Vísir - 29.07.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1933, Blaðsíða 3
VlSIR Mattern og' Griffin. Frá Har- bour Grace til Berlín, í júlí 1932 Vegalengd 3220 e. m. Flugtími 18 klst. 41 min. Mattern. Frá New York til Noregs, í júní 1933. Vegalengd 3640 e. m. Flugtími 25 klst. 55 mín. Ath. Siðan listi þessi var birt- ur i erlendum blöðum hefir Post flogið frá Ameríku til Þýskalands. Vestur yfir Atlantshaí. Koehl, Fitzmaurice og von Huenefeld barón. Frá Berlín til Xabrador, í mars 1928. Yega- lengd 2125 e. m. Flugtími 34 kist 32 min. Kingsford-Smith og 3 félagar hans. Frá írlandi til Harlxmr Grace, i júni 1930. Vegalengd 2100 e. m. Flugtími 32 klst. Coste og Bellonte. Frá París til New York. Vegalengd 3160 e. m. Flugtími 37 klst. 18. míii. Mollison. Frá Irlandi til St. Jolms. N. B. Vegalengd 2800 e. m. Flugtími 30 klst. 10 mín. Balbo og menn hans. Frá Or- hetello til Labrador, um Norð- ur-írland og ísland, i júli 1933. Ath. Síðan listi þessi var birt- ur í erlendum blöðum, hefir Mollison og kona hans flogið frá Wales til Coimecticut í Bandaríkjunum. — I lista þess- um eru ekki talin flug frá Ev- rópu til Ameríku með viðkomu í Grœnlandi og eru því ekki tal- in með i listanum flugferðir þeirra Nelsons og Smiths 1924, er þá flugu frá Revkjavík til Frederiksdal í Suður-Græn- landi og þaðan til Labrador né flugferðir von Gronau héðan til Grænlands og þaðan áfram vestur á bóginn. Bæjarfréttir s-<zr>cí Dánarfregn. I gær andaðist að Vifilsstöð- um, eftir langa legu, ungfrú Solveig J. Stefánsdóttir, rúm- Iega tvítug að aldri, mesta myndarstúlka og vel gefin. Hún var hress er liún fór í hæl- ið, og hugðu aðstandendur og vinir, að henni mundi batna. En það fór á aðra leið. Sjúk- dómurinn reyndist óviðráðan- legur og hefir nú dregið hana til dauða. Messað ver'Sur í dómkirkjunni kl. io f. h. á morgun. Síra Bjarni Jónsson prédikar. Hallgrímshátíðin. Þeim, sem ætla sjóveg upp að Saurbæ, skal á það bent, a'S burt- faratími skipanna er auglýstur hér í blaðinu í dag og munu þau ’fara stundvíslega á auglýstum tíma. Veðrið í morgun: Hiti í Reykjavík 13 stig, ísafirði <), Akureyri 12, SeySisfirði ix, Vestmannaeyjum 12, Grímsey 8. Stykkishólmi 12, Blönduósi 8, Œiólum í HornafirSi 14, Grindavík 12, Julianehaab 10, Jan Mayen 6 stig. Skeyti vantar frá Færeyjum. Angmagsalik, Hjaltlandi og Tyne- mouth. Mestur hiti hér í gær 18, rninstur 11 stig. Yfirlit: LægSir yfir íslandi og fyrir austan land. Horfur: Su'SvestUrland, Faxaflói: Stinningskaldi á norSvestan í dag, en lygnir í nótt. BjartviSri. BreiSa- fjörSur, Vestfirðir, NorSurland: Breytileg átt og hægviSri. Úr- Jcomulaust ög sumstaðar léttskýj- að. Xoröausturland, Austfirðir: Stinningskaldi á noröan i dag, en fygnir í nótt. Víöast bjartviöri. Suöausturland: Breytileg átt. Bjartviöri. NTýtt eimskipafélag Nýlega var stofnaö hér Eim- skipafélagiö ísafold li.f. Stjórn félagsins skipa þeir Thor Thors, íorm. Þorlákur Björnsson, Gisli Jónsson, Gunnar Guöjónsson og Jón Kristófersson. Framkvæmdar- stjórn og afgreiöslu annast Gunn- ar Guöjónsson skipamiölari. Fé- lagiö hefir keypt skip erlendis og hafa allir skipverjar lagt fram fé til kaupanna. Aörir hluthafar eru h.f. Kveldúlfur, H. Benediktsson 3: Co., Gísli Jónsson og Gunnar Guöjónsson. Jón Kristófersson veröur skipstjóri. Fór hann utan á Dettifossi síöast, ásamt væntanleg- um skipverjum til þess aö sækja hiö nýja skip, sem á aö heita ,,Edda“. Tilætlunin er, að þaö veröi aðallega í förum milli ís- lands og Miöjaröarhafslandanna. ,,Edda“ er 1350 smál. bygð í Wesermúnde 1921. Skip Eimskipafélagsins. Selfoss er á útleið frá Siglufiröi meö 700 smál. af síldarmjöli til Þýskalands. Lagarfoss var á Ak- urevri í morgim. Fer út fullfermd- ur síldannjöli og ull.