Vísir - 04.03.1933, Qupperneq 3
V 151R
ráðlag kunni góðri lukku að
slýra? — Eg segi nei. Þetta er
ekkert vit. Þeir hefði getað
heyjað nóg fyrir því, þó að þeir
hefði ekki keypt eitt einasta
lóð af þessum útlenda ,skít“.
— Og hvað segirðu um heilsu-
leysið í skepnunum? — Held-
urðu að það sé eintóm tilvilj-
un, að sauðféð er að verða
heilsulaust um allar jarðir? —
Heldurðu að þetta sívaxandi
heilsuleysi stafi af því, að
húsakynni fénaðarins eru orð-
in betri og hirðingin betri en
áður gerðist? — Mér þykir það
ólíklegt. — Heldurðu að þessi
veikindi hafi koinið svona al-
veg upp úr þurru, án nokk-
urra orsaka? — Mér þykir það
óliklegt. — Og væri þá ekki
revnandi, að leita orsakanna í
útlenda áburðinum? — Ætli
það sé nú alveg áreiðanlegt,
að grasið, sem upp af honum
vex, sé tiltakanlega holt, þó að
það sé grænt og fagurt á að
líta? — Eg veit það ekki. —
Manni dettur margt í hug og
af einhverju hlýtur þessi
éhreysti fénaðarins að stafa —
-einhverju aðfluttu. — Kannske
bændurnir fái það nú í kaup-
bæti fyrir peningana, sem þeir
láta fyrir útlenda áburðinn, að
jarðvegurinn eitrist smátt og
smátt, þangað til alt, sem upp
af llonum sprettur, verður ban-
vænt hverri skepnu.? — Eg
veit það ekki. — En manni
dettur margt í hug, eins og eg
sagði áðan. Og að lokum skal
eg segja þér það, að meðan
eg tóri, skaEenginn útlendur
áburður koma á vallargreyið
hérna. Eg tel ekki eftir mér
að „aka skarni á hóla“, eins
og eg hefi gert hingað til og
gefist vel. En eg hefi gert ann-
að: Eg hefi lagt í bók „við
bankann“ 350 krónur á ári,
siðan þessi áburðarkaupa-
plága komst i algleyming. —
Þessi upphæð hefði farið i
.„skítinn“ árlega, ef eg hefði
viljað hann. Eg hefi getað séð
af þessu hingað til og hefi
gaman af að sjá, livað þetta
verður orðið mikið, þegar þessi
áburðarkaupa-heimska dettur
úr sögunni, ef eg lifi þá svo
lengi. — Það eru nú orðnar
nokkuð margar krónur — hát-t
á öðru þúsundi, auk vaxta.
Þyki inykjan og „forin“ ekki
duga lengur, þá ættum við að
nota innlend efni til áburðar,,
leita þeirra og hætta ekki fyrr,
en við finnum þau. Eg efast
ekki um, að þau sé til og detta
mér þá einna lielst í hug ýmis-
konar sjávarföng, sem annað
hvort verða nú að engu gagni
eða litlu. Og mér finst ekki al-
veg sjálfsagt, að við bíðum eft-
ir því, að útlendingar komi
hingað, búi til innlendan á-
burð og selji okkur síðan dýru
verði.“ -—
Þannig eða mjög á þessa leið
fórust honum orð, hinum aldr-
aða ráðdeildarmanni. Eg lof-
að honum því, að eg skyldi
«inhverntima láta skoðana
hans getið á prenti og nú hefi
eg gert það.
„Vísir“ hefir einn allra ís-.
lenskra blaða haft orð á því,
að ekki væii ósennilegt, að
óhreysti sauðfjárins nú síðustu
árin kynni að standa í ein-
hverju sambandi við útlenda
áhurðinn. Eru nú nokkur ár
liðin, siðan er blaðið vakti
máls á þessu, og nú mun svo
komið, að. menn- eru nokkuð
viða komnir á þá skoðun, að
litil hollusta fylgi áburði þess-
um, þó að vel spretti undan
honum.
I útlendum blöðum hefi eg
séð talað um „eitrun jarðar“
af völdum áburðarins.
20. janúar 1933.
K.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni: Kl. n, síra
Bjarni Jónsson. Kl. 2, bamaguSs-
þjónusta (sr. Fr. H.). Kl. 5, sira
FriÖrik Hallgrimsson.
í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni
SigurSsson.
í þjóSkirkjunni i HafnarfirSi kl.
1,30. Jón GuSjónsson stud. theol.
prédikar.
