Vísir - 12.08.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1933, Blaðsíða 2
VlSIR fmskeyt Dublin, 11. ágúst. United Press. - FB. Ástand og horfur á frlandi. Cosgrave liefir í viðtali við blaðamenn barðlega neitað því, að hann eða flokkur hans standi á bak við kröfugöngu bláa liðs- ins, sem áformuð er á sunnu- daginn. Fregnir um, að tilgang- urinn væri að steypa stjórninni af stóli taldi hann „heUaspuna“. — I viðtali við blaðamenn sagði O’Duffy, leiðtogi „Bláa liðsins“ hinsvegar: „Eg er staðráðinn í að ganga fyrstur í flokki „þjóð- liðsins“ á sunnudaginn, er það áformar að beiðra minningu Arthur Griffiths, Michaels Collins og Kevins O’Higgins, hvaða ráðstafanir sem ríkis- stjórnin kann að gei’a til þess að koma í veg fyrir það. — Frí- ríkisstjórnin sat þrjár klukku- stundir á fundi í dag. í lok fund- arins var ákveðið að birta ekki ákvörðun þá, sem tekin var, fyrr en á morgun. Dublin 12. ágúst. United Press. - FB. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að beita ákvæðum laga um heimildir til öryggisráðstaf- ana, til þess að koma í veg fyr- ir óeirðir á morgun. Hefir rik- isstjómin þar af leiðandi lagt bann við því að „bláa liðið“ fari um borgina, þar eð tak- mark liðsins sé tortíming þing- ræðislegra stofnana, og ætli að beita valdi til þess að koma þessu áformi sínu i fram- kvæmd. Með því að beita ákvæðum öryggisráðstafanalaganna get- ur ríkisstjórnin tekið sér fidt vald í hendur í flestum efnum, m. a. kveðið upp lifláts-skyndi- dóma yfir andstæðingum ríkis- valdsins, slöðvað alla flutninga og umferð o. s. frv. Lissabon 12. ágúst. United Press. - FB. Hópflugið. Fyrstu þrjár flugvélarnar úr ítalska flugvélaflotanum lögðu af stað séðan í morgun áleiðfs til Ostia i Italíu kl. 6.10 f. h. Flugvél Balbos lagði fyrst af stað. Síðari fregn: Seinasti l'lokk- ur flotans lagði af stað kl. 6.40 f. hád. Nfr TiSsklftasamDlognr. —o— Fréttaritari Manchester Guar- dian , i Vinarborg skýrir frá þvi í blaði sínu nýlega, að við- tal þeirra Mussolini og Gömbös, forsætisráðherra Ungverja- lands, muni leiða af sér aukið vinfengi ítala og Ungverja. Bendir fréttaritarinn i því sam- bandi á ummæli fréttaritara ungverskra blaða í Rómaborg og segir ennfremur, að sama skoðun sé ríkjandi meðal þeirra manna í Budapest sem kunnast- ir sé þessum málum. Þessi tvö riki segir fréttaritari M. G. virð- ast hafa ásett sér að koma fram sameiginlega í skipulagsmálum Mið- og Austur-Evrópu. Italía hefir lofað að styðja kröfur Ungverjalands um endurskoð- un, friðarsamninganna, en Ung- verjaland mun hinsvegar styðja tillögur ítala um fjárhagslega viðreisn Mið- og Austur- ' ivrópu-ríkja. Vafalaust hefir íeimsókn Gömbös einnig leitt til nánari samvinnu við ítali í ulanríkismálum. Þegar við- ræðusamningur hcfir verið end- anlega gerður milli Ítalíu og Ungverjalands verður honum sennilega snúið upp í ])rívelda- samning, þar eð Austurríkis- menn og Ungverjar liafa þegar gert með sér viðræðusamkomu- lag nýlega eða þegar Gömbös fór til Vínarborgar nýlega. — Fréttaritarinn kveðst hafa feng- ið upplýsingar um það frá áreiðanlegum heimildum að umræðurnar liafi leitt til sam- komulags í viðskifta og fjár- hagsmálum m. a. að þvi er snertir sölu á afurðum Ung- verja í ár, en einnig bafi verið lagður grundvöllur að sam- vinnu í viðskiftamálum milli Italíu, Austurríkis og Ungverja- lands. Árið 1931 var ráðgerð slík samvinna milli þessara ríkja, en fór út um þúfur vegna erfiðleika austurríska bankans Credit-Anstalt, nokkrum dög- um cftir að samkomulagið liafði verið undirskrifað. Vegna hins fjárhagslega glundroða sem þá varð var eigi unt að framkvæma neitt af því, sem samkomulagið gerði ráð fyrir, en nú er það hér fram komið í nýrri