Vísir - 26.03.1933, Side 3

Vísir - 26.03.1933, Side 3
V I S I R áreiðanlegar og fullkomnar, að inínu viti, en eg hefi mælt með því, að blöðin semdi við út- varpið, ef unt væri, um afnot þessara frétta, til aukinnar fjölbreytni, ef þær fengist með skaplegu verði. En jafnframt, frá þvi þessi mál fyrst bar á góma, hefi eg tjáð stcttar- bræðrmn mínum, að til mín persónulega þyrfti ekki neitt tillit að taka, ef þeir vildi breyta til, en liinsvegar mundi eg vinna fyrir F. B. meðan þess væri óskað, fyrir þau laun, sem lnin gæti borgað, eða ekkert, ef fjár- Iiagurinn leyfði engar launa- greiðslur. Nú er það siður en svo, að mér sé að skapi að fara nokk- urn bónarveg að Alþmgi, fyrir hönd F. B., um þennan rikis- styrk. Þingmenn munu, liafi þeir skap til, samþykkja með Jónasi Þorbergssyni að fclla niður þenna mikla styrk, 1600 kr. Ef um spamaðarráðstöfun væri að ræða, væri ekkert við þessu að segja, en tillagan er fram borin með fullyrðingum, sem ekki eru sannar. En á það er fyllilega réttmætt að benda, að litlu stofnanirnar gera oft sitt gagn eigi siður en þær stóru, þótt kostnaðurinn sé minni. Og það ætla eg vera í þessu tilfelli. Fréttastofan hefir áreiðanlega gert sitt gagn þann tæpa áratug sem liún hefir starfað, og ef þessi stofnun yrði lögð niður, sem þó væntanlega verður ekki, mætti vel við una, ef blöðin hefði sama gagn af annari stofnun, sem samið kynni að verða við, miðað við sama tilkostnað. Fréttastofan fékk upphaflega 4000 kr. á ári af ríkisfé. Vald- hafarnir hafa verið að smá- sneiða af þessari fúlgu og loks var komið niður í 1600 kr. Nú vill Jónas Þorbergsson hætta þessum vitlausa fjárausti'i al- veg. Það þarf ekki að efa, að honum gengur gott til. Og liafi hann þann sónxa af, senx hann hefir til unnið. Axel Thorsteinson. Fjallasvannrinn. [Vísir hefir birt greinir eftir and- stæðinga hins svonefnda „Svana- frumvarps" þm. Mýramanna. Þyk- ir rétt að leyfa höf. eftirfarandi greinar að láta í ljós álit sitt á mál- inu. Hann er hlyntur ])vi, að frv. verði gert að lögum. — R i t s t j.]. Bjarni alþm. Ásgeirsson flytur frumv. um breytingu á fuglafrið- iinarlögunum. Er i frv. lagt til, að fella niður friðun á álftum nokk- urn hluta ársins. En hún er eftir migildandi lögum alfriðuð, Frumvarp þetta hefir verið rætt nokkuð einhliða í blöðunum og flm. sætt. aðkasti fyrir ,,álftadráps“-.til- lögu sína, eins og það er orðað. Eg lít: á þetta mál nokkuð öðrurn augum en þeir, er eg hefi séð á það minnast, og sting því niður penna i því trausti, að Vísir Ijái linum þeSsum rúm. Höfundar þeir, er eg hefi séð greinir eftir, hafa slegið á þá strengi, að álftin væri svo fögur, að friðun væri sjálfsögð þess vegna, en aftur á móti gert lítið úr tjóni því, er hún veldur, og öldungis að mig minnir gengið fram hjá hættu þeirri, er svaninum stafar af harð- Indum. Og hinn höf., „Álftavinur" minnir mig hann kalli sig, telur til- ganginn þann helstan með frv., að gefa bændum kost á ódýru fugla- kjöti. En það finst honum víst frá- leitt. Kemst hann að lokutn að þeirri niðurstöðu, að ef frv. verði að lögum, þá muni þorpalýður landsins hlaupa á fjöll upp og elta álftirnar til dauðs, meðan þær eru „i sárum“! En hann gerir sér ekki grein fyrir því, blessaður „álfta- vinurinn", að frumv. gerir alls ekki ráð fyrir neinni rýmkuti á friðun fuglsins á þeirn tíma