Vísir - 31.03.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 31.03.1933, Blaðsíða 2
VlSIR Höfum fyrirliggjandi: v*ri Coats, G-þníttsn JL V JLJOLMJLC$L Kerrs 4-þættan. Gæðin óviðjafnanleg — verðið lágt. samkv. lögum ur. 39 frá 1907, mcö þvi ;íÖ verðmæti þau (14 þús. kr.), er ákærði borgaði, væru lítil í samauburði við eiguir hans og skuldir. Hæstiréttur sýknaði N. Man- schcr alveg. Þannig fór um þessa lier- ferð, sem Þórður Eyjólfsson lögfr. stóð að með .Tónasi. Jarðarför Eiríku Björnsdóttur frá Reyuikeldu á Skarðsströnd fer fram frá dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 1. apríl, kl. iy» síðdegis. .Tarðað verður i nýja garðinum. Jóhann Sæherg og aðrir aðstandcndur. Innilegt þakklæti fyrir augsýnda liluftekningu við fráfall og jarðarför ekkjunnar, Þórunnar Jónsdóttur, Grundarstig 5. Vinir liinnar látnu. imskeyti Moskva 30. mars. United Press. - FB. Rússar saka breska verkfræð- inga um njósnir. Breski sendiherrann i Rúss- iandi hefir verið kvaddur heim til þess að ráðgast við stjórn sína út af hándtöku bresku verkfræðinganna og starfs- manna Metrovickers Ltd. — Sámkvæmt opinberri tilkynn- ingu liefjast réttarliöldin í máli þeirra þ. 9 eða 10. aprii. — Bretarnir eru, meðal annars, sakaðir um njósnir. London 30. mars. Unitcd Press. - FB. Fjárhags- og viðskifta- ráðstefnan. Fulltrúi Bandaríkjanna i Genf, Norman Davis, er liing- að kominn, og hefir tvivegis átt lal við MacDonald og Sir John Simon um afvopnunar- ráðstefnuna og hina fyrirhug- uðu fjárhags og viðskiftamála- ráðstefnu. London 31. mars. United Press. - FB. Fulltrúi Bandarikjanna,Nor- man Davis, liefir nú lokið við- ræðum sínum við Ramsay MacDonald, forsætisráðherra Bretlands, og Sir John Simon, utanríkismálaráðherra. Leiddu viðræðurnar til samkomulags um að gera alt, sem unt væri, til þess að alþjóða viðskifta- og fjármálaráðstefnan gæli hafist í London i lok maímán- aðar eða 1. júní í seinasta lagi. I viðtali við United Press gerði Davis ráð fyrir,,að skipu- lagsnefndin yrði kvödd sam- an í næstu viku, en því næst yrði þjóðum þeim, sem þátt taka í ráðstefnunni, tilkynt, að innan sex vikna yrði ráðstefn- an sett. Vélbátur ferst. ísafirði 30. mars. FB. Vélháturinn Páll, frá Hnifs- dal, hefir farist i fiskiróðri i fyrradag. ‘Gerði þá snarjja norðanliviðu um kveldið, og var stórsjór á lóðamiðum. Fjórir vélbátar héðan leituðu hans í gær, en leitin bar engan árang- ur. Á bátnum voru fjórir menn. Ilalldór Pálsson, íormaður, eigandi hátsins, 54 ára, kvænt- ur. Á mörg höm, flest upp komin. Jón Helgason, úr Hnífsdal, 20 ára. Gunnar Guðmundsson, 19 ára, og Guðfinnur Einarsson, 20 ára, háðir úr Grunnavíkurhreppi. Jón, Gunnar og Guðfinnur voru allir ókvæntir. Halldór Pálsson var einn af fremstu formönnum hérvestra, alkunnur dugnaðarmaður og sjósóknari. Hafði verið óslitið formaður frá tvítugsaldri, og aldrei hlekst neitt á. Frá Alþingi í g æ r. Efri deild. Þar voru G mál á dagskrá, en eitt þeirra, frv. um dýrtíðar- uppbót embættismanna, var tekið úl af dagskrá í fundar- hvrjun. Frv' uni afnám einkasölu á silfurbergi, sem borið var fram í n. d., er nú komið frá nefnd, og mælti ,Jón Þorláksson fyrir nefndarinnar hönd með því, að það yrði samþykt. Jón Bald- vinsson var eittlivað að harma sér >4'ir