Vísir - 28.02.1933, Page 2
VISIR
Holmblads spil,
fjölbreytt úrval. — Þessi spil eru vi'ðurkend af öllum
spilamönnum.
Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir.
Sfra Skúli Skúlason, i
fyrrum prestur í Odda og pró- |
fastur í Rangárvallaprófasts- í
dæmi, andaðist að heimili sínu
hér í bænum í nótt, eftir rúma
mánaðar legu.
Æfiatriða þessa merkis-
manns verður síðar getið hér
í blaðinu.
Japanar halda áfram sókn
sinni í áttina til Jehol-borgar.
London 25. febr.
United Press. - FB.
Frá Bretlandseyjum.
Samkvæmt nýbirtum skýrsl-
um var tala þeirra, sem fengu
fátækraslyrk árið sem leið í
Englandi og Wales 1.340.638.
Til samanburðar er þess getið,
að hliðstæðar tölur hafi árið
1913 verið 632.242.
ímskeytl
—o--
London 27. febr.
United Press. - FB.
Alþjóðasamtök nm bann gegn
vopnasölu.
Sir John Simon hefir tilkynt
i neðri málstofunni, að ríkis-
stjórnin hafi ákveðið að banna
um stundarsakir útflutning á
vopnum til Austur-Asíu, uns
séð verði um árangur af al-
þjóðasamkomulagstilraunum í
þessum efnum. Bætti hann
því við, að Bretland myndi
undir engum kringumstæðum
skifta sér af deilu Kínverja og
Japana.
Tsintow 27. febr.
Unitcd Press. - FB.
ófriðurinn í Austur-Asíu.
.Tapanar segjast hafa hertek-
iðið Paishichumen, sem er á
suðurlandamærum Jehol-hér-
aðs. Tóku þeir borgina klukk-
an 8 að morgni, er Kinverjar,
sem höfðu varist vasklega,
létu undan síga. Voru það her-
deildir úr liði Chang-shue-
liang.
Helmavistarskáli
brennur.
Börnin bjargast nauðulega
28. febr. — FB.
Skólahúsið á Finnbogastöð-
um í Árneshreppi brann til
kaidra kola kl. 1—2 í nótt. — I
skólanum voru heimavistir. —
Húsið var 10x18 álnir, 1 hæð,
portbygt með risi. Fimm full-
orðnir bjuggu í liúsinu og eitt
barn, en 10 börn sváfu uppi og
einn karlmaður var bjá þeim.
Eitt barnanna, 8 ára að aldjú,
vaknaði við reykjarsvæluna,
sem hafði breiðst út um alt hús-
ið, sem var á hröðum vegi að
verða alelda. Var sængum vafið
um börnin og þau borin í útihús
og mátti ekki tæpara standa um
björgun þeirra. — Húsið var
vátrygt, en innanstokksmunir
ekki. Það var bygt fyrir 2 árum
og eign Guðm. Þ. Guðmunds-
sonar skólastjóra.
Heradarverk J»ýskra
kommúnisfa.
Berlín 28. febr.
United Press. - FB.
Stuttu eftir kl. 9 í gærkveldi
varð þess vart, að eldur var
kominn upp í Ríkisþingsbygg-
ingunni. Klukkan 10,15 hafði
slökkviliðsmönnum tekist að
slökkva eldinn. Húsið varð
fyrir mildum skemdum, eink-
anlega í aðalsalnum, en í hin-
um mikla og veglega forsal
þinghússins flóir alt i vatni.
Var þangað varpað bekkjum
og borðum úr þingsalnum, er
unnið var að því að kæfa eld-
inn. Ýms herbergi á fyrstu hæð
liússins skemdust mikið.Nokk-
ur hætta er talin á, að þak-
hvelfingin hrynji. — Hollensk-
ur kommúnisti hefir verið
handtekinn og sakaður um að
hafa kveikt í húsinu. Játaði
hann á sig sökina. Þvi næst
skipaði Göhring forseti rikis-
þingsins, sem einnig erxinnan-
rikisráðherra, svo fyrir, að
j hafðir skyldi í haldi allir þing-
! menn kommúnista, einnig
flokksleiðtogar þeirra, og lét
| gera ráðstafanir til þess að
j banna útkomu allra kommún-
istiskra blaða í mánuð, en blöð
jafnaðarmanna um hálfan
mánuð. Ilúsrannsókn var gerð
| í Karl Liebknecht-húsinu, að-
| albækistöð kommúnista, á
föstudagskveld. Fundust þar
: skjöl, sem eru sönnun þess, að
kommúnistum hafði verið fyr-
irskipað að hefja hermdarverk
mikil um gervalt Þýskaland á
þriðjudag, og áttu hermdar-
verkin að vera upphaf alls-
herjar borgarastyrjaldar í
^ landinu.
| Hollenski kommúnistinn, van
der Luebbe, hefir játað, að
hann hafi staðið i sambandi
við jafnaðarmenn og verið i
flokki þeirra. Var útkoma
blaða jafnaðarmanna bönnuð
af þessum orsökum.
