Vísir - 19.04.1933, Blaðsíða 2
VlSIR
i
kraftige
velsmagende
Bouillon
Sfmi 12 34.
Heildsölnbirjíir:.
Maggi’s
. Teniogar
Súpur
Kjötveig.
Maggl’s vðrar
eru aUtaðar viðarkendar
^poGeoooocoooísococcoöooöoooíiö'öOooocooooöí 5000000000000«
í;
í;
Ss
«
í:
5'
Síldarnet.
Nokkur stykki ný síldarnet
til sölu.
Þðrðnr Sveinsson & Co.
í?
íp
0
ÍP
sr
5
S
«
;"ocot5ocoocooo;5oooooooooooeot500oeooeooooo;>oooooooooooóí
Simi 3701-
Símskeyti
Moskwa, 18. apríl.
United Press. - FB.
Dómar upp kveðnir í Moskva.
Ráöstafanir bresku stjórnar-
innar.
Þegar bresku verkfræðing-
arnir höfðu gefið lokayfirlýs-
ingar sínar fyrir réttinum,
drógu dómaramir sig í hlé. Er
nú húist við, að dómurinn
verði upp kveðinn seint í
kveld-
MacDonald kvað svo að orði,
að hann hefði „engu við að
bæta“. Þvi næst settist hann
niður.
Thomton lýsti því yfir, að
framburðurinn væri algerlega
óáreiðanlegur og lýsti yfir sak-
leysi sínu.
Monkhouse: „Eg stend
frammi fyrir yður algerlega
saklaus.“
London, 18. apríl.
United Press. - FB.
Stanley Baldwin, sem gegnir
störfum forsætisráðherra í
fjarvem MacDoualds, boðaði
rúðherrana á fund, sem haldinn
verður í kveld. Þeir ráðherr-
anna, sem vom utan bæjar sér
til hvildar, lögðu tafarlaust af
stað. Á fundinum verður rætt
um hvað gera skuli út af dómi
þeim, sem nú verður upp kveð-
inn í Moskwa yfir bresku verk-
fræðingunum.
Moskwa, 19. apríl.
United Press. - FB.
Dómurion í máli bresku verk-
íræðinganna og rússnesku starfs-
mannanna hjá Metrovickers, er
einnig voru ákæríir, var upp ,
kveöinn kl. 1 í nótt. MacDonald
var dæmdur í 2árafangelsi,Thorn-
ton í 3 ára, Monkhouse, Cushny,
Nordwall var vísaS úr landi.
Greneoury var sýkna5ur. Rússam-
ir Gusev, Suddhorusckin og Loba-
nov vom dæmdir í tíu ára fang-
' clsi, Kutuzova í átján mánaSa
íangelsi, en Zivert sýknatSur. Eng-
ínn hinna ákæröu var dæmdur til
lífláts. Bretum þeim, sem vísaö
var úr landi, er bannað að koma
nokkru sinni til Rússlands aftur
og var þeim og skipað að leggja
af stað frá Rússlandi innan
þriggja daga. Leggja þeir af stað
snnað kveid áleiðis til Englands.
London, 19. apríl.
United Press. - FB.
Utanríkismálaráöuneytið hefir
tilkynt, að konungsráðið hafi ver-
ið boðaö á fund í Windsor Castle.
Hófst fundurinn t morgun. Tjl-
! * i i! i.. i • : í': ; u í; i < i: M i 5Í-!;: í'
gangurinn er að semja tilskipun,
sem byggist á heimildarlögum
þeim, sem ríkisstjórnin fékk sam-
þykt á þingi nýlega, út af máli
verkfræðinganna bresku.
London, 18. april.
United Press. - FB.
Gullkaup Engiandsbanka.
Englandsbanki hefir keyþl
ómótað gull að verðmæti
£ 4,000,000. Hefir bankinn
aldrei keypt eins mikið gull á
einum degi frá þvi er Bretar
hurfu frá gullinnlausn. — Gull-
birgðir bankans nema nú
183,963,895 sterlingspundum.
