Vísir - 06.12.1933, Síða 3
VISIR
Nýtt merkisrit.
Saga Eiríks Magnússonar,
eftir Stefán Einarsson.
Reykjavík 1933.
Eiríkur Magnússon ól mestan
Srluta aldurs síns erlendis, í raun-
inni alt frá því aiS hann varS full-
tí'öa maSur. Eigi aS síöur var hann
þó í hálía öld einn þeirra manna
:sem allra mest bar á í islensku
þjóiSlífi og nafn hans var á hvers
manns vörum. Um þvert og endi-
langt ísland var varla þaö barn
-cr komiö væri til vits og ára, aS eigi
Ikynni það aS nefna „meistara
Eirík.“ Hann átti hér andstæðinga
og þar á meöal þá, sem síst verha
til smámenna taldir; en hversu
hamrammir andstæöingar hans sem
jþeir voru, efast eg þó um atS nokk-
nr þeirra hafi veriS fjandmaöur
hans. Vini og dáendur átti hann
;um alt. Þó aö viö vissum nú ekk-
crt um hann annaö en þetta, þá
myndi þaö æriö nóg til þess aö
viö skilduml það, að hann var ekki
neinn meðalmaður, heldur mjög
svo óvenjulegur maður.
Það er sannast að segja, að Ei-
ríkur Magnússon var einn af1 allra
•gáfuðustu og glæsilegustu skör-
ungum íslendinga á 19. öldinni,
sem þó var svo óvenju auðug að
miklum mönnum og merkum. Það
er þvi ekki að undra þótt margur
lúði æfisögu hans með mikilli ó-
þreyju frá því er þaö vitnaðist, að
farið væri að rita hana. En sú
•óþreyja mun þó hafa, verið bland-
in nokkrum kvíða hjá fjölda
manns, og sannarlega var hún það
lijá þeim, er þessar línur ritar.
Það var í sjálfu sér mikið vanda-
verk að rita sögu Eiríks vegna
þess, hve harðsnúinn og margvís-
íegan þátt hann tók í þeim málum,
>er mest skiftu mönnum í flokka,
«og vegna þess, hve sorglega hon-
um lenti saman við annan afburða-
mann þjóðarinnar á bæði íslensk-
11 m og erlendum vettvangi. Ofan á
þetta bættist, að sá sem rita átti
söguna, var náfrændi Eiriks og
ritaði fyrir honum enn þá náskyld-
ari menn. Það mátti undur heita
•ef hann kæmist vel frá slíku verk-
<efni, hversu hugðnæmt sem það
íinnars var í sjálfu sér.
Eg tók bókina til lesturs undir
«ins og hún kom út. En þó að eg
byrjaði meö nokkrum kvíða, gat
<eg ekki slitið mig frá henni fyr
en eg hafði lokið við hana og hafði
hún ]iá kostað mig nálega heila
vökunótt. ■ j |j||
Ekki er bókin gallalaus freniur
■en önnur mannanna verk yfir höf-
uð. Ymislegt er ósagt, sem les-
andann langar til að fá að vita.
En vafamál er hvort þetta má telj-
ast til galla, því einhver takmörk
varð höfundurinn vitanlega að
setja sér og óskemtilegir eru þeir
skrifarar, sem verða aö setja á
pappirinn alt það er þeir vita.
Smíðalýti eru það, að höfundurinn
vitnar stundum til þess, sem ,,áð-
tir segir,“ enda þótt það, sem hann
ú þá við, hafi alls ekki verið áður
sagt, heldur aðeins að því vikið
cða komið í námunda við það. En
svo endurtekur hann sig stundum
að þarflaus.u. Þá er og þýðingin
á erlendum orðum stundum svo
ónákvæn-, að nærri stappar að
rangt megi heita; en bót er það,
að allu,- þorri lesenda mun skilja
erlendu orðin. Alt eru þetta hrein-
ir smámunír. Sama er að segja um
inállýtin. Þau mættu að vísu missa
sig, en þau eru færri en nú tíðk-
ast í íslenskum bókum, og yfir-
höfuð er máfið á sögunni gott.