-Goðafoss var á Akureyri í morgun. Hann fer meö fullfermi af síld og síldai'- mjöli til Hamborgar. Brúarfoss fór frá Leith í gær. Dettifoss fer frá Hamborg í dag. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar. E.s. Esja kom til Djúpavogs kl. 10 í morgun. Skemtiferðaskip frá Frakklandi, „De Grasse“, er væntanlegt hingað á morgun. Far- þegar munu vera um 400 talsins og er um helmingur þeirra íæknar. Ferðaskrifstofau Hekla annast- móttökurnar. Sæsímaslitin. Viðgerðarskipið mun væntan- legt á stað þann, sem sæsiminn slitnaði, i kveld eða nótt. Má þvi vænta þess, að viögerð verði lokið i fyrramálið eða á morgun. M.s. Dronning Alexandrinje fór héðan í gærkveldi áleiðis vestur og norður. G.s. Botnia fer héðan í kveld áleiðis til út- landa. Gamla Bíó sýnir i fyrsta sinn í kveld kvikm. „Ólánsgreifinn“. Er það þýsk tal- mynd i 8 þáttum. skemtileg og fjörug. X. Bernburg óskár þess getið, að hann skemti ekki með hljóðfæraleik i Reyk- holti á morgun. Gengið í dag. Sterlingspund .....Kr. 22,15 Dollar .............. — 5.05% 100 ríkismörk þýsk . — 158.71 — frankar, frakkn . — 26.25 — belgur ........... — 93.00 — frankar, svissn . — 129.05 — lírur ........... ►— 35.30 — mörk, finsk.........— 9.84 — pesetar ...•— 55.87 — gyllini ...........— 269.16 — tékkósl. kr..— 19.92 — sænskar kr..— 114.41 —norskar kr........— 111.74 —danskar kr........— 100.00 Utanfararstyrkur. Mentamálaráð hefir á fundi 24. þ. m. útlilulað styrk til náms í erlendum háskólum, til eftir- talinna stúdenta: 1. Til Guð- mundar Arnlaugssonar til stærðfræðináms. 2. Til Óskars B. Bjarnasonar, til náms í verksmiðjuefnafræði, 3. Til Páls Ólafssonar til náms í bygginga- fræði, 4. Til Sigtrvggs Klemenz- sonar, til náms í uppeldisfræði. (FB.). Utvarpið. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar. (Útvarpstríóið). 20.30 Erindi: Kennarastéttin og afstaða hennar til op- inlierra mála. (Síra Sig. Einarsson). 21,00 Fréttir. 21.30 Grammófónkórsöngur. (Karlakórinn Sandnes Kameraterne): Beethov- en: Lofsöngur. Helfrid Lambert: Det var dans bort i váge'n. radds. Sved- blom: Hej dunkom. Half- dan Kjerulf: Jubilate. Brahms: Vögguvísa. Danslög' til kl. 24. Kapphlaupið frá Þingvöllum að Álafossi, sem boðað liefir verið til og á að fara fram 6. ágúst næstkom- andi er hið lengsta hlaup sem enn hefir verið háð hér á landi; vegalengdin er ca. 40 km. — Tveir ágætir þolhlauparar hafa gefið sig fram til þess að taka þátt í hlaupinu og er annar þeirra mesti hlaupari okkar, Magnús Guðbjömsson. Haim hefh’ nú í 12 ár borið uppi svo að segja öll okkar þolhlaup og oft hefir hann verið livatastur, en þótt svo hafi ekki verið, þá liefir hann ávalt lialdið áfram að keppa. Svo lítur út, sem hon- um sé létt um lilaup , því liann var að sjá með öllu óþjakaður eftir þátttökuna í síðasta Ala- fosshlaupi. Þegar hann liafði lilaupið % af leiðinni herti hann ferðina og alt til marks, tók sér bað eftir lilaupið og var jægar aflúinn.