mynd. Úrslitakostir. Eg heyri sagt, að fornvinir mínir á Akranesi sé orðnir Jireyttir á því, að hafa sóknar- prest sinn, sira Þorstein Briem, hér fyrir sunnan. Þ. Br. er víst talinn klerkur góður og sann- trúaður, sem vera ber, en margt sóknarbama hans á Akranesi er ósnortið af trú- leysi og hringli þessara tíma og vill lialda sér að góðu og gömlu kirkjunnar lögmáli. Og sagt liefir verið, að þvi líkaði vel við sálusorgara sinn, síra Þorstein Briem. Hann hef- ir að sögn predikað i þeim anda, sem meiri liluta safnaðarins er kærastur, og ekki ruglað frá lúterskum grundvelli. En nú hefir hann verið að heiman meira en heilt ár, og liinir og aðrir þjónað kallinu i fjarveru hans. Hefir verið full- yrt i mín eyru, að söfnuðinum líkaði þetta illa, og vildi fá sálu- sorgara sinn heim aftur, elleg- ar þá að liann segði brauðinu lausu, svo að söfnuðurinn fengi að kjósa sér annan prest. Menn kunna illa þessu millibilsástandi og þykjast liins vegar ekki geta skilið, að nein þjóðarnauðsyn heimti, að presturinn sé að vas- ast í pólitík og stjórnarstörfum liér syðra. Þeir hafa ekki heyrt þess getið, að hanu liafi unnið nein sérleg afreksverk í ráð- lierrasæti, , nema ef vera skyldi núna alveg siðustu dagana. Um það vilja þeir ekkert fullyrða, en hugsa þó lieldur, að htið muni um framaverkin alt til þessarar stundar. Og nú er mér sagt af skilorð- um mönnum, að söfnuðurinn ætli ekki að sætta sig við þetta öllu lengur. Það hafði líka flog- ið fyrir efra, að ráðherrann væri að liugsa um annað prestakall, ef landið skyldi mega missa liann úr ráðherra- stöðunni. Hvort nokkuð muni liæft í því, skal liér ósagt látið. Þetta átti að vera prestakall, sem staðið hefir prestlaust nokkur síðustu árin. Eg hefi það eftir góðum heimildum, að fornvinir minir þar á Akranesi liafi nú selt presti sinum tvo kosti: annað- hvort að segja brauðinu lausu þegar i stað, eða þá hitt, að koma uppeftir og setjast i em- bættið að nýju. Það fylgir sög- unni, að ráðherrann liafi verið krafinn um ákveðið svar nú um miðjan mánuðinn. Eg hefi spurL nokkura memi liér hvort þeir liafi ekki heyrt ietta, og játuðu þeir því. Kvaðst einn þeirra vita mcð vissu, að fresturinn hefði verið bundinn við 15. þ. m. Það virðist nú ekki sennilegt, að síra Þorsteinn Briem geti bú- ist við því, að hann verði „ei- lífur augnakarl“ í ráðherrasæti, og því er nú heldur búist við, að hann muni segja af sér nú- verandi embætti sínu hér og hverfa heim til safnaðarins. 5. ágúst. J- Bókarfpegn. —o— Þorkell Jóhannesson: Die Stellung der freien Ar- teiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts. Reykjavík-Kaupmannahöín 1933- 242+4+4 sí'öur. Niðurl. í kaflanum um þrælahald (bls. 101 sbr. neöanmáls) viröist höf. ekki ljóst aö oröiö ,,hjú“ gat átt bæöi viö frjálsa menn og þræla, en hcldur þaö eiga eingöngu við frjálsa menn. I sama kafla telur höf. þrælahald hafa lagst niöur hér vegna þess aö það hafi ekki borgað sig. Þar heföi hann átt að geta þess, að próf. Arni Pálsson hefir í Skínii 1932 sett fram sömu, vafalaust réttu kenningu, i ágætri ritgerð um lok þrældóms á íslandi. Þessi kenning er aö vísu ný hér á landi, en hefir oft áöur veríð sett fram annarsstaöar (Gropp, Kulturgeschichte des Mittelalters, Paderborn 1923—32 IV. 71, Schnúrer: Kirche und Kultur im Mittelalter, Paderborn 1927—30, I, 193, II. 413). í sambandi við þrælahaldið hefði mátt geta þess', hvers vegna landnámsmenn voru ,svo örir á aö gera þræla sína frjálsa og gefa þeim land, en ])aö er ekki gert. Það var ekki af mannúö, heldur til þess að koma sér upp *ríki og mannaforráðum. í sambandi viö þrælsbæturnar, 12 aura, heföi mátt geta þess aö Lcx Wisigothorum telur skylt að selja þræl til frelsis