En kostirnir eru alt annað en
smámumr. Þeir eru svo stórkost-
legir að þær eru víst ekki margar
íslensku æfisögurnar frá síðari
tímum, sem alls og alls standi
þessari jafnfætis. Hún er fjörlega
og skemtilega rituð og hún ?er
gtysilega fróðleg. En þaö sem
prýðir hana allra mest og lang-
rnestan sóma gerir höfundinum, er
sú merkilega óhlutdrægni og hrein-
skilni, sem hann virðist hafa gert
sér að leiðarstjörnu. Þessi fágæti
og mikli kostur prýöir bókina frá
upphafi til enda. Engum er hlíft
við vitnisburði sannleikans og eng-
inn er skreyttur með ódýru selst-
sem-gulli órökstuddrar lofdýrðar.
Hvort heldur það er sjálf sögu-
hetjan eða hinir leikendurnir á
sviðinu, þá verða þeir allir að
korna til dyranna eins og þeir eru
klæddir, hver og einn meö ágæti
sitt, ófullkomleika og bresti,
Hættulegasta skerið á þessari leið
var að sjálfsögðu þáttur Guðbands
Vigfússonar. En jafnvel ekki á
þessu skeri mun verða sagt að
höfundurinn steyti. Það liefði
lika verið hörmulega léiðinlegt ef
tilraun ’nefði verið gerð til þess að
hefja Eirík á kostnaö Guðbrands.
Báðir voru afburðamenn og ágæt-
ir, en báðir höfðu mjög verulcga
ágalla, sem ekki varpa lengUr
skugga á frægð þeirra. Eiríkur er
tvímælalaust þeirra glæsilegri, en
í flestra augum ætla eg að Guö-
brandur verði stórfenglegri. Það
cr aldrei nein mærðarfroða i því,
sem Halldór Hermannsson segir,
og vanur er hann að vega orði sín.
Dómur hans um Guðbrand í nýj-
asta bindinu af Islandica er stutt-
orður, en þar er hvert orð óðru
sannara, og undir þeim steini má
Guöbrandur vel sofa.
Bók sú, sem hér um ræðir, er
ekki um Guðbrand, 0g það væri
varla sanngjarnt að ætlast til þess,
að mikilleiki hans kæmi þar í ljós.
En eftir þetta myndi margur óska
þess, aö Stefáni Einarssyni gæfist
tækifæri til þess aö gera Guð-
brandi sömu skil og hann hefir
nú gert Eiríki, því þótt eitt sinn
hafi verið merkilega um hann rit-
að á íslensku, þá er nú miklu við
að bæta.
Iívergi í víðri veröld ríður ís-
landi eins á að eiga góðan fulltrúa
eins og á Bretlandi. Þá átti það
íþar mikiliúðuga fulltrúa er þeir
vom þar tveir þessir frábæru
menn, er með yfirburðum sinum
heilluðu hina bestu menn þeirrar
þjóðar, sem sist er uppnæm fyrir
smámunum. Við stöndum ber-
skjaldaðri þar núna en þá gerðuni
við.
Dálitið barnalega er það
talið upp í formála bókarinnþr,
hve margir „meistarar“ hafi lesið
prófarkirnar (sbr. „Meistarar, sjö,
eg mæla kann“). Ekki hefir þó
lesturinn tekist svo, að óaðfinnan-
legur sé, og honum á sennilega að
kenna um „Annie Johnston" (bæði
i texta og registri). En fyrri kona
A. W. Johnstons hét Amy, og ]tað
et leiðinlegt að sjá hana rang-
nefnda i íslensku riti. Svo mikiö
eigum við íslendingar þeirri ágætu
konu að þakka (eins og líka manni
hennar), að nafn hennar ættum við
að muna. O jæja, við gleymdum
Rask í fyrra, og ætli við gleymum
ckki Morris að ári?
Hafi þeir allir þökk, sem á einn
cða annan hátt hafa að því stuðlað,
að bók þessi er orðin til.
X.
Ný ljóíabók.
