Vísir - 24.01.1933, Side 2
VlSIR
x
fcb MaTOM & QtSEM fflW
Eigum óseldar fáar tunnur af fyrsta flokks
S—P—A—ЗK—J—Ö—T—I.
Sími: eim - tveir - þrír ■
Símskeytl
London 23. jan.
Unitcd Press. - FB.
Skuldamálin.
Ráðherrarnir bresku konui
saman á fund í nr. 10 Down-
ing Streel i dag og ræddu um
boð Bandaríkjastjórnar að
ræða skuldamálin við Brét-
landsstjórn í marsmánuði n.k.
Umræðurnar stóðu yfir eina
klukkustund og var þeim því
næst freslað til miðvikudags.
London 23. jan.
United Press. - FB.
Verkfalli strætisvagnamanna
lokið.
Ýmislegt bendir til, að verk-
fall strætisvagnamanna sé að
fara út um þúfur. Þegar Asb-
field lávarður hafði sett stræt-
isvagnamönnum úrslitakosti
fóru allmargir þeirra til vinnu
aflur.
London 24. jan.: Verkfalli
strætisvagnamanna er loldð.
Vinna bófst á síðastliðnu mið-
nætti.
Aþenuborg 23. jan.
x United Press. - FB.
Þingrof í Grikklandi.
Samkvæml kröfu Venizelos
hefir forseti Grikklands rofið
þingið, og fara nýjar kosning-
ar fram snemnia í marsmán-
uði. - Venizelos mun hafa far-
ið fram á þingrof, þar eð hann
sá fyrir, að stjórn hans yrði
feld von bráðara. Gerir liann
sér von um, að fá betri aðstöðu
að þingkoshingum loknuxn.
Dublin 24. jan.
United Press. - FB.
Kosningar í írlandi í dag.
Búist er við meiri þátttöku
en nokkuru sinni fvrr i fririk-
iskosningunum, sem fram fara
í dag. Fyrstu úrslit verða ef til
vill kunn i kveld, en tæplega
er búist við, að hægt verði að
gera sér greiu fyrir þvi fyrr en
á fimtudag, hveraig úrslitin
verði. Á fimtudagskveld verða
úrslit í öllum helstu kjördæm-
um kunn. De Valera og Cos-
grave eru livor rnn sig vissir
um að bera sigur úr býtum.
Cosgrave telur líklegt, að
Miðflokkurinn fái þá aðstöðu
á þingi, sem verkamenn hafa
nú, iþ. e. að liafa ráð ríkis-
stjórnarinnar i hendi sér, en sá
er munurinn, að Miðflokkur-
ínn mundi styðja Cosgrave-
ilokkinn, en verkamenn De
Valera eins og hingað til. Kjós-
endur eru 1.750.000 í 30 kjör-
dæmum. Kosið er með hlut-
fallskosningum.
París 24. jan.
United Press. - FB.
Fjármál Frakka.
Talið er fullvíst, að ekki
muni takast að jalna tekju-
halla fjárlaganna i þessum
mánuði. Verður því að taka
lán til bráðabirgða.
Ált lðgiegt!
Héðinn Valdimarsson heldur
áfram að verja aðfarir sínar og
kommúnista miðvikudaginn 9.
nóvember, og skellir allri skuld
á lögregluna fyrir það, að
meiðsl hlutust af. Hann segir,
að lýðurinn, sem safnast hafði
saman í fundarsal bæjarstjórn-
ar hafi verið kominn þangað
„til að verja réttindi sín“, að
mennirnir sem brutust inn,
gegn banni lögreglunnar, hafi
eklxert ólöglegt aðhafst og þeir
hafi verið „neyddir til“ að bera
af sér högg lögreglunnar með
hverju sem til náðist!