Stjöraarskrárfrnmrarp Ásjeirs Ásjeirssenar.
Eins og kunnugt er, samdist
svo milli Sjálfstæðismanna og
Ásgeirs Ásgeirssonar, í þing-
lokin í fyrra, að Sjálfstæðis-
flokkurinn slcyldi styðja Ásgeir
til stjórnarmyndunar gegn lof-
orði hans um það, að leggja
fyrir næsta þing frumvarp um
breytingu á stjómarskránni, er
fæli í sér viðunandi lausn á
kjördæmamálinu. - Mun þetta
frumvarp nú að eins ókomið
fram, og sú lausn kjördæma-
málsins, sem í þvi felst, í aðal-
atriðum þessi:
Þingmenn skulu vera alt að
50. Skulu 32 þingmenn kosn-
ir i einmennings- og tvímenn-
ingskjördæmum þeim, sem nú
eru, með sama hætti og áður,
en 6 þingmenn skulu kosnir i
Reylcjavík með hlutfallskosn-
ingum. Alt að 12 uppbótar-
þingsæti skulu skipuð þing-
mannaefnum, er í kjöri hafa
verið í kjördæmum utan
Reykjavíkur, og komist hafa
næst því að ná lcosningu, af
frambjóðöndum þeirra flokka,
sem ekki hafa fengið þá tölu
kosinna þingmanna, er svarar
til tölu flol^ksatkvæða á öllu
landinu, svo að hver flokkur
fái þingsætatölu sem næst því
t samræmi við tölu kjósanda.
Það er nú augljóst að slík
lausn kjördæmamálsins full-
nægir ekki kröfum Sjálfstæðis-
flokksins. Miðað við atkvæða-
tölu síðustu kosninga, ætti
Sjálfstæðisflokkurinn þó að fá
kosna 21 eða 22 þingmenn,
samkvæmt fyrirmælum þessa
frumvarps, Framsóknarflokk-
urinn 21 og Alþýðuflokkurinn
7 eða 8. Nú sitja á þingi 15
sjálfstæðismenn, 23 framsókn-
armenn og 4 alþýðuflokks-
menn. Það vantar að vísu ekki
mikið á það, að með þessari
breytingu fáist fult réttlæti. En
nokkuð vantar þó á það. Hitt
er þó ef til vill lakara, að með
ákvæðum frumvarpsins er ekki
fyrir það girt, að niðurstaðan
geti orðið enn lakari.
Að sjálfsögðu ber nú fyrst
og fremst að skoða þetta frum-
varp sem samkomulagsgrund-
völl til lausnar á kjördæma-
málinu. En hvað sem þvi líð-
ur, þá verður að líta svo á, sem
Ásgeir Ásgeirsson hafi með
þessu frumvarpi teygt sig svo
langt til samkomulags, að ekki
sé ástæða til þess fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, að slíta sam-
vinnu við hann um lausn máls-
ins að svo komnu. — Flokkur-
inn hefir þegar valið þann
kostinn, að fara samningaleið-
ina í þessu máli, og svo virðist
sem allur þorri flokksmanna,
viðsvegar um land, láti sér það
vel líka. Enda er, eins og nú
er ástatt, á fleira að lita en
lausn þessa máls eins. Og tals-
vert hefir þegar unnist á í þess-
um samningum.
Hinsvegar liggur í hlutar-
ins eðli, að þó að því fáist ekki
framgengt í fyrsta skrefi, að
þeirri réttlætiskröfu verði full-
nægt í framkvæmdinni, að
hver þingflokkur fái að fullu
rétt sinn í þessu efni, þá er
ekki þar með fallið frá því, að
fá henni fullnægt síðar. — Þess
ber vitanlega vel að gæta, að
í engu sé spilt aðstöðunni til
að fá fylstu kröfum fullnægt,
og að eitthvað verulegt vinnist
á við hvert skref.
Frá Alþlngi
í gær.
Efri deild.
Þar voru 2 mál á dagskrá.
1. Frv. til laga um eignar-
námsheimild á afnotarétti
landsvæðis úr Garðalandi. —
Flutningsmaður (Bj. Snæ-
björnsson).
Greinargerð frv. liefir verið
birt hér í blaðinu áður, og er
þar skýrt tekið fram, að það sé
eindregin ósk bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar, að hún eða íbú-
ar kaupstaðarins fái þetta
landsvæði til umráða til rækt-
unar, þar eð hörgull sé á rækt-
unarhæfu landi í grend kaup-
slaðarins. — Flutningsm. frv.
flutti ítarlega framsöguræðu
og sýndi fram á, að Hafnar-
fjarðarkaupstaður ætti að fá
þetta land til umráða.
Jónas Jónsson, sem leigði
land þetta þeim Herm. Jónas-
syni og Tryggva Guðmunds-
syni, hélt 3 alllangar ræður,
sem áttu að vera til þess, að
verja gerðir hans í þessu efni.
