Vísir - 05.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1934, Blaðsíða 3
V I S I R Fisltilínup ódýrar og góðar frá Rendall & Coombs. S. Bridport, England. Aðalumboðsmenn á Islandi: ARNáSON & CO. Sími 4452. — Lækjartorg 1. unartæki á Efri-Skútu, sem er 1 bóndabær austan fjarSarins. MeS- gekk bóndinn strax aö hafa brugg- aö áfengi. Sámtímis var pilturinn, scm selt haföi, yfirheyröur. Kvaðst hann, liafa fengið þann landa, sem liann seldi, frá manni i Fljótum. Var þegar símað til sýslumanns Skagfirðinga, er lagði fyrir hrepp- stjóra aö gera húsrannsókn : Fljótum og Sléttuhlíð með aðstoð tveggja lögregluþjóna héðan. Fanst ekkert áfengi í Fljótum, en brugg í gerjum fanst hjá Tryggva bónda í Lónkoti, og er það þriðja sinn, sem upp kemst um bruggun hjá honurn. — Fljótamaður sá, sem sakaður var um söluna, var yfirheyröur hér,- og meðgekk bruggun og sölu. Biða sakborning- ar dóms. Hriðarveður í gær og dag, en fannlitiö enn. Einn bátur reri í gær og aflaði vel. I.O.Q.F. 1 = 115158 V2 = E I Veðrið í morgun. Hiti i Rvik — 2 stig, Ísaíirði — 2, Akureyri — x, Seyðisfirði — 2, Grimsey — o, Stykkishólmi — 2, Blönduósi — 2, Raufarhöín — 5, Grindavik o, Færeyjum o, Juliane- haab — 11, Jan Mayen — 4, Ang- magsalik — 8, Tynemouth 4 stig. Skeyti vantar frá Hólum i Horna- firði og Hjaltlandi. Mestur hiti hér í gær 3 stig, minstur — 3. Úr- koma 0,9 mm. Yfirlit: Kyrrstæð iægð niilli Vestfjarða og Græn- lands. Ný lægð að nálgast frá Suð- ur-Grænlandi. Horfur: Suðvestur- iand, Faxaflói: Suðvestan kaldi og éijagangur, en því næst vaxandi sunnanátt með slyddu. Breiðafjörð- ur, Vestfirðir, Norðurland: Suð- vestan kaldi og dálítill éljagang- ur í dag, en gengur í sunnanátt í nótt. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Brejdileg átt og hægviðri. Víðast úrkomulaust. Síldarverksmiðja ríkisins. Sveinn Benediktsson tram- kvæmdarstjóri í Reykjavík og Jón Þórðarson frá Laugabóli, búsettur á Siglufirði, hafa verið settir í stjóm Síldarverksmiðju rikisins, í stað þeirra Guðm. J. Hlíðdal og Lofts Bjarnasonar, sem sagt höfðu starfinu laUstt. 60 ára er í dag Friðrik Ólafsson skip- stjóri. Aflasölur. Karlsefni seldi bátafisk frá Vesi- fjörðum i Grímsby í gær fyrir 1384 stpd. Sviði hefir selt ísfisk- afla, 900 kit, fyrir 978 stpd. Salatt fór fram í Grímsby. E.s. Suðurland kom í dag frá Borgarnesi með vestan og norðanpóst. Sendisveinadeild Merkúrs hefir ekki starfað um langan tírna, en nú mun í ráði að taka aft- ur til starfa að hagsmunamálum sendisveirra hér í bænum. Er þvi skorað á alla þá sendisveina, sent í deildinni eru, eða hafa áhuga fyrir þessum málum, að koma til viðtals í kveld kl. 8 á skrifstofu Gísla Sigurbjörnssonar Lækjar- torgi 1, 2. hæð. ' Ægir, mánaðarrit Fiskifélags Islands, 12. hefti 26. árg. (1933), er ný- komið út. Hefst það á fróðlegu er- indi um merkingar á fiskum, sem dr. Bjarni Sæmundsson flutti í út- varpið j). 