Vísir - 18.11.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 18.11.1933, Blaðsíða 2
V I S I R Höfum fengið lílils Iiáttar af SPÖNSKUM SARDÍNUM í 1/4 dósum. Enn fremur eigum við væntanlegt með næstu skipum; GRÁFÍKJUR í ks. á 10 kg. HESLIHNETUR. VALHNETUR. Þessa árs uppskera. — Sími: 1--2-3--4. Nýmjölk, Ógerilsneydd nýmjólk fra Lækjarhvammi fæst nú flutt heim til neytenda lcvelds og morgna. — Sími 1922. Sfmskeyf London, 18. nóv. United Press. — FB. Þinghlé í Bretlandi. í ræðu þeirri, sem Georg' Breta- konungur flutti, er þinghlé hófst lýsti hann yfir því, aS áherslu bæri a'ð leggja á að ná samkomu- lagi um alþjó'ða-afvopnunarsam- komulag. Einnig ræddi hann um vfðskiftaástand og horfur, aö því er Bretiand snerti og sagði aS Bretland væri eina stórveldi'ð, sem tckist hefði að koma á viðunandi jöfnuði tnilli rikistekna og út- gjalda. — Loks lýsti hann því yfir aö bráðlega yrði undinn Itug- ur að þvi, að ganga frá viðskifta- samningum við ýmsar þjóðir, við- skiftasamningum, sem mundu koma báðum aðiljum að miklu gagni. Bát vantar. ‘—o— Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá erindreka Slysavarnaíélags Islands, Jóni E- Bergsveinssyni, vantar vélbátinn Andvara írá ísafirði. Eru á hon- um fimm menn. Formaður báts- ins er Jakob Elíasson. Bátar, sein voru á sjó á fimtudag/ höfðu ekki séð til hans. Samvinnubátarnir „Ásbjörn" og „ísbjorn" fóru að leita í gærmorgun. Var ’slæmt veður á Vestfjörðum í gær. Botnv. Sindri hóf þátttöku í leitinni í gær. Einnig ætluðu botnv. Karlsefni og Hávarður Isfirðingur að leita hans, en þeir lögðu af stað áleiðis til Englands með bátafisk í gær að vestan. ísafirði, 18. nóv. FB. Báturinn er ekki korninn fram enn. — Veður var slæmt í gær og var leitinni þó haldið áfram, en leitarskipin fóru inn á Bolungar- vík í gærkveldi og lágu þar í nótt. I morgun hófu þau leitina að nýju. Andvari er gamall bátur, smíðaður 1907, en endurbygður 1923. Hann er 14 smál. brúttó. (Símtal.) Seinustu fregnir: V. b* Andvara bjargað. Samkvæmt fregn frá Slysa- varnafélaginu ld. 1.30 e. li. hafði v.b. ísbjörn fundið Andvara og' er á leið með hann til Isaf jaröar. Frá Alþingi —o— Efri deild. Þar var frv- um ríkisborgara- rétt (Valtýr H. Valtýsson) af- greitt til n. d. umræðulaust og sömuleiðis frv. um þingsköp Al- þingis. Umræður urðu nokkrar um frv. um br. á lögum um Kreppulána- sjó'ð, í sambandi við breytingar- tillögur, sem fram voru komnar frá Eiríki Einarssyni- Voru breyting- artillögurnar feldar og frv. siðan afgreitt til neðri deildar. Neðri deild. Þar voru 10 mál á dagskrá og voru 3I fyrstu málin, frv. um sam- komudag Alþ- 1934, um verðtoll og um útfl.gjald af síld, sem öll eru komin frá efri deild, afgreidd um- ræðulaust til 2. umr- og nefnda. Fjórða málið var frv. um fyrn- ing verslunarskulda. Gísli Sveins- son, aðalflm. frumvarpsins, lagði mikla áherslu á það, að ef nokk- ur varanleg bót ætti að vera að kreppulöggjöf síðasta jf)ings, og þá sérstaklega kreppulánunum, þá yrði að reyna að tryggja þaö, að ekki sækti þegar í sama horf, um söfnun verslunarskuldanna. Og væri óhjákvæmilegt að setja lög því til varnar, því að einstakar verslanir væri ekki þess megnugar, að verjast þessu fargani, er altaf mætti búast við því, að einhverjir yrði til þess að veita slík lán til a'ð draga til sin viðskiftin. Þeir, sem vildu