilmandi og þessi indæla blómgandi islenska rós! GuÖs börn eru rósir í veraldar jörð. Gefum gaum að því, að ekkert hindri vöxtinn — ekk- ert konú i veg fyrir að vér ná- um hámarki hreinleikans í lifi voru — vorum elskaða frelsara til dýrð- ar.“ .... Þannig var hugsún þessa göíug- mennis. Þessi fáu orð hafa meira innihald heldur en mörg löng ræða. Og að endingu vildi eg mega snúa máli mínu til þín, kæri lesari, hver sem ]>ú ert, og hvernig högum þín- um er háttað. Tileinkaðu þér hin tilfærðu orð hér a'Ö íraman, sem eg hefi tekið upp úr bréfi Nisbets sál. til mín. Þau eiga jafnt erindi til allra manna og kvenna. Enda veit eg, að fáir muni verða til þess að lá mér, þótt eg leggi mildð upp úr heilræðum ]>ess besta manns sem eg hefi hitt á lifsleiðinni og sótt mesta blessun til. (Les: Míka ó.kap. 8. vers, og Matteus 5. kap., 8. v. Eyjólfur Stefánsscm frá Dröngutn. IO.OF 1 = 1141208'/* =9.1. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 2 st., Isafirði o, Akureyri 2, Seyðsfirði 3, Vestm.- eyjum 4, Stykkishólmi 1, Blöndu- ósi o, Raitfarhöfn — 3, Hólum í Hornafirði 1, Grindavík 5, Færeyj- um 2, Julianehaab — 16, Jan May- en o, Angmagsalik — 4, Hjaltlatidi 3, Tynemouth 3 st. Mestur hiti hér í gær 2 st., minstur — 2. Úrkoma 2,3 mm. Yfirlit: Lægð vestur af Bretlandseyjum á hreyfingu norð- ur e'ða norðaustur eftir. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Vaxandi sunnanátt. Hvass þegar líður á dag- inn. Slydda og síðar rigtting. Breiða- fjörður, Vestfirðir : Hægviðri fram eftir deginum, cn hvass suðaustan í nótt, með slyddu og síðan rign- ingu. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Vaxandi suðaustan átt þegar li'ður á daginn. Þí'ðvi'Öri og sumstaðar úrkoma í nótt. Su'Öaust- urland: Vaxandi suðaustan átt. Slydda og síðar rigning. Pétur Á. Jónsson, ójierusöngvari, syngur i Gatnla Bíó næstkomandi sunnudag kl. 3. Ný söngskrá. Sjá augl. Vinnubann. Nokkrir verkatnenn, sem eru í varalögreglunni, ætluðu í gær að vinna a'Ö uppskipun úr „Ingerfire“, sem er nýlega komin lúngað með saltfarm. Þegar vinna átti að byrja i gærmorgun, kotn Ólafur Friðriks- son á vinnustaðinn og með honum nokkurir menn a'Örir. Lagði Ólafur bann við því, í umboði Dagsbrún- ar, að menn þeir, sem eru i vara- lögreglunni, ynni þarna. Varalög- reglumetmirnir vildu ekki að af hlytist illindi, og hættu því vinnu. Verður nánara að þessu máli vik- i'Ö sí'ðar. Enskur botnvörpungur strandar. Þorst. Þorsteinsson sldpstjóri i Þórshamri fékk fregn um það í gærkveldi, að botnv. „St. Honorius" írá Hull hefði strandað á Rifstanga á Melrakkasléttu. Nánari fregnir bárust Þ. Þ. í morgun. Skipi'Ö strandaði ekki á Rifstanga, heldur út af Ásmundarstöðum, skamt þar frá, sem annar enskur botnvörpung- ur strandaði nýlega. Enginn sjór er komimi í „St. Honorius“ og skipshöfnin komin á land. Hefir hún verið einangruð vegna inflú- ensu-hættu. Tiltaun verður gerð i dag til þess að ná skipinu á flot. Gengið f dag. Sterlingspund........kr. 22.15 Dollar ................— 6.62% 100 rikismörk’....... — 157.19 — frakkn. fr..... — 25.98 — belgur .......... — 91.76 — svissn. fr....... — 127.68 — lirur............ — 34.09 — pesetar ......... — 54.40 — gyllini ......... — 266.35 — tékkósl. kr.... 19.76 — sænskar kr..... — 120.96 — norskar kr. ... — 113.97 — danskar kr .... — 111.03 Gullverð ís. kr. er 56.30. Höfnin. Fjórir enskir botnvörpungar koinu í gær, tveir vegna bilana, hinir með menn veika af inflúensu. E.s. Suðnrland fór til Borgarness i morgun. E-s. Goðafoss kom í gærkveldi frá Vestmanna- eyjum, Austfjörðum og útlöndura. E.s. Brúarfoss kom að vestan í gærkveldi og fer annað kveld áleiðis til Grimsby og Kaupmannahafnar. Hjónaefni. Hinn 18. janúar birtu trúlofun sína ungfrú Þóra Marta Stefáns- dóttir (B. Jónssonar), Undralandi, og Karl Heinz Hirst vélsmiður írá Kiel, Þýskalandi. Dr. Max Keil talar í kveld kl. 8 í háskólafyrir- lestri sínum um „Die Deutscheu Parteien (II.)“. — Öllum er heim- ill aðgangur. 