Vísir - 30.06.1933, Síða 2

Vísir - 30.06.1933, Síða 2
VlSlR Höfum fyrirliggjandi fyrir bakara: FLÓRSYKUR, belgiskan ög danskan. RÚGMJÖL, „Blegdamsmöllen“, HÁLFSIGTIMJÖL, „Blegdamsmöllen‘ Cream of Manitoba, Gilt Edge o. 11. SVÍNAFEITI. Símskeyti New York, 30. júní. United Press. - FB. Hnefaleikur. Carnera heimsmeistari. Hnefaleikskeppni fór frani í gær milli ítalska hnefaleikskapp- ans Carnera og- Jack Sharkey. Gert var ráö fyrir, aö kept yröi í alt a'ö 15 þáttum, en Carncra bar sigur úr býtum í 6. þætti (round) og vann þar með heimsmeistara- titilinn í efsta þyngdarflokki. Ahorfendur voru 55.000. London, 30. júní. United Press. - FB. Rússar semja við Breta og Frakka. Litvinov talar viö Simon á föstudag á ný, til þess að gera til- raun til þess aö leiða bresk- rússnesku deiluna til lykta. Uni- ted Prcss hefir fregnaö, að samn- ingaumleitanir hafa farið fram með leynd, þaö sem af er ráð- stefnunni, um viðskiftasamning. Mun hafa orðið talsvert ágengt í samkomulagsátt. Tveir frakk- nesku fulltrúanna, sem hafa verið í París viövíkjandi þessum mál- um, halda áfram samningaumleit- unum við viðskiftafulltrúa Rússa. London, 29. júní. United Press. - FB. Fer viðskiftamálaráðstefnan út um þúfur. Fullnaðarstaðfesting fékst á því, að Bretland hefir gengið i lið með þeiin Evrópuríkjum, sem ekki hafa horfið frá gullinnlausn, til þess að koma í veg fyrir afleið- ingamar af verðhruni dollars, er Neville Chamberlain lét svo um j mælt í einkaviðtali við United | Press, að fulltrúar Bretlands á j viðskiftamálaráðstefnunni hefði í fengið í hendur orðsendingu til ráðstefnunnar, þess efnis, að ieggja beri mikla áherslu á hve brýn þörf sé á að koma i veg fyr- j ir óstöðugt gengi og gróðaskyns : brali, sem af því leiði. Frakkland hefir í rauninni sett ráðstefnunni úrslitakosti, með því að leggja til að ráðstefnunni verði frestað ótakmarkaðan tíma, náist ekki samkomulag innan viku um verð- festingu. Berlin, 29. júní. United Press. - FB. Frá Þýskalandi. Hindenburg forseti hefir nú fa.ll- ist á lausnarbeiðni Hugenbergs. — Hefir hknn skipað Dr. Kurt Schmitt, forstjóra Allianz vátrygg- ingafélagsins, sparnaðarráðherra, og Walther Darre landbúnaðar- ráðherra. Darre er einn af ríkis- þingsmönnum þjóðernisjafnaðar- manna. Utan af landi. Akureyri, 29. júní, FB. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins á Akureyri, Ami Jó- hannsson, hefir afturkaliað fram- boð sitt. Kosningarnar. Ýmsir samverkamenn mínii’, hásetar á togurum, hafa spurt mig Jjessa dagana, hvort eg sé búinn að ráða það við mig, hvernig eg ætli að kjósa 16. n. m. I>cir hafa aldrei getað haft J)að upp úr mér, hvernig eg hefi kosið að undanförnu, eða hvar i flokki eg muni standa. Eig hefi ekki gefið mig að stjómmálum opinberlega eða talið nauðsyn á því, að vera i einhverju stjórnmálafélagi. K11 vera má þó, að eg hafi hugsað um þessa hluti, ekki síður en hver annar. Eg hefi slundað sjó- inn síðan eg