Vísir - 18.11.1933, Síða 4
V í S I R
HallgrlmsMtitón.
--o--
„Vilt þú vera einn í þeirri hirc,
sem tignar Hallgríni Pétursson?“
Þannig spuröi kirkjumálará'ö-
herrann þær þrjár þúsundir
manna, sem hann prédikaöi yfir á
Hallgrímshátíðinni í Saurbæ, og á
morgun má vera, aö þrjátíu þús-
undir verði spurðar sömu spurtt-
íngarinnar.
Ef veður verður hagstætt, er
áformað að börn úr efri bekkjum
skólanna hér og í Hafnarfirði
gangi um og bjóði til kaups rit
um Hallgrímshátíðina. Hefir það
inni að halda allar þær ræður, setn
þar voru fluttar, kvæðið, setn
sungið var við lei'ði Hallgríms, og
frásögn um sjálf hátíðahöldin.
Margar myndir ertt í bókinni, þar
á mfeðal myncl af Hallgrími Pét-
urssyni, betur gerð en þær inyniir
af honum, sem áður hafa verið
gefnar út.
Frágangur bókarinnar er prý'ði-
legur og verðið er 2 kr. Andviröið
rennur i byggingarsjóð Hal!-
grímskjrkju í Saurbæ. Salan fer
fram undir stjórn Hallgrímsnefnd-
anna og kennaranna við skólana.
Er sagt að bæði skólastjórar og
kennarar hafi lagt sig mjög fram
til þess að búa svo í haginn að ár-
angur af sölunni geti orðið sem
bestur.
Eg ætla engum getum um bað
að leiða, hvernig fullorðna fólktð
muni taka hinni ungu liðsveit
Hallgríms Péturssonar. Hugur
þjóðarinnar til þessa máls er svo
kunnur, að eg fæ aldrei spámanns-
heiti fyrir að spá um það. En þökk
sé börnunum, sem boðið hafa lið-
sinni sitt til þess að hrinda þessu
áhugamáli þjóðarinnar áleiðis. Það
er vonandi að þau fái á sínum tíma
að sjá kirkju þá, sem þau eru að
hjálpa til að reisa og væntanlega
verður svo. fögur, að hún hæíi
niinningu hins ágæta manns og
hinu fagra umhverfi þar sem hún
á að standa- Það á vel við að
óflekkuðu litlu barnshendurnar
leggi steina í veggi þess guðshúss.
En fleirum ber að þakka fyrir
aðgerðir þeirra í þessu máli. Eg
á þar við ríkisstjórnina, sem gaf
þá fyrirskipun, að ríkisprentsmiðj-
an gæfi út rit þetta til ágóða fyrir
kirkjuna. Fyrir allra hluta sakir
er það þakkarvert. Með þesstt
móti er tnálinu veittur stórmikill
fjárhagsstuðningur, en þó tneð svo
litlum útgjöldum, að heita tnega
alveg hverfandi- Hitt er þó ef til
vill ekki minna um vert, að á þenn-
an hátt er minningarhátíðin i
rauninni leidd inn á hvert einasta
heimili í Iandinu svo að öll þjóðin
tekur þátt í hen’ni eins og vera
ber. Þakklæti fyrir þessa ágætu
ráðstöfum tekur ekki aðeins til
sjálfrar stjórnarinnar, heldur og
þeirra embættismanna hennar,
sem hafa haft málið með höndutn,
og þá sérstaklega skrifstofustjór-
ans í dómsmálaráöuneytinu og
forstjóra rikisprentsmiðjunnar,
sem báðir hafa lagt við það þá
alúð, sem einkennir alla þeirra
embættisfærslu.
Sn. J.
Útvarpsfréttir.
(Frá fréttastoíu útvarpsins).
Normandie í morgun.
Þinghallarbruninn.
Réttarhöldin út af bruna ríkis-
þingshússins verða flutt aftur til
Leipzig í dag, og fara fram þar,
það sem eftir er. Grote, fyrrum
kommúnisti, bar það fyrir réttin-
um í gær, að bruni rikisþingshúss-
ins hefði átt að vera merki til
kommúnista í Þýskalandi um að
hafin væri allsherjar kommúnista-
uppreist i landinu. Hann sag'öi að
kommúnistar hefðu verið búnir að
koma öllum íkveikjuefnum fyrir í
húsinu.
Berlín í gær.
Landbúnaðarráðherra U. S- A. og
viðskiftin við Rússa.
Landbúnaðarráðherra Banda-
ríkjanna hefir í viðtali við blaða-
menn lýst þvi yfir, að hann geri
sér ekki vonir um að Bandaríkin
geti framvegis selt Sóvét-Rússlandi
baðmull og kvikfénað svo nokkru
nemi, því Rússar mundu aldrei
geta borgað, ef til kæmi. Sögu-
sagnir sem höfðu gengið um lán
handa Rússum frá Bandaríkjunum
kvað hann vera rangar.