—0—
Eg heilsa þér, heitir ljöðabók,
sent kemur á markaðinn í dag
efitr Guðmund Daníelsson frá
Guttormsliaga. Höfundurinn er
ungur maður, að eins 23 ára, og
nemandi í Kennaraskólanum.
Það verður að vísu ekki sagt,
að kvæðin í þessari bók séu
heilsteypt og gallalaus, og er
þess varla að vænta um svo
ungan mann. Hitt er fremur á
að líta, að í bókinni kemur víða
fram djarfmannleg hugsun og
skemtileg og skáldleg tilþrif.
Eru því fullar líkur til að liöf.
sé gæddur góðum liæfileikum
lil skáldskapar. Því er þess að
vænta, að bókinni verði vel tek-
ið og mun margur hafa vak-
andi auga á þessum unga
manni upp frá þessu.
Jón Magnússon.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 5 stig, ísafirði
4, Akureyri o, Seyðisfirði 2, Vest-
mannaeyjum 6, Grímsey 1, Stykk-
ishólmi 4, Blönduósi — o, Raufar-
höfn o, Hólum í Hornafirði 4,
Grindavík 7, Færeyjum 4, Jan
Mayen o, Angmagsalik 5, Juliane-
haab 6. (Vantar skeyti frá öörum
enendum stöðvum). Mestur hiti
í Reykjavík í gær 8 stig, minstur
4. Úrkoma 0,2 m.m. Yfirlit: Há-
þrýstisvæði frá íslandi til Noregs..
Nærri kyrstæð lægð suðvestur í
hafi. — Horfur: Suðvesturland:
Stinnings kaldi á suðaustan. Dá-
lítil rigning. Faxaflói: Suðaustan
og austan gola. Úrkomulaust að
mestu. Brteiðafjörður, Vestfirðir,
Norðurland, noröausturland og
Austfirðir: Hægviðri. Þurt og víða
bjart veöur. Suðausturland: suð-
austan gola. Dálítil rigning.
Kvennadeild Slysavamafélags ís-
lands heldur fund í kveld (mið-
vikudagj kl. 8)4 í Oddfellow-hús-
inu. A dagskrá eru félagsmál.
Nýja hljómsveitin leikur. Veiting-
ar. Félagskonur fjölmennið og
hvetjið þær -af kunningjakonum
yðar, sem enn eru ekki komnar í
deildina, að koma í kveld. Allar
konur sem kynnast vilja félags-
skapnum og styðja hann eru vel-
komnar á fundinn.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss fór frá Leith í gær
áleiðis til Vestmannaeyja. Goða-
foss kom til Hull í gær. Brúarfoss
er væntanlegur í fyrramálið að
vestan. Dettifoss kom hingað í
gærkveldi frá Hull og Hamborg
Lagarfoss er á Akureyri.
Pétur Á. Jónsson
heldur 4. óperuhljómleika
sína í Gamla Bíó annað kveld.
Á söngslcránni eru lög eftir Bi-
zet, Puccini, Leoncavallo og 3
lög úr óperunni Tiefland, eftir
D’Albert. Hafa þau aldrei ver-
ið sungin hér áður. x.
50 ára
er í dag Karel Hjörtþórsson
bílstjóri, Óðinsgötu 18B.
Farþegar á Dettifossi
frá útlöndum voru Geir Zoéga
útgerðarmaður, ungfrú Regína
Jónsdóttir og Ingólfur Hinriksson.
Aflasala. J\
Botnvörpungurinn Garðar hefir
sclt afla, ísfisk og saltíisk, fyrir
880 stpd.
Senn koma jólin.
Jóíabazarínn
opnuðum viö á mánudaginn.
Iðnaðarmannafélaglð
í Reykjavík.
Fundur verður haldinn í bað-
stofu félagsins á morgun, fimtu-
daginn 7. desember, kl. 8J/2 sið-
degis. Fundarefni: Erindi frá
Landssambandi iðnaðarmanna.
Stjórnin skýrir frá gerðum sin-
um. Fyrirlestur með skugga-
myndum um líf óg gerð steina,
Helgi H. Eiriksson. Önnur mál.