í Landakotskirkju: Lágrhessur
kl. 6)4 og kl. 8 árd. Hámessa kl.
10 árd. GuÖsþjónusta meÖ prédik-
un ld. 6 síSd.
I ASventkirkjunni kl. 8 síSdegis.
Allir velkomnir.
Dánarfregn.
Látin er hér í bænum i gær frú
Jónina Jónsdóttir, Hverfisg. 92 B,
kona Mariusar Runólfssonar, vél-
stjóra.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. í Reykjavik 4
st., IsafirÖi 2, Akureyri 1, SeySis-
firSi. 2, Vestmannaeyjum 3, Stykk-
ishólmi 1, Blönduósi 1, Raufarhöfn
o, Hólum í HornafirSi 2, Grinda-
vík 3, Færeyjum 5, Julianehaab —
12, Jan Mayen — 6, Angmagsalik
— 7, Hjaltlandi 3 st. (Skeyti vant-
ar frá Grímsey og Tynemouth).
Mestur hiti hér í gær 5 st., minst-
ur 2 st. Sólskin 1,4 st. — Yfirlit:
Djúp lægS viS suSurströnd íslands,
en háþrýstisvæÖi yfir norSaustur
Grænlandi. — Iíorfur: SuSvestur-
land: Austan hvassviSri. Rok und-
ir Eyjafjöllum. SumstaSar dálítil
rigning. Faxaflói, BreiSafjörSur:
Hvass austan. Úrkomulaust. Vest-
firÖir, NorSurland, norSausturland:
Hvass austan. Éljagangur í útsveit-
um. AustfirÖir, suSausturland:
Hvass austan. Þykt loft og dálitil
slydda eða rigning.
Dómar í áfengismálum.
Nýlega hefir sýslumaður Ár-
nessýslu dæmt 2 menn fyrir
ólöglega meðhöndlun áfengis.
Menn þessir voru Markús Jóns-
son, Svartagili í Þingvalla-
sveit, og Jónatan nokkur í
Hvammi í ölfusi. — Var hinn
fyrrnefndi dæmdur í 500 kr.
sekt og til vara í 30 daga fang-
elsi, en hinn siðarnefndi í 600
kr. sekt og til vara 35 daga
fangelsi. Markús var tekinn
með heimabruggað áfengi, en
Jónatan hafði reynst sannur að
sök um bruggun. (Sókn).
Ný bruggunarmál.
Lögreglan hefir gert húsrann-
sókn á tveimur stöðum, þar sem
grunur lék á, að áfengisbruggun
færi fram. Dómur í báSum málun-
um fellur bráSlega.
74 ára
er í dag Jón Jónsson frá Hvoli,
nú til heiinilis á Bragagötu 38.
Háskólafyrirlestur
Ágústs H. Bjarnason próf. í
kveld fellur niÖur, vegna þess aÖ
gerS verSur tilraun til endurútvarps
frá Þýskalandi.
E.s. Goðafoss
fór héÖan í gærkveldi áleiSis til
útlanda. Á meÖal farþega til út-
landa voru: Helgi GuSmundsson
bankastjóri, Skúli ÞórSarson og
I frú,. Kristján Magnússon og, frú,
GuSjón Einarsson, ungfrúrnar
Inger Olsen, Áslaug Foss, Carla
Proppé, ÁlfheiSur ÞórSardóttir og
Anna Kummer, 10 enskir strand-
menn pg 16 þýskir.
G.s. fsland
kom til Leith í morgun á leiS til
Kaupmannahafnar.
Af veiðum
hafa komiÖ Max Pemberton meS
80 tn., Baldur meS 80—90. Hilm-
ir með 60—70 og Gulltoppur meS
90 tn. lifrai'.
Páll Eggert ólason
dr. phil. var þ. 28. febrúar
skipaður skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu.
Um Franz Schubert,
austurríska tónskáldiS, flytur
Helgi Hallgrímsson kaupm. erindi
í Gamla Bíó kl. 3 á morgun. Schu-
bert er talinn mestur söngljóða-
smiSur (Romance-tónskáld) heims-
ins, og eru almenningi kunn mörg
lög hans, eins og t. d. „Álfakon-
ungurinn“, sem hann samdi aÖeins
17 ára aS aldri, og lagiÖ „Dunar
í trjálundi, dimm þjóta ský“ o. f 1.,
o. fl. Æfi Schuberts var viSburSa-
rík, þótt aldurinn yrSi ekki hár.
