Vísir - 11.03.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1933, Blaðsíða 2
V 1- Fyrirliggjandi: Netakúlur. Notid tækifærið þar eð lítid er óselt. Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir. GERI UPPDRÆTTI af allskonar húsum. — Þorleifur Eyjólfsson, húsameistari, Öldugötu 19. Símskeyt Washington, 10. inars. United Press. - FB. Áform Roosevelts. Útgjöld ríkisins lækki um 500 miljónir dollara. Roosevelt hefir gefið ríkis- sjóði viðtækt vald til þess, að heimila bönkum að hefja starf- semi sina á ný, í samræmi við fyrirkomulag það í bankamál- um, sem fest er í hinum nýju bankalögum. — Jafnframt er bönkunum bannað að láta nokkrar útborganir fara fram i gulh, né láta nokkurn erlend- an gjaldeyri af hendi, nema til venjulegra, löglegra viðskifta- þarfa. Síðari fregn: Roosevelt hefir skrifað undir tilskipun, sem ger- ir kleift, að ahviðtæk bankavið- skifti geti hafist bráðlega, senni- lega þegar á mánudag næstkom- andi. Washington, 10. mars. United Press. - FB. Roosevelt liefir sent annan boðskap til þjóðþingsins og fer fram á, að hann fái þegar víð- tæk völd í hendur til þess að draga úr útgjöldum rikisins til stórra muna. Tekjuhallinn á ríkisbúskapnum er fimm mil- jarðar dollara og Ieggur Roose- velt m. a. til, að greiðslur til uppgjafahermanna verði mink- aðar um helming, en laun em- bættismanna og starfsmanna ríkisins, svo og laun manna i hernum og flotanum, lækki að mun. Vill hann lækka útgjöld rikisins um 500 miljónir dollara þegar í stað. Lagafrumvarpi um þessar spamaðarráðstafanir verður bráðlega hraðað gegn- um þingið. Landskjálfti í Kalifornín Los Angeles 11. mars. United Press. - FB. Lögreglustjórnin hér hefir fengið fregnir af því, að 500 marins hafi beðið bana af völd- um landskjálfta á Long Beach, Kaliforníu.Landskjálftans varð vart um gervalt ríkið, þ.e. Kali- forníu, og stóð hann yfir i IV2 mínútu. 3 menn biðu bana í Los Angeles, en fjöldi meidd- ist hættulega. Síðari fregn: Fréttaritari United Press hefir farið um Long Beach, þar sem mest tjón varð. Telur hann, að fyrstu fregnir hafi verið ýktar, en vafalaust liafi á annað hundr- að manns farist. í skrauthýsa- hverfinu „Signal Hill“ er eldur uppi í mörgum húsum. Eru þarna auðmannahús mörg, og sum hin skrautlegustu í heimi. — Herlið frá McArthurvigi og San Pedro hefir fengið fyrir- skipun um að fara til Long Beach og halda uppi reglu og aðstoða borgar og lögreglu- stjórn, og borgarana alment. Er þetta skilið svo, að í raun- inni geti yfirvöldin ekki annað þessum hlutverkum sínum hjálparlaust, eins og stendur, og sé þessi ákvörðun því hlið- stæð því, er lierlið tekur stjórn borgar eða héraðs i sínar hend- ur að öllu leyti. Annar lcippur kom í Los An- geles kL 8.37 e. h., en sá þriðji kl. 9,10 e. h. Enn síðari fregn: Opinber- lega tilkynt, að 52 hafi beðið bana á Long Beach. Vafalaust er talið, að margir fleiri hafi farist, en vitað er um eins og stendur. Seinustu fregnir: /Opinber- lega tilkynt, að 121 maður hafi beðið bana, en búist við, að nokkur hundruð manna hafi farist, Tjónið af völdum