Vísir - 24.06.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1933, Blaðsíða 2
VÍSIR Sími: 1—2—3—4 HeildsölaMrgíir: Maggi's: Teningar Súpur Kjötveig Maggi’s vörur eru alslaðar viðurkendar. Símskeyti Berlín 23. júní. United Press. - FB. Skátafélögin þýsku. Skátafélögin þýsku liætta nú að vera sjálfstæður félagsskap- ur. Sennilega verða þau brædd saman við æskulýðsfélög þjóð- emisjafnaðannanna, þegar til- skipun, sem von er á, er út komin, um sameining þýskra æskulýðsfélaga. London, 23. júní. United Press. - FB. Gengi. Gengi dollars í lilutfalli við sterlingspund var 4.22 y2 er við- skifti hófust, en 4.21 er við- skiftum lauk. London, 23. júní. United Press. - FB. Afvopnunarráðstefnunni frestað. Fulltrúar Þjóðabandalagsins, sem þátt taka i viðskiftamála- ráðstefnunni, hafa fengið til- kynningu um, að afvopnunar- ráðstefnunni verði frcstað frá 3. júlí þangað til í október. ; Berlín, 24. júní. United Press. - FB. Löbe handtekinn. Paul Löbe, fyrrverandi ríkis- þingsforseti, einn af kunnustu leið- togum jafnaðarmanna, hefir veriö handtekinn. Vínarborg, 24. júní. United Press. - FB. Frá Austurríki. PrentuSum miðum með áskorun- um, undirskrifuðum af austurríska þióðernisjafna'ðarmanna-leiðtogan- um Prokosch var varpað niður yf- ir borgina, aðallega á fundarstað nokkrum, þar sem Dolfuss innan fárra mínútna ætlaði að ávarpa mikinn mannfjölda. í tilkynning- unni var farið hörðum orðunr um Dolfuss-stjómina og liótað stjórn- arbyltingu, en því næst flogið í áttina til Bayern. Harbin í maí. United Press. - FB. Gull-leit. Japanar hafa tekið sér fvrir hendur að rannsaka til hlítar gullmagn í námum þeim, sem eru í nánd við Sungari og Am- ur-fljótin, fyrir norðan Harbin. Fjögur hundruð manna flokk- ur lagði af stað héðan fyrir skömmu þessara erinda. Suður- Mansjúríu járnbrautafélagið leggur féð til rannsóknanna. Tahð er, að kostnaður við rann- sóknirnar verði liálf miljón ven. Leiðangursmenn eru flestir jap- anskir uppgjafahermenn. Þeir eru vopnaðir rifflum og vél- byssum og liafa með sér bryn- varða flugvél. Stjörnarskrár- breytingin og viðhorf bænda. Framsóknarmenn ýmsir, [leir er sátu flokksþing það, sem háð var hér í bænum í önd- verðum aprílmánuði þ. á., fóru ekki dult með þá skoðun sina, að aldrei mundi til þess koma, að kjördæmamálinu yrði ráðið til lykta á svipaðan hátt og til væri stofnað i frumvarpi því um breytingu á stjórnar- skránni, sem þá lá fyrir þing- inu og stjórnin hafði borið fram. Þeir fullyrlu, þessir 'vísu samherjar — eða rétlara sagt undirtyllur Jónasar Jónsson- ai% að flokksþingið mundi laka lil sinna ráða og segja fram- sóknarmönnunum á Alþingi skýrt og skorinort fyrir verk- um. Jónas Jónsson hafði að lang- mestu léyti ráðið kjöri þeirra manna, er flokksþingið sátu. Hafði hann háfið undirbúning undir „þing“ þetla þegar í fyrrasumar, og gætl þess eflir föngum, að þar yrði nálega ein- lit lijörð. — Mikil slund liafði verið á ]iað lögð, að bægja frá fundarsókn ákveðnum fylgis- mönnum þeirra Ásgeirs