Vísir - 17.02.1933, Side 4
V
Japanskar
eldspýtur
gódar og ódýrar
í heildsölu hjá
Jóh. Úlafsson & Co.
ju j
n@
Skautamál.
' Eg er oft spurður að því,
tivar eigi að innrita sig í
Skautafélagið. Eg hefi ekki
fyllilega getað svarað fólki því
enn þá. Er þvi nauðsynlegt að
stjórn Skautafélagsins haldi
fund og komi sér saman um
einhvern, er fólk geti snúið sér
til í þessu efni. Það er mjög
nauðsynlegt að ná a. m. k. 150
til 200 manns í þetta félag, er
greiði 3 kr. árstillag hver, til að
leggja við framlag bæjarsjóðs,
svo að hægt sé að halda við
.skautasvæði á tjörninni, bæði
betur og lengur, því að þær
500 kr., sem bæjarsjóður legg-
ur nú fram, eru ekki lengi að
fara, ef nokkurt timabil kem-
ur, sem hægt er að vinna að
þessum málum. Svo eru tón-
leikarnir á skautasvæðið, sem
fólki þykja næstum ómiss-
andi, eftir að það hefir fengið
að reyna þá, nú tvívegis, fyrir
velvilja útvarpsins og hr.
Gunnlaugs Briem. En til þess
að hægt sé að hafa þá, er nauð-
synlegt að hugsa fyrir þvi, að
hægt sé að greiða eittlivað fyr-
ir þá, því að þótt tæki og út-
búnaður allur sé lagður fram
endurgjaldslaust eða lítið, geri
eg ráð fyrir, að þarna verði
einhver maður að vera við-
bundinn alt kveldið, og er ó-
sanngjarnt að ætlast til að það
fáist alt fyrir ekki neitt.
. Svo eru margir sem liafa
mikla löngun til þess, að kom-
ið verði hér á skautalilaupi, að
minsta kosti einu sinni að
vetrinum, ef tíð leyfir, en alt
kostar þetta nokkurt fé.
Það hefir sýnt sig, þau kveld-
in sem skautabraut hefir ver-
ið á tjörninni, að hún hefir
ekki verið látin ónotuð af æsku
Reykjavíkur og þeim fullorðn-
um, sem altaf hafa gaman af
að endurnýja þessa æsku-
íþrótt sína. Og það er áreiðan-
legt, að blóðkornunum hefir
fjölgað í æðum þeirra, sem
þarna hafa verið að leikum
undir stjörnubjörtum kveld-
himni Reykjavíkur.
Kjartan Ólafsson,
brunav.
N o rs kar
loftskeytafregnir.
Osló 16. febr. NRP. FB.
Viðskifti Norðmanna og Breta.
Utanríkísmálaráðuneytið til-
kynnir, að viðskiftasamninga-
umleitanir milli Breta og Norð-
manna hefjist á ný um þ. 1.
mars.
Osló 16. febr. NRP. FB.
Skottulæknar og fóstur-
eyðingar.
Lögreglan hefir ljóstað því
upp, að skottulæknar tveir,
karl og kona, búsett hér í bæ,
hafa um skeið liaft atvinnu af
fóstureyðingum. Hafa skötu-
hjú þessi tekið að sér 22 fóst-
ureyðingar frá því um jólaleyt-
ið. — Búist er við, að margt
ófagurt komi í ljós við réttar-
liöld þau, sem nú eiga að fara
fram.
Osló 16. febr. NRP. FB.
Stjórnarbylting í Rúmeníu?
Frá Búkarest berast þær
fregnir, að stjórnarbylting hafi
brotist út í landinu. Mælt er, að
blóðugir bardagar hafi orðið í
sumum horgum. Madame Lu-
VTSIR
pescu, ástmær konungs, er flú-
in. Hvar konungurinn er nið-.
ur kominn, vita menn ekki.
Mælt er, að innan lifvarðar
konungs hafi borið á því, að
menn hafi hallast að uppreist-
arsinnum.
H e r r a-
HATTAR,
linir og
harðir.
VÖRUHtJSIH.
j| TAPAÐ-FUNDIÐ |
Skíðasleði, brennimerktur
„Héðinn“, hefir tapast. Finn-
andi vinsamlega beðinn að
skila honum í Aðalstr. 16. (338
Tapast hefir peningabudda
með 30—40 kr., fyrir framan
Soffíubúð. Skilist á Aðalstöðina
gegn fundarlaunum. (353
Tapast hefir peningaveski
með $ 450.00, kr. 200.00 og 10
shillings. Finnandi skili á skrif-
stofu Vísis gegn 300 kr. fundar-
launum. (351
Tapast hefir svartur hvolp-
ur, lítill, með hvítar lappir og
hvíta bringu. Finnandi er vin-
samlega beðinn að gera aðvart
til Dýraverndunarfélagsins i
Tungu. . (339
HÚSNÆÐI
2 herbergi og eldhús til leigu
14. maí í austurbænum. Tilboð,
merkt: „9“, sendist Vísi. (348
Heil liæð í nýju húsi á Sól-
völlum er til leigu nú þegar, öll
þægindi. Þeir, sem vilja fá nán-
ari upplýsingar geri svo vel að
senda nöfn sín til afgreiðslu
Visis, merkt: „Sólvellir“. (354
Fyrir reglumann er gotl her-
bergi lil leigu. Húsgögn geta
fylgt. A. v. á. (355
K5ÍSOÍ500CÍSOOOÍ>000;5CííOíinOOIM
| Til leigu: |
fí Litil búð, veitingapláss og g
B læknastofur eða skrifstof- g
« ur. Leitið upplýsinga. — Sí
« Sendið Vísi tilboð, merkt: R
o „Litil búð“. íf
SOOOOÍSOOOiSOOOÍSQOOÍSQOOÍSOOOS
Hefi góða, litla íbúð til leigu.