24. nóv. s. 1. í niður- lagi erindisins hvetur dr. B. S. til frekari merkinga og nefnir þar sérstaklega þorskamerkingarnar við ísland og Grænland. — „Það væri mjög mikils virði, að fá ná- kvæma vitneskju um hve mikil brögð muni vera að göiigum J>orsks rnilli þessara landa. En að það megi takast er mjög undir þvi komið, aö fiskimenn, aðgerðar- ! menn og aðrir ]>eir, er hafa ný- veiddan fiskinn með höndum, gæti vel að merkjum á honttm og skili þeim sem fyrst — til skrifstofu Fiskifélags íslands eða ti! erind- reka Fiskifélagsins út um land. — Prófessor Johs. heitinn Schmidt, maðurinn, sem mest hefir unnið að íiskamerkingum hér viö land, lét svo um mælt, að íslenskir fiskimenn væri skilvisari á merk- in. en annara þjóða fiskimenn; vona eg að Jæir heiðri minningu hins ágæta, látna vísindamanns með ])ví að láta orð hans ásannast einnig í framtíðinni, og geri sitt til, að öll fundin merki komi til skila.‘: — Margt annara greina er í heft- inu. Næturlæknir er í nótt Halldór Steíánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Cullverð isl. krónu er uú 54,33, miöað við frakkneskan franka. „Kátir félagar" eru beðnir að niæta í kveld kl. 8yí i K. R.-húsinu, uppi. Karlakór Iðnaðarmanna. Samæfing í kveld kl. 8. Otvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. 19,25 Óákveðið. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 KfVöldvaka. n. Gengið í dag. Sterlingspund .... Dollar ............ 100 ríkismörk þýsk — frankar, frakkn. — belgur .. — frankar, sviss — Jírur...... — mörk, finsk — pesetar ,.. — gyllini .... — tékkósl. kr. — sænskar kr. — norskar kx. —- danskar kr. kr. 22.15 — 4,35% — 162,32 — 26,90 — 94,93 — 132,31 ; 36,35 — 9,93 — 56,92 — 274,55 — 20,67 — 114,41 — 111,44 — 100.00 Vetrarhjálpin hefir skrifstofu í Lækjartorgi 1, 2. hæð. Er tekið þar á rnóti beiðn- um um hjálp handa hágstöddu fólki allan daginn i síma 4292. Ennfremur má tilkynna þangað fatagjafir og ajmað, sem menn vilja styrkja starfsemina með — og verður J)að ])á sótt, ef óskað er. Forstjóri Vetrarhjálparinnar er tii viðtals daglega milli 5—7 e. h., en ckki á öðrum timum. Stúkan Frón. Fundur í kveld. Áramótahug- leiðing (sira Friðrik Friðriks- son). Allir templarar velkonuiir. Farsóttir og manndauði í Reykjavik vikuna 17.—23. des. (1 svigum tölur uæstu viku á und: an) : Hálsbólga 23 (37). Kvefsótt 76 (roo), Kveflungnabólga 1 (3), Iðrakvef 2 (ix), Taksótt 1 (1), Skarlatssótt o (3), Hlaupabóla o (10), Stingsótt o (2), Kossageit r (o), Mannslát 7 (9). Landlæknis- skrifstofan. (FB.). Valsmenn eru beðnir að mæta út á íþrótta- velli i kveld kl. 8. StyrjðJd yflrvofandi milli Japana og Rússa Eins og allir vita, sem blöð Iesa, ríkir nú allmikill ótti um j)að víða um heim, að til ófriðar komi milli Rússa og Japana út af Man- sjúríumálunum og fleiri málurn sem þeir deila um. Kuniiur amer- ískur blaðamaður, Upton Close, hefir fyrir nokkuru gert þessa ó- friðarhættu að umtalsefni í greiu, sem hann birti í kunnu amerísku tímariti. Qose minnist i upphaíi grein- ar sinnar á ófriðarhættu J)á, sem svo tnjÖg var rætt uin árið 1903 og í byrjun árs 1904. Þá var ekki um annað meira ritað í heimsblöð- iu en yfirvofandi styrjöld tnilli Japana og Rússa. Rússakeisari lagði um þær mundir afar milda áherslu á, að Síbiríubrautin væ'ri fuJJgerö, og á svæðinu milli Baikal-vatns og Kyrrahafs var safnað herliði miklu, vopnum og vistum. Þá átti Rússland rnjög góðan flota, sem hafði bækistöð sína við Kyrrahaf, og kaupskip trá Ameríku, Kína, Bretlandi og breskum nýlendum fluttu feiknin óll af vistum o. fl. til Vladivo- stock. Umræðurnar um ófriðarhættuna hjöðnuðu niður. Ritstjórar blað- anna