Frá Alþingi
í gær.
Neðri deild.
Þar voru 9 mál á dagskrá.
1. Frv. til L um viðauka við
og breyt. á 1. um áveitu á Flóana,
2. umr. Þin'gm. Mýram. (B. Á.)
hafði framsögu fyrir hönd land-
Imnaðam. og kvað hann breyt.
nefndarinnar verða lagðar fram
við 3. umr. málsins. Frv. var sam-
þykt eins og það nú lá fyrír og
málinu vísað til 3. umr.
2. Frv. til 1. um breyt. á hafn-
arlögum fyrir Reykjavikurkaup-
stað, r. umr. Því var umræðulaust
vísað til 2. umr. og sjávarútvegs-
nefndar.
3. Frv. til 1. um viðauka við
1. um veð og 1. um viðauka við
þau, 1. umr. Frv. Þetta er flutt af
allsherjarnefnd eftir ósk banka-
stj. Landbankans og Útvegsb. „í
frv. felast 2 breyt. á núgildandi
lögum um veð“ (segir í athugas.).
Fyrri breyt., sein felst í 1. gr. frv.
er sú, að ákvæði 89. gr. skiptalaga
frá 1878 skuli gilda um sjálfs-
vörsluveð í afla fiskiskips, sem
sett er lánsstofnun, sem hefir veitt
lán til útgerðar skipsins til trygg-
ingar því láni, sbr. 1. frá 1927-
Fn eins og nú er stendur sjálfs-
vörsluveð' í lausafé að baki öllum
þeim kröfum, sem taldar eru í 82.
og 83. gr. skiptalaganna. Telur
nefndin því að farið geti svo, að
lánstofnanir, sem veð hafa fengið
í fiski missi að öllu eða nokkru
leyti af veðrétti sínum, af því að
verð veðsins fari til greiðslu á öðr-
um skuldum. öll sanngimi mæli
því með því, að lánsstofnanir þær,
sem lagt hafi fé sitt í hættu til
þess að skipið yrði gert út standi
framar öðrum um tryggingu í afla
skipsins. Um aðra breyt:, 2. gr:
frv., segir í aths. á þessa leið:
Þegar skrásett skip er selt að
sjálfsvörsluveði, fylgir alt venju-
legt fylpifé þess ineð í veðinu.
Hvt-n sé venjulegt fylgifé skips,
er ákveðið eftir því hvaða hlutir
venjulega eni látnir fylgja skipi í
kaupum og sölum og yfirleitt mun
vera litið svo á, að það séu eigi
aðrir hlutir, en nauðsynlegir era
til þess að skipið geti farið ferða
sinna. Seglviði, vél, skipsbátar,
akkeri og festar eru þannig fylgi-
fé, en aftur á móti ekki t. d- veið-
arfæri nótabátar á síldveiðaskip-
um og ýms búsgögn er í skipinu
þarf að ■ hafa, Að því er snertir
kola- og steinolíubirgðir skipsins
er ekki ætlast til að veðið nái til
annars en þess forða, sem i. skip-
inu er í hvert skifti og nær því
eigi til birgða útgerðarinnar í
Jandi. Um aðra muni er veðréttur-
inn aftur á móti ekki bundinn við
það að þeir séu í skipinu er að því
er gengið, ef þeir eru ætlaðir til
notkunar,í því. Veðið getur því
náð til varavörpu eða varanótar,
er skipinu fylgir, en geymd er í
landi.
Þingm. Ak, (Guðbr. ísb.) mælti
með frv. f. h. nefndarinnar og var
jjví eftir nokkrar umr. milli hans
og Héðins Valdímarssonar vísað
til 2. umræðu.
4. Till. til þál. um launakjör
embættismanna og starfsm. ríkis
og ríkisstofnana. Ein umr. (flm.