Uppl. i síma 2000 milli 6 og 7.
Bjarni Forberg. (341
2—3 lierhergi og íbúð með I
þægindum óskast 14. maí. 4
fullorðnir. Tilboð sendist í Box
132. (137
Óska eftir 2 herhergjum og
eldhúsi, með öllum þægindum
nú þegar. Fyrirframgreiðsla
getur komið til mála. Tilboð
merkt: „O. J.“, sendist afgr.
Vísis. (336
Mig vantar herbergi án hús-
gagna frá 1. mars. Georg Tak- |
ács, Hverfisgötu 44. Pósthólf 1
586. ' (335
Snotur, en fremur lítil 3ja
herbergja íbúð, í nýlegu húsi,
er til leigu 14. maí. Tilboð
merkt „14. maí“ leggist inn á
afgr. þessa blaðs. (332
Upphituð herbergi fást fyrir
ferðamenn ódýrast á Hvérfis-
götu 32. (39
Stór stofa og eldhús til leigu
nú þegar á Lindargötu 41. (311
Stofa og eldhús til leigu. —
Uppl. í síma 3785. (346
Herbergi með forstofu-að-
gangi til leigu. Bergstaðastræti
6 C. — (350
ST; FRÓN, nr. 227. Fundur i
kvöld kl. 8i/2. (342
Hattasaumastofan, Ránarg.
13, er flutt í Hafnarstræti 17,
uppi. Dömuhöttum breytt eftir
nýjustu tísku og litum. Saumað
eftir pöntun. Einnig málað á
Ijós slifsi. Lágt verð. Sími: 1904
¥INNA
Unglingsstúlka óskast til að
passa 2ja ára harn. Grettisg.
20 B, uppi. (333
Látið fagmanninn hreinsa og
gera við eldfæri ykkar. Fljót og
ódýr afgreiðsla. Sími 1955. (226
Sparið peninga og fyrirhöfn.
Geng í hús og krulla alla daga
og á kveldin. Ódýrust allra.
Sími 3932. (227
Stúlka óskast til Grindavíkur
til 11. maí. Uppl. Laugaveg 75
i kveld. (347
Ungur maður, 22 ára að aldri,
óskar eftir vinnu við hvað sem
er. — Tilboð, merkt: „Vinna“,
sendist afgr. Vísis. (345
Stúlka óskast hálfsmánaðar-
tíma. Ásvallagötu 3. Sími 3429.
(344
Hraust stúlka óskast í vist.
A. v. á. (352
Dugleg stúlka óskast strax.
Gott kaup. A. v. á. (318
f "kaupskafur
Húseignir til sölu. Tvö ný 12’
þúsund króna nýtisku hús á;
stórum lóðum. Einnig 16—18
—20—22—24 þús. króna stein-
hús. Sömuleiðis stór, vönduð
nýtísku hús, „villur“ og sam-
byggingar. — Einnig liús með
verslunarbúðum, frá 56 þús.
kr., niður i 11 og 12 þúsund.
Enn fremur húseignir í Hafnar-
firði. -— Jón Magnússon, Njáls-
götu 13 B. Heima 6—7 og 8—9.
I (349
SOOOÍSOOOiSOOOiSOOOiSOOOOÍ
Ágætt liiis i
(Villubygging) til sölu ð
með góðum lcjörum. Til- h
boð, merkt: „Villubygg- »
ing“, sendist Visi. 5
.iíSCSOi SÍSOiSi SÍSQOi SQOQí SOQiSi SOOOi
Nýleg skíði til sölu. Uppl.
Iiringbraut 132. (334
Skápaskrifborð úr eik til
sölu með tækifærisverði. UppL
Hverfisg. 92. (331
LÍKKISTUVINNUSTOFAN
ÓÐINSGÖTU 13.
Sjáum um jarðarfarir. Kistur
altaf fyrirliggjandi, málaðar,
fóðraðar og skreyttar. Simi
4929. Ólafur og Halldór. (201
Fiskbúðin, Frakkastig 13.
Daglega nýr fiskur. Vönduð
viðskifti. Skrifið í Símaskrána:
2651. (219
Notaður barnavagn óskast.
