Vísir - 08.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 08.01.1934, Blaðsíða 3
Ví SIR Fiskilínur ódýrar og góðar frá Rendall & Coombs. Bridport, England. Aðalumboðsmenn á íslandi: S. ÁRNASON & CO. Sími 4452. — Lækjartorg 1. A-listinn kom aS einum matmi: Páli Þorbjamarsyni kaupfélagsstj. (Þ. 4. jan.. 1930 fóm fram bæjarstjórnarkosningar í Vest- mannaeyjum og voru þá 1667 kjósendur á kjörskrá, þar af neyttu 1453 atkvæöisréttar síns. Þá fékk B-listinn (sjálfstm.) 831 atkv., C-listinn (róttækir verka- ■ menn) 387 og A-listinn (hægfara verkamenn) 223. Vom kosnir 6 af B-lista, 2 af C-lista og 1 af A- lista). í Neskaupstað i NorðfirSi fóm bæjarstjórnar- 'kosningar fram í fyrradag. Komu jafnaSarmenn aS 5 (höfSu áSur 4), sjálfstæSismenn 2 (höfðu áSur 3) og íramsóknarmenn 1 (óbreytt). — Kommúnistar komu engum aS. Bókapfregn. ■ Guðm. iFinnbogason: íslend- ingar, nokkur drög að þjóð- arlýsingu. Bókadeild Menn- ingarsjóðs. Reykjavfb 1933. 386 bls., stór 8vo. Frh. Eftir almennan kafla, sem höf- nefnir „SjónarmiS" snýr hami sér aS því, aS athuga uppruna ísleud- inga og áhrif þau, sem hann Iiefir haft á gáfnafar þeirra og sérstak - lega skáldskaparhneigS. Kemst hann aS sömu niSurstöSum eins og Bryn, GuSm. Hannesson og Dungal, aS viS sémn í útliti og um blóSeðli líkari Vestmönnum en’ VorSinönnum. GuSm. Pfannesson ihefir komist aS þeirri niSurstöSu, aS 13% landnámsmanna,. þeirra er i Landnámu getur, hafi komiS vestan um haf. Þess er ekki aS dyljast, aS ef þessi hlutföll væru rétt hlutföll innflutnings í heild sinni, þá hefSi ]>aS ekki getaS breytt hinu norska útliti svo sem raun hefir á orSiS, eins og höf. tekur fram, og færir hann nokkr- ar ástæSur til Jxess, aS hlutföllin séu ]>arna norska kyninu í vil. Þar liefSi í sjálfu sér mátt geta þess. aS Landnáma getur langsamlega langfæstra þeirra manna, sem inn tluttu, og alls ekki nema höfS- ingja, en hjúa og þræla og ann- ara svo nefndra ótíndra manna, getur þar aS litlu eSa engu. Þeir voru langmestur hluti innflytjend- anna, og hafa vafalaust aS miklu leyti veriS vestfænir. Það er skýr cg vafalaust rétt athugun höf., aS skáldskapurinn hafi lagst í ættir, og þaS er ennfremur mjög skernti- leg athugun höf. um þaS, hvaS mörg skáld eftir lýsingum og viS- urnefnum hafa veriS dökkir á brún og brá, en þaS bendir eindregiS til vestræns uppruna. ÞaS er vafalít- iS, aS mikiS af þeirn NorSmönnum, sem hingaS komu, hafa annaS hvort dvaliS langdvölum x Vestur- vegi, veriS jafnvel fæddir þar, eSa þá í aSra ættina Vestmenn, enda þótt þaS sé ókunnugt. Þegar. land- iS bygSist voru írar öndvegisþjóS um menningu og mentun, skáld- skap og sagnaritun, og það hlýtur aS vera sambandiS viS þá og tengdir viS þá, sem veldur því aS íslensk menning, skáldskapur og sagnaritun varS til og stóS meö blórna, um þaS leyti, sem þetta lagSist fyrir óSal í Noregi. í næsta kaflanum ,Landnáms- menn“, sýnir höf. hvemig orsak- irnar, sem ollu flótta hinna norsku landnámsmanna hingaS, hafi ein- mitt valið kjarnbestu mennina úr móSurlandinu, til þess aS verSa ættfeSur hins íslenska kynstofns. Þeir voru stórlátir og flýSu kúgun, til þess aS geta lifaS lífinu eins og ]>eim likaSi í nýja landinu. Það ])jóðskipulag og sú menning, sem þeir sköpuðu þar, hlýtur því að sýna það hugarfar, sem þeir bjuggu yfir. í næsta kafla lýsir höf. „Stjc/-narskipun“, og gerir grein fyrir því, aS máttarstoSin í henni hafi verið jöfnuður og jafn- ræði, og að af þvi hafi leitt, aS ekkert eitt framkvæmdarvald hafi getaS veriS í