afdrifum þessa einka- söluanga, en síðan var frv. samþykt með öllum greiddum atkvæðum og því vísað til 3. umræðu. Frv. um bæjargjöld í Vest- mannaeyjum, sömuleiðis frá N. d., var vísað til 2. umr. og allsherj arnefndar. Tvö mál, sem Jónas .Tónsson flytur, frv. um stóríbúðaskatt og frv. um háleiguskatt, voru að tilmælum flm. látin ganga til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Frv. sama efnis voru flutt í N. d. á siðasta þmgi, en þau dag- aði þar uppi, enda liverjum manni augljóst, að ])ó að þau séu „há“ og „stór“ í orði, þá yrðu þau hégóminn einber i framkvæmdinni. Hæstaréttardðmur í málinu: ltéttvísin og valdstjórnin gegn Gísla J. Johnsen og N. Manscher féll í fyn-adag. — Mál þetta var höí'ðað að lokinni rann- sókn þeirri, sem gerð var út af gjaldþroti Gísla J. Johnsen. 1 undirrétti var Gisli J. John- sen dæmdur í 45 daga einfalt fangelsi fyrir ívilnun til skuld- areiganda og eitt hókfærslu- atriði. Fyrir bókfærsluna fékk N. Manscher skilorðshundinn dóm í undirrétti, 15 daga cin- falt fangelsi. Hæstiréttur sýknaði Gísla .1. Johnsen af ákæru viðvíkjandi bókfærslunni, þar eð, eins og stendur í dómsforsendum, að eigi verður álitið, að ákærði hafi fært óráðvandlega til i hækur sínar. Einnig sýknaði rétturinn hann af öllum öðrum ákæru- atriðum, nema þvi, að ákveð- in var 30 daga skilorðsbundin refsing fyrir að Gísli hafði greitt til skuldheimtumanns fyrir salt, þá er liann átti að hafa séð fyrir, að gjaldþrot var yfirvofandi. En rétturinn ákvað um leið, að þessi refs- ing skyldi einnig niður falla, Skærur í Marokkð. Litlar fregnir hafa ]>orist um óeirðir í Marokkó á undanförn- um mánuðum og tiltölulega friðsamlegt mun hafa verið bæði í hinum frakkneska og spænska hluta landsins, frá því er erjurnar urðu þar á einræðis- tímabili Primo de Rivera. En upp á síðkastið hefir verið ókyrt i frakloieska Marokkó og þ. 17. mars sló þar í blóðugan og mikinn bardaga milli inn- fæddra manna og herliðs Frakka. Voru Marokkóbúar lið- fleiri og var her Frakka í hinni mestu hættu staddur um skeið. Þá, er herinn var að því korninn að verða umkringdur, gerði ein deild hersins,75menn,gagn- sókn, á meðan meginlierinn komst undan. Marokkóliðið umkringdi þennan 75 manna flokk, sem varðist fyrst með byssum, þvi naíst í návigi með syerðum, en er orustunni lauk, stóð enginn maður uppi af Frökkum. -— En meginlierinn slapp undan. — Síðar fengu Frakkar liðsauka og hörfuðu þá Marokkóbúar undan. I.O.O.F. = 11433181/, = 9.0. Þingfréttir. Fréttir frá n.d. Alþingis i gær vcrða að bíða til morguns, sak- ir rúmleysis í blaðinu. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fcr héðan í kvcld kl. io áleiðis til Austfjar'ða og útlanda. Goðafoss var væntanlegur til Siglu- fjarðar í dag kl. i—2. Brúarfoss kom til London í gærmorgun. Detti- foss kom til Hamborgar kl. 5 í gær. Fer þaðan annað kvöld. Lagarfoss er væntanlegur til Kaupmannahafn- ar í dag. Selíoss fer héðan i kveld áleiðis til Aberdeen, Leith, Hull og Antwerpen. Gengið í dag. Sterlingsj)und.......kr. 22.15 Dollar .................— (i.48% 100 rikismörk ..........— 154.48 — frakkn. fr.....— 25.37 — belgur ...........— 90.32 — svissn. fr. ..... — 125.05 — lirur ............— 33.41 — pesetar ..........— 54.93 — gyllini ..........