Vísir - 06.01.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 06.01.1934, Blaðsíða 4
V í S I R „Tpú og sannanip((. Mér nægir ein sönnun, mín sönnunar „trú“ — um „sannanir" hiríSi eg ekki — ; sú trú gafst mér ungum, mín eign er hún nú, mín eilífu forlög eg þekki. Meö „sönnunum" hyggjast þeir auka gutSs orö, því andamir sál þeirra blekkja, svo hafa þeir týnt sannri trú fyrir borö — s að trúa er sama og þekkja. Frá æsku þeir hyggja sig allt hafa þekt, sem áSur til fræöslu var ritaÖ; en meö þeirri hjátrú þeir hafa sig blekt, þvi hvaö fá án trúar þeir vitaö? Þeir vita’ ekki aö drambsemin dylst þeim í sál: um „dymar“ þeir vilja’ ekki ganga; svo veröur öll „spekin“ þeim villa og tál, á veginn þá leiöir hinn ranga. B J. Blaðasala á öOtnnnm. Frá formanni bamaverndar- nefndar Reykjavikur hefir bla'ö- inu borist eftirfarandi gtein til birtingar, um reglur þær er nefnd- j in hefir sett um blaöasölu og bóka ' á götum úti. Það inun hvergi tíökast í ná- lægum löndum að börn hafi blaða- eöa bókasölu á hendi, síst á göt- um úti; i Englandi er blaðasalan i beinlínis skipulögð, þannig, að hver blaðsali, sem vitanlega eru aðeins fullorðnir menn, þar eins og annarsstaðar erlendis, hafa hver sitt ákveðna svæði fyrir sig, þar sem þeir mega selja blöð sín og bækur. Hér hefir þessu verið öðm vísi farið og svo er enn. Nú hafa verið gefin út lög og reglu- gerð er nýlega samin og staðfest, sem ætlast er til að geri breytingu á þessu nú um áramótin og er Barnaverndarnefnd Reykjavikur falið að hafa hönd í bagga með slikri sölu framvegis hér í bæn- um. Síðan blaða- og bókasala hófst hér á götum úti, heíir fjöldi barna, þ. á. m. stúlkubörn, jafn- vel s—6 ára að aldri, næstunr dag- lcga sést hér ráfandi um göt- urnar, klæðlítil, köld, með blaða- ströngla undir hendinni í hvaða veðri sem er, hröklast til og frá fyrir bíla- og mannauinferö, stimpast hvert við annað, með hávaða og gauragangi. Oft og ein- att hafa svo þessir vesalingar orðið að hörfa undan einhvcrri bylgusunni eða helliskúrinni inn i næsta anddyri húsa eða verslunar- búða til að leita sér skjóls, en margoft verið hraktir þaðan út á götuna aftur. Æði oft hafa börn- in verið látin hrópa upp fjnir- sagnir greina þeirra og ritgerða sem í blöðunum hafa -staöið, og hafa þær ekki ávalt verið fagrar. Heiðarlegar undantekningar hafa þó verið á þessu. Má af þessu sjá, að blaðasala barna hér í bænum heíir veriö stórhneykslanleg og síst af öllu vel til þess fallin að vera gotí uppeldismeðal fyrir þau. Nú iiefir barnaverndarnefndin hugsað sér að reyna að ráða ein- hverja bót á þessu og hefir því ákveðið, að fyrst um sinn megi yf- irleitt ekki yngri börn en io ára að aldri hafa blaða- og bókasölu á hendi, og ekkert þeirra án leyfis og samþykkis foreldra þeirra eða aðstandenda. Börnin fá merki, sem þau bera á brjósti sér. Auk þess fá þau skírteini, sem sýna á, og sanna, að þau hafi leyfí nefndarinnar til að selja blöð og bækur á götum úti. Nefndin skrásetur nöfn bamanna, heimilisfang, fæðingardag og ár, ásamt nöfnum foreldra og að- standenda í sérstaka bók og hefir hvert sölubarn sitt ákveðna tölu- merki á skírteini sínu og í skránni, en afrit af henni verður í vörslum lögreglustjóra. Sölubörnum er bannað að aug- lýsa söluna með því að seg'ja frá innihaldi blaðanna og bókanna, einstakra fyrirsagna, greina eða ritgerða, sem í þeim kunna að birtast. Nefndin telur óhæfilegt að sölubörn eða