landinu. ÞaS mætti um þennan jöfnuS nota setningu eftir Schopenhauer, sem höf. til- færir í öSru sambandi: „Tilsýndar er þaS fagurt, en aS vera þaS, er alt annaS,“ þvi aS jöfnuBurinn þessi meS öllu því, sem honum fylgdi, varS til þess að landiS gekk konungi á hönd meS öllum þeim vandræSum, sem af því leiddu, og viS erum enn ekki aS fullu búnir að vinna upp. í næsta kafla „LífsskoSun og trú“ lýsir höf. siSalögmáli heiðinna manna, sem ekki var bundiS við neina trú eins og siSalögmál krist- inna manna er. Þarkemurennsjálf- ræðishugsunin fram, því aS þaS er sjálfræSi, vitiS, líknstafir og Loí- iS, sem bindur í sér alla sælu, en hinu snotri maSur er ágætismaSur ]>eirrar lífsskoSunar og hinn batn- andi maSur, og jöfnuSurinn er sem í\t hryggurinn í þessari lífsskoS- un — „glík skulu gjöld gjöfum.“ Trúin sjálí hjá þessum mönniun er á örlögin, hiS dularfulla vald, sem ræður högum allra, jafnt goSa sem manna, en afstaSa goSamui til manna sýndist hafa veriS nokk- uS svipuS og síSar aSstaða vernd- ardýrlinganna til þeirra. Svo kem- ur hinn kristni siSur, og þá kemur konungshugtakiS i sál forfeSra vorra þar ineS. ÞaS eru nú ekki lengur örlögin, sem öllu valda, þaS | er Drottinn himins og landa, kon- I ungurinn Kristur, og menn litu íram til þess, er viS tæki eftir dauðann mjög vongóðir í trausti góöverkanna og fyrirbæna helgra mamia. MeS siSaskiftunum hvarf þetta úr sögunni, og nú voru menn ofurseldir óttanum, ekki guSsótt- anum heldur óttanum viS GuS, djöfulimi og dauðann. En upp úr þessu hefur sig Hallgrímur Péturs- son eins og ljómandi stjarna. MeS honutn endurfæðist konungshug- mj-ndin. Hann stendur fullur sjálfræSis framan í öllum burgeis- um veraldarinnar, en konungi heimsins lý-tur hann auSmjúkur: Vist ert þú Jesús kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár .... MeS Passíusálmunum gerSist hann kennari þjóSarinnar fram á þenn- an dag, og hann lagSi drýgstan skerfinn til þess aS íslenska evan- geliska kristni. Höf. sýnir hvern- ig sami siSgæSisskilningur hefir hjargast úr heiSni yfir í kristinn siS og haldist gegnum rómverska og evangeliska kristni; og gert úr háSum . íslensk trúarhrögð og ís- lenskar kirkjur. Loks bendir höf. á einn dýrmætasta eiginlegleikann í fari þjóðarinnar, aS hver maður vilji aS vísu fá aS halda sinni trú, en geri jafnframt sömu kröfur örðum til handa, þeim sem öSru trúa en hann. „ÞaS mun naumast dæmi til, að skoSanamunur í trú- arefnuhx hafi nokkurn tíma hér orðiS til þess aS spilla félagslífi manna og samlyndi.“ Þetta er gull- satt, því aS um siðaskiftin var ekki veriS aS deila um trú hér, heldur með trú um alt annaS. Því miS- ur hefir þetta umburSarlyndi ekki náS til skoSana manna hér á landi á öSrum sviSum, því aS stjóm- máladeilur eru hér harSvítugri en víðast hvar annarsstaSar. Um þennan kafla hefi eg orSiS svona langorSur vegná þess, aS nxér ]>ykir hann aS mörgu leyti hesti kafli hókarinnar. í næsta kafla „Huliðsheimar” lýsir höf. dultrúarhneigS þjóSar- innar og heldur því fram, sem ef- laust er rétt, aS auðn, myrkur, strjálbýli og einvera valdi henni. Nógu gaman hefði þaS veriS, ef tekið liefSi veriS til athugunar, hvernig á því stendur aS drauga- sögur vorar eru svo frábrugSnar öðrum draugasögum, og hvers vegna erlendir draugar eru mein- leysis skinn mestu, en hinir ís- lensku félagar þeirra mestu fólsku- foröS. Frh. Guðbr. Jónsson. Brennu og flugeldasýningu, cr fresta varS síSastl. laugardag, ætlar Knattspyrnuíél. Valur aS halda á íþróttavellinum í kveld kl. 9. Hafa Valsmenn unnið ósleiti- lega aS {iví, undanfama daga, aS gera brennuna sem fullkomnasta og tilkomumesta. Hafa þeir hlað- iS bálköst einn heljar mikinn (um IO m. á hæS), roSiS hann all- an í tjöm og öSrum eldfimum cfnum, en munu ausa olíu óspart á eldinn. Þá hafa þeir og fengiS heilan karlakór (30 manna) í álfa- búningana, sem syngja hin fögru ísl. þjóSlög. 