Vísir - 04.03.1933, Qupperneq 2
VISIR
Holmblads spil.
f jölbreytt urval. — Þessi spil eru viðurkend af öllura
spilamönnum.
Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir.
Sfmskeyti
Tokio 3. mars.
United Press - FR.
Landskjálftarnir í Japan.
Skömmu eftir að fregnir bár-
ust um, að 467 manns hefði
beðið bana af völdum land-
skjálftanna í þorpinu Taro,
fréttist, að 355 manns hefði
farist í þorpinu Totan. Óttast
menn, að ekki séu öll kurl
komin til grafar, og að á þess-
um tveimur stöðum hafi far-
ist alls yfir 1000 manns.
Tokio 3. mars.
United Press. - FB.
Samkvæmt seinustu opin-
berum tilkynningum hafa 1535
manns beðið bana af völdum
landskjálftanna, 338 hafa hlot-
ið alvarleg meiðsli, en um af-
drif 948 vita menn eigi.
Peking 3. mars.
United Press. - FB.
Ófriðuiinn í Austur-Asíu.
Kínverjar halda þvi enn
fram, að Lingyuan og Chihfeng
séu í þeirra höndum. Ennfrem-
ur neita Kínverjar því, að her-
menn þeirra hafi nokkursstað-
ar gefist upp varnarlítið, eins
og Japanar hafi borið út.
Tokio, 4. mars.
United Press. FB.
Opinberlega tilkynt, að her-
deildir Kawahara hafi hertekið
Chengtefuh.
New York 3. mars.
United Press. - FB.
Bankavandræðin í Ameríku.
Ríkisstjórinn í New Mexico
hefir gefið út bráðabirgðatil-
skipun um heimild til þess að
loka bönkunum í fjóra daga.
— Sumstaðar, — til dæmis í
Kansas City — heimila bank-
* arnir úttekt, sem nemur alt að
5% af innstæðum.
London, 4. mars.
United Press. FB.
Afvopnunarráðstefnan.
1 tilkynningu frá utanrikis-
málaráðuneytinu er rætt um
nauðsynina á að hraða störfum
afvopnunarmálaráðstefnunnar
sem mest. Ramsey MacDonald
forsætisráðherra, og Simon ut-
anrikismálaráðherra, fara nú til
Genf, til ráðstefnufunda.
Washington, 4. mars.
United Press. FB.
Roosevelt gettur í embætti.
Franklin Roosevelt verður
settur í forsetaembættið á há-
degi í dag með mikilli viðhöfn.
Miklar varúðarráðstafanir hafa
verið gerðar. 400 sjóliðsmenn,
1000 lögreglumenn og leynilög-
reglumenn verða á verði, meðan
á athöfninni stendur. Búist er
við, að 35,000 manna verði við-
staddir. t
Best að auglýsa í Vísí.
Frá Alþingí
í gær.
Efri deild.
Þar var eitt mál á dagskrá:
Frv. til l. um breyt. á l. um út-
flutning hrossa. Atvinnumála-
ráðh. (Þorst. Briem) gerði
grein fyrir frv., sem er flutt til
staðfestingar á bráðabirgða-
lögum, sem gefin voru síðastl.
haust. — Pétur Magnússon
vakti athygli á því, að frv.
sama efnis hefði verið flutl á
síðasta þingi og felt. Kvað hann
það hæpna leið, sem stjórnin
væri komin út á, er hún gæfi
út slík bráðajbirgðalög, þvert
ofan í atkvæðagr. á þingi. —
Ráðherrann réttlætti lagasetn-
ingu þessa með þörf bænda til
að nota alla sölumöguleika. —
Var frv. síðan vísað til 2. umr.
og landbúnaðarnefndar.
Neðri deild.
Áður en gengið var til dag-
skrár gerði þingm. Vest-
mannaeyja (Jóli. Þ. Jósefsson)
fyrirspurn um það til forsætis-
ráðh., hvenær eiga mætti von
á því, að norsku samningarnir
kæmu til umræðu í þinginu.
