Vísir - 03.02.1933, Blaðsíða 3
VtSIR
geta ekki grænlenskra kvenna
aS neinu. Hann dáist mjög a8
yndisþokka þeirra og smekk-
visi. Eg hefi áður getið þess,
að Lissey fékk konu sér til að-
«toðar við brytastörfin. Hún hét
Sara og var síðar upj)i í vetrar-
húsi. „Altaf var Sara fyrst á
fætur. Þegar við karlmennirnir
risum upp, var morgunkaffi og
hafragrautur tílbúinn. Allan
daginn var hún að, ýmist að
matbúa, þvo, bæta eða eitlhvað
annað að gera fyrir allan þerm-
an fjölda. Og þegar óvæntan
gest har að garði að nólíu til,
eins og oft bar við, var að fáum
minútum liðnum borinn matur
og drykkur fyrir hann.“ —
liér er lítið hægt að segjá frá
árangri þessa mikla leiðangurs.
Að eins má drepa á hvað mæl-
ingarnar á jöklinum sjálfum
gefa til kynna. Þykt jökulsins
var mæld alla leiðina frá vestur-
brún inn að Jökuhniðju og kom
þá í Ijós að þar er láglendi. í
miðjunni er landið ekki nema
300—500 m. yfir sjávarmál. Er
eins og það hafi sigið undan
þunga jökulsins. Ef eins hagar
til á Grænlandi öllu, þá geymir
Grænland um 3 miljónir rúm-
kílómetra af ís. „Það er álíka og
öll Evrópa fyrir ofan sjó, eða
eins og vatnsmagnið bæði i
Eystrasalti og Norðursjó, marg-
faldað með 40. Væri jökullinn
orðinn að vatni og kominn út í
sjó, mundu heimshöfin hækka
«m 8 metra og mikið af lág-
lendi í öllum álfum heims fara
í kaf.“
Um stófstraumsflóð mundi
sjórinn ná upp midir þriðju
hæð á Eimskipafélagshúsinu!
Eg hefi verið að segja ofur-
litið frá þessum mikla leiðangri
og þykir sjálfsagt ýmsum eg
vera búinn að masa nóg. Sjálf-
um var mér það erfiðast, hvað
eg þurfti að vera stuttorður. Eg
hefi ekki getað gefið lesandan-
um nema „reykinn af réttun-
iam“ og vona eg, að þeir, sem
það geta, lesi bókina sjálfa ckki
síður eftir en áður.
Eg gat þess i byrjun, að þriðja
stöðin liefði verið að austan-
verðu, á Jamesonlandi við Sco-
resbysund að norðanverðu. Þar
voru 3 menn og störíuðu nær
eingöngu að veðurfræðirann-
sóknum. Þeir áttu við ýmsa örð-
ugleika að stríða, aðra en „jök-
ulbúar“, gátu meðal annars eltki
dvalið þar eins lengi og þeir
ætluðu sér. Var talsverður gróð-
ur þar, sem þeir voru, og kom-
ust þeir m. a. i kynni við sauð-
aautahjarðir. Það yrði of langt
mál að fara að lýsa því nánar,
-og læt eg þvi hér staðar numið.
Á. Á.
------- > innm----------
Þættlr (ir spíenskrl
bánmentasögu.
