Vísir - 21.01.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 21.01.1934, Blaðsíða 4
VlSIR Hæstiréttur hefir kveöi'ð upp dóm í máli Gísla J. Johnsen og var undirrétt- ardómurinn í málinu staðfestur. Kaupmáli sá, sem G. J. J. og kona fians höfðu gert með sér, var áæmdur ógildur. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir í kveld þýska talmynd, „F. P. I. svarar ekki“, j 10 þáttum, gerða af Ufa-félag- ínu. Kvikmyndin er vel gerð og efnið óvanalegt. — Gamla Bíó sýnir kvikm. „Þrír skálkar“ kl. 9. Er það amerísk talmynd í 10 þáttum. Kl. 7 verður kvikm. „Ungfrú himinblá“ sýnd á al- þýðusýningu. x. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Níelsina Há- konardóttir og Magnús Ólafs- son, Fossá i Kjós. Betania. Samkoma í kvekl kl. 8jd. Ingvar Arnason talar. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Vatnsstíg 3. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Barna- samkoma kl. 2 e. h. Almenn sam- koma kl. 8 e. h. Allir velkomnir. Næturvörður er þessa viku í Laugavegs apó- teki og Ingólfsapóteki. Hjálpræðisherinn. í dag Id. 4 verður fagnaður og kveðjusamsæti fyrir kaptein- ana Hilmar Andréssen, Karó- línu Jónsson og K. Kjærbo. — Hjálpræðissamkoma kl. 8. Farsóttir og manndauði í Reykjavik. Vikuna 7.—13. jan. (í svigum tölur næstu viku á und- an-: Hálsbólga 38 (7). Kvefsótt 77 (3°). Kveflungnabólga 2 (1). Iðrakvef 18 (4). Taksótt o (1). Hlaupabóla 4 (o). Skarlatsótt o (1). Munnangur 4 (o). Stingsótt 1 (o). Kossageit 1 (o). Ristill 1 (ö). Mannslát 8 (4). Landlæknisskrif- stofan (:FB.). Útvarpið í dag: 10,40 Veðurfregnir. ir,oo Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jóns- son). 15,00 Miðdegisútvarp. 15,30 Erindi: Ibsen og hugsjónirnar (Ragnar E. Kvaran). 18,45 Barna- txmi (síra Friðrik Hallgrímsson). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynn- ingar. — Tónleikar (Hljómsveitin á Hótel Island). 19,55 Auglýsing- ar. 20,00 Klukkusláttui-. Fréttir. 20,30 Erindi: Um Stephan G. Stephansson (Jónas Þorbergs- son).. 21,00 Grammófóntónleikar: Tschaikovsky: Symphonia no. 4. Danslög til 24. gíUIilllIlilIIBIil8IllI!!E8!SIIIIIIIBlllliIIIB988IIIIllIllilI!UIIBIIIIIIUIUIISH| I KILDEBO 1 Kildcbo útungunarveiar liafa selst meira bér á landi en nokkur önnur tegund, sökum sinna framúr- skarandi útungunarárangra samfara afar lágu verði, Kildebo er mjög auðvelt að passa, sökum þess að hita- stillirinn er afar öruggur og heldur hitanum jöfn- um, og sjálfsnúari er snýr öllum eggjunum í einu. Kildebo er mjög steinolíuspör og er því mjög ódýr í notkun. Ef þið viljið fá marga og hrausta unga, þá kaupið Kildebo. Kildebo verksmiðjan framleiðir útungunarvélar frá 100 eggja stærð upp í alt að 10 þúsund eggja. Enn- fremur fósturmæður og annað er að fuglarækt lýtur. Mynda- og verðlistar sendir þeim er óska. Jóh. Ólafsson & Co., Símn.: Juwel. REYKJAVÍK. Sími: 1630. Aðalumboðsmenn á Islandi fyrir: „Kildebo“ Rugemaskinfabrik, Sorö. ææ ææ ææ „PRIM0S“ A/B B. A. Hjorth & Co. Umboðsmenn: Þfirðnr Srelnsson & Co. ææ Hölmavfknr saltkjöt Hnoðaður mör, Sauðatólg, Kæfa, Rúllupylsur, Isl. smjör. Páll Hallbjörns. Laugaveg 55. Sími 3448. Norskar loftskeytafregnir. -Q. Osló, 19. jan. NRP. — FB. Kreppuráðstafanir Norðmanna. I básætisræðunni var boðað nýtt fyrirkomulag í skólamál- um, ennfremur voru boðaðar breytingar á skattalöggjöfinni og aukið eftirlit í þeim málum. j Samkvæmt fjárlagafrum- , varpinu er ráðgert að verja 