Ráðherra svaraði, að þeir
myndu innan skamms verða
birtir, og að fram að þessu
hefði ekki þótt ráðlegt að gera
það, þar sem staðið hefðu yf-
ir samningar við Englendinga,
og hefði það getað gert erfið-
ara fyrir með þá samninga, ef
þeir Porsku hefðu verið orðnir
kunnir.
Héðinn Valdimarsson stóð
þá upp og vítti það, að samn-
ingarnir skyldu ekki þegar
vera birtir, og lét mörg miður
sæmileg orð falla í garð þeirra,
sem við samningagjörð þessa
voru riðnir, og beindi hann
þeim orðum sérstaklega til
þingm. Gullbr.- og Kjósarsýslu
(Ól. Thors), sem eins og kunn-
ugt er, var annar þeirri manna,
sem fóru til Noregs, til þess að
semja fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar.
Ól. Thors kvaddi sér þá
liljóðs, og sagði, að það hefði
verið samkomulag milli samn-
ingsaðila, að samningunum
yrði haldið leyndum fyrst um
sinn. En Héðinn Vald., sem
væri einn af utanríkismála-
nefndarmönnum, hefði nú lát-
ið hafa eftir sér í opinberu
blaði atriði úr samningunum,
og væri þar skýrt frá bæði rétt
og rangt. Hann kvað Héðin
því hafa svikið Ioforð það, sem
Norðmönnum var gefið í þessu
efni og beindi því til forsætis-
ráðherra, að vafasamt væri, að
slíkur maður hefði rétt til þess,
að eiga sæti i utanríkismála-
nefnd, eða yfirleitt til þess, að
gegna nokkru trúnaðarstarfi
þjóðarinnar.
Héðinn gerði tilraun til þess
að verja gerðir sinar i þessu
efni, en tókst það hörmulega,
og mátti greinilega sjá, að
hann blygðaðist sín fyrir fram-
komu sína, en slíkt er fágætt
hjá Héðni þessum, bæði i ræðu
og riti.
Ól. Tbors vakti einnig athygli
Héðins á því, að öll þau loforð,
sem hann og Jón Árnason
framkvstj. hefði gefið Norð-
mönnum, liefði verið gefin í
umboði ríkisstjórnarinnar,
enda lýsti forsætisráðherra
yfir því að lokum, að ríkis-
stjórnin væri þeim báðum
mjög þakklát fyrir, hversu vel
þeim hefði • telcist samninga-
gerðin fyrir vora liönd.
Að þessum umræðum lokn-
um, var gengið til dagskrár-
innar og voru 5 mál á dagskrá.
í. Frv. til laga um bann gegn
jarðraski við sjó í kaupstöðum,
kauptúnum og sjávarþorpum,
til 2. umr.
Framsögum. allslierjarnefndv
ar, Jóh. Þ. Jósefsson, fór nokk-
urum orðum um frumvarpið
og var það síðan með litlum
breytingum samþykt og vísað
til 3. umr. með 16 samhlj. atkv.
2. Frv. til laga um lífeyris-
sjóð Ijósmæðra, til 1. umræðu.
Flutningsm. Vilm. Jónsson.
Málinu var vísað til 2. umr.
með 16 atkv. og til fjárhags-
nefndar með 14:1 atkv.
3. mál frv. til laga um vörslu
opinberra sjóða var tekið út af
dagskrá.
4. mál var frv. til laga um
viðauka við lög um heimild til
að veita lán úr Bjargráðasjóði.
Flutningsm. þingmenn Skag-
firðinga.
Steingr. Steinþórsson fór
nokkurum orðum um frv. og
var því umræðulaust að öðru
leyti vísað til 2. umr. og fjár-
hagsnefndar.
5. mál var tillaga til þings-
ályktunar um úlborgun á laun-
um embættismanna (hvernig
ræða skuli).
Forseti lagði til, að ein um-
ræða yrði höfð um málið, og
var það samþykt. .
ístandið íRðssIandi
Moskwa, 8. febr.
United Press. - FB.