Ás- geirssonar og Tryggva Þór- hallssonar, eða öllu hinu hóf- samara og sanngjarnara liði Frainsóknarflokksins. Þarna átti að verða „ein hjörð og einn liirðir“. Og .Tónas Jónsson taldi sig sjálfkjörinn til þess, að vera „liöfuð safnaðarins“. Og flokksþingið setti „lög og reglur“ um það, að þingmönn- um Framsóknarflokksins væri skyldara, að lilýða skipunum frá æðstu stjórn flokksins, held- ur en fyrirmælum stjórnar- skrárinnar um það, að „alþing- ismenn sé eingöngu bundnir við sannfæringu sína, og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum“. — Munu það eins dæmi í siðuðu þjóðfélagi, að klíkuþing einhvers stjórnmálaflokks mæli svo fyrir í lögum þeim, er það setur sér, að þingmenn skuli rjúfa drengskaparheit sitl eða eið að stjórnarlögum og greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni, ef flokksstjórnin krefst þess. En upp á þetta var þingmönn- um Framsóknarflokksins boð- ið á „þinginu mikla“ í apríl- mánuði síðastliðnum. — Senni- j lega hefir engum þingflokki um víða veröld nokkuru sinni ver- ið sýnd slík lítilsvirðing eða boðin þvílík smán. Þessi „stóra bomba“ flokks- þingsins álti, meðal annars, að koma því til vegar, að þing- menn Framsóknarflokksins þyrði ekki að greiða stjórnar- skrárfrumvarpi rikisstjórnar- innar atkvæði. — Þeim var ætl- að að kikna undir ofurþunga hinna miklu flokkslaga. Þeiní var ætlað að hlýða skilyrðis- laust. Þeir áttu að verða að sí- hræddum og sannfæringarlaus- um tuskum, sem Jónas frá Hriflu gæli undið að vild milli handa sinna. En þelta fór öðru visi en ætl- að var. Nálega allir þingmenn Framsóknarflokksins létu livergi á sér festa liið mikla bann Jónasar og skósveina hans. Þeir samþyktu stjórnarskrár- frumvarpið og fóru þar að ráð- um samvisku sinnar og lieil- brigðrar skynsemi. Þá var því hótað, að þvi er kunnugir fullyrða, að enginn þeirra þingmanna Framsóknar- flokksins, er atkvæði greiddu með stjórnarskránni, skyldi eiga afturkvæmt á þing. Þeir skyldi stráfalla við kosningarn- ar, ef þeir gerðist svo djarfir, að bjóða sig fram. Svo er að sjá, sem þingmenn- irnir Iiafi ekki tekið liótanir þessar mjög alvarlega. Þeir eru flestir i kjöri af nýju, eins og ekkert hafi í skorist — eins og engin „stóra bomba“ liafi nokk- uru sinni til verið og engjnn Jónas. Svona mæðulega geta hlut- irnir snúist og svona lítið verð- ur stundum úr því högginu, sem liátt er reitt. Og menn liafa ekki orðið ann- ars varir, en að hændur um land alt láti sér vel líka, að gömlu þingmennirnir haldi áfram að vera fullirúar þeirra á Alþingi. Má af þvi ráða, að þeir láti sér yfirleift vel lyrnla þá lausn kjör- dæmamálsins, sem trygð er með stjórnarskrárfrumvarpi því, er samþykt var nú í þing- lokin. Það er áreiðanlega fjarri ósk- um nieginþorra allra bænda, að sunduf sé slitið friðinuin. En að því hlyti að reka, ef mikluni meiri hluta þjóðarinnar væri ár eftir ár neitað um jafnrétti i kosningum. — Ef minni hlut- inn sæti á rétti meiri lilutans von úr viti, mundi baráttan slöðugt