Uppl. í síma 2003. (343
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
HEFNDIR.
ekki svikið þig. — Þegar alt komst upp, varð hún
svo hrædd, að hún hljóp að heiman, en bráðlega
kom hún aftur og mæítist til, að hún fengi að tala
við þig. — Langar þig til þess að fá að tala við
hana?“
„Mig langar ekki til að sjá neinn eða tala við
ueinn — liáæruverði faðir minn!“
„Eg bjóst við, að svar þitt yrði á þessa leið. —
Þú skalt ekki bera áhyggjur liennar vegna. Henni
verður ekki gert neitt ilt.“ — Hann tók það ekki
fram, að hann mundi standa við orð sín. Hann ætl-
aði að gera það. — Og Nang Ping vissi, að hann
mundi gera það.
Hann lcallaði á þjónana og bað þá að kveikja
ljós. — Og þegar hin rauðu Ijós voru lendruð og
vþjónarnir farnir, hóf hann máls af nýju. — Hann
talaði lengi að hætti Kínverja. — IÍann elskaði litlu
stúlkuná sína, og enginn vissi þjáningar hans allar
þeuna dag.
„Nú skaltu taka þér sæti og gefa gaum orðuin.
inínum. — Eg er ekki saklaus, en eg ætla að vera
það,- þegar þessi stund er liðin. — Hávelborinn og
háæruverðugur afi minn, hinn sæli Wu Ching Yu,
fékk mér mikil verkefni í hendur. — Eg hefi lilýðn-
ast boðum hans, mestmegnis að minsta kosti, og
leyst verkefnin, en eg hefi ekki fórnað öllum kröft-
um mínum fyrir þau — ekki metið þau meira en
alt annað, en það hefði eg átt að gera. — Eg elsk-
aði inömmu þína. — Eg hlaut að gera það — ann-
að var óliugsandi. — Hún var hafin yfir alt annað
i huga mínum — heilög eins og stjörnur liiminsins.
— En við lilið liennar — eitt ár — eitt einasta ár í
fullsælu og hæsta unaði jarðlífsins — gleymdi
eg ætlunarverki mínu — gleymdi verkefnunum,
sem hinn sæli afi minn hafði fengið mér í hend-
ur. — Eg hefi nú kannske ekki gleymt þeim alger-
lega — en eg frestaði framkvæmdunum.--------Og
á síðari tímum liefi eg stundum frestað þeim þín
vegna. — En nú ætla eg ekki að slá neinu á frest
hér eftir. Eg ætla að vinna — eg ætla ekki að unna
inér neinnar hvíldar. — Eg er Wu — og Wu hefnir
sín! Eg ætlá að lielga líf mitt liefndinni — hefnd-
inni og föðurlandinu! — Það var hyggilega gert,
er hinn hásæli, æruverði og hávelborni afi minn
sendi mig til Englands, til þess að kyrinast þjóð-
inni nókvæmlega. — En eg breytti ranglega, er eg
tók upp suma háttu þeirra, því að þeir eru ekki
eftirbreytnisverðir. — Við höfum lært of mikið af
Nórðurálfu-þjóðunum. — Þáð getúr Verið gott, að
læra sitthvað af öðrum þjóðum, en það er ófyrir-
gefanlegur glæpur, að semja sig að hátturn þjóðarr
sem stendur lægra að öllu, en manns eigin þjóð. —
En þenna glæp hefi eg drýgt, eins og margir aðrir
Kínverjar. — Og þetta liefir orðið ættjörðu minni
til tjóns — og þér til tjóns. — Líf þitt er glatað og
í rústum. Því veröur ekki bjargað. — FöðurlandiS
er nú ó góðum vegi með að glata öllu þvi lielsta,
sem gert liefir Ivína að landi útvaldra öldum sám-
an. — Það kemur fyrir, helst um dimmar nætur,
að mér gefur sýn yfir auðnir eyðileggingarinnar.
— Mér heyrist stormurinn gráta og dánarklukkur
Kínaveldis liringja án afláts. — Eg sé böðlana vaða
yfir landið, sópa til sín verðmætunum, og eyði-
legginguna flæða yfir þjóðina. — Eg hefi kropið i
duftið og heðið guðina að gefa þjóðinni styrk, svo
að liún verði máttugri cn fjendur hennar — mátt-r
ugri og sælli en nokkur önnur þjóð.
Við erum í mikilli hættu staddir. Á þessari stundu
hljómar .um land alt eða ætti að hljóma: Snúum
við —■ leitum til Confuciusar! — Og eg —1 eg — af*
komandi vitringanna — eg, sem elska Kína, eins
og eg elskaði móður þína — eg hefi svikið föður-
landið — svikið Iíína og — þigí — Eg hefi látið
þig alast upp við frelsi, sem er i rauninni svívirðing
hverri ungri stúlku! — Og nú bið eg um fyrirgefn-
ingu þína. — í alla nótt hefi eg beðið hávelborna