Vísir - 30.06.1933, Síða 3
VlSIR
Ferðaskrifstofa íslands,
Ingólfshvoli. — Sími 2939.
Fastar hílferöir frá Reykjavík.
Til Akureyrar: A mánudögum, þriðjudögum, finitu-
dögum og föstudögum. — Með viðkomu á Stað í
Hrútafirði, Hvammstanga, Blönduósi og Sauðár-
króki. —
Til Búðardals: A mánudögum og fimtudögum. Með
viðkomu í Borgarfirði, Hjarðarholti og Ásgarði.
Upp í Borgarfjörð: A mánudögum, þriðjudögum,
fimtudögum, föstudögum og laugardögum. Með
viðkomu í Borgarnesi, Svignaskarði, Hreðavatni,
Arnbjargarlæk, Norðtungu og Reykholti.
Að Vík í Mýrdal: Mánudögum, miðvikudögum og'
föstudögum. Með viðkomu á Seljalandi, Holti,
Steinum og Skarðshlíð.
Að Kirkjubæjarklaustri á Síðu: A mánudögum og
oftar.
Austur í Fljótshlíð og Landeyjar: Daglegar ferðir.
Með viðkomu í Hveragerði, Tryggvaskála, Þjórs-
árbrú, Landvegamótum, Gaddstöðum, Djúpadal,
Garðsauka, Hlíðarenda og Dalseli.
Að Laugarvatni: Daglegar ferðir. — Með viðkomu í
Hveragerði, Þrastalundi og Borg.
Að Eyrarbakka og Stokkseyri: Daglegar ferðir.
Austur í Þjórsárdal: A sunnudögum, þriðjudögum,
fimtudögum og laugardögum. Með viðkomu að
Þjórsártúni, Húsatóftum, Stóra-Núpi og Ásólfs-
stöðum.
Frá Borgarnesi, eftlr komn Snðnrlanðs.
Til Stykkishólms og Staðastaðar: Með viðkomu að
Brúarfossi, Görðum, Haffjarðará, Rauðkollsstöð-
um, Gröf, Eyðhúsum og Hjarðarfelli.
Til Búðardals: Þriðjudögum, og föstudögum. Með við-
komu í Ásgarði og víðar.
Norður í land. Að Hreðavatni, Norðtungu, Arnbjarg-
arlæk, Reykholti, Grund í Skorradal og víðar.
Sjáum einnig um sérstakar ferðir hvert á
land sem er. — Ailar nánari upplýsingar
um ferðalög ókeypis hjá
Ferdaskpifstofu íslauds,
Ingólfshvoli. — Sími 2939.
.norðvestan. Skúrir. Vesfiröir,
NorSurland : Breytileg átt. Sum-
-sraðar noröangola. Rigning öðru
hverju. Norðausturland: Hæg-
viðri. Dálítil rigning í nótt. Suð-
austurland : Vestan gola. Víðast
úrkomulaust.
Grenjaleitir.
Þess var áður geti'S að Einar
hreppstjóri á Kárastöðum hefði
legið á þremur grenjum i vor, og
unnið öll. Fjórða greniö fann
Þorvaldur Guðnnmdsson á Bílds-
feili, nýlega rétt hjá Króki í
■Grafningi (í Súlufelli) og vann
'bæði dýrin, eu vrðlingarnir náð-
ust ekki í það sinn. Verður sjálf-
_sagt gerð gangskör að því aö ná
þeirn síðar.
Hjónaefni.
Trúlofun sína liafa birt ungfrú
Kristín Steinsdóttir, Grettisgötu
73, og Haraldur Sveinsson
Bræðraborgarstíg 6, Reykjavík.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss er á útleið. Goðafoss
kom til Akureyrar í gærkveldi
Erúarfoss kom til Leith í gær.
Lagarfoss er í Kaupmannahöfn.
Dettifoss er í Hamborg. Selfoss
er á leið til Aberdeen.