Hann dó um þrítugt. Eg vil hvetja
menn aS sækja þetta erindi Helga
Hallgrimssonar, enda er hann vel
máli farinn og vel aS sér í þessum
efnum. B. A.
Gullverð
ísl. krónu er nú 57.92.
Gengið í dag.
Sterlingspund.......kr. 22.15
Dollar ................— 6.44y4
100 rikismörk.......— 153.52
— frakkn. fr. .... — 22.55
— belgur ..........— 90.57
— svissn. fr....—- 126.09
— lirur ...........— 33.05
— pesetar ......—- 54.12
— gyllini ........ — 261.26
— tékkósl. kr...— 19.29
— sænskarkr.....— 117.46
— norskar kr. .... — 113.56
— danskar kr....— 100.00
Sálræn reynsla.
Frú Guðrún Guðmundsdóttir,
sem löngu er þjóðkunn orðin
fyrir sálræna liæfileika sina,
sem hún hefir í ríkum mæli,
ætlar að halda fyrirlestur um
reynslu sína annað kveld
(sunnudag kl. 8y2) i Varðar-
húsinu. Eg liefi átt kost á að
vera á mörgum tilraunafundum
frú GuÖrúnar og verið vottur að
miklum og merkilegum hæfi-
leikum liennar, og efast eg þó
ekki um, að fyrirlestur hennar
kann frá mörgu merkilegra að
segja, og enginn, sem ann hin-
um stórmerku sálrænu rann-
sóknum mun iðrast eftir að
hlýða á hana. Get eg og vil því
örugglega mæla með því, að
erindi hennar verði vel sótt. Það
verður gott fyrir liana, en enn
betra fyrir þá sjálfa, sem hlýða
á hana.
Kristinn Daníelsson.
Barnaguðsþjónusta
veSrur á morgun kl. 3 í frakkn.
spítalanum. Öll böm velkomin.
Nýtt bifreiðaverkstæði
hafa þeir Árni Stefánsson og
FriSsteinn Helgason opnaS á
Hverfisgötu 93.
Athugasemd.
Valdimar Sveinbjörnsson,
sundkennari, skrifar góða grein
í „Vísi“ í dag,. um nauðsyn
sundkunnáttu, sem seint verður
ofbrýnd fyrir fólki. En sá er
Ijóður á greininni, að Valdimar
hefir valið henni að einkunnar-
orSum bau ummæli Halldórs
Magnússonar stýrimanns á
„Papey“, að líkindi eru til, að
allir, sem syndir hefðu verið,
hefðu bjargast“. Þessi ummæli
eru alls ekki á rökum bygð, því
mér er kunnugt um að einn
þeirra manna er þama fórust,
var vel syndur: Jón Oddsson,
vélstjóri. Og svo getur hafa ver-
ið um fleiri, þrátt fyrir getgátur
Halldórs.
Rvik, 1. mars 1933.
J. G.
Kvöldvaka útvarpsins.
Iívöldvakan er sá liður í
starfsemi útvarpsins, sem
mörgum mun góður þykja og
væri þvi nauðsynlegt, að út-
varpsráðið vandaði vel val á
efni hennar.
Kvöldvakan i gærkveldi var
hin ánægjulegasta, að undan-
tekinni rímu þeirri, sem kveðin
var; hún var svo gerólík öðr-
um liðum kvöldvökunnar, að
vel hefði hana mátt vanta, en
ánægjulegt hefði það verið, að í
stað nefndrar rimu, hefði
kvæðamaður valið eitthvað
sambærilegra við efni kvöld-
vökunnar, og í því sambandi
vil eg nefna hluta úr einni rimu
— síðari hlutann af annari
Númarímu, erindi 75—100. —
Kvæðamanninn má ekki vanta
við kvöldvökuna, en nauðsyn-
legt er, að hann vandi val á efni
því, sem hann notar til þess, að
skemta öörum með.
25. febr. 1933.
K. E.
Fram 25 ára.
2.—4. tbl. Knattspyrnufélags-
ins „Fram“ kom út i gær og er
útgáfa þessa tbl. helguð 25 ára
afmæli félagsins. Flytur blaðið
fróðlegar og skemtilegar grein-
ir um sögu félagsins með mörg-
um myndum. Stofnendur fé-
lagsins voru drengir um og yfir
fermingu og munu flestir
þeirra taldir á bls. 5. í skemti-
legri grein, sem heitir „Frá
æskuárum Fram“ er lýst stofn-
un félagsins og fyrsta sigri á
kappmóti, er leiddi marga og
glæsilega sigra á eftir sér á
næstu árum. — Stjórn fé-
iagsins skipa nú: ólafur Þor-
varðsson, form. Kjartan Þor-
varðsson, ritari. Guðm. Hall-
dórsson, gjaldkeri. Lúðvík Þor-
geirsson, varaformaður og
Ilarry Frederikssen bréfritari.