Jör. Br. og H. J.). Jör. Br. gerði
grein fyrir tilf. og kvað hana vera
boma fram í þeim tilgangi að
launakjör væru sniðin eftir fjár-
nagsgetu ríkisins og afkomu al-
mennings í landinu Væri þetta
einktim nauðsynlegt nú, þar sem
útlit væri fyrir að erfiðieikar
myndu ríkja hér um stund og fjár-
hagsgeta ríkisins þarafleiðandi
verða mjög takmörkuð. Umræðu
um málið var síðan frestað samkv.
till. flm. og því vísað til fjárhags-
nefndar.
5. Till. til þál. um innlenda
sútunar- og skófattíaðarverk-
smiðju. Fyrri umr. Till: er flutt af
F. Ottesen og Tr. Þórh.
P. O. mælti með till. og hvað
það vera mjög nauðsynlegt að búa
svo í haginn, að við gætum hag-
nýtt okkur innlendar skinnavörur.
Vörur af því tagi, sem hægt væri
að framleiða hér, ef slík verk-
smiðja væri til í Iandinu, væru nú
íluttar inn fyrir ca. 2 milj. kr. á
ári og gummivörur fyrir um 700
þús. kr. og sérstaklega væri það
enn meiri nauðsyn að reyna að
koma skinnunum i verð hér innan-
lands, þegar tillit væri tekið til
þess, að hérumbil ekkert verð feng-
ist fyrir þau skinn sem flutt væru
út.
Málinu var umræðulaust að
öðru leyti vísað til síðari umræðu.
6. Frv. til I. um breyt. á 1. um
skemtanaskatt og þjóðleikhús.
2. umr. Því var umræðul. að kalla
vísað til 3. umr.
7. . Till. til þál. um eftirlit með
fiskibátum á Faxaflóa og
; 8. Till. til þál. uin eftirlit með
fiskibátum á Vestfjörðum var vís-
að til ríkisstjómarinnar skv. till.
nefndar þeirrar, sem haft hafði
þær til meðferðar.
Um 9 mál. Till. til þál. um af-
nám eða rýmkun innflutningshafta
var ákveðin ein umræða.
LJtan af landi.
Vík í Mýrdal, 19. apríl. FB.
Fé bsenda í Austur-Mýrdal og
Skaftártungu var komið á heiðar
áður en fannfergið kom á dögun-
um. Fór að snjóa upp úr pálma-
sunnudegi og var hríðarveður
næstu tvo daga. Miðvikudag 12.
apríl, daginn fyrír skírdag, var
fannkyngi svo mikið um sýsluna,
að samgöngur teptust, en menn
komust að eins fótgangandi milli
bæja. Eftir hríðarveðrið fanst
margt fé aðfram komið, sumt í
fönn og sumt bjargarlaust á heið-
um. Vegna ófærðar varð fénu ekki
komið til húsa, né unt að flytja
hey til þess. Varð að skilja það
eftir, þar sem helst þótti bjargar
von fyrir það. Óvíst er enn hve
mikið fjártjónið er, en margt fé
vantar á sumum bæjum.
Messur á morgun,
sumardaginn fyrsta:. í dÓm-
kirkjunni kl. 6 e. h., sira Bjami
Jónsson.
í frQrirkjunni kl. 5 e. h., síra
Árni Sigurðsson.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl.
2 e. h., síra Jón Auðuns,
Vísir
kemur út snemma í fyrra-
málið. Auglýsingahandritum í
það blað sé skilað á afgreiðsl-
una fymir kl. 7 eða i prentsmiðj-
una fyrir kl. 9 í kveld'.
Veðrið í morgun,
Hiti í Reykjavík 5 st., ísafirði
1, Akureyri 2, Seyðisfirði — 1,
Vestm.eyjum 5, Stykkishólmi 4,
Blönduósi 2, Raufarhöfn o, Hó!-
um í Hornafirði 5, Grindavík 6,
Gríinsey 2, Færeyjum 2, Juliane-
liaab 2, Jan Mayen — 4, Ang-
magsalik 3, Hjaltlandi 4 og Tyne-
mouth 2 st. Mestur hiti hér í gær
8 st., minstur 3. Sólskin hér í gær
1,0 st. Yfirlitr Lægð fyrir suðvest-
an ísland á hægri hreyfingu norð-
ur eftir. .Horfur: Sutfvesturland:
Stiðaustan átt, sumstaðar allhvass
og lítilsháttar rigning. Faxaflói,
Breiðafjörður, Vestfirðir, Norður-
land, norðausturland og Austfir.ð-
ir: Stilt og bjart veður. Suðaust-
tirland: Hægviðri. Skýjað.