er hann fell- ir fjaðrir, svo að í því tilliti gerir rnaður ekki ráð fyrir að lögfesting frumv. ylli svaninum neins ónæðis ófleygum frekara en nú á sér stað. í greinargerð frumv. er ofurlítið minst á engjaspjöll af völdum álfta, en lítið vilja þeir álftafriðunarhöf- undarnir leggja upp úr þvi atriði. En það get eg fullyrt, af margra ára reynslu, að álftaflokkar eru ótrúlega fljótir að vinna veruleg spjöll á slægjum og beitilandi, einkum þar sem votlent er. Eru beitarflesjar fuglsins sem nýrótað flag, því hann rífur með rótum all- an gróður, bæði grasið og mosann. Þá er álftin engu síður illúr gest- ur á uppalningssvæðmn klakstöðv- anna. Veit eg ekki hve miklu það tjón nemur, en hitt veit eg, að bændum þeim, sem eiga að nokkuru afkomu sína undir þroska og upp- komu klakfiskanna, er vorkunn, þótt þeir styggi óvætt þann úr sila- torfunum, og hirði þá lítt hversu til tekst með nærfærnina. Að endingu bæti eg hér við frá- sögn um atvik eitt er bar fyrir mig fyrir nokkuru. Það var um vortima að bóndi einn, nágranni minn, kom til mín með miklu fasi og bað mig að ljá sér byssuhólkinn minn. Eg spurði hann hverju slíkur vígahugur sætti, og sagðist honum þá svo frá: Nokkuru fyrr um daginn hafði hann verið við vinnu sína kippkorn frá varphólma álftahjóna nokk- urra, -og var hólmi sá i smátjörn lítið undan landi. Umhverfis tjörn- ina gekk búfé bónda, en hann átti allmargt gangandi fjár og var hinn umhyggjusamasti hirðir. Eitt sinn unx daginn verður honum litið upp frá vinnu sinni' við hávaða mikinn. Sér hann þá hvar önnur álftin ræðst með gargi og grimd að á einni nýborinni, en ærin leitaði lambi sínu skjóls undir kviði sér og varðist svo óvættinum eftir föngum með hornunum. En er bóndi sér atburði þessa hljóp hann upp hart og títt með reku sina reidda og hugðist að hjálpa ánni úr þessum vanda, en hún var 3—400 metra undan. En svo urðu snögg umskifti á þeirn leik, að ærin lá hryggbrotin er bónda bar að. Það þykir nú kannske að ólík- indum, þeim sem dýrka fegurðina eina saman, að svo fagur fugl geti framið slíka óhæfu, og sér til einskis gagns, því hræfugl er álftin ekki. En eg gæti tilnefnt fleiri dæmi þessu lík. Eg vil að síðustu benda þeirn, sem þykir „álftadráp“ ómannúð- legt, að þeir ættu að ganga frarn á grindhoraða álft, frosna niður á vængjum og fótunx, en þó með lífs- marki, og vita þá hvort sú tilfinn- ing gæti ekki hrærst i brjóstum þeirra, að sá fugl hefði betur fall- ið að haustdegi fyrir skoti. og orð- ið þá einhverjum að liði, en sjálfum sér til kvalastyttingar. Tel eg að Bjarni bankastjóri eigi þakkir skilið fyrir frunxv., og eink- um þó vegna þess, að hann hafði þor til að risa gegn þröngsýni þeirra er starblína á einhverja imyndaða manngæsku, en geta aldrei losað sig af tjóðurhæli van- ans. Verði frv. lögfest, sem eg tel vonandi, er með öllu ósannað, að fleiri svanir falli fyrir skotum, en þótt þeir væru alfriðaðir. M. Blöndal. Gúmmístígvél fyrir karlmenn, kvenfólk og börn í stærstu og fjölbreyttustu úrvali. 