var unglingur og nrörg síðustu árin verið háseti á botnvörpuskipum. Og eg býst við, að eg reyni að stunda þá atvinnu, meðan heilsa og' kraft- ar cndast. lág hefi, eins og eðlilegt er, lent í verkföllum hér, þegar for- ingjum okkar hefir ]>ótl hag- ánlegl að láta okkur leggja nið- ur vinnu, til þess að koma ofur- litlu „lífi í tuskurnar“, eins og ]>eir segja slundum. En Jietta „líf í tuskunum“ hefir æfin- lega orðið okkur sjómönnunum til ills eins. Stundum hefir alls engin kauphækkun fengist, stundum ofurlítil, rétt að eins nafnið. Útkoman hefir verið sú, þegar besl liefir látið, að til þess að fá kaupliækkun, sem svarað hefir t. d. 100 krónum á ári, höfum við orðið að tapa kann- ske 200—300 kr. kaupi vegna vinnustöðvunarinnar. Mér finst það lítill búhnykkur, að láta 300 kr. til þess að fá 100. En forsprakkamir hafa sagt okkur, að þetta væri stórgróði og botna eg ekkert í slíkum útreikning- uin. En félagar mínir sumir hafa sagst skilja það svo prýði- lega, að 100 væri meira en 300 og liefi eg ]>á ekki nent að vera að rífast við þá. Eg er ekki einn um þá skoð- un meðal háseta, að sjómanna- verkföll hér hafi öll mistekist að meira eða minna leyti og flest orðið okkur að tjóni. — Samningarnir hafa nefnilega aldrei nokkum tíma verið betri eða hagstæðari í okkar garð, en þeir liefði orðið án allra illinda og \dnnustöð\ainar. Okkur hefði ælið verið i lófa lagið, að ná þeim samningum, sem fengisl' hafa að lokum, án allra verk- falla og vonsku, ef við hefðum bara hegðað okkur skynsam- lega, eða foringjarnir og samn- ingamennimir öllu heldur. — Reglan liefir verið þcssi, eins og allir vita: Fvrst er byrjað að skanmia þá, sem við á að semja. Þeir eru svíUrtir i blöðuin og á fundum, úthúðað á allar lund- ir og reynt að æsa sjómennina gegn þeim. í>að er vísl Jietta, meðal annars, sem heitir að ,Jvoma lifi í luskurnar“. Þessu næst er kosin samninganefnd og venjulega eru valdir i liana þeir menn, sem mest liafa sví- virt þann aðiljann, sem við á að semja. Með öðrum orðum: Það er reynt að særa og móðga útgerðarmennina sem allra mest, áður en samningar hefj- ast. Síðan eru mennirnir, sem óhæfastir eru, kosnir lil samn- ingagerðarinnar. Þetta kann auðvitað ekki „góðri lukku að slýra“, enda liafa samningar oft gengið seint og miklu vcr en vitað var um fyrirfram að ]>eir þyrfti að ganga, ef skyn- samlega hefði verið að farið. Og hverjir liafa goldið? Auð- vitað sjómennirnir. Þeir hafa goldið foringja sinna og munu halda áfram að gjalda þeirra, meðan innræti þessara „for- ráðamanna“ verður likl því, sem við höfum revnt það. Það er ómetanlegt höl fyrir hverja stétt manna sem er, að lenda i því, að búa við kærulausa og óvandaða flokksforingja og flokksstjórn. Þó að eg hafi aldrei í neinu sjómannafélagi verið, liefi eg liðið undir ráðsmensku þeirra manna, sem hafa troðið sér. i foringjastöður innan sjómanna- félagsskaparins liér. Eg liefi lið- ið við verkföllin, cins