aflétta þessu fargani, yrði því að hafa einhverja stoð i löggjöfinni. — Héðinn Valdimars- son kvað frumvarpið vera „gamla afturgöngu“ frá undanförnum ])ingum, og það, sem vekti fyrir flutningsmönnunum væri það, aö forða verslununum frá þessum skuldasöfnunum! En ekkert væri séð fyrir því, hvernig menn ætti að geta fengið lán til að draga fram lífið og reka atvinnu sína- — Eysteinn Jónsson þóttist hins- vegar ekki hafa ástæðu til að ef- ast um það, að gott eitt vekti fyrir flutningsmönnunum, en taldi van- kvæði á framkvæmd slíkrar Iaga- setningar, því að slíkum skuldum mætti auðveldlega breyta í vixla, en jafnvel þó'að fyrir það yrði girt, þá væri frv. þó ekki til þess fa!l- ið að verða að lögum, þvi að menn þyrfti að geta fengið lán ti! að liía og reka atvinnu sína, eins ög Héðinn hefði bent á. í stað þess að gera slikar ráðstafanir, sem frvr. mælti fyrir um, ætti að sjá mönn- um fyrir nægilega miklum tekj- um, svo að þeir þyrftu ekki að taka lán! — Gísli Sveinsson vakti þá athygli á því, að samkv. frv. fyrntust skuldirnar ekki fyrr en vonlaust væri í raun og verti orð- ið um, að þær fengist greiddar, þar sem svo væri fyrir mælt, að fyrningarfresturinn byrjaði ekki að Iíða fyrr en frá næstu áramót- um, eftir að skuldin væri stofnuð, IIIIBIllIllliIiilIIIIIIIIIIIiailIIIIBSEIII :ooooí:cao4>aí>oíKiOOí5í'íaíKK>;w3t BRIDGE spilakassar, Spilapeningar, Spil. Taflmenn. Borðtennis. Sportvöruhús Reykjavíkur. JQQQt SQOCS* og yrði því áöur eu fresturinn væri ritrunninn útséö um það, hvort skuldin yrði greidd af þeim tekj- um, sem hún hefði átt að greiðast aí. — Að lokinni umræðunni var málinu vísað til 2. umr. og allsherj- arnefndar. Um frv. um virkjun Fljótaár, sem Bernharð Stefánsson ílytur íyrir Siglfirðinga, urðu litlar um- ræður. Þó fann Jón Sigurðsson aö því, að lítt væri í frumvarpiriu gætt hagsmuna ])ess héraðs, sem þetta fallvatn er í, aðallega born- ir fyrir brjósti hagsnninir Sigl- firðinga. - Flutningsmaður kvaðst fúslega vilja ræða um einhverjar lagfæringar á frv. í þá átt, að tryggja not Fljótamanna af virkj- uninni, en vakti þó jafnframt at- hygli á þvi, að Siglufjarðarkaup- staður væri réttur eigandi að vatnsréttindunum. —- Var frv- síö- an vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. . Þá kom til umr. frv. frá land- búnaðarnefnd um br. á 1- um heil- brigðisráðstafanir, um sölu mjólk- ur og rjóma. Hafði Bjarni Ásgeirs- son framsögu af hálfu nefndarinn- ar og gerði grein fyrir þeim breyt- ingum, sem til væri stofnað aö gerðar yrð'u á lögum þeim* um ])etta efni, sem samþykt voru á siðasta þingi. — Jakob Möller vakti athygli á því, að aöall)reyt- ingin, sem i frv. fælist, ætti ekk- ert skylt við heilbrigðisráðstafanir, en miðaði að því að tryggja mjólk- urbúunum einkasölu á mjólk i kaupstöðum, betur en gert væri í gildandi lögum, sem aðeins mælri svo fyrir, að mjólkin skyldi vera gerilsneydd, en í frv. væri áskilið, að gerilsneyðingin væri frarn- kvæmd í mjólkurbúunum. En það væri nánast spaugilegt, að i frv. væri svo gert ráð íyrir sérstökum gerilsneyðing'arstöðvum, öðrunr en rnjólkurbúunum, en slíkum stöðum væri bannað að gerilsneyða mjólk- — Haraldur Guðmundsson, sem sæti á í landbúnaðarnefnd, en tek- ur ekki þátt i flutningi frv., skýrði frá því, að nefndinni hefði borist bréf frá tveimur mönnutn, sem selt hefð'i mjólk