0 0 æ 0 0 0 0 0 0 0 1.0.0 F. 3 = 1143278 = Orgelkonsert Páls tsólfssonar i fríkirkjunni Páls ísólfssonar í fríkirkjunni á fimtudagskveldið sýmdist fá- sóttari sökum þess, hvað kirkj- an rúmar marga. Þó mun þar liafa verið saman kominn mest- ur hluti þeirra manna hér i bæ, sem kunna að meta góðan org- anleik. Munu þeir og ekki lxafa talið sig hafa farið erindisleysu. — Á skránni voru Prelúdíum og fúga i e-dúr, eftir Vincent Lúbeck (samtíðarmann Baclxs, en 31 ári eldri), Toccata og fúga í d-moll og Passacaglia í c-moll eftir Bach, Kyrie eleison og Toc- cata og fúga i d-dúr, eftir Max Reger. — Enda þótt þessi lög væru flest áður kunn áhevrend- um Páls, teljast þau til þeirra vísna, sem seint verða of oft kveðnar. Enda varð ekki sagt, að Páll væri hér að endurtaka sjálfan sig, þvi að þessi sígildu verk birtust að miklu leyti með nýjum blæ, sem var auðsjáan- lega að þakka nýrri athugun og æfingu. Bar leikurinn vott þess, að Páli sé að vaxa persónuleg- ur skilningur og.festa í með- ferðinni. — Enda þótt þess sé naumast að vænta, að aðdáend- ur góðrar organtónlistar séu hér mjög fjölmennir, ætti Páll að veita þeim þá ánægju, að láta til sín lieyra nokkru oftar en lxann hefir gert upp á síðkastið. Ces. Alþinfó- EldhúsumræSunuin verður hald- iÖ áfrani anna'Ö kveld. Hefjast þær kl. 9 og verður útvarpað. Hjónaefni. í gær birtu trúlofun sína ungfrú Petrínella Kristjánsdóttir, Grund- arstíg 24. og Jón Guðmundsson, bifreiðarstjóri. Bergstaðastr. 32 B. Hjúskapur. Laugardag 18. þ. m. voru gefin saxnan i hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni, ungfrú Halla Einarsdótir og Þorleifur, Sigurbrandsson, verkstjóri. — Heimili þeixra er á Bergstaða- stræti 9B. 40 ára er í dag Anton Eyvindsson, brunavörður. Lanst embætti. Héraðslæknisembættið í Fljóts- dalshéraði hefir verið auglýst laust til umsóknar frá 1. júlí næstkom- andi. Löggiltir cndurskoðendur. Samkvæmt lögum nr. 9, 15. júní 1926 hafa eftirgreindir menn ver- ið löggiltir endurskoðendur: Björn F. . Árnason. Jón Guðmundsson, Jón Sivertsen, G. E. Nielsen og Franz A. Andersen. E.s. Brúarfoss fór héðan í gærkveldi áleiðis til London. A meðal farþega voru: Richard Thors framkvæmdarstjóri og frú, Eiríkur Leifsson, Leifur Þorlcifsson, Guðfinna Guðmunds- dóttir og ungfrú Nielsen. G. s. Island kom i gærkveldi að vestán og norðan. E.s. Goðafoss kom í morgun snemma frá út- löndum. Höfnin. Kári Sölmundarson kom inn í gær með brotna rindu. — Tveir frakkneskir botnvörpimgar komu gær til þess að taka kol og salt. Bifreiðaskoðun. Bifreiðir þær, í Reykjavík og nágrenni, sem ekki hafa verið skoð- aðar á þessu ári, en eru í notkun, ber a'Ö koma með til skoðunar að Arnarhváli fyrir næstu mánaða- mót. Skoðun fer fram daglega kl. 1—6 síðdegis. Guðmundur Friðjónsson skáld frá Sandi endurtekur er- indi sitt „Nesjamenska og stiga- menska" í Kaupþingssalnum í dag kl. 6. — Erindi þetta hefir vakið mikla athygli. Verður það nú flutt hið þriðja sinni og þarf ekki að efa, að húsfyllir verður. Nýja Bíó sýnir í kveld kvikmyndina „Hjálp! Ahlaup!“ — Er þetta þýsk lcynilögreglumyíid. sem sýnir hverjar eru starfsaðferðir lögregl- unnar í Berlín. Aðalhlutverk leika Hans Stúwe, Hans Brausewetter o. fl. Krikm. verður sýnd kl. 7 á alþýðusýningu, og kl. 9. — Kl. 5 verður lcvikm. „Húrra krakki!“ sýnd á barnasýningu. Gamla Bíó sýnir i kveld kl. 9 kvikm. „Fóst- urbarnið". Aðalhlutverk leika Paul Lukas, Dorothy Jordan og Charles Ruggles, sá hinn sami, sem lék að- alhlutverkið í kvikm. „Frænka Charles", er sýnd var nýlega. — Kvikm. „Dygð og synd“ verður sýnd á alþýðusýningu kl. 7 í síð- asta sinn, en á barnasýningu kl. 5 verður sýnd krikm. „Æfintýri Huck Finns", sem gerð er sarnkv. skáldsögu eítir Mark Twain. Alþýðufræðsla Guðspekifélagsins. Martha Kalman flytur þrjú sam- stæð erindi, i dag og tvo næstk. sunnudaga, um hina innri hlið til- verunnar (1. Áhrif náttúrunnar á oss. 2. Álfar og náttúruandar. 