Annar bróðir Leandirs og
yngstur þeirra bræðra, var
áðumefndur ísidor helgi, eft-
irmaður Leandirs sem skóla-
meistari og erkibiskup í Se-
villa, og einhver sá mesti fræði-
maður, er sögur fara af á mið-
öldum. Harm fæddist í Sevilla
eða Cartagena, kringum 560, og
dó 4. apríl 636. Faðir þeirra
bræðra var, að því er sumir
halda fram, sonur Þiðriks
(Teodocio) mikla Austgota-
konungs, og gegndi hann land-
stjóraemhætti í Cartagena, en
fluttist siðan til Sevilla, þar
sem Isidor ólst upp og gekk í
skóla hjá bróður sínum. Lærði
hann til fullnustu latínu,
grisku og hebresku. Haun skar-
aði fljótl fram úr öðrum, fyrir
sakir fráhærra gáfna, og var
því ekki að furða, að hann yrði
til skólameistara tekinn að
bróður hans látnum. Notaði
hann þá strax aðstöðu sína til
að efía og endurnýja upp-
fræðslu landa sinna í vísind-
um og listuin. Fyrst kom hann
því til leiðar, að á kirkjuþing-
inu í Toledó var ákveðið að
stofna skóla i hverju biskups-
dæmi innan liins víðáttumikla
konungsrikis. t öðru lagi kendi
Iiann við skóla sinn í Sevilla
af svo niikuli andagift og eld-
móði, að frægð hans barst víða
um lönd og úr öllum héruðum
Spánar fívktust nienn þangað,
til að hlýða á kenslu hans. Hóf
hann kenslu i ýmsum grein-
um, sem undanfarnar aldir
höfðu ekki verið kendar í skól-
um, eins og t. d. í grisku og
hebresku; ennfremur varð
hann á undan Aröbum í því
að túlka lieimspeki Arislóte-
lesar og kynna hana i Vestur-
löndum. I þriðja lagi var ísi-
dor óþreytandi rithöfundur, og
svo mörg rit liggja eftir hann
um alt milli liimins og jarðar,
að vel mætti heimfæra upp á
hann siáífan ummæli þau, sem
höfð eru eftir honum í „Heil-
agra manna sögum“ (I, 142—
3) um Ágústinus kirkjuföður,
að „hann diktaði og ritaði svo
marga og mikla liluti, að því
síður fær nokkur maður ritað
lians hækur allar á sinum aldri,
að enginn vinst til þær allar að
Iesa.“
Niðurl.
LBæjarfréttir
2>0
I O.O.F. 1== 114238 9 0
Veðrið í morgpn.
Hiti i Reykjavík -—1 stig, ísa-
firði' —4, Akureyri —-2, Vest-
mannaeyjum 2, Stykldshólmi
—5, Blönduósi —1, Hólum i
Hornafirði —2, Grindavík —4,
Julianehaab —9, Færeyjum 1,
Jan Mayen —6, Angmagsahk
—14, Tynemouth 3 stig. Skeyti
vantar lrá Grímsey, Raufar-
höfn og Hjaltlandi. Mestur hiti
hér i gær 1 siig, minstur —4.
Sólskin í gær 3.8 st. Úrkoma
2.9 mm. Yfirlit: Grunn lægð yf-
ir íslandi á hreyfingu suðaust-
ur eftir. Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói, Breiðafjörður: Norð-
vestan gola. Dálítil snjókoma.
Vestfirðir, Norðurland: Hæg-
viðri i dag, en sennilega vaxandi
norðan átt í nótt. Snjókoma
öðru hverju. Norðausturland,
Austfirðir: Sunnan gola í dag,
en gengur í norður í nótt. Dá-
litil snjókoma. Suðausturland:
Breytileg átt og hægviðri. Snjó-
koma.
Cæjarstjórnarfundur
var haldinn í gær. Á íundinum
fóru fram ýmsar kosningar á
starfsmönnum bæjarstjómar og í
nefndir. Forseti bæjarstjórnar til
næsta árs var kosinn Guðm. Ás-
björnsson, með 8 atkv., fyrsti vara-
forseti Pétur Halldórsson, annar
Maggi J. Magnús. Skrifarar bæj-
arstjórnar voru kosnir Jakob Möll-
er og Sigurður Jónasson, en til
vara Guðm. Eiríksson og Ágúst
Jósefsson. í bæjarráð vom þessir
endurkosnir: Jakob Möller, Pétur
Halldórsson, Guðm. Ásbjörnsson,
Stefán Jóh. Stefánsson og Her-
mann Jónasson, en varamenn
Maggi J. Magnús, Hjalti Jónsson,
Guðrún Jónasson, Ágúst Jósefsson
og Kjartan Ólafsson. í brunamála-
nefnd voru kosnir Guðm. Eiríks-
son, Pétur Halldórsson, Ágúst Jós-
efsson og Hermann Jónasson. í
bygginganefnd voru kosnir úr bæj-
arstjórn Guðm. Eiríksson og Kjart-
ari Ólafsson, en utan bæjarstjórnar
Kristinn Sigurðsson og Felix Guð-
mundsson. í hafnarstjórn voru
kosnir úr bæjarstjórn: Jón Ólafs-
son, Hjalti Jónsson og Sigurður
Jónasson, en utan bæjarstjórnar
Ölafur Johnson og Jón A. Péturs-
son. 1 heilbrigðisnefnd var kosinn
Maggi J. Magnús, en i stjórn Fiski-
mannasjóðs Kjalarnessþings Jón
Ólafsson. í stjórn íþróttavallarins
voru kosnir Guðm. Ásbjörnsson og
Guðm. Eiriksson endurskoðandi.