hér i bænuni að undanförnu, annar mjólkurfram- leiðandi en hinn mjólkursali, sem selt hefði rnjólk frá um 20 bænd- um. Þessir rnenn hefði báöir farið þess á leit, bæði við Mjólkurfélag Reykjavíkur ~ og mjólkúrhúsin eystra, að fá mjólk gerilsneydda, en þeim hefði verið með öllu at- sagt um það. —- Bjarni Ásgeirsson kvað þessa menn hæglega geta fengið mjólk sína gerilsneydda með því að ganga í mjólkurbúin! — Er af þessu auðsætt, að aðal- tilgangur þessarar' lagaSetningar er að þröngva mönnum til aö ganga i mjólkurbúin, þó að „heil- brigðísráðstafanir“ séu hafðar að yfirvarpi. — En hversvegna þá ekki að orða það svo? Loks voru á dagskrá 3 þál.till. sem öllum var vísað til nefnda. Þar á meðal var till- Jóns Pálinti- sonar um hafnargerð á Skaga- strönd, en í sambandi við það má! upplýsti Tryggvi Þórhallsson, að meira væri framleitt af mat á Hornströndum en í allri Húna- vatnssýslu! Útsvðrin og varaiðgregian. —o— Sigurðui' Jónasson, fyrrver- andi borgarstjóraefni jafnaðar- manna, sem nú er sagt, að eigi ekki að eiga afturkvæmt í bæj- arstjórnina, lýsti þvi yfir á sið- asta bæjarstjórnarfundi, að til þess að standa straum af út- gjöldum vegna 100 manna vara- lögreglu, yrði óhjákvæmilegt að bækka úlsvör miðlungsgjald- enda i bænum um 50%! Þetla bygði liann nú raunar á því, að kostnaður við þessa varalög- reglu mundi verða 300—350 þús. kr., þó að með ljósum rök- um væri sýnt, að sá kostnaður gæli varla orðið meiri en sem svaraði tíunda bluta þeirrar upphæðar. í samþj'kt þeirri um varalög- regluna, sem gerð var á siðasta bæjarstjórnarfundi, er svo á- kveðið, að varalögreglan skuli skipuð alt að 100 manns. Tala varalögreglumanna er þannig ekki bundin við 100, stjórnar- völdin Iiafa að því leyti ó- bundnar liendur, og þá um leið um það, hve kostnaðurinn verð- ur mikill. En þar við bæt- ist, að þóknun til varalögreglu- mannanna er ákveðin 50 kr. á mánuði, eða G00 kr. á ári, til hvers, og getur þvi ekki orðið meiri en G0 þús. kr. á ári. Hve mikill aukakostnaðurinn verð- ur, fer alveg eftir því, live mik- ið þarf að nota varalögregluna. Nú halda jafnaðarmenn því fram, að hér sé engin þörf fyr- ir varalögreglu. Ef það er rétt, og’ aldrei þarf á varalögreglunni að halda, þá verður lieldur ekki um neina aukagreiðslu til vara- lögreglumanna að ræða. Það er þannig bersýnilegt, að jafnaðar- menn halda því fram gegn betri vitund, að kostnaðurinn verði 300—380 þús. kr., ef þeir ann- ars trúa á þá staðhæfingu sína, að engin þörf sé á varalögreglu. I samþyktinni er ákveðið, að varalögreglumennirnir skuli fá sérstakt kaup, þegar þeir vinna að lögreglustörfum, 5 kr. fyrir fyrstu klukkustundina og síðan 2 kr. fyrir hverja klst. og kr. 2.50 á helgidögum og að nætur- lagi. Meðalkaupið verður þá kr. 3.17 á klsl., eða 317 kr. á klst. fyrir alt liðið. Ef nú er gert ráð fyrir því, að fastur kostn- aður við varalögregluna verði 90 þús. kr. (kaup 60 þús. kr. og annar kostnaður, húsal., bún- ingar o. ]). h. 30 þús. kr.), þá ætti, samkv. áætlun jafnaðar- manna, aukagreiðslurnar til lögreglumanna, fyrir lögreglu- störf, að nétna 260 þús. kr. á ári. Til þess, að þessi kostnaður geli orðið svo mikill, yrði alt liðið, 100 manns, að vinna full- ar tvær klukkustundir á dag alt árið. Jafnaðarmennirnir gera með öðrum orðum ráð fyrir því, að óhjákvæmilegt verði að kveðja alt liðið