75 ára verður á morgun Sigurður Gísla- son, Baldursgötu 8. Spegillinn kemur út næstk. þriðjudag. Guðspekifélagið. Skemtifundur í „Septímu“ í kveld. Ræður, upplestrar, kaffi- drvkkja. Kristján Kristjánsson syngur. Næturlæknir er í nótt Bragi Ólafsson. Sími 2274. Theodór Friðriksson, rithöf. endurtekur skemtun sína í Varðarhúsinu annað kveld Jcl. 81. Nýja Bíó. Af sérstökum ástæðum ver'Öur ekki hægt að sýna myndina Deli- cious oftar en i kveld. K. F. U. K. A-deild hefir fund í kveld kl. 81. Páll Sigurðsson talar. Alt kvenfólk velkomið. Kvenfél. Hringurinn heldur afmælisfagnað sinn fiintu- daginn 26. jan. í Oddfellow-lmsinu. Listi til áskriftar liggur frammi í Bókaversl. Sigfúsar Eymundsson- ar. Sjá nánara í augh Utvarpið. 10,00 Veðurfreguir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Fyrirlestur Búnaðarfé- lags íslands. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. Lesiu dagskrá næstu viku. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Kvöldvaka. Leiðarvfsir Reykjavfknr heitir ný handbók, sem ýmsar verslanir hafa sent viðskiftavinum sínum ]>essa dagana. Útgefandi er Árni Jónsson. Bókin er fjölbreytt að efni, en ekki að sama skapi smekkleg að frágangi, og sá ljóður er á, að viða gætir allmikillar óná- kvæmni og sumsta'ðar er alrangt frá skýrt og villandi. Sem dæmi skal hér tekinn skrifstofutími nokk- urra rikisstofnana í Arnarhváli: Bifreiðaeftirlitið er talið að haja sama tíma alla virka daga, nefnilega kl. 1—3, en hefir opið á laugar- dögum kl. 10—12. Byggingar- og landnámssjóði, á- samt teiknistofu hans, er alveg slept úr. Það er athugavert við skrifstofu- tima fræðslumálastjóra, að þeir eru hvorugur við allan tímann. Frey- steinn Gunnarsson, fyrir æðri skól- ana, er til viðtals kl. 1—2. Helgi Eliasson, fyrir lægri skólana, kf. 10—12. Gjaldkera Arnarhváls er slept úr. Lögmannsskriístofan er talin að vera opin kl. 1—-5, en á að vera frá kl. 10—12 og 1—4. Viðtalstími lögmanns er talinn frá 3—5, en á að vera kl. 2)ý—4. Ríkissjó'ður (ríkisféhirðir) er talinn að hafa opið á laugardögum frá 10—12, en á a'Ö vera kl. 10—2. Söfnunarsjóður er talinn vera í Amarhváli, en hann hefir aldrei þar veri'ð; mun vera i Austurstræti 14. Þetta eru stærstu og meinlegustu villurnar sem eg hefi rekið mig á um stofnanir í ]>essari byggingu. Er liætt við að fleira sé rangt, og ef svo væri, er iitgáfa bókarinnar athyglisverð, ekki síst vegna þess, að á'Öur hafa verið gefnar út svip- a'ðar bækur, og að minsta kosti nfc- gáfan frá 1932, skýrir rétt frá ]>eim stofnunum, sem hér hafa ver- i'Ö taldar, svo a'Ö þar hefði mátt fá upplýsingar, eða á einhvern annan hátt, svo að ekki hefði orðið rangt frá skýrt. Vonandi lætur útgefandi sér þetta að vamaði verða og vandar sig betur me'Ö útgáfu slíkrar bókar næsta sinn, þvi að „Lei'Öarvisir Reykjavíkur" á a'Ö bera nafn með rentu, og verða að því gagni sem til er ætlast. K. H. B. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 18. janúar. NRP. — FB. Mótorkútter frá Bangsund. fórst í nótt skamt frá Folla. — Talið er, að fjórir menn hafi farist. Höfuðmaður leynilögregl- unnar í Osló liefir tilkynt lög- reglustjóranum, að tekist hafi að afla sannana fyrir því, að tveir menn, sem fyrir skömmu voru handteknir, hafi verið valdir að bifreiðaránunum svo kölluðu. Rikisstjórnin hefir lagt til, að breytingar verði gerðar á læknishéraðaskipuninni í land- inu. Samkvæmt tillögunum verður héraðslæknunum fækk- að úr 349 í 206. — Yfirmaður læknamálanna (medicinal-di- rektören) hcfir ráðið frá því, að þessar breytingar verði gerðar. Frá Rósslandi. Moskwa í janúar. United Press. - FB. Blöðin í Moskxva og viðar í landinu hafa rætt mikið um einn af kunnustu læknum Rússa, Dmitri Gudim-Lefko- wich, prófessor, vegna lijálpar þeirrar, sem hann veitti ó- nefndri konu, sem liann var sóttur til. Kona þessi lá á Bot- kin-sjúkrahúsinu og varð líft hennar eigi bjargað, nema með blóðflutningi. Engin tök vor« á þvi, að fá nokkum til þess að láta í té blóð sitt, en pró- fessorinn ákvað þá, að gera þa|i sjálfur, til þess að bjarga Ufl konunnar. — Prófessorinn var mjög máttfarinn um hrið eftir þetta, en hefir nú náð fulluu kröftum aftur. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.