land- skjálftans nemur mörgum miljónuin dollara, ekki aðeins í Long Beach, þar sem við- skiftahverfið hrundi í rústir, heldur einnig víðar í Kali- forníu. Frá AlþÍngS í gær. Sameinað þing. Þar voru tvö mál á dagskrá: 1. Till. til þál. um riftun kaupa á Reykjahlíð í Mosfells- sveiL 1. þingm. Sunnmýlinga (Sv. Ól.) tók fyrstur til máls. Hann fór nokkurum orðum um van- traustsyfirlýsingu þá, sem Héð- inn Valdimarsson bar fram á fundi í sameinuðu þingi, á hendur núverandi dómsmála- ráðh. Taldi ræðumaður þetta ekki næg sök til vantrausts, þar sem málið væri úr sögunni og kæmi ekkert til aðgerða þingsins. Það þyrfti því frekari rökstuðning fyrir vantraustinu. Sagðist hann hins vegar ekki vilja láta neyða sig óbeinlínis til þess, að gefa ráðherra traustsyfirlýsingu með því að greiða till. ekki atkvæði, enda ástæðulaust, þar sem tilefnið fyrir till. væri týnt og því ó- þingleg aðferð, að fara að bera hana undir atkvæði. Hann lagði síðan fram ldutlausa breyting- artill. við till. H. V. Jón Þorláksson sagði, að ef 1. þingm. Sunnmýlinga talaði hér fyrir hönd alls Framsókn- arflokksins um það, að vilja ekki styðja dómsmrh., þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að fá fundarhlé til þess að ræða um hvaða afstöðu hann tæki til málsins. Jónas Jónsson hélt alllanga ræðu og vítti dómsmrh. harð- lega fyrir það, að hafa gert ráð- stafanir til þess, að kaupa jörð þessa, sem hann taldi á allan hátt óhæfa til þeirra nota, sem ætlast var til. Hann fór einnig mörgum ósæmilegum orðum um Vigfús Einarsson skrifstofu- stjóra og notaði sér þar greini- lega, að liann var eigi viðstadd- ur og hafði ekki tækifæri til andsvara. Sveinbj. Högnason vildi láta bæta inn í till. Sveins Ól. skil- yrði um það, að shkar stjórnar- gerðir sem þessar kæmu ekki fyrir aftur. Dómsmrh. kvaddi sér næst- ur liljóðs og sagði, að vantraust þetta væri komið fram vegna þess, að farið hefði verið eftir því, sem Alþingi hefði óskað eftir í þessu efni, og lítt skilj- anlegt væri það, að. 2. þingm. Rang. skyldi vilja láta sam- þykkja bann gegn því, að fram- kvæma það sem samþykt væri á Alþingi. Þá vék hann að ræðu Jónasar Jónssonar og sýndi fram á, hversu illa honum fær- ist að áfella sig fyrir þessa jarðakaupaumleitun og þvi til sönnunar las hann upp yfir- lýsingu, sem J. J. hafði gefið Vigfúsi Einarssyni síðastliðið sumar, og er hún þannig: „Eg vil að gefnu tilefni taka það fram, að eg hefi skoðað jarðeign Vigfúsar Einarssonar skrifstofustjóra, Reykjahlíð í Mosfellssveit, og virSist mér jörðin hin prýðilegasta. Jarð- hitinn mikill og góður, og byggingar, sem eru miklar, vel og traustlega gerðar. Og tel eg að jörðin mundi vel fallin til einhverra opinberra nota, svo sem fyrtr gamalmennahæli eða eitthvert slíkt hæli, ef til kæmi. Reykjavík, 21. júlí 1932. Jónas Jónsson. Þegar ráðherrann hafði lesið upp þessa yfirlýsingu, varð skellihlátur um alt liúsið. Dóms- málaráðh. benti á, að vottorð þetta gæti vel orðið til þess, að menn ályktuðu, að J. J. hefði verið búinn að lofa skrifstofu- stjóranum að kaupa jörðina fyr- ir rikisins