Vísir - 11.03.1933, Side 4
VISIR
Hjáiparfrímerki.
ÞaÖ er í fyrsta skifti i sögu póst-
mála íslancls, sem gefin eru út sér-
stök frímerki til þess aÖ efla mann-
úðar- og velferðarmál meðal þjóð-
arinnar. Hafa slík frimerki verið
gefin út í flestum löndum heims og
hafa komið fyrir þau miklar fjár-
hæðir, sem varið hefir verið til
styrktar og eflingar ýmsum mikils-
verðum málum, sem oft hefði ekki
verið hægt með öðru móti að koma
fram vegna fjárskorts. Þegar talað
er um þjálparfrímerki, þá er átt
við frímerki, sem gefin eru út af
póststjórnum landanna og notuð
eru sem burðargjald, innan lands
og utan, — en merkin eru seld fyr-
ir hærra verð heldur en burðár-
gjaldi nemur. — Þessi hækkun á
merkjunum fer til ýmsra sjóða, tii
eflingár allskonar velgerðarmálum
og öðru, eftir því í hvaða tilgangi
merkin eru gefin út. A Norður-
löndum hafa hjálparfrímerki verið
gefin út — og eru gefin út árlega,
sem og um allan heim. Danmörk
befir gefið út nierki til eflingar
sjóði til útrýmingar krabbameini. í
Noregi hafa verið gefin út alls-
konar hjálparmerki, t. d. til efling-
ar sjúkrahúsi o. fl. í Finnlandi
hafa og verið gefin út merki til
eflingar fyrir Rauðakross Finn-
lands og til ýrnsra annara velgerð-
arfélaga.
Póststjórnin íslenska hefir nú
gefið út hjálparmerki til eflingar
sjóði, sem heitir „Líknarsjóður ís-
lands.“ A að veita úr sjöðnum fé
til ýmsra íélaga og stofnana, sem
vinna að bættum högum og kjörum
landsmanna, sérstaklega til Slysa-
varnafélags íslands, og til eflingar
gamalmenna- og barnahælum. Er
hér stigið stórt og gott spor í rétta
átt, spor sem reyndar hefði mátt
stiga fyrir löngu, en betra seint en
aldrei.
Kristján listmálari Magnússon
hefir gert teikningar af merkjum,
sem síðar hafa verið þrentuð í
Lóndon. A tveim merkjunum, io
aura og 35 aura, et' mynd af skipi
í • sjávarháska. Myndirnar eru
prýðilega gerðar. 20 aura merkið
sýnir börn i berjamó og 50 aura
merkið er með mynd af gömlum
fiskimanni. Kristjáni Magnússyni
hefir tekist prýðilega með þessi
merki. sem munu fara víða um
heim.
Frímerki þessi kosta alls : 195
aura og þar af fara 80 aurar í
Líknarsjóðinn, en 115 aurar eru
burðargjald. Náttúrlega er hægt að
kaujia eitt og eitt merki, eftir því
sem menn vilja og þurfa að nota.
Með því að kaujia þessi fyrstu
islensku hjálparfrímerki geta menn
á auðveldan og hagkvæman hátt
stutt og styrkt þau málefni, sem
mikilsverðust eru meðal þjóðar
vorrar. .Ettu landsmenn allir að
taka þessu máli vel og styðja það
"og styrkja með ])ví að nota ein-
göngu fyrstu íslensku lijálparfrí-
merkin. Ef það er gert, þá mun
Líknarsjóður íslands verða fær um
að greiða fyrir mörgu því málefni,
sem nú nær ekki fram að ganga
vegna fjárskorts.
G. S.
N orskar
loftskeytafregnir.
—o--
Osló, 10. ínars. NRP. — F'B.
Nýja viðskiftasamkomulagið
milli íslendinga og Norðmanna
var birt í dag. I tilefni af birt-
ingunni hefir Mowinkel for-
sætisráðherra látið svo um
mælt í Dagbladet: „Eg tel það
hið mesta ánægjuefni, að nú
verður lokið að fullu við þessa
samningagerð, því að sam-
komulagið ber með sér öll ein-
kenni gagnkvæmi og velvildar.
I>vi verður eigi ncitað, að af
samkomulaginu leiðir talsverða
fórn einnig af Norðmanna
Jiálfu, en viðskiftasamkomulag
næst ekki þjóða milli nú á dög-
um, nema gætt sé fylstu velvild-
ar af beggja liálfu. Eg vona, að
íslensk-norska samkomulagið,
sem ber svo mjög merki þess
hvert traust íslendingar og
Norðmenn bera hverir til ann-
ara, leiði til þess, að vinfengið
milli þeirra eflist.“
Málarinn Bernhard F'olke-
stad lést i nótt 53. ára gamall.