Eru þetta alt áhugasamir, dug-
andi drengir og eru þeir, og
Frammenn yfirleitt einhuga í
að efla gengi félagsins og á það
vafalaust glæsilega framtíð fyr-
ir höndum.
Kveldskemtun
heldur kvæðamannafélagið ISunn
í kveld í Varðarhúsinu. Húsið opn-
að kl. 8.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 19.—25.
febrúar (í svigum tölur næstu
viku á undan): Hálsbólga 51
(37). Kvefsótt 170 (122). Kvef-
lungnabólga 5 (4). Blóðsótt 3
(5). Gigtsótt 2 (1). Iðrakvef 32
(30). Inflúensa 50 (20). Tak-
sótt 1 (2). Hlaupabóla 4 (7).
Stingsótt 0 (1). Kossageit 0 (1).
Þrimlasótt 1 (1). Munnangur 5
(0). Mannslát 6 (8).
Landlæknisskrifstofan. (FB).
Skemtun Ármanns
verður í kveld kl. 9y2 í Iðnó.
Stjóm félagsins hefir beðið blaðið
að geta þess, að því miður falli
sýning gamanleiksins „Jósafat“
niður vegna veikinda aðalleikand-
ans. Skemtunin hefst því á fim-
leikasýningu drengja og verður síð-
an dans til kl. 4. Hin ágæta hljóm-
sveit Aage Lorange (5 menn) spil-
ar alla nóttina. Sjá nánara um
miðasölu í augl. hér í blaðinu í dag.
GERI UPPDRÆTTI af allskonar
húsum. — Þorleifur Eyjólfsson,
húsameistari, Öldugötu 19.
Heilagt ár ~ 1933.
Um þetta efni flytur síra Sig-
urður Einarsson erindi i K R.-
húsinu kl. 4 e. h. á sunnudag. —
Aðgöngumiðar á 1 kr. eftir kl. 1
FráI|B.||S. R.
verða ferðir á sjónleikinn og
dansskemtunina á Brúarlandi
í kveld. Sími 1720.
Útgerðarmenn,
skipstjórar. Við
bjóðum yður
prisma-sjón-
auka, stækkun:
10x32 fyrir kr.
125.
Sportvöruhús Reykjaríkur.
Jón M. Melsteð,
Vonarstræti 12, er 70 ára í dag.
Nýja hárgreiðslustofu
hefir Soffía Wedholm opnað í
dag í Aðalstræti 18 (Uppsölum).
Leikhúsið.
Æfintýri á gönguför verður
leikið kl. 3 e. h. á morgun, en Karl-
inn í kassanum kl. 8. Síðasta sinn.
Lækkað verð að báðum sýningun-
um.
Iðnaðarmannafélagið
í Reykjavík heldur aðalfund sinn
fimtud. 9. mars 1933 í baðstofu fé-
lagsins. Sjá augl., sem birt er í
blaðinu í dag.
Bethanía.
Hátiðarsamkoma á sunnudaginn
kl. 8y e. h. Stúd. theol. Valgeir
Skagfjörð talar.
Áheit á barnaheimilið Vorblómið
(Happakrossinn) : 2 kr. frá I. B.
Minningarsjóður Ólafs Jónssonar
læknis: 2 kr. frá Helgu og Jöru,
15 kr. frá B. Ó.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 3 kr. frá M., 10 kr.
frá ónefndum, 5 kr. (gamalt áheit)
frá H.
Útvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
10,12 Skólaútvarp (Einar
Magnússon kennari).
12.15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
18.15 Endurútvarp frá Þýska-
landi.
19,05 Þingfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
20,00 Klukkusláttiu'.
Fréttir.
20.30 Upplestur. Sögukafli.
(Einar H. Kvaran).
21,00 Tónleikar (Úvarpskvart-
ettinn).
Fiðlu sóló (Georg Ta-
kács) Corelli-Leonard:
La Follia. Frangois Fran-
coeur: Sicilienne et Ri-
gaudon.
Grammófónkórsöngur:
Men of England (enskur
kór með ork.). Passing
by. Drink to me only
with thijie eyes (enskur
kvartet). I see my Lové
at the window. Calliope.
Hear Dem Bells (Lions
Quartet of Seattle).
Danslög til kt. 24.
----rr————---------------'