breyttu um tón. Viðurkcnt var, að óttinn heföi idaupið með tnenn i gönur. Japanar myndi ekki hætta á, að ráðast á Rússa. Og ótt- inn hjaðnaði víðar en á skrifstof- um heimsblaðanna. Hann hjaðnaði í rússneska hernum og jafnvel embættismennirnir í Pétursborg skiftu um skoðun. Vorið kom. Rússneski Kyrrahafsflotinn hætti sér inn í landhelgn Kóreu — að sögn oft. En einn góðan veðtirdag kom japönsk flotadeild a'ð rúss- nesku skipununt þar óvörunt og hóf árás sína á ])au. Styrjöldin milli Rússa og Japana var hafin, þótt hvorugur aðilja heföi sagt hinum stríð á hendur. Þær yfirlýs- ingatl komu sköntmu síðar. „Rússar,“ segir Close, „setn Jtekkja Japana betur en við Banda- ríkjamenn, vita vel, aö samskonar stjórnarklíka ræður ttú öllu í Jap- an og 1904.“ Rússar hafa látið Japana vaða uppi í Mansjúríu að undanförnu án ]>ess að haíast nokkuð að ráði að. Þeir hafa sjálfsagt haft sínar ástæður til þess, nt. a. ekki verið undir þaö búnir, hvorki fjárhags^ lega eða hernaðarlega, að berjast við Japana. „En,“ segir Upton Close, „Japanar konta Rússum ekki að óvörunt nú. Þeir, sem nú ráða rússneskum löndum, búast altaf við því versta.“ Og í Kreml er búfst við þyí, að bráðlega munt til ófriðar koma milli Japana og Rússa. Spenningurinn milli ])essara voldugu þjóða, sem áður hafa bor,- ist á banaspjót, hefir smám sam- an aukist. Árið 1929 gaf ráðstjórn- in rússneska Mansjúríu-hervaldin- um Chang Iisueh-liang ráðningt\, er hann rak á brott rússnesku yfir- mennina við Mansjúríubrautina. Þá gerður Rússar og Japanar samkomulag um það sín á milli, að Japanar léti þaö afskiftalaust, ef Rússar gæfi Kínverjum ráðningu fyrir ámóta sakir. Og Rússar iof- uðu að blanda sér ekki í slík „einkámál“ Japana í Mansjúríu. En síðar ])egar Japanar fóru að vaða uppi þar í landi og stofn- uöu ]>ar hið svo kallaöa Mansjú- kó-ríki. fór Rússum þar i latidi að þykja þröngt fyrir dyrum. Um- ráðin yfir járnbrautinni urðudeilu- efni og Japanar ráku á brott rúss- neska starfsmenn við brautina. Rússar buðust til þess_ að selja sinn hluta i járnbrautinni og mun tíminn eimi leiða í ljós, hvort þeir buðust til þess af heilum huga eða ckki. En Japanar skildu þetta þannig, að Rússar væri fegnir að taka þvi með þökkum, sem sigur- vegarinn vildi láta í té — og hypja sig svo á brott. Og að lokum buðu Japanar að kaupa liluta Rússa t járnbrautinni fyrir 50 milj. yen, en Rússar höfðu upphaflega boðið hluta sinn fyrir 250 miljónir gull- rúblna. Og því íiæst móðguðu Japanar Rússa með því að segja, að rúblan hefði aðeins „ítnyndað verðmæti,“ svo að Rússar gætt sem best ákveðið verð rnblunnar þannig, að svaraði til þess verðs, sem Japanar vildi kaupa fyrir. Og vitanlega varð ekki úr neinum kaupum. En á landamærum Man- Dokað við í Hraunahreppi. ferðafólkið, sem í öllu hafði komið fram við mig sera gamlan kunningja. „Jæja,“ sagði Jón, þegar hann var kominn í sæti sitt. „Þú gerir mér orð, þegar þú hittir útlendinginn hérna á ný, svo að eg geti komið ykkur í nesið. Þið ætlið að verða samferða suður, er ekki svo?“ ,JEkki er það fastmælum bundið, en það má vel vera, áð það verði að ráði.“ „Jæja, vertu nú sæll! Og góða ferð upp eftir!