aðrir, hrópi út til al- mennings fyrirsagnir greina og ritgerða, sem eru hneykslanlegar, særandi fyrir einstaka menn, fé- lög og stofnanir o. s. frv. Það lýsir ekki miklum menningar- þroska þjóðarinnar, að láta fólk, scm um göturnar gengur, heyra siíkan óþverra. Nefndin gengur þess ekki dulin, að ráðstafanir hennar í þessu efni muni mæta einhverjum misskiln- ingi og mótþróa hinna eldri — enda er oftast því að venjast með flestar nýjungar þótt til umbóta horfi — en hún væntir þess, að allir góðir menn styðji böniin í starfi þeirra, og að enginn leggi Stein í götu fyrir þau, enda er það sem hér er um að ræða, gert öllum hlutaðeigendum til góðs, en engum til meins eða miska. Nefnd- in vonar, að með þessari tilhögun sé gerð tilraun til bctri og ineiri reglu í blaða- og bókasölu bama á götum úti hér í bænum cg jafn- framt að börnin sjálf telji sér sómi í því ger, að þau geta nú sýnt þess vott opinberlega, með merki sínu og skírteini, að þeim, yngstu borgurum bæjarins, séu falin trún- aðarstörf, sem mikils sé varðandi fyrir þau og aðra, hvemig þau eru af hendi leyst. Blaða- og bókasölubörnin eiga þar athvarfs og skjóls að leita, sem barnavemdarnefndin og lög- regla bæjarins er, en tnega búast við því, að ef þau breyla út af fyrirmælum nefndarinnar, þá verði þau svift söluleyfinu. Reykjavík, 29. des. 1933. F. h. bamaverndarnefndar Rvíkur. Jón Pálsson, p. t. form. Norskar loftskeytafregnir. Oslo, 5. jan. NRP. _ FB. VerkalýðsfiokksmaSur ásakaður um óheiðarleg „fjáraflaplön“. Edward Mörk, verkalýðsflokks- maður. hefir orðið að hverfa frá Kildebo útungunarvélar hafa selst meira hér á landi en nokkur önnur tegund, sökum sinna framúr- skarandi útungunarárangra samfara afar lágu verði. Kildebo er mjög auðvelt að passa, sökum þess að liita- stillirinn er afar öruggur og heldur hitanum jöfn- um, og sjálfsnúari er snýr öllum eggjunum í einu. Kildebo er mjög steinolíuspör og er því mjög ódýr í notkun. Ef þið riljið fá marga og hrausta unga, þá kaupið Kildebo. Kildebo verksmiðjan framleiðir útungunarvélar frá 100 eggja stærð upp í alt að 10 þúsund eggja. Enn- fremur fósturmæður og annað er nð fuglarækt lýtur. Mynda- og verðlistar sendir þeim er óska. Jóli. Ólafsson & Co., Símn.: Juwel. REYKJAVÍK. Sími: 1630. Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir: „Kildebo“ Rugemaskinfabrik, Sorö. KILDEBO ÍÍlll!EIIIIIIKiia!IiIB!lKK!»ilKil!B!ISIIEHEI!!IISIilBlIIIIKIIiIIIII!IIIIIIIIIIIII!Í8l störfum sínum fyrir bæjarfélagiö i Oslo, vegna ásakana, sein Slaatta húsameistari heir borið fram.Mörk hefir, að því er Slaatta segir kraí- ist hluta af þóknun hans frá „Kampens. Bygningsselskap", en í því er Mörk formaður. — Mörk hefir tilkynt, að hann muni höfða mál á hendur húsameistaranum. Áfengisbrotum fækkar í Oslo. Samkvæmt . skýrslum lögregl- unnar í Oslo hafa brot framin at ölvuðu fólki minkað úr 13.380 i 12.504 árið sem leið. Nýtt mótorskip fer reynsluferð. Nýtt mótorskip, „Toulouse“, eign Wilhelmsens útgm. fór reynsluferð í gær og gekk ágæt- lega. Skipið náði 17 tnílna hraða. Leiðangur Balchens og Ells- I worths. Samkvæmt Sjöfartstidende er skip Ellsworths og Balchens kom- ið út úr ísbreiðunni eftir 12 daga og er nú í 400 mílna fjarlægð frá Hvalflóa. Balchen meiddist, þegar skipið rakst á jaka. Slengdist hann á vegginn í stýrisklefanum og meiddist á eyra og hægri hand- legg. Landskjálftar 1932. Þess er getið i ársyfirliti því um veðurfar á íslandi 1932, sem Veðurstofan hefir samið og gefið út, að landskjálftamælarnir hér hafi sýnt 97 liræringar á árinu. Þess er jafnframt gétið, að 83 þessara hræringa hafi átt' „upptök á íslandi eða í námunda við það“. „Mest kvað að landskjálftum 2. nóvember; varð þá vart 34 hrær- inga, og jæssu næst 17. apríl, 20 hræringa. Flestir áttu landskjálít- ar þessir upptok á Reykjanesskag- atunn eða þar í nánd, 7 á Suður- landi, 70)—120 km. frá Retykja- vík, jiar af 4 í janúar. Um upþtök 3 hræringa j>. 