Þar sem þetta verður vænt-
ánlega síðasti fundur fyrir jól
og þar koma fram merkileg
máí og fróðlegt erindi, væntum
vér þess að félagsmenn fjöl-
ménni.
Skrantritnn
á hvað sem er, fljótt og vel af
liendi leyst á Barónsstíg 65.
Hafnfirðingar! Snúið ykkur til
Bened. Friðrikssonar, Strand-
götu 50.
E.s. Lyra
kom frá Noregi í gær.
E.s. Esja
íer í strandferð þ. 11. þ. m.
I ðuaðarmannaf élagið
heldur fund í baðstofu sinni
annað kveld kl. 8J2. Sjá augl., sem
birt er í blaðinu í dag.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
heldur fund annaö kveld kl. 8)4
í Oddfellowhúsinu, uppi. Sjá augl.
Kópur
fór vestur í gær og tekur þar
bátafisk til útflutnings.
Gengið í dag.
Sterlingspund.......kr. 22.15
Dollar .............. — 4,35
100 ríkismörk þýsk. — 160,19
— frankar, frakkn. . — 26,50
—* belgur .............— 93,84
— frankar, svissn. . — 130,72
— lírur.............. — 36,06
— mörk, finsk .... — 9,93
— pesetar ........... — 55,93
— gyllini ........... — 271,54
— tékkósl. kr......— 20,37
— sænskar kr.......— 114,41
— norskar kr.......— 111,44
— danskar kr.......— 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 55,17 miðað
við frakkn. franka.
Einingarfélagar
og aðrir templarar eru beðn-
ir að muna afmælisfagnaðinn í
kveld kl. 8y2. Aðgöngumiðar af-
lientir í Góðtemplaraliúsinu til
kl. 8.
Skógarmenn
K. F. U. M. halda fund í
kveld kl. 8V2. Sbr. augl.
Eggert Stefánsson
söng i Gamla Bíó i gærkveldi
og' lék Páll ísólfsson undir. —
Söngskráin var nærri liin sama
og síðast og var það eftir ósk
margra sem þá lilýddu á söng
Eggerts. Eggert liefir aldrci
sungið betur en á þessu hausti,
raddmýkt, fylling og’ tilþrif
mikilfengleg og blómvendir
hti :fr n:n
E.s. Esja
fer liéðan austur um land
mánudaginn 11. þ. m., kl. 8
síðd.
Tekið verður á móti vörum ó
föstudaginn kemur.
E.s. Lyra
fer liéðan fimtudaginn 7. þ. m.,
kl. 6 síðd. til Bergen um Vest-
mannaeyjar og Thorshavn.
Flutningur tilkynnist fyrir há-
degi á fimtudag. Farseðlar sæk-
ist fyrir sama tíma.
Nle. Bjarnason & Smitb.
10-15%
afsláttur
verður gefinn af 50 dömukáp-
um næstu daga. Kápurnar eru
úr alull, dökkar og saumaðar
hér. Komið áður en þær falleg-
ustu verða farnar.
Slgnrðnr Guðmnndsson.
Laugavegi 35. — Sími: 4278.
Best skorna
neftóbakið
fæst á Grundarstíg 1, 12 kr. */z
kg. Inngangur i forstofuna,
uppi.
lófatak og framkallanir aS
launum, en það eru líka öll þau
laun, sem söngmenn fá hér nú
orðið, þvi hér er öld snúið og
örlögum rent. Fólkið virðist
flest annað frekara vilja en
hlusta á söng. Framúrskarandi
söngvara eigum við ekki marga,
en jafnvel þeir verða að sýna
litillæti sitt i því, að syngja yf-
ir tómum bekkjum. Og liart mó
það vera aðgöngu fyrir þó, sem
leita sér lífsbjargar í þeirri list#
að þurfa að gefa með sér kann-
ske svo hundruðum króna skift-
ir, í hverl sinn. Hver er orsökin?
R. J.
Útvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
Endurtekning frétta o. fl.
Þingfréttir.
19,00 Tónleikar.
19,10 Veðurfregnir.