fyrir 12 solidi (útg. Hánels, Leipziig 1847—9, 12., 3, 13.). Þaö er vafalaust ekkert hægt að álykta um þrælahald á íslandi, eins og höf. reyndar naumast ger- ir, af þvi aö Eiríkur erkibiskup í bréfi frá 1189 telur það hjónaband ógilt, sem haldið var að gert væri við frjálsann mann en reyndist vera viö þræl, því aö þetta er tekið eftir hinum fornu kirkjulögum (Decret. Greg. lib. IV, tit. IX. cap. 2 og 4) og er enn í lögum kirlcjunnar (codex juris can. 1083 § 2, sdo). Þá er komið að þeim kafla ritsins, sem mér þykir mcst tví- mælis orka. Þaö er kaflinn um ákvæðisverk, og kemur hvaö skýr- ast fram skilningur höf. á því efni í þýska heitinu, sem haun velur };ví: „Arbeitspensum". Framsetn- ingin i kaflanum (á þýskunni) er reyndar svo óljós, að ekki er til fullnustu hsegt að átta sig á liver sé skoðun.höf., en þaö virðist þó svo, aö meö ákvæðisverkunum í Grágás og Búalögum, þyki hon- um, sem verið sé að setja mönn- um verkskamt. Mér virðist þessi ákvæöi öll stefna í alt aðra átt, að hér sé ekki verið að setja vinnu- skamt, heldur verið að huitmiða niður kaup og finna fyrir því mælikvarða. Meö heitum eins og dagsverk og meðalmannsverk er ekki veriö að ákveða hvað skuli vinna á dag, því þaö fer eftir getu verkamanns, hagsýni o. fl. hverju hann afkastar, heldur að þeim, sem vinni þetta tiltekna verk á þessum tiltekna tíma, eigi að greiöa þetta kaup, en hinum Sem minna vinna hlutfallslega minna. Styðst þetta miög við ákvæði Grá- gásar (I a, 130) sem heimilar bónda að greiða vinnumanni, seni er mikill verkmaður — vinnur meira eu meðalmannsverk —hærra kaup en lögbók leyfir, enda þótt ekki megi vera um það samningur. Kaupákvæðin eru þvi hámarks- kaupsákvæði miöuö viö ákveðiö vinnumagn, — kau])kvarði - en ekki verkskömtun, enda eru þá skiljan- leg sektarákvæðin við hærri kaup- greiöslu en bókin heimilar (Grg. s. sts.). Þetta þyrfti auðvitað að útlista betur, en fer ekki hægt í jafn stuttu máli. 1 ]iessum kafla bls. 108—9 virðist mér höf. mis- skilja staö i Hrafnkellssögu. Það getur ekki verið að fyrir sumar- vinnuna eina skuli Einar Þor- bjamarson liafa ársframfærslu, heldur hitt, að ef hann vilji vinna ])essa vinnu um sumarið, þá skuh hann hafa vinnumensku alt árið, enda virðist ]>að eitt liggja i orð- unum „tveggja missira vist“. í þessum kafla er mjög skemti leg og vafalaust rétt skilgreining á uppruna íslenskra kotlxenda og hjáleigumanna (bls. 117—18). Á bls. 124 telur höf. verksamn- inga hafa frá öndverðu farið fram með handsölum og styður það með tilvitnun í Grágás, sem hann þó játar að nefni þetta ekki á nafn, enda er þar þvert á móti gert ráð fyrir að samningsgerðin sé sönnuð með búakviöi. Þýöir hann þennan stað í meginmálinu, en getur að eins þeirra staö í Grágás neðan- máls til samanburðar, • sem raun- verulega sanna þetta. Sem sýnis- horn af verksamningi vitnar höf. til Fornbrs. IV, 506, en það er ekki verksamningur, heldur próf- entusamningur. Höf. segir á bh 123 að ekki sjáist á íslenskum heimildum, að menn liafi verið festír i vistir með fyrirfram greiðslu (Handgeld) en það er ekki rétt því alþitigissamþykt frá 1404 gerir fullum fetum ráð fyrir þessu. Er þessi staöhæfing þeim mun einkennilcgri, sem höf. á næstu 1)1 s. vitnar i réttan stað i þessari samþykt. Ekki er þess hér getið hver hafi ráðið hjúin, og ekki heldur hvemig útbúin hjúin skyldu koma í vistina, og eru þó heimildir til um hvorttveggj. í kaflanum um vistartímann vantar mjög illa skýringu á orð- inu matlaun, ])ví aö á skilningi þess veltur skilningur á þvi hvernig launagreiðsla hafi veriö, en þá skýringu gefur höf. full- s'eint á bls 178. í þennan kafla vantar og upplýsingar um vistar- lok. í köflunum um vistrof og sér- stök réttindi