A. m. k. 300—500 þúsund
manns verða tilneyddir að
hverfa frá Moskva á yfirstand-
andi ári, vegna liinnar nýju til-
skipunar um vegabréf sem
ríkisstjórnin hefir gefið út, en
samkvæmt tilskipun þessari er
hverjum einstaklingi innan
ráðstjórnarríkjasambandsins
gert að skyldu að bera vega-
bréf. — Fyrir stjórnarbylting-
una vakti vegabréfakerfi það,
sem í notkun var í Rússlandi,
mikla eftirtekt. Þá þurfti liver
borgari að hafa vegabréf, út-
gefið af lögreglunni, og var
hverjum manni gert að skyldu
að sýna vegabréf þetta, ef kraf-
ist væri. Nú hefir sem sé verið
horfið að þessu gamla fyrir-
komulagi, en það er tekið fram,
að hér sé að eins um bráða-
birgðaráðstöfun að ræða til
j þess að koma í veg fyrir óþarfa
fólksflutninga innanlands og of
mikið framboð á vinnuafli i
stórborgunum en einnig er
þetta talið vera gert með það
fyrir augum, að unt verði að
hreinsa til í stórborgunum, bafa
betra eftirlit með glæpamanna-
hyskinu, sem þar elur aldur
sinn.
Eins og nú er ástatt eru mikil
vandra-ði vegna þrengsla í stór-
borgunum i landinu, Moskva,
Leningrad, Kharkov og Odessa.
Það er nærri ógeriegt að ferð-
íilSIIIIIIIIIIIIIIIIIIEIilllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIKIIIIIIIIHIi
Snurpinætur
SS og nótastykki seljum við frá hinni þektu norsku verk-
ss smiðju
JOHAN HANSENS SÖNNER, 5SS
55 Fagerheims Fabrikker.
B e r g e n. ss
— Vönduð vinna og efni. Lægst verð og hagkvæmir
greiðsluskilmálar. Talið við okkur sem fyrst. =
Þórður Sveinsson & Co. S5
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIEIIIIIIIIII
ast í strætisvögnum og spor-
vögnum vegna þrengsla. Fólks-
flutningaerfiðleikarnir í borg-
unum eru afskaplegir. Algengt
er, að 2—10 manns búi í sama
herbergi, íbúðir, ætlaðar einni
fjölskyldu, eru nú alment not-
aðar af 2—5 fjölskyldum.
Til skamms tíma var ástand-
ið þannig, að fólk kom liingað
í þúsundatali daglega, úr sveita-
héruðunum, í von um að geta
fengið atvinnu og búið við
meiri skemtanir og glaum en í
fásinninu heima í sveitunum. í
öllum járnbrautarlestum eru
mikil þrengsli og oftlega verða
menn að bíða dögunum saman
eftir járnbrautarfari. Margt af
þessu fólki hefir flosnað upp og
er á ferðalagi fram og aftur, á
meðan það getur, til þess að
leita sér atvinnu, setjast að ein-
liversstaðar, þar sem það hygg-
ur, að betra sé að komast áfram,
en þar sem það áður var. Á öll-
um járnbrautarstöðvum eru
mestu þrengsli. Margt af þessu
fólki, sem sumt befir ungbörn
meðferðis, sefur i biðsölunum,
uns það fær járnbrautarfar.
Vegabréfaskipunin er gefin
út til þess að ráða bót á þessu
ástandi. Menn fá ekki ferða-
leyfi innanlands, nema góðar
og gildar ástæður séu fyrir
hendi, og verður þá að fá árit-
un hlutaðeigandi yfirvalda á
vegabréfin. — Atvinnulaust
fólk í borgunum, sem að eins
eykur á erfiðleikana þar, verður
sent upp i sveit til starfa, annað-
hvort á búgörðunum eða á
þeim stöðum, þar sem ný iðn-
aðarfyrirtæki eru komin til
sögunnar.
Talið er að nú verði unt að
safna mikilvægum skýrslum
um fólksflutninga innanlands
og orsakir þeirra, vegna þess,
að þetta vegabréfakerfi sem um
hefir verið rætt hér, hefir verið
tekið í notkun, en til þessa hef-
ir verið ógerlegt að safna
áreiðanlegum skýrslum um
þetta efni.