Til að semja verðlagsskrá var kos-
inn Einar Helgason garðyrkju-
stjóri. I sóttvarnarnefnd var kosin
frú Guðrún Jónássdn. I stjórn eft-
irlaunasjóðs Réykjavíkur voru
kosnir Guðrp. Ásbjörnsson, Jakob
Möller og Ágúst Jósefsson. End-
urskoðandi Styrktarsj óðs verka-
mannafélaganna var kosinn Guðm.
Eiríksson. Endurskoðendur bæjar-
reikninganna voru kosnir Þórður
Sveinsson læknir og Ólafur Frið-
riksson, j;n varamenn Ari Thor-
lacius og Jón A. Pétursson.
Landsmálafélagið Vörður
heldur fund í húsi sínu við Kalk-
ofnsveg í kveld kl. 8%. Prófessor
dr. 'Magnús Jónsson hefur umræð-
ur úm innflutningshöftin.
Aflasölur.
Hannes ráðherra seldi isfisksafla
í Grimsby í gær, 3200 körfur fyrir
988 sterlingspund, cn Júpíter í
fyrradag 3000 körfur fyrir 1301
stpd. (að frádregnum tolli).
Grímudansleikur Ármanns
verður í Iðnó laugardagirin 11.
febr. Stjórn félagsins biður félags-
menn að tryggja sér aðgöngumiða
fyrir sig og gesti sina sem fyrst,
því aðsókn að undanförnum grimu-
dansleikum félagsins hefir ávalt
verið meiri en hægt hefir.ve.rið að
fullnægja. Sala aðgöngumiða hefst
á mánudag. Sjá nánara í augl.
Eæ. Lagnrfoss
var á ísafirði í morgun. Vænt-
anlegur hingað á sunnudag.
E„s. Brúarfoss
fór frá Kaupm.höfn í morgun.
Ejs. Goðafoss
er á útleið. til Englands og
Þýskalands.
E.s. Gullfoss
var á Akureyri i morgun.
E.s. Dettifoss
losnaði úr sóttkvi í gærkveldi.
Rs. Suðurland
kom úr Borgarnesi í dag með
vestan og norðanpóst.
Skipulag á Lækjartorgi.
Bæjarverkfræðingur hefir
lagt til, að tilhögun á Lækjar-
lorgi vcrði þessi: 1) Þriggja
metra ræma verði tekin af
stéttinni á miðju torginu fyrir
strætisvagnastæði. 2) Síma-
skýlið og klukkan verði tekið
burt. 3) Að leyft verði að reisa
eitt skýli alt að 8 ferm. að stærð
á miðju torginu, enda skuli út-
lit skýhsins samþykt af bæjar-
ráði eða þeim manni eða
mönnum, sem bæjarráðið felur
að dæma um það. — Bæjarráð-
ið samþykki tillögur bæjarverk-
fræðings, enda komi þær til
framkvæmda eftir nánari
ákvörðun bæjarráðs síðar. Bæj-
arráðið ákvað, að segja Magnúsi
Kjaran heildsala upp rétti til að
hafa klukku á torginu.
^iHHanianian&nis
ÍÍ
Japanskar
eldspýt
g-ódai* og ódýrar
í feeild.sol'ö. þjá
Jðh. ðlafsson & Co.
na
m
0^jiugjugwaiygíugi
E.s. Selfoss
fer næstkomandi mánudag á- J
leiðis lil Grimsby og Antwerpen.
Ðr. Björg C. Þorláksson
flyíur fyrirlestur um undir-
rót og eðli ástarinnar í Nýja
Bíó kl. 3 á sunnudag. Frúin er
ágætlega mentuð kona og hefir
getið sér frægðarorð erlendis
fyrir rit sín, en hér á landi er
liún þjóðkunnug fyrir bækur
sínar, ritgerðir og fyrirlestra.