“ „Góða ferð,“ tók samferðafólkið undir, þegar bíll- ínn fór af stað. „Góða ferð vestur eftir“, kallaði eg. Svo tróð eg í pípu mína, kveikti i Iienni og hélt sem leið liggur iipp með Laxá austanverðri og þræddi bakkana. Ýmsum, sem i borgum búa, verður tíðrætt mjög um það, liversu erfitt sé og fábreytilegt lif þeirra, sem ala aldur sinn í sveitunum, og undir þetta taka oftast þeir, sem ekkert kjósa frekara en að geta dvalist í sveit að sumarlagi sér til hressiugar. Því verður cigi neitað, að mörg er þar stundin erfið, en þar er líka hins vegar margt, sem bætir upp fyrir alla erfiðleikana, alt stritið og vosbúðina, þegar tíð- arfnr or slæmt. Góðu dagarnir eru langtum færri en erfiðu dagamir. En menn búa lengi að einum góðum degi. Það, sem einn sólskins og blíðviðrisdag- ur lætur í té, endist lengi. Minningarnar eru fagrar og ríkar og ganga ekki til þurðar liversu lang\inn sem hausthretin reynast eða hríðarveður vetrarins. Og ótalið er, að hið nána samband við náttúruna og skepnurnar hefir svo mikilvæg áhrif á andlegt líf manna, að það meir en vegur upp á móti því, sem fjölmennið hefir áð bjóða. Borga og bæjamenning- in lætur mönnum í té mikil þægindi og gæði, en hún hefir sínar skuggahliðar, sina erfiðleika og fátækt. Hvergi er lífsbarátta fjöldans erfiðari en í horgun- um og fábreyttari, og hvergi eru mannsálirnar oft og tiðum einmanalegri, því að mennirnir geta verið einmana, þótt þeir viti af mörgum í kringum sig. Lífsbarátta ]>eirra er þar oft einhæft strit, sem ekki færir þeim sanna hamingju, Er það ekki öflugasta stoð lífshamingjunnar, að menn geti verið trúir sjálfum sér, unað glaðir við sitt, verið í samræmi við stprf sín og umhverfi, skil- ið til lilítar það samband, sem er i lífi þeirra milli þess, sem liðið er, þess sem er og verður? En hvar — ef ekki við faðm náttúrunnar, við að erja jörð- ina, geta menn öðlast þann þroska, er skapar sanna hamingju? Ef borgalifið, með alla sína óvægilegu haráttu, óeðlilega kapp, hraða og eril, hefir i sér fólg- ið meira aí því, seni getur þroskað mennina, eu ein- falt lif hóndans, þá hefi eg ekki getað fundið það. Borgamenningin á fullan rétt á sér. Þróunin í heim- inum liefir farið í þá átt, að borgir hafa myndast, 011 þvi verður ekki neitað, að mennimir, sem byggja þær, verða að leita út fyrir takmörk þeirra til þess að geta fundið sjálfa sig. Borgirnar eiga sina þreyttu, útslitnu menn í þúsunda, tugþúsunda tali, lamaða, óhamingjusama, og þeim mun ver farna í fátækt sinni en þeir, sem við faðm náttúrunnar búa,. að þeir eru ófrjálsir í örbirgð sinni og striti. Milli þeirra og jarðarinnar, sem vér erum allir af komnir, er kaldur, liarður steinninn, líf þeirra er hrakningslíf, í andlegum skilningi. En í allra hugmn býr í rauninni löngun til þess að sprengja steininn, sem vamar því, að menn geti ctregið til sín af þeirri orku sem undir hýr. Minningarnar vaka, kaldar, dimmar minningar, um erfiða göngu um steinlögð stræti, innan um tug- þúsundirnar, í erfiðustu leitinni, sem nokkur getur lent i, leit öreigans að atvinnu, dag eftir dag, án þess að hafa nokkru sinni vissu fyrir, að þeir, sem heima biðu, fengu bita sér til matar .næsta dag. Eg komst klaklaust úr þeirri leit, án þess að missa hæfi- leikann til að sjá,.að ekkert ský er svo svart, að ein- tivcr silfurbjartur hnoðri boði. ekki; að handan við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.