Útleudnr áburðar.
Eins og allir vita, hafa
bændur landsins verið hvattir
til þess mjög eindregið síðustu
árin, að verja miklu fé til
kaupa á útlendum áburði. —
Eru víst margar miljónir
króna horfnar í þessi áburðar-
kaup, en væri betur kyrrar í
landinu.
Þegar roskinn bóndi einn
fyrir austan, heyrði fyrst
nefndan þennan útlenda á-
burð, varð honum að orði: —
„Það er naumast að við erum
orðnir fínir. Nú er okkur sagt
að kaupa skítinn frá útlönd-
um, auk heldur þá annað.“ —
Hann vissi ekki betur, karl-
inn, en að hér væri um venju-
legan húsdýra-áburð að ræða.
Og hann hefir komist af
fram á þennan dag, án þess að
káupa liinn hálofaða útlenda
áburð. — Og eg sé ekki nein
mót á því, að hann standi sig
ver eða búi ver en nágrannar
hans, sem verja miklu fé ár-
lega til áburðarkaupa. Hann
er talinn vel efnum búinn og
mikill lieyfyrningar-bóndi.
Eg hitti bónda þennan að
máli í sumar, rétt fyrir slátt-
inn, og gekk um túnið með
lionum. Hann var dálítið
hreykinn af því, fanst mér, að
túnið hans væri ekki mikið
lakara, en tún nágrannanna.
— „Og hefi eg þó ekki látið
það eftir mér enn þá, að
kaupa útlenda „skítinn“. —
Eg kalla þetta „skít“, hvað
sem hver segir, og þó er það
eins og hveiti, eða einhver
fjárinn þess háttar.“
Nei. Hann var ekki alveg á
því, að elta tiskuna og fara að
sækja áburð á túnið sitt til út-
landa. — Hann hefði nú búið
hálfan annan mannSaldur, að
þvi er honum taldist til, og
mykjan og „forin“ dugað til
þessa. Og túnið sitt bæri því
vitni, að sprottið gæti undan
öðru, en þessum útlenda
skratta, sem allir væri nú að
kaupa og þættist ekki geta án
verið.
Eg maldaði eitthvað i mó-
inn, svona að gamni mínu, og
sagði sem svo, að bærilega
sprytti nú undan útlenda á-
burðinum. — Hann var ekki
frá því, en sagði sem satt er,
að eitthvert hóf yrði að vera
á þessari eyðslu sem annari og
helst ætti að banna öll áburð-
arkaup frá útlöndum. Okkur
vanhagaði víst um eitthvað
frekara en áburðinn og er það
orð og að sönnu.
„Það sprettur undan honum
eití ár og síðan ekki söguna
meir,“ sagði karl. „Þeir verða
að kaupa á hverju ári og svo
rýja þeir sig inn að skyrtunni
fyrir þennan óþarfa.“
Og svo fór hann að segja
inér frá því, að aldrei hefði
túnið sitt brugðist, nema eftir
frostaveturinn mikla, fyrir eitt-
hvað 14 árum. Nágrannar sín-
ir á báðar hendur hefði ógnar-
lega trú á þessum útlenda
áburði. Og það gæti verið, að
túnin þeirra væri ívið loðnari
núna, en það munaði aldrei
neinum ósköpum. „En hvað
heldurðu að þeir kosti, þessir
baggar, sem þeir kunna að fá
umfram mig af dagsláttunni?
— Það skal eg segja þér. Þeir
kosta það, að efnaliag bænd-
anna hnignar ár frá ári. Þú
sér það sjálfur: Hvaða vit er
í því fyrir fátæka bændur, sem
berjast i bökkum, að eyða
kannske 40—50 dilksverðum í
útlendan áburð árlega? Eln
þetta gera nágrannar mínir. —
Eg þori að segja, að þeir —
þessir tveir menn—- eru búnir
að fleygja 12—15 hundruð
krónum hvor um sig i þennan
déskota núna nokkur síðustu
árin. Dettur þér í hug, að slíkt