til starfa sem svarar í tvær klst. á dag, allan ársins hring. En það stappar nærri ])ví, að hærinn væri i stöðugu uppreistarástandi! —■- Og í öðru orðinu staðhæfa þeir svo, að engin þörf sé á vara- lögreglu! Það er auðsætt, að önnur livor staðhæfingin eða báðai' eru vitleysa. Og auðvitað er koslnaðar-staðhæfingin magn- aðri vitleysan. Menn eru sjálfsagt mjög sam- mála um það, að hér sé ekki þörf á því, að kosta miklu til varalögreglu, að þörfin fvrir varalögreglu sé ekki mikil. En hitl er augljóst, að með þvi að hafa tiltækt eitthvert varalög- reglulið, þá er einmitt girt fyr- ir, að þörfin fyrir það fari vax- andi. Það er jafnvel sennilegt, að að eins vitneskjan um, að slíkt lið sé tiltækt, komi að meslu leyti i veg fyrir það, að til þess þurfi að talca. Það lief- ir líka reynslan siðustu 12 mán- uðina sýnt mjög áþreifanlega. Það er þannig full ástæða tii að ætla, að kostnaðurinn við ýaralögregluna fari aldrei fram úr lágmarki, verði aldrei meiri en 90—100 þús. kr. á ári, fyrir 100 manna sveit, en af þvi greið- ir rikissjóður helminginn. *— Köstnaður bæjarins ætti því ekki að verða meiri en 50 þús. Það er sagt, að fáir Ijúgi meira en helmingi. Jafnaðar- mennirnir leika sér að því, áð margfalda það. Bjargráð sésialismans og dðmnr reynslunnar. Önnur lönd. 3. Svíþjóð. Framh. , Nefndin var óánægð meö allan rekstur ríkisbrautanna. Og hún komst aÖ raun um aö aukinn sósi- alismi mundi ekki bæta þar úr skák. Tillögur hennar fóru því í þá átt, að sní'ða rekstur brautanna eftir þeim fyrirmýndum, sem einkarekstur haíði skapað, að losa þær við seinagang og úrræðaleysi skriístofuvaldsins, gefa framtaks- semi starfsmanna meira svigrúm og glæða hvöt þeirra til þess að láta sér ánt um afkomu brautanna. Stjórnarvöldin höfðu að sjálf- sögðu ráðið vali stjórnenda braut- anna. Nefndin vildi að nokkru leyti svifta þau því valdi. Hún lagði til, að þeir yrðu valdir af rikisstjórn, ríkisþingi, starfmönn- um brautanna og þeint stoínunum, sem hefðu sérstakra hagsmúna að gætá við flutninga á fólki og vcir- um. Þetta fyrirkonmlag mætti ef til vill telja spor i áttina til sósialism- ans ef einkafyrirtæki væri tekin slíkum tökum. En tillögurnar fjöll- uðu ekki um einkafyrirtæki, held- ur rikisfyrirtæki- Tillögurnar l>ein- ast því i þá átt að hverfa frá rík- isrekstri og nálgast einlcarekstur. Einn af riturum nefndarinnar, Erik Linder, hefir ritað fróðlega skýrslu um rannsóknir hennar á rekstri rikisbrautanna og tillögur hennar um endurbætur á honum. Iiann segir: „Eftir tillögum neíndarinnar á því áð skilja stjórn ríkisfyrirtækj- anna frá hinni almennu íram- kvæmdastjórn og setja þau undír sérstaka stjórn. Með því eina móti er hægt að koma í veg fyrir, að bæði efnahagslegar ástæður og stjórnmálalegar ástæður verði hafðar fyrir augum við stjórn þeirra. En það hlýtur að hafa lam- andi áhrif á allan atvinnurekst- Hann segir aö tilgangurinn eigi ekki að vera sá, að láta ríkið græða á járnbráutarrekstrinum, en þó verði járnbrautirnar, eins og önn- ur fyrirtæki, að halda fjármagni landsins við og auka það. „Ríkís- brautirnar verða ])ví að gefa arð, .... Arðurinn verður að miusta. kosti að samsvara venjuleguim peningavöxtum, að viðbættum nauðsynlegum áhættukostnaði. ..“ Heitir þetta ekki, arðrán á máfii sósialista ?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.