Fri Veslnr-íslendiODnm.
—o—
K. Jóhannesson,
vestur-íslenskur fiugmaður, er
um f jögur ár hefir stundað flug-
kenslu fyrir Winnipeg Flying
Club, hcfir nú opnað flugskóla
á eigin spýtur og kennir alt,
sem að fluglist lýtur. Er skóli
hans á stöðvum flugfélagsins
Canadian Airways. — K. Jó-
hannesson er viðurkendur flug-
listarkennari, og svo fær er
hann i sinni grein, að við próf
í henni, hefir enginn fengið
hærri vitnisburð en hann, utan
flughersins. (Hkr.—FB.).
Gott herbergi með góðum
húsgögnum fil leigu strax. Lauf-
ásvegi 44. (28!)
Sólrík íbúð, 3 herbergi og
eldhús til leigu á Grundarst 11.
I
3—4 herbergja íbúð með
öllum þægindum, til leigu 14.
maí i vesturbænum. Tilboð,
merkt: „Þægilegt og sólríkt“,
leggist inn á afgr. Vísis fvrir Itj.
þ. m. ' * (287
Tvær íbúðir, hvor 2—3 her-
bergi og eldhús, sem sameina
mætti í eina íbúð, til leigu 14.
mai í miðbænum fyrir kyrlátí
og skilvíst fólk. Á sama stað
er stofa til leigu með forstofu-
inngangi, neðslu hæð. Góð hús-
gögn geta fylgt. Fyrir kyrlátan
reglusaman mann. Uppl. i síma
2400, kl. 6—10 e. h. (283
I útjaðri borgarinnar er til
leigu strax eða 14. mai íbúð, 3
herbergi og eldhús, sólrik, fag-
urt. útsýni, strætisvagn. Hugs- 1
anlegt félagsbú með 2—3 kúm.
Uppl. í síma 2400 kl. 6—10 e. h.
(282
Ódýr húsaleiga. Heilnæmt loft.
3 herbergi og eldhús með nú-
tima þægindum óskast 14. maí.
Tilboð Ieggist inn á afgr., merkt
„íbúð í vesturbænum“. (281
2 herbergi og eldhús til leigu
14. mai í gamla húsinu á Vest-
urgötu 17. (280
1 . herbergi með eldunar-
plássi óskast 14. maí. Tilboð,
merkt: „15“, scnclist Vísi. (277
3 herbergi og eidhús með
þægindum, til leigu 14. maí. —
Uppl. á Njálsgötu 40, uppi. (294
íbúð til leigu frá 14. maí í
Kirkjustræti 10. —- Uppl. gefur
Haraldur Johannessen, banka-
fulltrúi, sími 3035. (307
2 herbergi og eldhús með
ljósi og hita eru til Ieigu nú
þegar eða 14. inai. Uppl. i Hjálp-
ræðishernum. (306
Ein rúmgóð stofa, eða tvö
minni hcrbergi, ásamt eldhúsi,
öskast 14. mai. Simi 2099. (298
3 stofur og eldhús til leigu,
auk stúlknaherbergis, með nú-
tima þægindum. Simi :i664.
(302
Ferðamaður utan af landi
óskar eftir forstofuherbergi
með húsgögnum, um stuttan
tima. Sími 2071. (300
itíotitíoect
•r*. •’vrwr'vr'
i?
Sélpík: íbúð. i
ii
4—5 herbergja ibúð i «
;; vesturbænum er til leigu *
| frá 14. mai næstk. íbúðin JJ
er í nýju húsi með öllum tí
5; nútinia þægindum. Tilboð, 2
í? merkt: ,SóIrík íbúð‘, send- «
I
ist fyrir 15. þ. m.
Ú
2 herbergi og eldhiis með nú-
tíma þægindum óskast til leigu
14. maí. Barnlaus hjón. Ábyggi-
leg fyrirframgreiðsla. Tilboð,
merkt: „S. Á.“, sendist afgr.
Vísis. (292
2 herbergi og hálft eldhús til
leigu strax og frá 14. mai 4
herbergi og eldliús. Hentugt fyr-
ir 2 fjölskyldur. Njálsgötu 4 B.