hönd, enda hefði ræða hans borið með sér, að þeir hefðu rætt meira en lítið um þetta mál. En þegar J. J. hefði frétt, að til samninga gæti kom- ið milli núverandi dómshiála- ráðh. og Vigfúsar um kaup á þessari jörð, hefði hann heimt- að vottorðið af skrifstofustjór- anum að viðlögðum úiissi æru og embættis!! Að lokum gat liann þess, að hann myndi óhræddur mæta J. J. til samanburðar á verkum þeirra í stjórninni, bæði hvað ráðstafanir á fé opinberra sjóða og annað snerti. Héðinn Valdimarsson heimt- aði, að M. G. læsi upp samn- inginn um kaupin á Reykjahlíð og bar dómsmálaráðh. á brýn sömu svívirðingu, eins og hann hefir áður gert í þessu máli, en viðurlcendi þó, að stjórninni hefði verið falið að gera þær ráðstafanir, sem hún tcldi nauð- synlegar í þessu efni. M. G. kvað ekki nauðsynlegt, að lesa upp samninginn, þar eð H. V. hefði sjálfur lesið frum- ritið uppi í stjórnarráði og sama gæti J. J. fengið að gera, hvenær sem hann vildi, og myndi hann þá sjá, að þar væri greinilega tekið fram, að það væri alt undir vilja fjárveitinga- nefnda þingsins komið, hvort hann næði fram að ganga eða ekki. Sveinbj. Högnason stóð enn upp og vítti mjög harðlega, að ráðherra skyldi hafa ætlað að kaupa jörð þessa, þar sem hann hefði ekkert haft fyrir sér um það, hvort hún væri nothæf til þess, sem ætlað var. Þá varð aftur skellihlátur! 1 „Nopwalk“ 1 æ yy æ 88 Mfreiöagúmmí, 32x6, fyririiggjandi. 88 88 88 1 Þóröur Svemsson & Co. 1 M. G. kvaðst aldrei hel'ði trú- að því á þenna trygga postula Jónasar frá Hriflu, að hann myndi geta viðhaft slík orð, eft- ir að hafa lieyrt vottorð það, sem J. J. hefði gefið skrifstofu- stjóranum, og á þann hátt, eins og einn þingmannanna skaut inn í, „afneitað meistaranum“. Sveinbjörn varð fár við og þagði það sem eftir var fundar- ins. J. J. gerði tilraun til þess, að klóra yfir framkomu sína, en varð til almenns athlægis, bæði meðal þingmanna og annara áheyranda. 6. landskj. Guðr. Lárusdóttir kvaðst ekki geta talið vitavert, þótt framkvæmdar væru sam- þyktir Alþingis og kvaðst von- ast til, að stjómin héldi áfram að vinna að þessu nauðsynlega málefni (þ. e. stofnun fávita- hæhs). Forseti gat þess nú, að ekki myndi vera hægt að Ijúka um- ræðum um málið, á þessum fundi og tók það því út af dgg- skrá. Héðinn heimtaði, að fram- haldsumr. yrðu hafðar um kveldið, en forseti ansaði þvi engu, tók seinna máhð, tilL til þál. um skýrslugerð opinberra sjóða út af dagskrá og sleit fundi. Þá hófust .deildarfundir: Efri deild. Þar voru þrjú mál á dagskrá. 1. málið, frv. til laga um leið- sögu skipa, var tekið út af dag- skrá. Hinum tveimur, um versl- unarnám og atvinnuréttindi verslunarmanna, var vísað til 2. umr. og nefndar. Neðri deild. Þar vom 7 mál á dagskrá: 1. mál, frv. til 1. um sjúkra- hús, 3. umr, var samþykt út úr deildinni umræðulaust. 2. mál, frv. til 1. um bann gegn jarðraski við sjó o. s. frv., var tekið út af dagskrá. 3. mál, frv. til 1. um kjötmat, var einnig tekið út af dagskrá. 4. mál, frv. til 1. um samþykt- ir um mat á heyi til sölu, 2. um- ræða, var umræðulaust vísað til 3. umræðu. 