— 261.08 — tékkósl. kr....— 19.46 — sænskar kr.....— 117.31 — norskar kr.....— 113.61 . — danskar kr.......— 100.00 Prestskosning fór fram í Bíldudal 12. mars. Kosningu hlaut síra Jón Jakobs- son, settur prestur þar. Hlaut hann 148 af 154 atkvæðum, er greidd voru. Fimm seðlar voru auðir, en 1 ógildur. Helmingur kjósenda á kjörskrá greiddi ekki atkvæði og er kosning því ólögmæt. Hér með tilkymiist, að bróðir minn, Guðmundur Guðbrands- son frá Spákelsstöðum, Dalasýslu, andaðist á Landspítalanum 29. þ. m. Markús Guðbrandsson. Asíur í glösum Rauörófup fást í Alexandra-hYelti 50 kg. pokinn á lcr. 14.50 25 — —--------7.50 Einnig í smærri pokum. íslensk og dönsk egg Sykur ódýr. Hjörtor Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Sími: 4256. Gullverð ísl. krónu er nú 57.56. G.s. ísland kom til Leitli í morgun. I)r. Max Keil heldur hákólafyrirlestur í kveld kl. 8, um „Die junge Generation". Er þaÖ seinasti kaflinn í þeim fyr- irlestraflokka, sem hann neínir „Dcutschland nach dem Weltkrieg“. Öllum heimill aðgangur. Ný gjaldskrá fyrir talsímanotendur í Reyk- vik og Hafnarfirði er auglýsthér í blaðinu i dag. Gengur hún i gildi á morgun. Gjaldskrá þessi er eittlivað lægri, en ráðgert var í fyrra að hún yrði, en mun þó reynast símanotöndum óliag- stæð og raunverulega um mikla hækkun að ræða hjá flestum frá ])ví sem nú er. Sovétvinafélag Islands heldur kveldskemtun i Iðnó annað kveld kl. 8Vá. Skeintan- ír félagsins hafa ávalt verið vel sóttar og fólk hið ánægðasta. Annars visast til auglýsingar í blaðinu í dag. Verslunarskólinn heldur samkomu og dansskemtun í Oddfellovvhöllinni annað kveld kl. 9. Síðasta samkoma skólans á þess- um vetri. Útvarpið. 10,00 Veðurfregnír. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Þingfréttir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Kvöldvaka. 34 ára afmælis K. K. verður minst annað kvöld kl. 8V2 í K. R.-húsinu, ineð fjölbreyttri skemtun fyrir fullorðna, en fyrir böm verður skemtun á sunnudaginn Nýkomið: Matrósaföt, allar stærðir. Matrósaliragar. Matrósahúfur. Bindi á matrósaíöt. Cheviot í Fermingarföt. Efni í Fermingarkjóla. Silkikheðið eftirspurða. Næstu daga verða teknar upp ýrnsar teg. af vor- og sumarvörum. H i GniMn S Ci. ...................... Til minnis. Þoi*skalýsið nr. 1 með A og D- fjörefni, sem er nauðsvnlegt lyf, samkvæmt umsögn lækna. Verð 1/1 flaska á kr. 1.20 1/2 —------0.60 Pela —-----0.40 Þetta lýsi selur Sig. Þ. Jónsson, Laugavegi 62. Sími: 3858. n sl v við íslenskan búning fáið þið best og ódýrast unnið úr rothári i Versl. Soðafoss. Laugavegi 5. Simi: 3436. K.F.U.K. A.-D.-fundur í kveld kl. 8Va- Frú Guðrún Lárusdóttir talar, migfrú Ásta Jósefsdóttir syngur, stúlknaflokkur syngur, Guitarkvartett, harmonium og flygel undirspil. —: Mæðrum sérstaklega boðið á fundinn. — Allar ungar stúlkur einnig vel- komnar. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. kl. 2/2- — Á skemtuninni annáð kvöld flytur síra Bjarni Jónsson ræðu fyrir minni félagsins. Pétur Á. Jónsson, sem er einn af stofn- endum félagsins, syngur nokkur lög. Ennfremur leiksýning, Þáttur úr Skuggasveini (Á grasafjalli) o. fl. Loks verður dans stiginn. — Bú- ist er við mikilli aðsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.