harðna, uns yfir lyki. Og það er vandalaust að gera sér grein fyrir þvi, livernig þeirri deilu mundi lykla. — Henni gæti ekki lvklað á ann- an veg en þann, að réltlætið bæri sigur af hólmi. Höfundur þessara orða liefir nýlega áll tal við tvo góða og gegna framsóknar-bændur, sinn í hvoru kjördæmi. Þeir voru báðir þeirrar skoðunar, að ann- að gæti ekki komið til mála, en að stjórnarskráin yrði samþykt óhreytt á næsta þingi. Öðrum þessara manna var að vísu hálf- illa við landslislann og taldi hann skemd á frumvarpinu. Hann kvaðst mundu liafa kos- ið frumvarpið heldur-áu ákvæð- anna um listann, en þó væri ekki áliorfsmál að samþykkja það óbreytt, eins og það lægi fyrir nú. Bjóst hann ekki við miklum kosningaliita í sínu kjördæmi. Allur þorri hænda liti svo á, að frumvarpið ætti að verða að lögum, eins og hið nýlokna þing hefði frá þvi geng- ið. Menn væri í rauninni fegn- ir ]ivi, að þetta'mikla- deilumál hyrfi úr sögunni. Það hefði þeg- Gistihús og veifliréttur Nýtisku gistihús með 20—30 uppbúnum rúmum fæst leigl frá 1. júli. Upplýsingár gefur Skúli Thorarensen, Vínverslunin. ' ar valdið nokkurum ófriði og kala milli manna og stétta. Shlc úlfúð væri á engan liátt æski- leg, en gæti liins vegar orðið að margvíslegu tjóni. Þess væri engin von, að tveir þriðju lilut- ar kjósandanna léti þriðja hluta þeirra halda fyrir sér sjálfsögð- ustu mannréttindum. Islenskir bændur gæti haft margt annað þarflegra fyrir stafni, en að deila við skiftavini sina í kaup- stöðunum og sitja yfir hlut þeirra. - .1 Hinn bóndinn, er eg nefndi, var og mjög sama Sinnis. Hann kvaðst skilja það, að jafnaðar- mönnum hefði verið kappsmál, að koma ákvæðunum um lands- listann i frumvarpið. Þeim yrði beinn hagur að ákvæðinu, og því vrði ekki neitað með rök- um, að krafa þeirra um þetta fyrirkomulag væri eðlileg og jafnvel sanngjörn, eins og á stæði. Þeir losnuðu við kostn- að og fyrirhöfn með þessu móti, og sér fyndist ekki sanngjarnt að rísa gegn frumvarpinu, þó að eitthvað mætti að því finna. Sin skoðun væri sú, að í þvi fælist mikil réttarból. Þá væri og á það að líta, að með ])essu sjálfsagða skrefi i réttlætisátt- ina, mætti vænta þess, að sam- komulag milli bænda og sjávar- síðufólks mundi fara batnandi, eri kali og misskilningur eyðast. Mjög töldu bændur þessir nú þorríð Iiið forna gengi Jónasar Jónssonar í sveitum landsins. Mundi nú Iitt stoða undirróður af lians hálfu, því að traust- laus og fallinn foringi væri ekki liærra metinn, en búandkarl cða hver annar óbreyttur maður. Gengi ranglátra og hefni- gjarnra foringja væri jafnan óstöðugt. Það gæli Iirapað nið- ur úr öllu valdi og gert þá „verðlausa“ á mjög sköinmum tima. m ■ Herskipasmiðar Bandaríkjanna. Washingfon i júní. United Press. - FB. Bandaríkjamenn hafa ekki attk- ið neitt vitS herskipaflota sinn a undanförnum fjórum árum. Nú á a'ð verja, sem kunnugt er, $ 3.300.