3. Devar og englar). Erindin hefj- ast kl. 3 í húsi félagsins rið Ing- ólfsstræti. Allir velkomnir. Náttúrufræðifélagið hefir samkomu mánudag 27. þ. m. kl. 8% síðd. í náttúrusögubekk Mentaskólans. Sjónxannastofaxx. Sanxkoma í dag í Varöarhús- inu ld. 6. — Al-lir velkomnir. Bethanía. I dag verður sambænarstund kl. 2 e. h. Smámeyjadeildin hefir fund kl. 3%. Almenn samkoma kl. 8y%. S. Á. Gíslason talar. Allir vel- komnir. Heimatrúboð leikmanna. Vatnsstíg 3. Samkomur í dag. Fyrir trúaða kl. 10 f. h. Fvrir börn kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. Áheit á Strandarkirkju. afhent Vísi: 5 kr. frá S. Ctvarpið. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dónxkirkjunni. (Sira Sigurgeir Sigurðs- son). * 13,20 Fyrirlestur Búnaðarfél. íslands. i 15,30 Miðdegisútvarp. Erindi: Alþýðu friðarhreyfingin, I. (Inga L. Lárusdóttir). Tónleikar. 18,45 Barnatími. (Kórsöngur barna). 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Grammófónsöngur. Lög úr óperum eftir Ver- di: Kvartet og kvintet úr „Grimuballinu“. Terset úr „I Lombardi“. Kvartet xir „Rigoletto“. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi. í klaustri. (Síra Garðar Þoi'steinsson). 21,00 Grammófóntónleikar. Beethoven: Píanókon- sert i Es dúr (Backhaus) Einsöngur. Giordani: Lög úr A drea Chenier: Nemico Jella patria (Giulio Frecosi). Come un bel di maggio (Benja- mino Gigli). Lokadúett- inn (M. Sheridan & A. Pertile). Danslög til kl. 24. Erlendar fréttir. Tokio, 8. mars. Ágengni Japana. Ýmsir af mikilsm^tnustu em- bættismönnum og stjórnmála- mönnum landsins liafa lýst þvi yfir, að Japanar muni aldrei láta af liendi umráðaréttixm yf- ir Karolinu og Marsliall-eyjum í Kyrrahafi, en Þjóðabandalag- ið fékk Japan þenna umráða- rétt í hendur, nema þeir verðí til neyddir með valdi. Eyjar þessar eru mikilvægar frá sjó- hernaðarlegu sjónarmiði. Opin- ber tilkynning hefir enn ekki komið unx þetta frá ríkisstjóm- inni, en flotamálaráðuneytið' hefir tilkynt, að i ágúst i sum- ar fari fram flotaæfingar i nánd rið eyjarnar og verði varið til þeirra 6 miljónum yen. Ráðgert er, að 200 herskip taki þátt í * æfingunum, flugvélaskip, flug- vélar og loftskip. — Eixxu af yfirmönnuin japanska flotans liefir lýst því yfir i blaðinu Nichi-Niclxi, að Japan sé reiðu- búið að leggja alt í sölurnar til þess að halda eyjunum, enda þótt Þjóðabandalagið hverfi að því ráði, að láta umráðaréttinn I í hendur Bandaríkjamánna. — Sunxir stjórnmálamenn Japans halda þvi fram, að i rauninni komi þetta bandalaginu ekkert við, því að Japan hafi fengið umráðáréttinn i liendur samlcv. Vei'salafi'iðarsmaningunum, áð- ' ur Þjóðabandalagið komst á fót. Nýir sendiherrar. Roosevelt forseti hefir, að því er hennt er í amerískum hlöð- um þ. 14. þ. m., útnefnt Robert Worth Bingham ‘dómai-a, sendi- herra Bandax'íkjanna í Bxæt- landi. — Sendilierra Bandarikj- anna í Fi'akklandi liefir verið útnefndur Jesse Isidor Sti-auss. Er lxann kunnur stjórnmála- maður og Frakklandsvinur mik- ill. (FB.).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.