Bj. Snæbjörnss. svaraði ræð-
um hans og ónýtti með öllu
varnir hans í málinu. Hann
sýndi m. a. fram á það, að
leigusamningurinn við þá Her-
mann og Tr. Guðm. hefði ver-
ið gerður þvert á móti þings-
ályktun þeirri, sem samþykt
var-á þingi þ. 20. maí 1932, þar
sem skorað var á stjórnina að
leigja Hafnarfjarðarkaupstað
þann hluta úr landi Garða-
kirkju á Álftanesi, sem félli í
hlut heimajarðarinnar við
skifti á áður óskiftu landi
Garða, og auk þess þverbrotin
ákvæði jarðræktarlaganna. En
einmitt af þessu landi var of-
annefndum mönnum leigð
landspilda ca. 130 dagsláttur
að stærð, og taldi þm. Hafnarf.
að af þessu landi mætti fá
um 1700 hesta af töðu, og því
hafa þar ca. 40—50 kýr. En
liinsvegar kvað hann það vera
víst, að menn þeir, sem nú
liefðu tekið land þetta á leigu,
ætluðu einungis að hafa það
sér til skemtunar.
2. landskj. (Jón Baldvinss.)
kvaddi sér tvisvar hljóðs, og
hnigu ræður hans báðar í þá
átt, að vita fyrv. stjórn fyrir
þessa ráðstöfun á umgetnu
landsvæði.
Nokkur skoðanamunur var
um það, hvort máli þessu
skyldi visað til allsherjarn. eða
landbúnaðarnefndar, og var
því að lokum, samkv. tillögu
flutningsmanns, vísað til land-
búnaðarnefndar með 8 gegn 2
atkv. og til 2. umr. með 10
samhljóða atkv.
2. mál, frv. til framfærslu-
laga, var tekið út af dagskrá.
Neðri deild.
Þar voru 3 mál á dagskrá.
1. Frv. til ljósmæðralaga, til
3. umr. Frv. var umræðulaust
samþ. og sent efri deild (með
19 shlj. atkv.).
SOCÍSOttOCSKSOCOÍSOOÖÍÍOOOWOOOe
CIGARETTUfi
g Mildar
B og ilmandi.
£ TEOFANI - LONDON. i]
500004 SOOOSSOOCÍSOOOOOOttSSOOOt
2. Frv. til I. um breyt. á 1. um
bifreiðaskatt til 2. umr.
1. þingm. Eyf. (Bernh. St.)
var frámsögumaður nefndar-
innar. Kvað liann ríkissjóð ekki
mega missa tekjur þær, sem
hann hefði af bifreiðaskatlin-
um, og kvaðst ekki sjá ástæðu
til þess, að breyta lögunuin í þá
átt, að lækka hann frá því sem
nú væri.
2. þingm. Rvk. (H. V.) lýsti
því yfir, að hann og aðrir al-
þýðuflokksmenn hefði verið á
móti frv. þessu í fyrra og væru
það enn.
Þingm. N.-ísf. (Jón A. Jóns-
son) sagði að bátaútvegsmenn
í kjördæmi sínu hefðu kvartað
undan því, að þeir liefðu ekki
fengið endurgreiddan toll af þvi
bensíni, sem þeir hefðu notað,
og þar eð þeir notuðu ekki veg-
ina neitt, væru þeir mjög
óánægðir yfir því, að þurfa að
greiða vegaskatt. Hann hefir
einnig komið með breytingar-
tillögu, sem miðar til þess, að
nema úr gildi skatt af þeim
einkabifreiðum lækna og ljós-
mæðra, sem notaðar eru til
sjúkravitjana.
Næstur kvaddi sér hljóðs 2.
þingm. Rang. (Sv. Högnason).
Hann mælti eindregið á móti
því, að skattaíög þessi yrðu
áframhaldandi í gildi og sagðist
hafa álitið að þetta hefði verið
gert til þess, að afla ríkissjóði
tekna á þessu eina ári, en hefði
alls ekki átt að gilda „sem eilíf
kvöð“. Forsrh. kvað það rétt
vera, að lögin um bifr.skatt
hefði að eins átt að gilda til
næstu áramóta, en ráðgert hefði
verið að endurskoða þau á
þessu þingi. Hann sagði enn-
fremur, að skattur þessi væri
hærri í nágrannalöndunum
heldur en hér, og með þvi að
fella hann niður, væri stórum
dregið úr möguleikum til auk-
innar vegagerðar í landinu.
Þingm. V.-Húnv. (H. J.) ósk-
aði eftir að þm. N.-ísf. tæki aft-
ur brtt. sinar til 3. umr. og gerði
hann það.
Greinar frv. voru síðan samþ.
með 16 : 1 atkv. og málinu vis-
að til 3. umr. með 17 : 4 atkv.
3. mál á dagskrá var frumv.
til 1. um breyt. á 1. um útflutn-
ing hrossa.
1. þjn- Skagf. (Steingr.
Steinþ.) sagði, að nefndin hefði
orðið sammála um, að frv. yrði
samþ. eins og það nú lægi fyrir.