Vísindalegar athuganir frúar-
innar á því efni, sem fyrirlest-
urinn f jallar um, eru hinar at-
hyglisverðustu og ætti menn að
f jölmenna á fyrirlestur hennar.
X.
Dr. Max Keil
flytur erindi um „Deutsch-
lands Stellung im Welíverkehr“
í kveld kl. 8 í liáskólanum. —
Öllum heimill aðgangur.
Þjóðkirkjan í HafnarfirSi.
Síra Garðar Þorsteinsson bið-
ur fermingarbörn sín að koma
til viðtals næstkomandi laugar-
dag kl. 6 síðd. í húsi K.F.U.M.
H jálpræS í sherinn.
Föstudag 3. febrúar: Helgun-
arsamkoma. — Major Beckett
stjórnar. Bjarni Jónsson talar.
Samkoman liefst kl. 8 stundvís-
lega.
Fasteignaeigendur
hér í bænum, sem eiga girS-
ingar eða önnur mannvirki á
lóðuin sínum, ætti að krefjast
leiðréttingar á fasteignagjalda-
seðlum þeim, sem sendir hafa
verið út frá skrifstofum bæjar-
ins (um fasteignagjöld þ. á.),
áður en þeir greiða gjöldin, því
að eigi mun heimilt að taka
gjöld af þessum mannvirkjum.
Grímudansleikur
dansskóla Rigmor og Ásu
Hanson fer fram á morgun kl.
5 og Gríinudansleikir skól-
ans hafa altaf verið taldir með
skemtilegustu dansleikum bæj-
arins og verið vel sóttir. Hljóm-
sveit Aage Lorange leikur allan
tímann (6 menn). Má því bú-
ast við mikilli aðsókn. Aðgöngu-
miðar verða seldir í Iðnó kl. 7
—9 í kveld og ættu nemendur
að tryggja sér aðgöngumiða í
tíma, fyrir sig og gesti sina. H.
Gamla Bíó
sýndi i fyrsta sinni i gærkveld
kvikmyndina „Syngjandi hetjan“.
Er kvikmjmd þessi með afbrigðum
skemtileg, enda eru það frægir
óperusöngvarar, sem leika aðal-
hlutverkin, þau Lawrence Tibbett
og Grace Moore, frá Metropolitan
Opera House i New Yorlc.
x.
Bethania.
Vakningarsamkomurnar halda á-
fram í kveld kl. 8%. Allir vel-
komnir.
Guðjði Gfslason.
Dáinn 26. jan. 1933.
Systurkveðja.
Þeirn, er saman vera vilja,
veitir ávalt þungt að skilja.
Bróðir, sárt eg sakna þín.
Margan þunga með mér barstu,
mér í raunum næstur varstu,
bæta vildir meinin min.
Þakka ég ást og aðstoð þina,
ávalt mun það sálu mína
gleðja mjög að minnast þín. — ■ !
Minnast þinna hjálparhanda,
huggunar og ráða' í vanda,
hjarta, sem var hlýtt til mín.
lleim frá sorg og sjúkleiks þrautum :
sielt er að hverfa’ af jarðarbrautum.
Sál þín fagnar sælu nú;
fyrir lambsins blóðið blíða ' 1
búinn ertu nú að stríða;
kveð ég þig í þeirri trú.
Gengið í dag.
Stcrlingspund........ kr. 22.15
Dollar ............... — 6,54
100 ríkismörk .........— 155,60
— frakkn. fr..... 25,64
— belgur ..........— 90,99
— svissn. fr.......— 126,66
— lírur ...........— 33,54
— pesetar .......--- 53,84
— gyllini .........— 263,04
— tékkósl. kr....— 19,51
— sænskar kr.....— 120,28
—: norskar kr......— 113,66
— danskar kr.....— 100,00
Guliverð
íslenskrar krónu i dúg 57,06.
Utvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19,05 Fyrirlestur Búuaðarfé-
lags íslands.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
Lesin dagskrá næstu
viku.
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Kvöldvaka.