Iiéðinn segir nú algerlega
rangt frá málavöxtum alveg frá
rótum. Hann segir, að lýðurinn,
sem safnaðist að fundarhúsi
bæjarstjórnar 9. nóv., hafi safn-
ast þar sa.man til að mótmæla
„kauplækkunarki'öfu“ sem hafi
átl að gera á fundi bæjarstjórn-
ar þann dag. Þetta vita allir að
er algerlega rangt. Á næsta
fundi áður hafði verið gerð
samþykt um kaupgjald i bæjar-
vinnunni, en H. V. og félagar
lians kröfðust þess þá, að auka-
fundur yrði lialdinn til að ræða
málið á ný. Og þ. 9. nóvember
skipuðu forsprakkarnir verka-
mönnum að leggja niður vinnu
og fjölmenna á fund bæjar-
stjórnar, bersýnilega i þeim til-
gangi að kúga bæjarsljórnina
til að breyla ákvörðun sinni, en
ekki til að mótmæla neinu, sem
þar álti að fara fram. Og það er
að minsta kosti afar hæpið, að
lala í þessu sambandi um „að
verja réttindi sín“.
Eftir því sem til var stofnað
af Héðni Valdimarssyni og fé-
lögum lians, þá er augljóst, að
ríkisvaldinu var ekki að eins
fullkomlega heimilt, heldur
jafnvel skylt, að gera ráðstafan-
ir til þess að þessum lýð yrði
bægt frá með valdi. Og ríkis-
valdinu er vitanlega bæði rétt
og skylt, að vera við því búið
að geta ráðið niðurlögum of-
beldismanna, sem gera tilraun
til þess að beita lögleg stjómar-
völd landsins ofbeldi til að
koma vilja sinum fram.
Það cr ])vi augljóst, að allar
]>essar ráðstafanir, sem verk-
lýðsfélagsskapurinn, undir for-
ustu H. V. og kommúnista, er
að gera til þess að hindra það,
að lögreglan verði aukin, svo að
hún geti int skylduverk sin af
hendi, eru uppreisn gegn rikis-
valdinu, og þá einnig broltrekst-
ur þeirra félagsmanna úr verk-
lýðsfélögunum, sem gengið hafa
i varalögregluna, og bannið við
því að þeir fái að vinna með
öðrum verkamönnum.
Hrísgpj önin
með hýðinu
fáið þér hjá okkur.
Frá franikvæmdaneFnil
„íslensku vikunnar“.
—o—
Á fundi iðnrekenda og ann-
ara áhugamanna, sem haldinn
var i Reykjavík 12. þ. m„ var
samþykt að lialda starfsemi „Is-
lensku vikunnar“ áfram þetta
ár.
Framkvæmdanefudin gaf
skýrslu um störf sín á s. 1. ári,
görði grein fyrir fjárreiðum sið-
asta árs og skilaði af sér störf-
um. Jafnframt lagði nefndin
fram frumvarp til laga um
framtiðarstarfsemi „tslensku
vikunnar“. Var framkvæmda-
jiefndin endurkosin til þess að
annast framkvæmdir „íslensku
vikunnar“ á ])essu ári, svo og
frekari undirbúning framtíðar-
stai'fseminnar.
Síðan hefir nefndin lialdið
fundi með sér og ákveðið að
næsta „íslenska vika“ skuli
haldin dagana 30. api'il til 7.
mai n. k. — og heitir hún hér
með á íslendinga um land alt.
að styðja starfsemi þessa með
ráðum og dáð.
Fyrst og fremst heitum vér
á allar verslanir i landinu, að
gera sitt ítrasta til að kynna al-
menningi íslenskar vörur þessa
viku, bæði með því að sýna að
eins íslenskar vörur i verslunar-
gluggum sinum og með því, að
benda á og bjóða fremur fram
íslenskar vörur en erlendar, ])ar
sem um bvorttveggja er að
ræða.
I öðru lagi heitum vér á alla
skólastjóra í laudinu, að gera
silt til að vekja áliuga nemanda
sinna fyrir nauðsyn lands-
manna á því að efla þjóðarliag-
inn ineð því að búa sem rnest
að sínu.
í þriðja lagi heitum vér á alla
góða íslendinga, að nota fyrst
og fremst íslenskar vörur þessa
viku, og styðja starfsenxina á
allan liátt, svo að íslendingar
læri að nota eingöngu sínar eig-
in vörur og sin eigin skip, svo
sem kostxxr er allar vikur árs-
ins.