N orskar
loftskeytajfregnir.
—0—
Oslo, 17. nóv.
NRP. - FB.
B amaveikisf araldur.
Heilbrigðisráðið í Kristians-
sund hefir ákveðið að loka skól-
unum i bænum og alþý'ðubóka-
safninu, vegna barnaveikisfar-
aldurs.
Skiptapi.
Samkvæmt skeyti frá London íil
Dagbladet hefir enska eimskipi'ð
Saxilby farist. Menn óttast að
áhöfnin, 27 menn, hafi drukknaö.
£xi$e
Enginn bíll gengur vel, ef geymirinn er lélegur
eða í ólagi. Látið athuga geymirinn í bíl yðar fyrir vet-
urinn og setja hann í stand, ef eitthvað er að, eða
skifta um geymi.
KAUPSKAPUR
1
EXIDE rafgeymir er búinn til hjá stærstu verk-
smiðjum í heiminum í sinni grein.
Notið ávalt EXIDE, svo að bíll yðar fari fljótt í
gang og eyði ekki meira bensíni, en þörf er á.
Jðh. Qlafsson & Co.
Hverfisgötu 18, Reykjavík.
Ný bók:
Guðni Jónsson: Forn-íslensk lestrarbók.
367 bls. Með skýringum og orðasafni. Verð ib. kr. 10,00.
Fæst hjá bóksölum.
G
Mjólk bcint úr fjósi, fæst á
Framnesvegi 56. (397
Nýtt rúmstæði til sölu á Skóla-
vörðustíg 41. (395
Blómaverslunin Anna Hall-
grimsson, Túngötu 16, símr
3019. Chrysantemum (innlend
framleiðsla), nýkomnar, með
ýmsum litum og verði. (398
Notuð eldavél eða ofn óskast
til kaups. Uppl. í sima 4846-
(409
-j'iriiii 1111 in 1 mmiiiiTir Mi n 111 wiiib
| VINNA
Stúlka eða unglingur óskast-
Fjölnisveg 8. (375
Góð stúlka óskast í hæga vist..
Uppl. Baldursgötu 3. (404
Unglingsmaður óskast upp í
sveit um nokkurra mánaða
tíma. Uppl. Freyjugötu 16, kl-
3—7 á morgun. (403
2 duglegar stúlkur óskast nú
þegar. — Gesta- og sjómanna-
heimili Hjálpræðishersins. (401
1. fl. húsgagnafóðrari (Ta-
pclserer) getur fengið atvinnu
strax. Uppl. Húsgagnavinnustof-
an Skólabrú 2 (hús Ólafs Þor-
steinsspnar, læknis). (399
Stúlku vantar mig nú þegar.
Guðrún Ottadóttir, Vesturgötu
16A. (410
Óska eftir að fá þjónustu fyr-
ir 3 menn vetrarlangt. Uppl. í
síma 2577. ' (406;
Bðkaverslna Sigfð$a<’ Eymnndssonar.
(og Bókabúð Austurbæjar BSE, Lv. 34). í
6ERI UPPDRÆTTI af allskonar húsum. — Þorleifur Eyjólfsson, húsameistari, Öldugötu 19. | FÆÐI Nokkrir menn geia fengið golt og ódýrt fæði hjá Rósu G. Rósenkrans. Vesturgötu 12. (365
VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða.
TILKYNNING LjósmjTidastofa Alfreðs er á Klapparstig 37 (milli Grettisgötu og Njálsgötu. Sími: 4539. (478
| T APAÐ - FUNDIÐ | í fyiæa kveld tapaðist kven-úr frá Laugaveg 43 að Laugaveg 64. — A. v. á. (405
Geymsla. Reiðhjól tekin til geymslu. Örninn, Laugaveg 8 og 20 og Vesturgötu 5. Símar 4161 og 4661. (1227
Þú, sem tókst rcgnhlífina í gær á Norðurstíg 4 — skilaðu henni strax. (408
HÚSNÆÐI |
2—3 herbergi og' eldliús ósk-
ast. Fyrirfram greiðsla. A. v. á-
(396
Eitt herbergi og eldliús tiF
leigu. A. v. á. (394
Herbergi óskast í austurbæn-
um. A. v. á. (402
Herbergi óskast, ásamt liita-
lielst í mið- eða vesturbænum-
Tilboð lcggist inn á afgr. Vísis,
merkt: „Strax“. (400
Golt sólríkt herbergi til leigu
fyrir einhleypa á Þórsgötu
21A. ' (407
FJELAGSPRENTSMIÐJAN.