10 bestu fimleikamemi landsins hafa lieitiS því aS láta ekki áhorfendum leiSast meSan })eir sýni listir sínar, og þarf eng- inn sem til þekkir, aS efast um slíkt. — Flúgeldar verSa og þarna, svo fagrir, segja kunnugir, aS slíks munu tæplega dærni hér áSur. Stjórna þeirri sýningu þaulvanir skotmenn. — Loks leikur LúSra- sveitin Svanur alt kveldiS. Hefst leikur hennar kl. 8 á Austurvelli, og mun, hún leika þar, þar til kl. um 840, en halda síSan suSur á Völl og leika þar allan timann. Til þess aS böm þurfi ckki aS fara þessarar skemtunar á mis, hefir fé- lagiS ákveSiS aS selja aSgöngu- miSa bama á aSeins 25 aura, en fullorðinna á 1 kr. Fólk er ámint tim aS klæSa sig og börnin vel. Þess má og geta aS brennumenn liafa gert ýmsar ráSstafanir til þess aS áhorfendum mætti liSa sem best. MeSfram öllu áhorfendasvæSinu verSa langeldar kvntir, en snjó ölliun rutt, eftir mætti, svo áhorf- endur þurfi ekki aS vaSa í snjó. M. S. Veðrið í morgun: Frost urn land alt. í Reykjavik 9 stig, ísafirSi 4, Akureyri 6, SeyS- isfirSi 4, Vestmannaeyjum 2, Grímsey 5, Stykkishóhni 5, Blönduósi 10, Raufarhöfn 4, Hól- ttm í HornafirSi 4, Grindavík 12 stig; Færeyjum o, Julianehaab 6, Jan Mayen 6, Tynemouth 5 stig. Mest frost hér í gær 10 stig, minst 2 stig. Yfirlit: LægS fyrir austaa ísland og önnur suSur af Græn- landi. Horfur: SuSvesturland, Faxaflói,BreiSafjör6ur: HægnorS- austan gola. Bjartviðri. VestfirSir, NorSurland, norSausturland: NorS- an og norSaustan gola. VíSast úr- komulaust og bjart veSur. Aust- firSir, suSausturland: NorSan gola. BjartviSri. Ófærð á Hellisheiði. Síðustu sólarhringana hefir verið illfært cða ófært bifreið- um yfir Hellisheiði. Aðfaranótt laugardags hlóð niður svo mild- um snjó, að heiðin varð ófaa*, og teptust nokkurar bifreiðir héðan fjTÍr austan.ígærmorgun byrjuðu tveir flokkar manna — sinn hvoru megin — að ryðja snjó af veginum, og náðu sarn- an um kl. 3. Komust þá bifreið- ir leiðar sinnar, en gekk þó seint. — Meðal þeirra, sem að austan komu voru þingmenn Rangæinga, þeir Pétur Magnás- son hæstaréttarmálaflutnings- maður, og Jón Ólafsson, banka- stjóri. Þeir voru 7—8 klukku- stundir frá Ölfusá og hingað, með hálftima viðdvöl á Kolvið- arhóli. — Sagt er að skafrenn- ing hafi gert á heiðinni í gær- kveldi og mun þá færð hafa spilst af nýju. — í gær var bif- reið frá B. S. R. fullar 12 klukkustundir á leiðinni milli Reykjavikur og Stórólfshvols, en venjulegur ökutími á þessari leið er 4 klukkustundir. Ámi Skúlason húsgagnasmiSur, heíir opnatS r.ýja húsgagnavinnustofu í Mjóstr, 6 niSri (þar, sem áSur var prent- smiSjan Acta). Árni lauk sveins- prófi hjá Jóni Halldórssyni & Co. áriS 1930 með ágætis einkunn og hefir síSan stundaS nám erlendis Hann nýtur mikils trausts í starfi sinu. Athygli skal vakin á auglýs- | ingu frá honum hér í blaSinu. Ðokað við í Hraunahreppi sólarinnar lögðu glit sitt á jökulbungurnar í norð- austri. Inni á milli múlanná lá þokuhjúpur á hrauu- breiðunum, en náði að eins upp í miðjar hlíðar eld- faorganna inni á milli fjallanna. Þegar sól var risin fór að kula á norðan og blærinn sópaði þokunni af hraunbreiðunni, niður allar