29. sept. er cigi anuað kunnugt, en að ]>au voru 135 km. írá Reykjavík. Af 14 landskjálftum, sem koniu lengra að, áttu.4 (13. febr., 14. apríl og 2. og 5. ágúst) upptök suðvestur t Atlantshafi 1000—1200 km. frá Reykjavík, en upptök hinna 8 voru íjarlægari“. Flestir voru landskjálftakippir þessir vægir og vafalaust hefir allur almenningur alls ekki orðið var við suma þeirra eða jafnvel meirihlutann. IBIllllflHllllllllilllEIIIlEIIIIIIIIIIIIg Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. TILKYNNING UNOLST. UNNUR. Fundur á morgun kl. 10 f. h. Skýrt frá jólafagnaði. (93 Sá sem lók skiðasleðann í portinu hjá Daníel Ólafssyni bakara, er beðinn að koma hon- um þangað strax aftur. (88 Ljósmyndastofa Alfreðs er á Klapparstig 37 (milli Grettisgötu og Njálsgötu. Sími: 4539. (478 I 1 LEIGA Lítið kjallarapláss (verk- stæðispláss) helst í mið- eða austurbæ, óskast. Tilboð leggist inn á Vísi, merkt : ..Verkstæði' (98 [ KAUPSKAPUR | Glænýtt, íslenskt smjör, súr sundmagi, hvalur, hákarl, hangikjöt og íslensk jarðepli- Verslun Rr. J. Hagbarð. (90 Mjög Ijúffengt saltkjöt, gul- rófur og Viktoríubaunir. Versl- un Kristinar J. Hagbarð. (89 Bætiefnaríkustu eggin fáið þér með að hringja í sima 2397. — Kænsnabúið Bjargi. (539. | VINNA { Stiilka óskast á litið heimili í Grindavík. Uppl. hjá Ingibjörgu Jónsdóttur, Klapparstíg 10. (92 Góð stúlka óskast í vist nú þegar á barnlaust lieimili. Uppl. Bergstaðastræti 64. (103 Geng í hús og krulla. Einnig heima. Guðfinna Guðjónsdóttir, Aðalstræti 9. Sími 2048. (102 Stúlka óskast í vist liálfan daginn. Tvent í heimili. Uppl- hjá Gísla Halldórssvni, Baróns- stíg 49. * (100- Unglingsstidka óskast. Soffía Guðlaugsdóttir, Kirkjustræti 10. (97 Stúlka óskast í vist. Njáls- götu 82. (46 Þvottahús Kristínar Sigurðar- dóttur, Hafnarstræti 18. Sími 3927. (68 | HÚSNÆÐI | Stofa með sérinngangi, ljósi. liita og ræstingu til leigu fyrir reglusaman mann. Verð 40 kr. Sími 4940. Nýlendugötu 15. miðhæð. (104 Gott bílstæði til leigu nú þegar. Uppl. í síma 2985. (101 Þægindaíbúð óskast frá 1 maí, 2 herbergi og eldhús. Til- boð, merkt: „ABC“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. þ. m. (99 Gott kjallarahei’bergi til leigu með ljósi og hita. Uppl. í sírna 3388, í miðbænum. (96 2 herbergi og eldliús óskast til leigu i austurbænum nú þeg- ar eða 14. þ. m. Tilboð, merkt: „Trygg leiga“, sendist afgr. Vís- is fyrir 10. þ. m. (95 Herbergi með miðstöðvar- hita, óskast til leigu. Tilboð, merkt: „B“, sendist afgr. Vísis, (77 Forstofustofa til leigu á Laufásvegi 27. Uppl, eftir kl., 6 y2 e. h. (106 | TAPAÐ-FUNDIÐ ( Upphlutsskyrtuhnappur hefir tapast. Finnandi geri aðvart í síma 3981. (91 Rauður Lindarpenni (Parker Duofold) tapaðist 2. þ. m. Uppi. á afgr. Vísis. (9-4 Gullarmband tapaðist um áx’amótin. Fundarlaun. A. v. á. (107 Skíðasleði i óskilum á Lauf- ásvegi 27. (105 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.