Eins og s. 1. ár ætlar nefndin
að gefa út allsliei'jar vöruskrá
yfir íslenskar framleiðsluvörur,
en skilyrði fyrir því, að sú vöru-
skrá geti orðið fullkomin heim-
ild á þessu sviði, er að allir
framleiðendur sendi fram-
kvæmdanefndinni nákvæma
upptalninu allra þeirra ísl.
vörutegunda, er þeir framleiða
hver fyrir sig. Má slík upptaln-
ing vera í auglýsingarformi, og
gefst framleiðendum þá jafn-
framt tækifæri til að sýna
smekkvísi sína í því, að koma
auglýsingum vel fyrir.
Fyrir því heitum vér á alla
þá, er framleiða íslenskar vör-
ur til sölu, að senda oss ])essa
upptalningu eða auglýsíngu fyr-
ir 20. febrúar n. k. og munum
vér þá sjá þeim fyrir rúmi í
vöruskránni gegn sanngjörnu
gjaldi. — Þegar vöruskráin er
íullgerð, verður hún send öllum
verslunum á landinu og fleir-
um til ])ess að gera þeim auð-
veldara að afla sér vörul)irgða
fyrir næstu „Islensku viku“.
Jafnframt notum vér tæki-
færið til þess að þakka þann
ágæta stuðning og vclvilja, er
framleiðendur og aðrir lands-
menn létu oss i té s. 1. ár, og
hefjum vér nú undirbúning
undir næstu „Islensku viku“ i
þvi örugga trausti, að verða
sama stuðnings og velvilja að-
njótandi á þessu ári. —
Skrifstofa nefndarinnar er:
Lækjargata 2, Reykjavík. Sími:.
4292.
Reykjavík, 22. janúar 1933..
Framkvæmdanefnd
„Islensku vikuunar“
Helgi Bergs.
Gísli Sigurbjörnsson.
Brynjólfur Þorsteinsson.,
Aðalsteinn Kristinsson.
Halldóra Bjarnadóttir.
Sigxxrður Halldórsson.
Sigurjón Pétursson.
Tómas Jónsson.
Tómas Tómasson.
C0<^3»0<S>«Ki
í Bæjarfréttir I
00<=>0 £X=>oc!
Vcðrið í morgun.
Hiti um land alt. 1 keykjavik 5
st., ísafirði 7, Akureyri 7, Seyðis-
firÖi 12, Vestmannaeyjum 6, Gríms-
ey 6, Stykkishólmi 5, Blöuduósi 7,
Raufarhöfn 5, Hóluimi Hornáfirði
8, Grindavík 5. Julianehaab — 15,
Jan Mayen 1, Angamagsalik 1,
Hjaltlándi 4,Tynemouth o st. Mest-
ur hiti hér í gær 8 st., minstur 5.
Úrkoma 8,7 mm. Yfirlit: LægÖ yf-
ir Grænlandi, en háþrýstisvæÖi um
Bretlandseyjar. — Iiorfur: SuÖ-
vesturland, Faxaflói, BreiðafjörÖ-
ur, Vestfiröir: Sunnan og suÖaust-
án kaldi. Smáskúrir. Heldur kald-
ara. Norðurland, norðausturland,
Austfirðir: SuÖvestan lcaldi. Úr-
komulaust. SuÖausturland: SuÖ-
vestan kaldi. Skúrir.
M.b. Kveldúlfur.
Mjög litlar líkur eru nú fyrir
þvi, að m.b. Kveldúlfur sé of-
ansjávar. Allmörg skip hafa
leitað bátsins árangui’slaúst. Á
bátnum voru 6 menn: Skafti
Jónssón, Einar Jónsson, Guð-
mundur Jónsson, Indriði Jóns-
son, Helgi Elieneserson og Þ.
Guðnxundsson. Indriði og Helgi
voru kvænlir menn.
E.s. Lyra
er væntanleg í kveld eða nótt.
E.s. Selfoss
kom frá útlöndum í nótt.
Hjúskapur.