5. mál, frv. til L um bann gegn dragnótaveiðum í land- helgi, var tekið út af dagslcrá. 6. mál var frv. til 1. um sérsL heimild til þess að afmá veð- skuldbindingar úr veðmálabók- um, 1. umr. Dómsmálaráðh. fór nokkrum orðum um efni frv., sem getið hefir verið áður hér í blaðinu, þegar það var til umræðu i efri deild, og var því síðan visað til 2. umr. og allsherjarnefndar. 7. mál, frv. til 1. um landa- merki Borgarhrepps í Mýra- sýslu, 1. umr. Flutningsmaður (B. Ásg.) gerði stutta grein fyr- ir frv. og var því síðan visað til 2. umr. og allsherjamefndar. Kjðrdætnamálið. Blöðin hafa nú skýrt frá efni frv. þess um breytingu á stjóm- arskránni, sem ríkisstjómin hefir lagt fyrir Alþingi. Höfuðbreytingarnar eru tvenns konar. Hin fyrri er sú, að reynt er að laga kosninga- fyrirkomulagið svo, að góður jöfnuður fáist. Eg held að þetta hafi tekist þolanlega og að ekk- ert vit geti verið i því, að hafna frumvarpinu, þó að það fuH- nægi ekki allra fylstu kröfum. Eg liefi lengi verið þeirrar skoðunar, að besta lausn kjör- dæinaskipunarmálsins væri sú, að'gera alt landið að einu kjör- dæmi og kjósa þingmenn í einu lagi lilutbundnum kosningum. Með því fyrirkomulagi yrði efa- laust komist mjög nærri full- komnu réttlæti, þó að vitanlega náist það aldrei svo, að ekki skeiki einliverju ofurlitlu í raun og veru. En þetta fyrirkomulag er ger- samlega ófáanlegt og verður ófáanlegt um langa framtíð og kannske altaf. — Það er því alveg gagnslaust, að vera að heimta það ár eftir ár. — Það fæst ekki í tíð þeirra manna, sem nú lifa — það er áreiðanlegur hlutur. Og hví ætti menn þá að vera að eyða orku sinni í það, að heimta hið áfáan- lega, en neita öllum umbótum? Þeir, sem heimta það, sem vissa er fyrir, að ekki getur fengist, og hafna öllu, er i áttina stefn- ir, eru í raun og veru mótfalln- ir öllum breytingum. Þeir vilja að alt sitji i sama farinu. Þeir eru kyrstöðumenn þjóðfélags- ins. Þeir eru afturhaldsmenn. Samkvæmt frv. stjórnarinnar mega þingmenn vera alt að 50. Landkjörið er lagt nlður. — Nú- verandi kjördæmaskipun er lát- in halda sér, og 32 þingmenn kósnir óhlutbundnum kosning- um utan Reykjavikur. Reykja- vík fær 6 þingmenn, og er það að vísu lítið, en jafnað verður til milli flokkanna með alt að 12 uppbótarþingsætum, eftir föstum reglum og þannig, að sem næst komist þvi, sem hverj- um flokki ber, samkvæmt tölu greiddra atkvæða á kjördegL Þetta er spor í rétta átt og ekk- ert vit að hafna slílcu, þó að annað hefði að vísu verið æski- legra. Menn verða að gæta að því, að hér er um mikla réttar- bót að ræða. Hér er yfirleitt sanngjarnlegú á haldið af hálfu stjórnarinnar og eg get ekki annað sagt, en að mér þyki for- sætisráðherra hafa komið vel fram í þessu máli — enn sem komið er. En „ekki er sopið kálið, þó að í ausuna sé komið“. Forsæt- isráðherra verður að fylgja mál- inu fast eftir, og segja af sér, ef flokksmenn hans bregðast nú illa við. Hér er enginn gam- anleikur á ferð, sem einu tnegi gilda livernig fari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.