Síra Jóhann Briem,
prestur aö Melstað, er staddur
hér i bænum,
Ari Arnalds,
bæjarfógéti á Seyðisfirði, er
Ætaddur hér í bænum.
Otur
er væntanlegfur frá Englandi í
<1ag.
E.s. Nova
er væntanleg hingað í dag.
Reykholt.
Eins og auglýst var hér í blað-
ínu í gær, er veitinga og gistihús-
i'ð í Reykholti nú tekið til starfa.
Hafa þau hjónin frú Theodóra
Sveinsdóttir og Árni Sighvatsson
íekið húsið á leigfu og reka þau
þar veitingastarfsemi fram eftir
sumrinu eða til hausts. Þarf ekki
að efa myndarskapinn, þar sem
írú Theódóra á hlut að máli og
mun oft verða gestkvæmt hjá
heimi i sumar, ef vel viðrar og að
líkum lætur. Tekið verður á móti
gestum til langrar eða skammrar
dvalar eftir óskum hlutaðeigenda.
Húsakynni í Reykholti eru mikil
og rúm fyrir 40 næturgesti, en um
100 manns geta matast samtímis.
Sundlaug' er þarna til afnota fyrir
gesti, hitaleiðsla um alt húsið, raf-
lýsing og sími. Eftir komu Suð-
urlands til Borgarness á þriðju-
dögnm, föstudögtun og laugar-
■dögum fara bifreiðir áætlunarferð-
ir að Reykholti ( 4 kr. farið) og'
frá Reykholti til Borgarness þá
■daga, sem Suðurland fer til
Reykj avíkur. Laugardagsferðir
Su'öurlands eru einkar hentugar
fyrir þá, sem vilja bregða sér upp
•að Reykholti og dveljast þar um
Felgar.
Á skíðum
á Snæfellsjökli var Kr. Ó. Skag-
fjörð heildsali 27. þ. m., og sendi
hann kuimingja sínum loftskeyti
af jöklinum, svo hljóðandi ,,Var á
jökulþúfunum dag, ágætis veður,
fyrirtaks skíðafæri". Skagfjörð
er himi mesti áhugamaður um
íþróttir, og lætur sig ekki muna
um að klífa margan brattan tind-
inn, sem fjöldinn af hinni ungu
kynslóö' vill ekki á sig leggja, til
þess að njóta þeirrar dýrðar, sem
hin íslensku háfjöll hafa að bjóða<
Skagfjörð er um fimtugt. K.
Jðnþin.gið
verður sett annað kveld kl. 8J/>
í Baöstofu iðnaðarmanna.
Ferðafélagið
efnir til skemtiferðar austur i
Raufarhólshelli á suimudaginn
kemurcef veður leyfir. Verður ek-
ið í Hveradali en gengið þaðan í
hellinn, um Lágaskarö aðra lei'ð-
ina eu Þrengslin hina. Er það
samtals 25 kílómetra leið og góður
vegur. Farmiðar fást á afgr. Fálk-
ans. Bankastræti 3, til kl. 7 annað
kveld.
Skemtiför að Hreðavatni.
iFerðaskrifstofa Islands efnir til
skemtiferðar til Borgarfjarðar á
morgun. Farið verður á e.s. Suð-
urlandi í Borgarnes og lagt af stað
kl. 5 e. h. héðan frá Reykjavík.
FTljónrsveit Bernburgs verður með
í förinni og skemtir á skipinu, i
Borgarnesi annað kveld og á
Hreðavatni á sunnudag. Komið
verður aftur til Rvíkur á sumru-
dagskveld. Uppl. um skemtiferð-
ina fást á Ferðaskrifstofu Islands
(Iugólfshvoli). Sími 2939. Horfur
eru á mikilli þátttöku og er hyggi-
legra að tryggja sér farseðla í
tíma.
Á morgun
verður dregib um hina ágætu
rnuui happdrættis Iðnaðarmanna-
íélags Hafnarfjarðar. Eru því
seinustu forvöð að kaupa miða.