— Þeir menn, sem svo vel eru þjálfaðir, geta léttilega hlaupið lengri vegalengdir. Magnús er fótstyrkur og hefir brjóstþol mikið. — I þetta sinn mun Magnús sýna livers hann er megnugur. — Á vegalengd- inni Þingvellir—-Álafoss er gott að hlaupa, vegurinn sæmilegur og brekkur ekki mjög erfiðar. Þessi vegalengd er svipuð og i Marathon-hlaupi erlendis, en slik lilaup eru ávalt talin at- hyglisverð. Hér í okkar litla íþróttaheimi er þetta áreiðan- lega athyglisverðasta íþróttaaf- rek ársins ef alt fer að líkum. — Það á og vel við, að þennan dag er í fyi’sta sinn minst okkar ágætasta íþróttajöfurs, Grettis Ásmundarsonar. Hann var ágætur göngugarpur og enginn veit, hversu mikill þollilaupai’i hann liefir verið, en það lætur að líkum að liann liafi getað sprett úr spori. — Það er ánægjulegt fyrir íþróttamenn okkar að minnast slíks kappa sein Grettir var, með góðum íþróttum, svo sem þolhlaupi. — Það verður ánægja að því, að sjá hina ágætu iþróttamenn, sem koma til þess að taka þátt i íþróttum á Álafossi þennan dag. T. A. Dánarfregn. —o— Látinn er 22 f. m. vestan hafs Björn Björnsson Ólson, Húnvetn- ingur að ætt. Hann var fæddur 23. okt. 1866 að Finnstungu i Húnvatnssýslu og voru foreldrar hans Björn yngri Ólafsson á Auð- ólfsstöðum í Langadal og' Anna Lilja Jóhannsdóttir frá Bríina- stöðum. Björn var einn af 13 systkinum, er upp komust. Þessi eru enn á lífi: Sigvaldi, bóndi á Skeggstöðum í Svartárdal. Ól- afur bóndi á Árbakka á Skag'a- strönd, Arnljótur að Gimli, Man. og Ingibjörg, ekkja Benedikts Frímannssonar, búsett i Banda- rikjunum. Björn fluttist vestur 1887. Var fyrst á vegum Skafta Brvnjólfssonar og gekk í alþýðu- skólann i Mountain. Að því námi loknu fór hann í ríkisháskólann í Grand Forks, og lauk þar kenn- araprófi. Árið 1895 gekk hami i verslunarskóla í Winnipeg, en stofnaði síðan verslun á Gimli i fé- lagi við tvo menn aðra. Björn sat lengi i útgáfunefnd Heimskringlu og hafði verið hinn ótrauðasti stuðningsmaður blaðs- ins. Hann var kvæntur Guðrúnu Sólmundsdóttur og eignuðust þau 5 böm, er fullorðinsaldri .náðu Björn heitinn var gáfaður maður og talinn hinn nýtasti í hópi ís- lendinga vestra. Baráttan við inflúensnna London i júlí. FB. Það ætti að nægja til þess að sannfæra hvern mann um hið gíf- urlega manntjón, sem orðið hefir ?f völdum inflúensunnar, að í inflúensufaraldinum 1918—1920 létust 50% fleiri en féllu í heims- styrjöldinni 1914—1918. Það kem- ur varla svo fyrir, að ekki sé um meiri eða minni inflúensufarald- ur aö ræða einhversstaðar og manntjónið er mikið á ári hverju Því miður hefir læknisvisindunum enn ekki tekist að' finna ráð til þess að hefta útbreiðslu þessarar veiki eða stemma stigu fyrir henni, en hinsvegar, samkvæmt skýrsl- uni' „The British Medical Rese- arch Council," um mikla fram- för að ræða i baráttunni gegn in- fiúensunni. Herferð visindanna gegn þessari veiki hóf þýski pró- essorinn Pfeiffer 1892. Hann fann inílúensu-bakteríuna. Nú hafa þrír enskir læknar komist lengra áleiðis. Þeim hefir tekist að gera hreysiketti (ferrets) veika af in- flúensu og framleiða „blóðseruirí', sem algerlega er örugt gegn því að þessi dýr táki veikina. „The Lancet" læknablaðið fræga, segir að það sé ekki hægt áð telja þessa framför of mikils virði. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar). Flngleiliangrar Rússa. Moskwa.