Sími 1901. (295
Tvö herbergi og eldhús eða
með aðgangi að eldhusi óskast
14. maí í austurbænum. Tilboð
með ítarlegum upplýsingum í
pósthólf 846. (279
VINNA í
\
Okkur vantar vanan véla-
mann.' Smiðastofan Reynir,
Vatnsstíg 3. Sími 2346. (284
Duglegan dreng vantar til
snúninga og mjólkurflutnings
nú strax. — Melbæ, Sogamýri.
(271
Stúlka óskast strax. Bræðra-
borgarstíg 15. (272
Stúlka óskast til Aðalsteins
Eiríkssonar, Lokastíg 11. Simi
2094. (290
Stúlka óskast fyrri hluta
dags. Hildur Sívertsen, Mjóstr.
3 (Vinaminni). (301
Hraust og dugleg stúlka ósk-
ast í vist nú þegar, til 14. maí.
Páll ísólfsson, Austurncsi við
Skerjafjörð. Sími 4645. (299
Hárgreiðslustofan Perla mæl-
ir með sínum „Wella“ perman-
enÞkruIIum. Enn fremur „Gra-
tia“ nuddi, sem tekur burt alla
óþarfa fitu á stuttum tíma. —
Reynið „Gratia“ i 2 vikur, og
sjáið mismuninn. (378
Við hárroti og flösu liöfum
við óbrigðula meðhöndlun. öll
óhreinindi í húðinni, t. d. fíla-
pensar, vörtur og bólur, tekið
burt. Öll okkar gufu- og rafur-
mágnsáhöld eru af nýjustu gerð.
Hárgreiðslustofan Perla, Berg-
staðastræti 1. Sími 3895. (377
Góð stúlka, sem gæti að'
mestu leyti séð um heimili, ósk-
ast Laufásveg 38. (297
Stúlka óskast nú þegar á
Bræðraborgarstíg 12. (304
UPSKAPUR 1
HÚSEIGNIR TIL SÖLU:
Steinhús við Miðbæinn, 2 i-
búðir, með nútima þægindum.
Eigpaskifti, ef óskað er. Timb-
urhús í Vesturbænum, með
miðstöð o. fl. Steinvillur í Vest-
ur og Austurbænum. Eigna-
skifti víða möguleg. Gerið svo
vel að spyrjast fyrir hjá mér.
Það hefir mörgum orðið nota-
drjúgt. Hús tekin í umboðssölu.
Elías S. Lyngdal, Njálsgötu 23.
Sími 3654! (303
Notuð barnakerra óskast
keypt. Uppí. i síma 3194. (285
Gasbökunarofn í góðu ástandi
!il sölu með tækifærisverði. A.
v. á. (278
Athugið! Peysuföt og upp-
hlutir og alt sem að því lýtur er
saumað á Smiðjustíg 6. Einnig
allskonar barnaföt. — Alls-
konar prjón er tekið á sama
stað. Fljót afgreiðsla, góður
frágangur. — Prjóna og sauma-
stofan, Smiðjustíg 6, uppi. NB.
Áður Klapparstíg 27. (64
98ö) *uoA U!20<R°I'H
-jujox -{j x -.mjjojjnji -{sp ‘8{oj
-Bp.nRs ‘mnuunj 1 jofj{gnd^
: ipuerSSijjiJií^
Fasteignastofan, Hafnarstr. 15.
hefir til sölu mikið úrval af
smáum og stórum húsum. Einn-
ig byggingarlóðir og grasbýli.
Komið og gerið kaup sem fyrst.
Þar sem úrval er mest, gerast
kaupin best. Viðtalstími 11—12
og 5—7. Simi 3327. Jónas II.
Jónsson. (296
Barnavagnar, stólkerrur, ung-
barnakerrur. Mest úrval. Vatns-
stíg 3. Húsgagnaverslun Reykja-
vilcur. (291
UNGLST. ÆSKAN nr. 1 heim-
sækir stúkuna „Vonarljósið“
i Hafnarfirði á morgun. Lagt
af stað frá G. T. húsinu kl. 1
e. h. Fargjald 1 króna báðar
leiðir. (305
ST. VÍKINGUR og FRAMTÍBIN
Afmæli á mánudag. Félagar
sæki aðgöngumiða í dag og
sunnudaginn kl. 4—8 e. h. í
Templarahúsið. (293
F' E1, A GS PRENTSMIÐ J AN.
HEFNDIR.
gekk né rak með ferminguna og alt var að komasl
í vandræði. — Fjöldi ófyrirsjáanlegra atvika höfðu
orðið til tafar, jafnvel fjárhagslegir örðugleikar voru
teknir að gera vart við sig. Var engu líkara en að
óskiljanlegustu óhöpp og hverskonar vandræði
steðjaði að Robert Gregory og félagi hans úr öllum
áttum.