mýramar, viðar og græn- ar, milli klettaborga og hóla, en árnar voru eins og sikvik, titrandi silfurbönd við skin morgunsólarinn- ar, á lcið siqni til sjávar. Niður undan, þar sem eg sat, var túnið og bærinn i Hraunkoti, en meðfram því rann Hraunkotslækur og í honum var dálítill foss, kippkorn fyrir vestan túnið, en handan lækj- arins hrauntunga allbreið og á stöku stað í Iienni glitti á smátjarnir. Eg var þangað kominn, þar sem var golt að vera. Og í hug mínum var rrieiri gleiði en eg hafði áður fundið til yfir að vera kominn heim. Þá um kveldið áttum við Þorgeir í Hraunkoti all- langt tal saman, Síðara hluta dagsins liafði eg ver- sð á stjákli um hraunið. Það var eins og dálítill undraheimur, dálitið undraríki. Stærsta eldborgiu var tilvalin höll fyrir bergkonung og næga bústaði höfðu Jiegnarnir um að velja. Einkennilegast var ])ó umhorfs i hrauninu, er þoka var. Þá gat að líta kynjamjTidir, hvert sem litið var. Eg sá bæi og tún inni i miðju hrauninu, en er nær kom, var ekkert að sjá, nema hraungrýti og græna mosabreiðu. Eg sá tröllkarla og skessur, margskonar kynjadýr og fugla, en ef betur var að gáð, var ekkert að sjá, nema storknaða hraunstróka, sem virtust vera þetta eða liitt til að sjá, alt eftir því, livar eg stóð og virti þá fyrir mér. En unaðslegast var við hrauntjarnirn- ar árla morguns, innan um birkihrislur, reyni og víði, sem spegluðu sig í kyrru, tæru vatninu. Stund- irnar líða fljótt ó þessum slóðum. Og er lieim kom kveldið, sem hér uin ræðir, gengum við Þorgeir upp á dálítinn hól fyrir ofan túnið og ræddum samau. Hann hafði lokið störfum dagsins. Börnin voru hátt- uð, en kona lians sýslaði enn i eldliúsi. Þarna höfð- um við gott útsýni yfir liraunið og mikinn liluta sveitarinnar. En lilkoinumeira var ]>ó að líta til liá- fjallanna og jöklanna, þvi að alheiðskirt var. Niður- inn í Laxó barst til okkar i kveldkvrðinni og und- ir þann söng tók litli Hraunkolslækurinn, sem rann meðfram túninu, }x> í öðrum tón væri. Fagurt var að liorfa til fjallanna og yfir hraunbreiðuna þessa lcveldstund, en það var líka fagurt til liafs að líta. Hér og þar í sveitnni voru fögur tún, grösugar engj- ar og vel hýstir bæir, en í nokkurri fjarlægð frá ströndinni, milli tveggja nesja, sem sköguðu langt í sjó fram, voru leirur miklár og þar utar eyjar og sker, annað undrariki, þar sem æðurin syndir með ungahópinn sinn — og kóparnir skjóta kollinum upp úr sjónum og skima 1 allar áttir eða liggja á klettunum og hugsa sitt um lifið og tilveruna. Einn- ig J>ar — Jx> með öðrum hætti sé en upp við fjöllin — á vorið og sumarið sinar unaðssemdir, sína dá- stmilegu fegurð. Vorið og sumarið! Veturinn líkaí Þarna við ströndina, sagði Þorgeir mér, er gnægð af marliálmi. Og er liaustar, leita álftirnar þangað i hópum ofan af heiðunum. Þegar sjór fellur að, fljúga J>ær upp ú mýrarnar, en er fjarar, leita þær i marhálminn. Þarna eru þær í stórhópum allan veturinn. Strandhúinn er ekki einmana vetrarmán- uðina. „Það er ys og þys þama við sjóinn,“ sagði félagi minn, „þegar álftimar cru komnar, eins og í stór- borg. En altaf vakir þráin til fjallanna með þeina allan veturinn. Þegar þíður eru á vetrum, fljúga þær liér vfir og inn til fjallanna skreppa til sum- arheim kynnanna“. Jökullinn vestast á nesinu var uú sem vafinn rauð- um feldi ög þegar fór að falla að og flóði yfir leir- umar milli nesjanna var dásamlegt að horfa á lygn- an, spcgilsléttan sjóinn, jökulinn, eyjamar, skerin, \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.