Vísir - 19.04.1933, Blaðsíða 3
VISIR
MóðuFást
(Den blonde Venus).
Ahrifamikil og efnisrík talmynd í 10 þáttum. Aðalhlut-
verkið leikur
Marlene Ðietricli
af framúrskarandi snild. Mynd þessi hefir alstaðar vakið
feikna eftirtekt og er talin besta talmynd sem búin var til
í Bandaríkjimum síðastl. ár. Fjöldi blaðagreina hefir verið
ritaður um þessa mynd og allar á einn veg. Það er mjrnd
fyrir alla, jafnt börn sem fullorðna
GraFdypkjuáliðld.
nýkomin — verölækkun.
STUNGUSKÓFLUR. STUNGUGAFFLAR.
HEYKVÍSLAR. KVÍSLAR vanalegar.
ARFAGREF. GÖTUJÁRN. HÖGGKVÍSLAR.
ARFAKLÆR. PLÖNTUSKÓFLUR.
PLÖNTUPINNAR. RISTUSPAÐAR.
GARÐKÖNNUR. SKÖFT allskonar.
RISTUSPAÐABLÖÐ. SKÓFLUHANDFÖNG.
GARÐHRÍFUR, 8 stærðir,
og margt fleira nýkomið.
Alt fyrsta flokks verkfæri.
Kaupið ávalt garðyrkjuverkfærin í
JáFnvörudeild «fes Zimsen.
Erfðafestuland
í nánd við bæinn óskast til kaups. UppL í sima 4166 í dag og
2576 á morgun.
Börn,
sem vilja veröa meö í skrúö-
göngunni, eiga að mæta í skóla-
görSum bamaskólanna, ekki
seinna en kl. 124.0 á morgun.
Miðstöð merkjasölu
bamadagsins er ,á afgreiöslu
Morgunblaðsrns. Sölubömin komi
þanga'5.
Farfuglafundur,
sá síðasti á þessum vetri, veröur
haldinn í Kaupþingssalnum næstk.
laugardagskvöld. Þar veröur ým-
islegt til skemtunar, og eru allir
ungmennafélagar velkomnir.
Símanotendafélag
hefir, veriö stofnaö i Hafnar-
firöi. Félag þetta mun vinna með
Símnotendafélaginu hér í bæ að
því, aö gjaldskrá símans veröi
breytt svo, að talsímanotendur hér
ög í Hafnarfiröi megi vel viö tma.
Skemtifund
heldur Verslunarmannafélag
Reykjavíkur í kveld í Oddfellow-
húsinu. Sjá augl.
Fasteignaeigendafélag
Reykjavíkur opnar á morgun
húsnæðisskrifstofu í Edinborg.
Sjá augi.
Útvarpið.
10h0 Veðurfregnir.
12,10 Hádegisútvarp.
16,00 Véðurfregnir..
19,05 Þingfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónieikar.
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Kvöldvaka.
Danslög til kL 24.
Baldur
kom af veiðum í gærkveldi með
80 tn. lifrar.
Erlendar fréttir.
Genf í mars.
United Press. - FB.
Blaðamaimaþmg í MadridL
í ráði er að haldinn veröi blaöa-
manna og blaðaeigendafundur hér
í borg þ. 17. okt. Einnig munu
sækja fundinn forstööumenn
fréttastofa úr ýmsum löndum.
Fundur þessi er haldinn að tilhlut-
an Þjóðabandalagsins og má skoða
Madridfundiim framhald fund-
anna eða ráðstefnanna, sem haldn-
ar voru í Genf 1927 og Kaup-
mannahöfn 1932. Á Madridfundin-
um verða ræddar tillögur, sem
fram hafa komið, í vandamálum,
sem rædd voru á fyrri ráðstefnun-
um. Eitthvert mesta vandamálið,
er rætt verður, er afskifti hins op-
irtbera af fréttastarfsemi, skeyta-
skoðun o. s. frv. Fulltrúar ýmsra
ríkisstjórna telja óhjákvaanilegt,
aö eftirlit sé haft með skeytasend-
ingum, til þess að koma í veg fyr-
ir, að ósannar og ýktar fregnir
berist út. Blaðamenn eru hinsveg-
ar flestir þeirrar skoðunar, að rík-
isstjómimar noti skeytaeftirlitið
til þess eins að koma x veg fyrir
útbreiðslu frétta, sem hlutaðeig-
an.di ríkisstjórn þykir hentugra að
stööva. — ÞjóðabandalagiB hefir
farið fram á, að spænska ríkis-
stjómin sendi boösbréf til allra
forstjóra ríkisfréttastofa, fulltrú-
um blaðamannafélaga, ráðsmönn-
um, eigendum, ritstjónun helstu
blaða o. s. frv.
Eldri
dansarnir
laugardaginn 22. april. Áskrift-
arbsti í G. T. húsinu. Sími 3355.
Pantaða aðgöngumiða þarf að
sækja fyrir kl. 8 á laugardag.
Síðasta sinn.
Skemt'fundnr
í kveld í Oddfellowhúsinu.
Aðgangur, eins og vant er,
ókeypis fyrir félagsmenn og
gesti þeirra.
Hefst stundvíslega kl. 9.
STJÓRNIN.
Nokkrir
borðlampar
seljast sérlega ódýrt.
SKERM ABÚÐIN,
Laugaveg 15.
Efni í silkiskerma.