í júlí. United Press. - FB. Rússneskir flugmenn hafa i sumar farið í hættulegar flugferð- ir, sem margar eru hinar frækileg- ustu, þótt heimsblöðunum hafi eigi orðið eins tíðrætt um þær og flug Matterns og fleiri flugmanna, sem flogið hafa 'yfir rússnesk lönd. Um sarna leyti og Mattern var á ferðinni flaug rússneski flugmaðurinn Anatole Alexiev frá Sebastojx)! við Svartahaí til Igarka við Yeneseifljót, þar sem það renn- ur í Norður-íshafið. Flugleiðin er 10.000 kilómetrar og var Alexier 13 daga á leiðinni og gekk ágæt- lega enda þótt hann yrði — frá því er hami lagði af stað frá Krasnoy- arsk — að fljúga yfir svæði sem enginn hafði flogið yfir áður. Alexiev er einn af færustu flug- mönnum Rússa og hefir farið í sjö hættuleg flug norður á bóginn, sem öll hafa gengið slvsalaust. Einnig flaug rússneski flugmaöur- inn Levanevsky í sumar frá Seba- stopol til Khabarovsk, en þaðan ætlaði hann að fljúg'a nýjar leiðir alla leið til Wrangel eyju. Meðal annars á hann að rannsaka skil- yrðin fyrir ísbrjótinn Cheluiskin sem á að senda í athuganaferö frá Arkangel austur með Sibiríu- ströndum alla leið til Kyrrahafs. — Þótt ráðstjórnin leyfi flugmönn- um sínum að fljúga yfir hin hættu- legu svæði í norðaustur-Sibiríu fá erlendir flugmenn ekki leyfi til þess, heldur verða þeir að fara hina öruggari leið um Khabarovsk. Erlendar fréttir. —o--- London í júlí. FB. Frá Bretlandi. All ítarlegar skýrslur hafa ný- lega veriðl birtar um atvinnuauka- ingu og iðnaðarframleiðslu. Skýrslur þessar leiða í Ijós, að iðn- aðarframleiðslan er mikið að auk- ast jafnframt og atvinnuleysið minkar. Eftirtektarverðar skýrsl- .ur um þessi mál hafa verið birtar frá annari hlið, Samkvæmt þeim 'tóku til starfa árið sem leið 646 nýjar verksmiðjur, sem hver um sig veitir yfir 25 manns atvinnu. Alls höfðu atvinnu í verksmiðjum þessum í lok aprílmánaðar síðast- liðins 44.750 manns. Hér eru þó aðeins taldar verksmiðjur, þar sexu vöru-r eru framleiddar, t. d. ekki þvottahús, nýjar viðgerðarstofur og slíkar stofnanir sem eitinig hafa stuðlað að því að fleiri fengi atvinnu. Skýrslurnar leiða enn- fremur í ljós að það er skakt, að útlendingar eigi flestar nýju verk- smiðjurnar. Af framannefndum 646 verksmiðjum voru aðeins 12 eign útlendinga að nokkru lej'ti, 'hinar eign breskra manna að öllu leyti. Flestar nýju verksmiðjumar voru reistar í eða í nánd við Lond- on eða 251, 115 í Lancashiré og 96 í Midlands. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar). Rómaboi'g í júlí. United Press. - FB, Frá Ítalíu. Svipuð áform viðvíkjandi eftir- hti með iðnaðarframleiðslunni og Roosevelt forseti er að koma í framkvæmd í Bandaríkjunum, eru þegar framkvæmd í Ítalíu af Fascista-stjórninni. Ríkisstjómin í ítalíu heíir ekki neinn iðnrekstur með höndum, en iðnaðurinn í land- inu er því opinbera háður að ýmsu leyti. Iðnaðurinn er þannig rekinn, að eigendurnir sjálfir fá gróðanu eða bera tapið, en hið opinbera hefir víðtæk afskifti af því hve mikil iðnaðarstarfrækslan er. T. d. hefir ekkert nýtt iðnaðarfyrirtæki um misseris skeið getað byrjað starfrækslu án levfis stjórnarinnar. Tilgangur ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir, að fé og orku sé varið til fyrirtækja sem ekki er vissa fyrir að geti borið sig veh Allar iðngreinirnar í landinu að kalla má eru háðar ríkisstjórninni ao þessu leyti. Því fer og fjarri að afskiftum ríkisstjórnarinnar sé

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.