HERFERÐ SVÖRTU STJÖRNUNNAR.
kosti. En hvernig gæti jafnvel erkibófinn sjálfur verið
búinn að gera áhlaup á húsið, innan svo skams tíma?
Við verðum að hafa auga á þakinu. Þér munið hvernig
bófinn slapp af þakinu á National forðum? Hann virt-
ist ráða yfir einhverju, sem við vitum ekki hvað er.
— Nú, hann ætlar þá að fara a'ð koma með þessa
Ijósadýrð og tala við okkur ofan af himnum sagði Kowen.
—i Jæja, hvað skal gera?
— Látið menn yðar setja fangana inn í herbergi hér
og hafa gætur á þeim. En við skulum vera við dyrnar
uppi og gæta að þakinu.
Kowen fógeti gaf fyrirskipanir. Hann og Verbeck biðu
svo við dyrnar og Lawrence með þeim.
— Hvað stendur nú til? spurði Lawrence.
— Það getur eins vel orðið ekki neitt — við erum bara
að sjá hvort nokkuð skeður, svaraði Verbeck.
— Má eg ekki fá að vita hvað það er? Hefði eg ekki
veriö, væri hyskið nú á bak og burt, og þið bundnir og
keflaðir í herberginu, að biða eftir að verða að athlægi
allrá.
— Nú, það er ekki annað en, að Landers símaði tii
einhvers að koma og bjarga sér af þaknu, og við erum
að bíða til að sjá hver kemur til þess og bvernig hann
kemur-
Þeir biðu nú i io mínútur, án þess að heyra neitt eða
sjá. Fóru síðan frá dyrunum og að einurn reykháfnuin,
og biðu þar á gægjum, og hlustuðu, eins og menn, sem
búast við að eitthvað komi dettandi af himnum ofan.
Og það kom líka — þetta sterka ljós, sem þeir voru
nú farnir að kannast svo vel við. Það upplýsti alt þakiö
og næstum blindaði mennina, sem þar voru. Þeir putu
allir aftur að opnu dyrunum, og héldu höndum fyrir
augun. Ljósið hvarf aftur og þeir heyrðu rödd Svörtu
stjörnunnar: — Hvað hafið þið gert við fólkið mitt?
spurðl liann.
— Við settum handjárn á það, fantur, svaraði Kowen-
— Og sama gerum við við þig á næstunni-
—• Varið yður! æpti Verbeck.
Eitthvert sjötta skilningarvit hafði varað Verbeck viö
því, sem koma ætti. Og það, sem kom var gassprengja,
sem sprakk ekki tíu fet frá dyrunum. Þeir hrukku td
baka og sluppu þannig undan henni. Þá sáu þeir ljósi'ð
á þakinu aftur. Svo varð énn dimmt og ekkert meira
heyrðist eða sást.
— Mér þætti gaman að vita, hvernig hann fer að þessu,
sagði Kowen. Svífur hann uppi í geimnum líkt og stjarna?
Jæja, en víst er um það, að engum bjargaði hann i þetta
sinn- Það er þó nokkur huggun.
— Hann hefir ekki verið nema stundarfjórðung aö
komast hingað, sagði Verbeck. En svo vitum við ekki
hvernig hann ferðast og getum því ekki geti'ð okkur
neitt til um aðsetur hans. En þetta símanúmer....
— Við getum að minsta kosti athugað það strax í
fyrramálið, sagði Kowen. Eg skal setja símafólkið í
vinnu. En nú ætla eg a'ð fara með fangana í varðhald-
ið og búa um þá þar eftir bestu fyrirmyndum.
Fangarnir voru þvínæst fluttir burt og alt komst í
samt lag í gistihúsinu. —■ Verbeck fór inn til Lawrence
til að reykja sér vindling, og losna frá mannsöfnuðin-
um þó ekki væri nema í bili, og loks fór hann heim á
leið-
Honum leið illa út af Muggs, þó ekki væri annað-
Hann var þó a'ð vona, að þjónn hans gæti eitthvað gert
til gagns meðan á varðhaldi hans stæði. Og hann vissi
að Muggs myndi ekkert láta ógert, sem að gagni mættt
verða.
Einnig kom upp í huga hans hótun bófans um að
gera eitthvað stórkostlegt, kveldiö eftir. Átti bófinn kann-
ske að sigra enn einu sinni? Var ekki á einhvern hátt
iiægt að stöðva hann, handsama hann og setja hann í
fangaklefa aftur? Borgin var þegar gripin skelfingu.
Enginn gat giskað á, hvar Svarta stjarnan myndi fyrst
bera niður. Hann gat rænt annan banka til, eða þá gim-
steinabúð, eða líka gert áhlaup á fangelsið og forðað liðs-
fólki sínu. Almeimingur léts^pýr detta í hug alt mögu-
legt — nema bara það, sem bófinn ætlaði sér fyrir i
raun og veru- (