Síðastl. miðvikudag voru gef-
in satnaix í hjónaband af lögtnanni
ungfrú Þorbjörg Hálfdánardóttir
og Þorsteinn Þorsteinsson, eigandi
Litlu bílstöðvarinnar. Heimili þeirra
er á Brávallagötu 26.
E.s. Gulloss
kom hingað í gærkveldi frá
útlöndum. Á meðal farþega
voru: Frú Naghtglass-Ólafson
með barn, B. J. Brynjólfsson,
Krístinn Halldórsson, Gústaf
A. Ágústsson, ungfrú Þóra
Borg, ungfrú Þóra Gísladóttir.
Nýja Bíó
sýnir í fyrsta skifti í kveld kvik-
myndina „Reimleikarnir á herra-
garðinum". Er ]>aÖ amerísk leyni-
lögreglumynd i 10 þáttunx, gerð
samkvæmt leikritinu ,,The Bat“
(I-eðurblakan).
E.s. Goðafoss
fór vestur og norður i gærkveldi.
Farþegar vortt 14 talsins.
Gamla Bíó
sýnir í fyrsta skifti í kveld kvik-
myndina „Syndabrautin". Aðalhlut-
verk leika Anita Páge, Rolært
Montgomery, Adolphe Menjou o. fl.
góðir leikarar.
Sendiherrafregn
í gær hermir, að félag vinnu-
veitenda í Danmörku lxal’i til-
kynt vcrkalýðsfélögxinutn verk-
bann í ýmsum iðngreinum.
Reykið þær cigarettur
sem best fara með yður
og eru ljxxffengasitar.
Reykið
TEOFANI
20 stk. 1,25
TEOFANl - LONDON.
Verkbannið gengur í gildi 1.
febr. eða síðar í mánuðinmn í
sumum iðngreinunum. Atvinnu-
rekendur krefjast 20% kaxip-
lækkunar, en verkalýðsfélöghx
eru algerlega mótfallin kaup-
lækkun. Búist er við, að verk-
bannið nái til 100,000 verka-
manna. — Á fundi í „Skandina-
visk Sömandskonference“ var
ákveðið að liefja samúðarverk-
fall með verkamönnum, sem
verða viunulausir vegna verk-
bannsins. Tilraxtnir til mála-
miðlunar hófust í gær.
Gengið í dag.
Sterlingspund........ kr. 22.15
Dollar .............— 6.61%:
100 rikismörk .........— 157.33
— frakkn. fr......— 25.93
— belgxu' ......... — 91.66
— svissn. fr...... 127.89
— lírur............ — 34.06
—+ pesetar ...........— 54.37
.— gyllini ......... -— 265.80
— tékkósl. kr.....— 19.76
— sænskar kr...... — 120.93
— norskar kr. ... — 113.92
— danskar kr .... — 111.31
Gullverð
ísl. kr. er nú 56.43.
Iæikfélag Reykjavíkur
sýnir Æfintýri á gönguför
annað kveld. Að seinustxx sýn-
ingu seldusl allir aðgöngunxiðar
upp.
Sigurður Kjartansson
biður viðskiftavini sína að
klippa úr blaðinu búsálialtla-
verðlista þann, senx hann aug-
lýsir i dag.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 8.—14.
janúar (í svigum tölur næstu
viku á undan): Hálsbólga 39
(46). Kvefsótt 111 (92). Kvef-
lungnabólga 7 (3). Blóðsótt 20
(17). Barnaveiki 0 (4). Gigt-
sótt 1 (1). Iðrakvef 103 (134).
Inflúensa 2 (0). Taksótt 0 (3).
Hlaupabóla 5 (3). Þrimlasótt 0
(2). Stingsótt 1 (1). Gxxla 1 (0).
Heimkoma 1 (0). Kossageit 2
(0). Mannalát 5 (2). — Land-
íæknisskrifstofan. FR.
Islands Adressebog-,
17. árg. (1933) er nýlega komjn
út, og fæst í bókaverslunum. Haari-
bók Jxessi, sem er aðallega ætl-
uð erlendum kaupsýslumönmmi, e«-
hin þarfasta, og hefir orðið til eft-
ingar viðskiftum þeirra við íslelxd-