og aðrir sjómcnn og skyldulið þeirra. Nú eru þrír listar í boði við kosningarnar hér i hænum 16. júlí. Eg hefi verið spurður, hvern ]>eirra eg ætlaði að styðja með atkvæði minu. Eg liefi var- ist allra frétta um það fram að þessu. En cg hefi ráðfærl mig við skynsemi mína og samvisku og komist að fastri niðurstöðu, enda er valið létt. Eg fjölyrði ekki uin komm- únista. Framferði þeirra er svo heimskulegt og' fráleitt, að ekki getur komið lil neinna inája, að eg greiði lista þeirra atkvæði. Konimúnistar starfa liér með erlendu fjármagni og berast mikið á. Hefir kvisast, að þ^ir muni verða örlátir á fé nú um kosningarnar og má vel vera, að svo reynist. — En meðal annara orða: Veit nokkur til þess, að foringjar kommúnista borgi hærra kaup en aðrir fvr- ir þá vinnu, sem þeir eiga að kosta sjálfir? Eg hefi ekki lieyrt þess getið og eg efasl um, að nokkur maður hafi orðið þess var. Gæti best trúað, að þeir væri öllu knifnari en aðrir, ]ieg- ar komið er við þeirra eigin pyngjur. Þá er Alþýðuflokkurinn.Hann starfar líka með erlendu fé. Veit nokkur niaður til þess, að fram- bjóðendur lians sé mjög örlátir á fé sitt við hágstadda menn? — Eg hefi ekki heyrl nokkurn mann lialda því fram. Hins lief- ir verið getið á prenti, að einn þeirra kumpána launaði svo illa starfsmann sinn, að liann gæti ekki lifað af ]>vi og yrði að þiggja af sveit. Hafði maðurinn þó verið duglcgur og látið i té alt starfsþrek sitt. Þvílíka al- vinnurekendur \1I cg ekki k.jósa á þing eða i aðrar trúnaðar- stöður. Þeir eiga sammerkt um það, kommúnistar og jafnaðarmenn, að þeir kref,jast einskis af sjálf- um sér, en alls af öðruni. Það er óburðugur hugsunarháttur og lífsregla og vil eg ekki ýta á eftir slíkum mönnum í trún- aðarstöður. Efsti maður á lista jafnaðar- manna nnin vera einhver sterk- Stærri söluMöin í húsi okkar, Þingholtsstræti 2, er til leigu. Búðinni fylgir stórt bakherbergi og mikið geymslupláss. Lárns 6. Lúðvígsson, Skóverslun. Nýtt. Blómkál. Tómatar. Púrrur. Gulrætur. Rabarbari. Agúrkur. Kartöflur, ítalskar, mjög ódýrar í 30 kg. pokum. Halldór R. Gunnarsson. Aðaislræti 6. Sími 4318. efnaðasti maður þessa lands. Hann á — meðal annars — eitt glæsilegasta skrauthýsið i bæn- um. Hefir nú þessi maður tek- ið fátækar fjölskyldur upp á arma sína og veitt þeim ódýra eða ókeypis íbúð í húsi sinu? Eg hefi ekki heyrl þess getið. Hann mun þó hafa rifist um það, að sumir horgarar þessa bæjar hefði alt of mikil húsa- kynni til eigin nota og mönn- um hefir skilist, að hann ætl- aðist til þess, að þeir tæki fá- tæku fjölskyldurnar að sér og veitti þeim ókeypis cða ódýrt húsnæði. En eg veit ckki með hvaða rétti liann getur heimt- að af öðrum, að þeir geri ]>að, sem hann lætur ógert sjálfur. Eg ætla ekki að kjósa auð- kýfingalista jafnaðarmanna. P2g ætla að lofa öðrum að liafa heiðurinn af því, að bera ístru- maga alþýðunnar á herðum sér. Þeir eru alt of þungir og feit- ir fyrir