Hjónaefni.
Þ. 15. þ. m. birtu trúlofun sína
ungfrú Ásta Ásmundsdóttir frá
Kveraá í Grundarfirði og Jóhann
Sigmundsson frá Hamraendum á
Siiæfellsnesi.
Hjúskapur.
S. 1. laugardag voru gefin
saman í hjónaband ungfrú ól-
öf Bjamadóttir og Guðjón Guð-
mundsson trésmiður. Síra Frið-
rik Hallgrímsson gaf þau sam-
an.
Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins verður
settur á föstudag kl. 10 árdegis.
Fulltrúar vitji aðgöngumiða á
skrifstofu Varðarfélagsins, í
húsi þess við Kalkofnsveg.
Nýja stúdentablaðið
kemur ut á morgun. Sölu-
börn komi í Háskólann kl.. 1
DanS'
leiknr
Ármanns verður í kveld kl. 10
í Iðnó.
Hljómsveit A. Lorange.
Aðgöngumiðar kosta kr. 2.50
og fást í tóbaksversl. London,
lijá Þórami Magnússyni og í
Iðnó eftir kl. 7 í dag.
Veturinn
kveður í dag með blíðviðri
um mestan huta landsins. —
Jóhanna Jóhannsdóttir,
söngkona, skemtir á skemtun
barnadagsins.
Gullverð
ísl. króuu er nú 57.74.
Bamadagurinn
er á morgun. Skemtiskráin
er auglýst á fyrstu síðu blaðs-
ins í dag, en í blaðinu á morg-
un verður nákvæmlega sagt frá
fyrirkomulagi skemtananna.
Skátaguðsþjónusta
fer fram í dómkirkjunni
fyrsta sumardag kl. 11 f. h.
(ekki kl. 8y2 síðd.). Síra Árni
Sigurðsson prédikar. Skátarnir
eiga að mæta kl. 10 f. h. við hús
K. F. U. M.
Gengið í dag.
Sterlingspund .....kr. 22.15
Dollar .............— 6.46
100 ríkismörk þýsk. — 153.99
— frankar, frakkn — 25.59
•— belgur........— 90.29
— frankar, svissn.. — 125.39
— lírur ...........— 33.43
— mörk, finsk ... — 9.81
— pesetar .— 55.47
— gyllini .........— 261.83
— tékkósl. kr. ... — 19.43
— sænskar kr. ... — 117.16
— norskar kr. ... — 113.51
— danskar kr. ... — 100.00
Hver hreppir Luxus-Fordinn?
Sú spurning verður á allra
vörum þessa tvo daga sem eftir
eru. 1 dag og á morgun er síð-
asta tækifærið að ná sér í miða
og freista gæfunnar. Iþ.
V íóavangshlaupið
fer fram á morgun og hefst kl.
2. Keppendur eru 29 alls, frá KR.,
íþróttafélagi Borgfirðinga og
íþróttafélagi Kjósarsýslu. — Kept
veríSur um bikar, sem Silli og
Valdi gáfu, og KR. hefir unnið 4
sinnum. Vinni KR. sigur í hlaup-
inu á morgun, fær fél. bikarinn tii
fullrar eignar. Má því búast við,
a8 hlaupiö veriSi fjörugt og spemi-
andi a8 þessu sinni. Keppendur
koma aS' marki í Austurstræti.
íþ.
Fermingarböm
síra FriSriks Haltgrímsspnar eru
bcSin aS koma í kirkjuna á morg-
un, sumardaginn fyrsta, kl. 4 (ekki
kl. 5)-
K. R. 3- fk P
Knattspymtiæfing á morgun ki.
11 árd. á K. R. vellinum.