Starfsmennirnir tveir, sem áður voru nefndir,
voru orðnir alvarlega uggandi um hag félagsins. Þeir
höfðu unnið þama lengi og nú virtist alt vera að
hrynja i rústir. Og nú sátu þeir þarna síðla kvelds
og ræddu um ástandið. Þá langaði til að finna ein-
hver bjargráð og vonuðu i lengstu lög, að það mundi
takast. ’■— Én því nieira sem þeir hugsuðu um hag
fyrirtækisins, þéss flóknara virtist þeim alt og
óskiljanlegra. Hitt var þeim ljóst, að hagur félags-
ins var að verða slæmur.----En verra en alt ann-
að mótlæti fanst þeim þó það, að Basil Gregory
skyldi vera horfinn. — Gregory var ríkur máður og
lánstraustið óbilandi Á- eða svo hafði það verið —
svo að fjárhagnum var væntanlega borgið — fjár-
hag húsbónda þeirra — þó að félagið hallaðist eitt-
hvað. — En hvarf hins unga manns var alvarlegur
hlutur. Það var farið að hafa alvarleg áhrif á Ro-
bert Gregory — og hvað var félagið eiginlega án
stjómar og starfsemi þessa duglega manns.
Þeir voru ekki kviðafullir vegna Basils. Hann
hal'ði lagt litla alúð við störf sín og biar þó úr být-
um hærri laun en Jæir. — Hann gat haft það til, að
sinna engum störfum dögum sáman, og þó að hann
væri i skrifstofunni að nafninu til, var hann heldur
afkastalítill og \-irtist ærið áhugalaus. — FJn Jieim
þótti þó miklu máli skifta, að hann kæmi í leitirn-
ar — ekki hans vegna aðallega, heldur vegna for-
eldra hans og fyrirtækisins, sem þeir störfuðu við.
Uin þetta voru ]>eir að liugsa og tala og létu
verslunarbækurnar eiga sig á meðan.
A meðan þessu fór fram —; meðan sex manneskj-
ur, tvær hér og fjórar i veitingahúsinu — reyndu
að finna ný og ný ráð og fundu cngin nýtilcg, voru
tvær aðrar að hugsa um málið, hvor í sínu lagi, og
störfuðu báðar af miklu kappi.
Um miðnæturskeið kom John Bradlcy út iir litlu
húsi við Po Yan-stræti, skamt frá Tung Wah sjúkra-
húsi. Þetta cr í Tai-pingshau, fátæku Kinverja-hverfi.
Þarna átti heima kínverskur maður einn lítils-
háttar, sem John Bradley hafði hlaupið undir bagga
með oftar en einu sinni. Hann bjóst við þvi, að liann
mætti treysta þessum manni og gæti reitt sig á hann
að öllu leyti. — Maður þessi, Sung Fo að nafni,
mundi þegar hafa komið á fund Bretans, ef hann
hefði gert honum orð, cn Bradley var þeirrar skoð- /
unar, að betra mundi að hegða sér öðru vísi að
þessu sinni. Hann óttaðist ekkert í Hong Kong og
þurfti ekkert að óttast, jafnvel ekki hér í hinu sóða-
legasta úthverfi.
Sung Fo hafði verið heima og Bradley skýrði hon-
uin frá erindi sínu. Iunverjinn hafði lofað, að gera
alt, sem í haus valdi stæði, og Bradley taldi ekki
liklegt, að liann gæti gert neitt meira að sinni. Hann
ákvað því að fara lieim og biða átekta — bíða, vaka
og biðja.
Það var eins með hann og Ah Wong. Hvorugt
vissi neitt örugglega, en bæði grunaði liið sama. ‘—
Ah Wong var þó miklu ákveðnari í ágiskunum
sínum.
Þegar liann hafði skamt farið frá lireysi Sung Fo,
nam liann staðar úti fyrir húsi einu, sem hann hafði
lieyrt talað mikið um, en aldrei séð eða skoðað.
Þetta var ekki ósnoturt liús, bygt úr tigulsleini og
niáláð blátt, hærra og öllu veglegra en flest önnúr
hús þama í hverfinu. — Eigandinn var kínverskur
þfsali, kunnur maður og alræmdur um alt Kina-
veldi.
Húsið stóð Jxirna snoturt og „meinleysislegt". Þar
var ekkert grunsamlegt bið vtra. Hlerar voru