- 000.000 til þess að konia fótum ímdir iðnaSina og' stofna til stór- íeldra framkvæmda ýmiskonar i atvinnubóta skyni. Af fé því. sem ætlað ertil viðreisnarinnar er búist við að 50—100 miljónir dollara veröi' notaSar til þess aS endurnýja herskipaflotann. Hefir Roosevelt forseti þaS að mestu í hendi sér hvernig fénu til eflingar flötanum verSur vari'S, en vitanlega fer hann aS mestu aS tillögum flotamála- ráSuneytisins í þessum málum, en kantt er þeim sjálfum gerkunnug- ur, frá því er hann var a'SstoSar- flotamálaráSherra á ófriSarárun- um. RáSunautar forsetans búast viS því, aS á næstu þremur árurn verSi smíðuS 32 ný herskip og verSi kostnaSurinn alls 250 milj- ónir dollara. RáSgert er aS stníSa 16 tundurspilla, 1500 smál. hvern, fjóra stóra tundurspilla, 1800 sntál. hvern,- tvö flugvéla-skip, 10.000 smál. hvort, fjögur 10.000 smá- lesta beitiskip, fjóra 1150 smálesta kafbáta, nokkra fallbyssubáta o. s. frv. — Heimildir til flotaaukmng- ar og endurnýjunar voru gefnar af þinginu i stjórnartíS Coolidge, en í stjórnartíS Iíerberts Hoovers var ekkert unniS aS endurnýjum flot- ans og engin ný herskip smiSuS. Vantar þvi mikiS á, aS nýjum skipum hafi veriö bætt viö i staS þeirra, sem úr sér gengu, enda eru herskipasmíSar þær, sem ráSgerS- ar eru, og heimilar samkvæmt gildandi samningum veldanna um flotamál, þ. e. Lundúnasainninguil- um svo kölluðu (London Nával Treaty). — ViShorf manna til Jæssara mála hefir mjög breyst, bæði almennings og þingmanna, þar eö 85% af fé því, sem ætlaS er til endurnýjunar skipanna, fer til efniskaupa og vinnulauna. Fénu yerSur og öllu variö innanlands. — FlotamálaráSuneytiö hefir gef- iö út skýrslur, sem sýna, aS ef Bandarikin hefjist -ekki handa um herskipasmíSi veröi svo kom- ið 1936, þegar Lundúnasaimiing- ingarnir ganga úr gildi, að Banda- íikin veröa fimta sjóhernaöarveld- iö í röðinni, Bretland, Japan. Frakkland og Italía hafa þá hvert um sig öflugri herskipaflota en Bandaríkin. | ]fs Karel Krisibjílrisson. ( Hinn 17. júní 1933 veröur oss íþróttamönnum minnisstæöur. Á hátíSisdegi íþróttamanna lést á Landspítalanum Jón Kri,stbjöms- son markvörður Vals, eftir stutta k-gu þar. AS sögn margra mætra manna er viSstaddir vorn atvik þau er leiddi til þess sorglega atburðar aö' nú i dag er til moldar borinn þessi ungi samherji vor, heföu þá alls ekki getaö óraö fyrir, að árekstur þessara tveggja manna gæti haft svo alvarlegar afleiSingar og hitt var þeirn líka ljóst, aS hér var engum sérstökum um aö kenna, ])ví hér áttust við tveir af gætn- ustu og prúöustu leikmönnum fé- laganna. ÞaS ef ef til vill eðlilegt aS fólk sem ekkert þekkir til þessa máls. kenni hér um ofurkappi keppendanna, en allir þeir sem þessu máli eru nákunnir vita, aS hér hefir Horiö ávænt slys aö liöndum. Jón sálugi var fæddur hér í Reykjavík 19. des. 1911 og varð því tæpra 22 ára aS aldri. Hann var sonur Kristbjörns Einarsson- ar gasl.m., en.móSur sína misti Jón sál. í „spönsku veikinni“. Hann var starfsmaður GasstöSvarinnar. .Snenuna var Jón sál. mark- mannsefni og nú þegar hann lést,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.