mitt lúna bak. Eg' ætla að kjósa C-listann. lista sjálfstæðismanna. — Nú má enginn skilja orð niin svo, að eg sé hrifinn af öllu fram- ferði eða kannske öllu lieldur aðgerðaleysi sjálfstæðismanna. En flokkurinn er góðviljaður öllum stéttum þjóðfélagsins og miklu lieiðarlegri en aðrir stjórnmálaflokkar hér. Eg kysi að hann væri miklu skörulegrí og beitti sér hetur en liann ger- ir gegn spillingaröflunum i þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn liefir sýnl það, að hann kann að fara með fjármál ríkisins. Þegar framsóknarflokkurinn tók við völdunum 1927, var ríkissjóður prýðilega stæður og skuldlítill. Nú er alt á kafi í skuldum, eft- ir ráðsmensku framsóknar, og eiga jafnaðarmenn mikinn og alvarlegan þátt i því óskaplega og fordæmalausa sukki. Verður elcki annað séð, en að hér fari alt í kaldakol og gjaldþrot hjá ríki og einstaklingum, ef sjálf- stæðismönnum verður ekki fal- in stjóm landsins mjög bráð- lega. Sm. Mentaskðlinn. —o--- Skólauþpsögn fór fram í dag. Þessir luku stúdentsprófi: Máladeild: Anna Claessen I. 7,12, Baldur Möller I. 6,37, Bjöm Pétursson I. 6,32, Einar Ólafsson II. 5,58, Grímur Grímsson II. 5,57, Gunnar Sigurjónsson I. 6,89, Gunnlaugur Pétursson I. 6,48, Helgi Sclieving' I. 6,12, Hallgrímur Helgason I. 6,96, Henrik Sveinsson I. 6,09, Hermann Guðbrandsson I. 6.48, Hólmfríður Jónsdóttir I. 7,00, Klemens Tryggvason I. ág. 7,51, Kristjana B. G. Jónsson I. 6,18, Lárus Ólafsson II. 5,72, Óskar Bergsson I. 7,21, Kr. Pétur Eggerz II. 5,91, Ragnheiður Jónsdóttir I. 6,82, Sigurður Hafstein II. 5,42, Sigurjón Jónsson I. 6,02. Utanskóla: Ragnli. Pétursdóttir II. 4,61. Stærðfræðideild: Ásgeir Jónsson I. 6,54, Gisli Ólafsson I. 6,77, Guðm. Arnlaugsson I. 7,34, Guðni Guðjónsson I. 6,16, Halldór Pálsson I. 6,54, Jón Sólmundsson I. 6,73, Arngrímur Sigurjónsson I. 6,08, Lárus G. Lúðvígsson II. 5,73, Óskar B. Bjarnason I. 6,90, Þorsteinn Egilsson I. 7,01. Utanskóla: Arnór Halldórsson II. 4,75, Björn Þórarinsson II. 5,34, Erlendur Patursson II. 5,36, Haraldur Hannesson III. 4,27, Helgi Laxdal II. 4,57, Pétur Ingjaldsson III. 4,25, Sverrir Einarsson II. 4,56. Próf þetta er, að því er skóla- nemendur snertir, hæsta próf að meðaltali, sem tekið hefir verið síðan núverandi einkunna kerfi var tekið upp. Jarðarför Sigríðar Jónsdóttur fer fram á morgun og hefst kl. 3 á Bárugötu 34- Veðrið í morgun: Hiti í Reykjavík 10 stig, ísa- firði 10, Akureyri 15, Seyðisíirúi 13, Vestmannaeyjum 10, Grímsey 9, Stykkishólmi 12, Blönduósi 12, Raufarhöfn 12, Hólum í Horna- íirði 12 Grindavík 11, Færeyjum 12, Julianehaab 4, Jan Mayen 3, Angmagsalik 6, Hjaltlandi 12 stig. Mestur hiti hér í gær 12 stig, minstur 8. Úrkoma 0.2 mm. Yfir- lit: Lægð yfir nor'Sanverðu ís- landi á hægri hreyfingu norSaust- ureftir. Horfur: SuSvesturlaud, Faxaflói. BreiSafjörSur: SuSvest- an og vestan gola t dag, en síSan

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.