42,900,000 krónur til ráðstafana vegna kreppunnar, þar af 6 milj. kr. lil rafvirkjunar járn- j brauta, nýrra síma 4,7, til láns- stofnana smábænda og fiski- manna 3 milj., mjólkurbúa 1 milj., enn fremur eru ríkisstj. fengnar til umráða til þess að ráða bót á atvinnuleysinu 9 milj. kr., til stuðnings fiski- mönnum iy2 milj. kr., til ný- býla 4,5 milj., til skógræktar- mála 1,2 milj. kr., vegna niður- færslu vaxta í bönkum, sem ríkið ber ábyrgð á 4,4 milj., til illa stæðra sparisjóða iy2 milj. kr., lán til sveitafélaga 2y2 milj. kr. o. s. frv. Ríkisstjórnin hefir sent Stórþinginu greinargerð fyrir afstöðu sinni eftir kosn- ingarnar. Urslit þeirra liafi ekki gefið neinum flokki meirihluta og á yfirstandandi þingi séu hinar pólitísku horfur mjög ó- ljósar. Undir þessum kringum- stæðum telur ríkisstjórnin það skyldu sína, að sitja við völd, uns Stórþingið liafi með at- kvæðagreiðslu látið vilja sinn í ljós. Flokkur vinstrimanna á þingi hefir samþykt að hafa fyrst um sinn áfram sömu stjórn. Eies- land er formaður hennar. Oslo, 20. jan. „Fridtjof Nansen“-strandið. LandvarnaráSuneytið hefir af- hent ákæruyfirvöldunum öll máls- skjölin út af strandi eftirlitsskips- ins „Fridtjof Nansen“, til þess aÖ þau taki ákvörSun um hvort mál skuli hafiS út af strandinu. K.F.U.K. \v • Yngri dcildin. Fundur í kveld kl. 5. — Guðrún Lárusdóttir talar. Kaupi notuð islensk frimerki hæsta verði. — Slgfús Bjarnason Lækjargötu 2. Sími 2385. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. r" 'tILKYNNING..................| Þvottahús Kristínar SigurSar- dóttur, Hafnarstræti 18. Simi 3927. (6S Lokkur tapaðist í. Oddfellow- böllinni 10. þ. m. Skilist á afgr. Yrísis gegn fundarlaunum. (351 giiiMwyiWMnffaniit HÚSNÆÐI Hei’bergi með búsgögnun; óskast 1. febr. Tilboð, merkt: „N.“, sendist afgr. Vísis. (358- 1 herbergi og aðgangur að eldhúsi, óskast strax. Uppl. i síma 2521. (350 Upphituð herbergi fást fyrir ferðamenn, ódýrast á Hverfis- götu 32. (1153 1 YINNA | Memi eru teknir í þjónustu á Bergstaðastræti 8 í kjallaran- um. Uppl. eftir kl. 5. (357 Nokkra menn vantar til Grinda- vikur yfir vertíðina. — Einnig stúlku. Uppl. á Laufásveg 4, i kjallaranum. (355 Stúlka óskast hálfan daginn i forföllum annarar, um mán- aðamót janúar og febrúar. — Ljósvallagötu 32. (354 Sníð og máta, sauma einnig úti í bæ. Uppl. á Norðurbraut 9, Hafnarfirði. (353 2 vanir, duglegir sjómenn óskast suður á Miðnes — sem fyrst. —- Uppl. gefur Ilaraldur Sveinbjarnarson, Laugaveg 84. (352 Góð stúlka óskast 1. febrúar, vegna forfalla annarar. Uppl. Ránargötu 3A, niðri. (350 Okkur vantar 3 sendisveina: 1 allan daginn og 2 hálfan dag- inn. Uppl. á morgun í. Grjóta- götu 7. (349 J KAUPSKAPUR Heimabakað fæst allan daginn á Laugaveg 57, simi 3726. (125 Litla blómabúðin SkólavörSu- stig 2, sími 4957. Daglega nýír túlípanar me'S mismunandi verði og litum. (328 Bætiefnaríkustu eggin fáiS þér meS aS hringja í síma 2397. — Itænsnabúið Bjargi. (539* HUNAÐARLEYSINGL „Farðu upp í herbergiS þitt,“ mælti hún skipunari-ómi. Eg stóS á fætur og gekk til dyra, en nam þó staSar viS dymar og sneri aftur til hennar. Eg gat ekki tekiS þessu meS þögninni, eg varS aS taka ti! máls. Eg hafði verið óvirt og fótum troðin og varð aS verja hendur mínar. En hvernig var eg þess um komin ? HafSi eg nokkur vopn í höndum, sem gæti sigraS þenna hatursmann minn? Eg tók á öllu því þreki, sem eg átti til og svalaSi mér á þessa leiS: „Eg er ekki undirförul. Ef eg væri undirförtil mundi eg segja aS eg elskaSi þig. En eg segi ekki, aS eg elski þig. — Eg hata þig — og eg liata óhræsis strákinn þinu cnn meira en þig sjálfa. Og þessa hók um skreytnu stelp- una, getur þú gefið Georgiönu dðttur þinni, þvi aS hún ei* lygin — en ekki cg.