Þeir fást x flestum verslunum í
Háfnarfirði og hér í bæ hjá E. P.
Briem.
Kárastaðir.
Jónas Lárysson bryti hefir tekið
á leigu i sumar gistihúsið á Kára-
stöðum í Þingvallasveit.
Kennaraprófi
hefir Ólafur Flansson lokið við
háskólann í Osló með hárri I. ein-
kunn.
Alþjóðafundur
hjúkrunarkvenna verður hald-
inn í París 10.—15. júlí. Sex. ís-
lenskar hjúkrunarkonur taka
þátt í fundinum.
Skoðun á bifreiðum
og bifhjólum á nú fram að fara,
sbr. augl. tollstjóra og lögreglu-
stjóra, sem birt var í blaðinu í gær.
Skoðunin hefst laugardag næst-
komandi og verður hún fram-
kvæmd við Amarhvál á hverjum
virkum degi, uns henni lýkur þ.
24. júli, kl. 10—-12 og 1—6, nema
á laugardögum 10—12 og 1—4.
Börn þau,
sem verða á vegum Oddfellowa
á Glaðheinmm í sumar verða flutt
]>angað frá Haraldarbúð á morg-
un (laugardag) stundvíslega kl. 2
e. h.
Pétur Sigurðsson
flytur erindi í Varðarhúsiiiu í
kveld kl. 8/ um kosningar til Al-
þing'is og atkvæðagreiðslu um
bannlögin. Frjálsar umræður á
eftir. Inngangur 30 aurar.
Farið ekki
i ferðalög án þess að hafa með
„Minnisbók ferðamanna“, sem
kostar ekki yfir 1 krónu og fæst i
bókaverslunum (Krónubókin).
Gengið í dag.
Sterlingspund .....kr. 22.15
Dollar ............— 5.05%
100 ríkismörk þýsk. — 155.07
— frankar, frakkn — 25.86
— belgur............— 91.60
— frankar, svissn.. —- 126.49
— lírur ........... — 34.70
— mörk, finsk ... — 9.82
— pesetar ....... — 54.93
— gyllini.........—- 262.81
— tékkósl. kr. ... — 19.64
— sænskar kr. ...— 114.15
— norskar kr. ... — 111.4-
— danskar kr. ... -— 100.00
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 20 kr. frá G. S., 4
ki. frá G.
Nýr lax
lækkað verð.
Nítt nantakjðt
af ungu.
Kjðt & Fiskmetisgerðin.
Grettisgötu 64. Sími 2667.
Reykbfisið.
í ferðalöflr
er nauðsynlegt að hafa rikling,
freðfisk, glænýtt ísl. smjör, há-
karl, svið og margt fleira góð-
gæti. — Vörugáeði alþekt.
VERSLUN
Kristínar J. Hagbarð.
Laugaveg 26. Sími 3697.
BARNAF AT AVERSLUNIN,
Laugaveg 23. Sími 2035.
Höfum nú aftur fengið ljósa
barnasokka i öllutti stærðum.
Vorið fljgnr -
Voriö flýgxrr! — Vorið flýgur,—
vænglétt strgur sólardts!
Glitra flóar grænka móar,
gyllir sjó og jökul-is.
Röðul-fagur rennur dagur,
rýrnist hagur, líf og fjör. —
Grund og hæðir geisla-þræðir,
gróður-klæðir, fagurgjör!
Vorið flýgur! —■ Vorið flýgur, —
vonin stígur himni mót:
Hvort mun só! hjá silfrin-njólu
sitja’ að stóli? — fagra snót! —
Allar kendir ættu benda
cinni hendi’ að sönnr rót:
Þerra, græða, þroska, fræða,
þegar mæða lífsins fljót.
\
Vorið flýgur! — Vorið flýgur,—
vonin strgirr — lækkar flug. —
Þeirra veiga allir eiga:
— eignast mega nýjan dug! —
Þrjóti kraftur, þjóðin aftur
þessu hafti vinni bug:
Landið græði, lrfgi, fræöi,
lyfti, glæði fólksins hug!