verksala virðist vanta ekki svo fátt, meðal annars ákvæði Grágásar um hvernig fari um óða vistarmenn, svo og hið merkilega ákvæði: „þá er maður á brott heit- inn, ef honum er eigi deildur mat- ur að miátum, þótt eitt sé haldiö fyrir honum“ (Grg. I a, 130). Enn , íremur hefði það átt við hér að ' geta einkennilegra mótmæla bænda í Leiðarhólmsskrá. Það kemur hér, sem í öðrum köflum, mjög litil •iðleitni fram til þess að finna dæmi úr sögum, annálum og forn- bréfum, er standist á við laga- staðina. í þessum köflum keinst höf. (bls. 148—9) í verstu ógöngurnar, sem hann lendir í í ritinu. Hann gerir algjörlega að óþörfu útúrdúr inn í völundarhús tveggja fræði- greina, sem hann ekki ratar um. Það eru kirkjusiðafræði og kirkju- lög. Niðurstaðan verður þvi þar og alröng. Vinnandi fólki í land- inu var í kristinnalagaþætti veitt allmikil linlcind um föstuhald, en hún breyttist nokkuð með Kristin- rétti Árna, og einhvernveginn finst höf., að ástæðulausu, hún vcra horfin og þar með úr gildi gengin. Þetta er ekki rétt, því að essi ákvæði eru í samræmi við ákvæði hinna fornu ahnennu irkjulaga (Decretalia, lib. III, tit. XLVI, cap. 2), svo aö þau giltu, lrvort sem þau stóðu í ís- lenskum kirkjulögum eða ekki. Út úr þessu fer höf. að óþörfu að athuga sambandið milli svo nefnds skriftaboðs Þorláks biskups og ákvæðisins i Grágás um boðföstur verkamanna (III, 36), og þar sér hann nefndar „6 dægrur tvennar fyrir allra heilagra messu og jói“ og tekur það ranglega saman við orðið „lögskyldar“ í linunni á undan. Vegna þessa heldur hann ö hér sé um almenna föstu aö ræða, sem þó ekki er, heldur er :aö þriggja daga boðfasta (trid- uum), svipað triduum sacrum fyrir páska, og hefir þetta verið sér- stakt fyrir ísland, þó orsakirnar sé ekki gott að vita nú. Hefir höf. síðan komist fyrir endann á þvi, að imbrudagar hafi verið nokkuð á reiki, og segir hann að Urban páfi annar hafi að yísu 1095 kom- iö á þetta því skipulagi, sem nú er, en sú skipan muni ekki hafa ver- iö komin í gildi hér er skriftaboð Þorláks var sett og sén þessar tvennar sex dægrur því imbrudag- ar um haust og vetur. Hér er sá ágalli, að einmitt haust- og vetur- imbrudagar haía aldrei verið á reiki, heldur aö eins vor- og sum- arimbrudagar, en þá festi Gregor- ius páfi sjöundi 1078 sbr. svo- nefndann Micrologus (de eccle- siasticis observationibus) kap. 24— 27; hann er prentaður hjá Migne í Patrologia latina 151 bindi. Þær þrjár tilvitnanir, sem höf. hefir nefna ekki Urban páfa, enda eru allar heimildir eldri og nýrri skel- eggar uin það að Gregor hafi skipað imbrudögum, sjá t. d. Eisenhofer: Iiandbuch der katho- lischen Liturgik, Fréiburg i Br. 1932. I, 484. Hvar höf. hefir kom- ist yfir það að Urban hafi verið við þetta riðinn, skil eg ekki, því að eg geri varla ráð fyrir því, að hann hafi náð þvi sjálfur úr hinum fornu kirkjulögum, þar sem þau eru með öllu skiþulags- laus og heljarmikiö bákn, en út- gáfur allar registurslausar, svo mfenn þurfa, aö vera þeim mjög svo handgengnir til að rata þar á nokkuð. Hins vegar byggist þetta þó einhvern veginn á mis- skilningi tveggja greina i kirkju- lögunum. Á biskupa og presta- stefnu í Seligenstadt á Þýskalandi 1022, höfðu verið gerð ákvæði um nær halda skvldi imbrudaga á vor og sumar, önnur en þau er Gregor setti síðar (Decr. Gratiani. distinctio LXXVL causa III) og var síðar spurst fyrir þaðan úr landi hjá Urbani páfa um, hvort halda mætti þeim hætti, en hann skipaði að halda réttuin hætt.i, eins Gregor hafði sett (á sama stað causa IV). Þetta munu vera tildrögin og gerir nú svo sem ekkert til, en hitt er síðra, að höf. varð ekki litið á hina síðu opn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.