Verðið lækkað að miklum mun.
Skernpböflin,
Laugaveg 15.
Madrid í apríl.
United Press. FB.
Frá Portúgafc,
í Portúgal hefir verið'hernaðar-
einræði frá því í maí 192Ó1 Nú hef-
ir farið fram þjóðaratkvæðiý land-
inu um nýja stjórnarskrá, sem er
þannig úr garði gerð, að försetinn
fær mjög viðtækt vald. Rétt til að
kjósa forseta hafa að eins karlar,
er eiga fyrir fjölskyldu að sjá og
fullnægja öðmm skilyrðum kosn-
ingalaganna. Stjórnarskráin nýja
er vitanlega undirbúin af einræö-
inu og portúgalskir menn, sem út-
lægir hafa verið gerðir, og búa í
Frakklandi og Spáni, neita því, að
þjóðarviljinn hafi komið í ljós við
atkvæðagreiðsluna um stjómar-
skrá þessa. Útlagamir halda því
fram, að eina leiðin til þess að
leysa vandamál Portúgals sé að
efna til kosninga með heiðarlegu
rnóti kalla saman þjóðþingið og
láta það undirbúa nýja stjómar-
skrá. (Við þjóðaratkvæðagreiðsl-
una voru atkvæði þeirra, sem
heima sátu eða skiluðu auðum
seðlum, talin sem.meðatkvæðí með
stjómarskrá einræðissinna). Menn
gera þó ekki lítið úr þessari tilraun
einræðisstjórnarinnar i Portúgal,
sem er í rauninni viðurkerining
þess, að dagar einræðisins séu
brátt taldir, tilraun tíl þess að ein-
ræðismennirnir geti verið við völc
enn um skeið, en jafnframt, ef —
eins og líkur benda til — hið sama
verður ofan á eins og á Spáni —
spor í áttina til þess, að þjóðin
taki sér um það er lýkur fult valc
í hendur til þess að koma á þeirri
stjóm í landinu, sem er í samræm
við þjóðarviljann.
Zigaanahlj óm s veitm.
Stórfengleg hljómbstarkvikmynd í 9 þáttum. — Aðalhlut-
verkin leika þýsku leikararnir:
BRIGITTE HELM og JOSEPH SCHILDKRAUT.
Leikurinn fer fram á ensku. Lögin i myndinni eru
spiíuð af Royal Tzigaune-Band, sem talinn er einhver liin
merkilegasta hljómsveit lieimsins. Öllum, sem sjá þessa
mynd, mun verða ógleymanleg meðferð hljómsveitarinn-
ar á An der schönen blauen Donau eftir Strauss, og Ung-
versk Rhapsodie H. eftir JLiszL
Við þökkum innilega sýnda hluttekningu við fráfall og
jarðarför mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður, Guð-
jóns Bents Jóhannssonar.
Sigriður Jónsdóttir.
Jóhanna og Haukur Bents.
Jóhann Snæfeld. Páll Snæfeld.
Jarðarför mannsins míns, Sigþórs JúL Jóhannssonar, sem
fórst með „Skúla fógeta“, er ákveðin föstudaginn 21. þ. m.
frá dómkirkjunni og hefst kl. 1 e. h. með bæn á heimili minu,
Vesturvallagötu 5.
Jóna Finnbogadóttir.
Húsnæbisskrifstofa Fasteignaeigendafél.
verður opin í mánuð frá 20. þ. m., í herbergi nr. 10 á fyrstu
bæð í Edinborgarbyggingunni í Hafnarstræti, frá kl. 8—10
siðd. á virkum dögum og 2—4 á helgidögum. Húseigendur, sem
rflja leigja húsxúeði, og leigjendur, er óska eftir húsnæði, ættu
að gefa sig franl á skrifstofunni. Húsaleigusamningar gerðir,
ef óskað er. —
Stjóm fasteignaeigendafélags Reykjavíkur.
TJÖLD.
Við höfum fyrirliggjandi f jölda gerðir og stærð-
ir af TJÖLDUM, og saumum allar stærðir og
gerðir, eftir því sem menn biðja um. vönduð
og ábyggileg vinna. — Lægst verð.
Komið og talið við okkur i tíma.
Veiðarfæraverslonfn
99
Geysip
66
í dag
og á morgnn
Síðan ekki söguna meir.----
Bílhappdrætti L R. — um það verður dregið á
föstudag. Látið ekki þetta tækifæri ónotað.
. Miðar í verslunum í dag
— á morgun á götunum--------á föstudag of seint. —
Happadrætti Hvítabandsins.
Dregið var á skrifstofu lögmanns laugardaginn 15. þ. m.
Upp komu þessi númer: 1. Nr. 291, málverk. 2. Nr. 101, legu-
bekkur. 3. Nr. 20937, peningar 50 kr. 4. Nr. 18086, brúða í ísl.
búningi. 5. Nr. 5648, skuggamyndavél. 6. Nr. 4252, kaffiáhöld.
7. Nr. 1412, dívanteppi. 8. Nr. 5708, rafmagnslampi. — Vitja
tná munanna til Guðlaugar Bergsdóttur, Þórsgötu 21.
Sumarkápup
teknar upp í dag. Að eins ein af hverri tegund. Einnig kápu-
og dragtaefni, svört, brún og blá í stuttjakka.
Siguröup Guðmandsson,
. Þingholtsstræti 1. — Simi 4278.