Vorið flýgur! — Vorið flýgur, —
vænglétt stígur sólardts!
Glitra flóar, grænka móar,
gyllir sjó og jökul-ís.
Röðul-fagur rennur dagur,
rýmist hagur, líf og fjö'r.
Grund og hæðir geislaþræðir,
gróðurklæðir, fagurgjör.
Skuggi.
Útvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
12.15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
20.15 Tilkynningar. Tónleikar.
— Lesin dagskrá næstu
viku.
20.30 Upplestur. (Frú Ragn-
heiður Jónsdóllir).
21.00 Frétlir.
21.30 Grammófóntónleikar.
Grieg: Píanó-konsert.
(Ignaz Friedmann og or-
kester).
Til Blindravinafélags íslands.
Aheit frá Einari Jónssyni kr.
io,oo. Gjöf frá Elinborgu Jóhanns-
d.óttur, Nesi, kr. 20,00. — Kærar
þakkir. Þ. Bj.
^EYKIAFOSS
BL NVIINDÍ- ©C
TSÍ.V'ORU -
W%$. VENJf S.UN
Hafnarstræti 4. Sími 3040.
Nýkomið:
Blómkál. Tómatar.
Næpur. Púrrur.
Rabarbari. Agúrkur.
Gulrætur. Rauðrófur.
Piparrót. Sítrónur.
Nýir ávextir. —
N o r s k a r
loftskeytafregnir.
—o—
Oslo 27. júni. NRP. FB.
Óðalsþingið hefir samþykt
viðskiftabannlögin (boykotlov-
en) með atkvæðum borgara-
flokkanna gegn atkvæðum
jafnaðarmanna, þá er sam-
komulag liafði náðst i nefnd
milli fulltrúa borgaraflokkanna
um málið. Við umræðurnar
lýsti Mowinckel ])ví yfir, að
stjórnin féllist á samkomulagið,
þvi að nauðsynlegt væri að
lagafrilmvarp þetta fengi af-
greiðslu á yfirstandandi ári.
Gamla kirkjan i Heidal í Guð-
brandsdal brann i gæi’ Jil kaldra
kola. Upptök eldsins voru þau,
að eldingu laust niður i kirkj-
una.
Vegna langvarandi þurka
hefir orðið mikið tjón i skóg-
unum. Þar sem eldingum liefir
Tostið niður i skógiendi hefir
sumstaðar kviknað mikill skóg-
areldur og breiðst örhratt út,
enda allur skógargróður þun-
mjög. Bæjarlnis á mörgum býl-
Þar sem
útlit er fyrir miklu meiri að-
sókn að Hreðavatni í sumar, en
húsrúm er fyrir til gistingar,
hefir verið ákveðið, að dvalar-
gestir geti fengið lcyfi til að
tjalda þar.
Þeir, sem vilja tryggja sér
rétt til lax- eða silungsveiði,
ættu að gera það sem fyrsí.
Ferðaskrifstofa Islands.
Nýp lax
°g
nýtt grænmeti.
Versl. Rjöt&Fiskur.
Simar 4764 og 3828.
um á Hörðalandi eru i hættu
stödd vegna skógarelda. Herlið
hefir fengið skipun um að að-
stoða við að liefta útbreiðslu
eldsins.
Oslo 28. júní. NRIL FB.
Stórþingið félst i gær ein-
róma á verslunarsamninginn
við England.
Aarseth útgerðarmaður i Ála-
sundi hefir skýrt frá þvi, að
hagnaðurinn af selveiðununi
muni yfirleitt verða mjög góð-
ur. Eftirspurn er mikil og verð-
lag stöðugt nú orðið. Um 30 sel-
veiðaskip, en á þeim eru alls
500 menn, eru nú að veiðum í
„Danskestrædet“.
Stórþingið samþvkti í gær
liækkun jámbrautarfarmiða
um 10%.
Mótorskipið Tijuca, eign Vil-