“ Frú Reed hafSi lagt hendurnar í kjöltu sér. AugnaráS hennar var nístandi kalt, er hún virti mig íyrir sér og mælti: „Ætlaðirðu aö segja eitthvað meira af þessu tagi ?“ spuröi hún kuldalega. Rödd hénnar og augnaráð hleypti mér í enn meiri ofsa. Eg titraði frá hvirfli til ilja, er eg svaraSi henni hvöss- 11111 og gjallandi rómi: „Mér þykír vænt um, að eg er ekki í ætt viS þig. Eg ætla aldi*ei framar aS kalla þig „systir," þó aS eg verSi eldgömul. Og eg ætla aldrei aS heimsækja þig*, þegar eg er orSin fulIorSin. Og ef einhver færi aS spyrja mig, hvort mér þyki vænt um þig og hvernig þú hafir reynst mér, þá ætla eg aS segja, aS eg hafi svo mikla andstygS á þér fyrir meSferðina á mér, aS eg megi ekki til þín hugsa, og aS þaS niuni alveg einstakt í sinni röS hve illa og ómannúSlega þér hafi farist viS mig.“ „Hvernig dirfist þú aS tala svona viS mig!“ „Eg þori þaS, því aS eg segi ekkei*t annaö en bláberan sannleikann. Þú heldur, að eg sé tilfinningalaus, aS eg geti lifaS og unaS viS kærleiksleysi og vinaleysi, en það get eg ckki. Þú hefir aldrei fundið til vorkunsemi gagn- vart mér. Eg mun aldrei gleyma því, aS þú hefir hrund- iS mér frá þér, meS kulda og harSýðgi. Eg niun aldrei gleyma því, að þú lokaðir mig inni í rauðu stofunni, þó aS eg sárbæudi þig aS fyrirgefa mér, og þú vissir að eg ,væri örvita af hræSslu. Þú hegndir mér af því, aS óþokk- inn haim sonur þinn hafði ráðist á mig, þó aS eg hefði ekkert mein gert honum að fyrra bragSi. Eg ætla að segja samileikann, hverjum þeirn manni, sem spyr mig um þig. ÞaS er álitiS, aS þú sért góS kona. En þú ert vond kona, vond og harSbrjóita. Og þú ert fölsk og ó- hreinlynd.“ Eg sá, að þaS, seni eg sagði, hafSi mikil áhrif á frú Reed. Og eg gladdist mjög og hrósaði sigri í hjarta mínu, er eg virti hana fyrir mér. Hún reri fram og aftur, band- aði frá sér höndunmn, eins og hún vildi á þann hátt bera af sér ásakanir mínar. Andlitsvipur hennar var ekki ólík* ur því, aS hún væri í þann veginn aS fara aS gráta. „Þér skjátlast, Jane!“ hvíslaSi hún hásum rómi. „Hvaji gengur aS þér? Þú titrar og skelfur, Yriltu ekki aS eg gefi þér vatn aS drekka?“ „Nei, frú Reed.“ „Langar þig þá ekki til þess, að eg- geri eitthvaS ann- að fyrir þig? Eg fullvissa þig um, að eg á enga ósk heitari, en, að reynast þér sem allra best.“ .,Það er lygi! Þú sagðir hr. Brocklehurst, að eg værf óféti og óáreiðanleg, lygin og ómerkileg í öllum greinum. En þú mátt reiða þig á, að allir i Lowood skulu fá aS-vitá hvernig þú ert, og hversu ílla þú hefir reynst mér.“ „Jane, þú ber ekkert skynbragð á þaS, sem þú ert að fara meS. Börn verða aS þola hegningar fyriv galla sína og ónáttúru." „ÞaS er ekki minn galli, að veraj óhreinlýndL æpti eg hástöfum. „Eg er ekki óhreinskilin.“ „En þú ert aS minsta kosti uppstökk og reiðigjörn, Jane. Það verSurSu að játa. En nú er best aS þú farir upp í krakkaherbergiS, kæra barn. Og reyndu nú aS hvíla þig og fá þér svolítinn dúr.“ „Þú þarft ekki aS kalla mig „kæra baru,“ þvi að eg veit aS þér þykir ekki vænt um mig. Og eg fer ekki að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.